Dagur - 29.07.2000, Blaðsíða 15

Dagur - 29.07.2000, Blaðsíða 15
Tfc^ur LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 2000 - 31 Varla finnst sá göngu- stígur að ekki sjáist þar fólk þeysast áfram á hlaupahjóli eða línu- skautum. Hlaupahjól eru ekki eingöngu not- uð utandyra, alla vega lætur húsvörðurinn í Útvarpshúsinu sig ekki muna um að bruna um gangana á hlaupahjóli. Dagur hafði upp á línu- skauta- og hlaupa- hjólaköppum í NANOQ í Kringlunni og fræddist um allt sem við kemur þessu skemmtilega sporti. Gísli Sverrisson hjólakappi og verslunarmaður í hjóla- og skautadeild NANOQ í Kringl- unni veit fátt skemmtilegra en að þjóta um á hlaupahjólinu sínu. „Eg nota hlaupahjólið mikið og fer jafnvel á því í vinnuna. Maður er mjög fljótur að komast ferða sinna á hlaupahjóli en ekki er ráðlegt að vera á því í sar.di eða úti í rigningu. Það eru línuskauta- legur á hjólunum og ef vatn kemst í þær fer smurningin úr þeim og þær geta ryðgað," segir Gísli og bætir við að lítið mál sé að ná færni á hlaupahjóli. Fyrir alla aldurshópa „Hlaupahjóli svipar mjög til hjólabrettis nema hvað það er með stýri og bremsu og hjól- in eru tvö í stað fjögurra. Það er mun auðveld- ara að ná tök- um á hlaupa- hjólinu en hjólabrettinu vegna þess að þú getur stýrt þvf, heldur betur jafnvægi og hefur bremsu," segir Gísli. Hann segir hlaupa- hjólin vera fyrir alla ald- urshópa. Hægt sé að hækka og lækka stýrið þannig að bæði börn og fullorðnir geta notað sama hjólið. „Amma mín, sem er 76 ára, hjóíað mfnu hlaupahjóli og líka þriggja ára frændi minn,“ segir Gísli. Þótt hlaupahjól séu nýjasta æði landans þá eru línuskautar einnig alltaf jafn vinsælir. Mik- ill verðmunur er á Iínuskautum eftir tegundum enda geta þeir verið afar mismundandi að gæðum. í NANOQ kosta skautarnir frá fjögur þúsund upp í 30 þúsund krónur. Með- algóðir skautar kosta á bilinu 10 til 15 þúsund krónur. „Það eru minni og harðari dekk á ódýrari skautunum en eftir því sem dekkin eru stærri og mýkri þá minnkar titringurinn þegar skautað er á malbiki,“ segir Gísli. Hann segir hægt að fá skautana bæði smellta og reimaða og á sumum sé púði í hælnum sem dempar höggin ef verið er að stökkva. Línuskautar eru leikur einn Ósvald Sigurðsson línuskauta- kappi og verslunarmaður í NANOQ segir ekki mikið mál að ná sæmilegri færni á línu- skautum. „Flestir ná þessu á fyrstu 10 mínútunum. Fólk er oft mjög stressað áður en það byrjar en um leið og það skaut- ar af stað þá er þetta ekkert mál,“ segir Ósvald. Hann segir mikilvægt fyrir byrjendur að bera sig rétt að strax frá upp- hafi, standa með bogin hné og stífna ekki upp. Nauðsynlegur búnaður með línuskautum er að sögn Ósvalds sá sami og á hlaupahjólum, þ.e. hjálmur, hné- og olnbogahlífar, nema hvað einnig er mjög gott að vera með úlnliðshlífar og legg- hlífar ef mikið er stokkið. Hann segir auðveldlega hægt að brjóta sig eða togna ef mikið sé verið að hoppa og skoppa á línuskautunum en segist sjálf- ur sem betur fer hafa sloppið vel. „Ég hef bara fengið nokkr- ar skrámur og verið haltur í tvær vikur,“ segir Ósvald. Hann segist skauta mest í miðbænum og þá helst á Ingólfstorgi. Ós- vald segir skautarana einnig hafa góða aðstöðu í svokölluðu Skötuhúsi á Eiðisgranda. „Það er hús með pöllum sem hægt er að stökkva á, bæði fyrir hjólabretti, línuskauta og „freestyle“-hjól. Þar hittumst við, fylgjumst með og Iærum hver af öðrum,“ segir Ósvald að lokum. - ELJ Ósvald í góðri sveiflu. Hann er á Freestyle skautum sem kosta kr. 18.990,- og með hjálm sem er á kr. 2.500,- Hægt er að fá hnjáhlífa-, olnboga- og úlnliðshlífar í einu setti. Það ódýrara kostar kr. H95,- en það dýrara kr. 3295,- Mynd: Einar J. REYKJAVÍK - EGIISSTAÐŒ - og allt þar á milli - Austurleið SBS annast ácetlunarferðir til allra helstu staða á Suður- og Austurlandi. Mikil ferðatíðni og traustir bílar gera farþegum auðvelt að skipuleggja ferðalagið og áhyggjulaus njóta þess sem fyrir augu ber á leiðinni. Láttu Austurleið SBS fara með þig á helstu ogfegurstu staði á sunnan- og austanverðu landinu • Bláa lónið • Gullfoss • Geysir • Þingvellir • Laugavatn • Eldgjá Landmannalaugar Þórsmörk Skaftafell Laki Vatnajökull Jökulsárlón Kynnið ykkur ferðaácetlun Austurleiðar SBS bjá umboðsmönnum eða á heimasíðunni www.austurleid.is AUSTURLEIÐSBS ... aFcCííj d j&r-ð/’/r/tr Reykjavfk sfmi: 545 1717, Selfoss sfmi: 482 3400, Höfn sfmi: 478 1361 EmaiL; austurleid@austurleid.is Auglýsingastofa Þórhildar 1520.57

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.