Dagur - 11.10.2000, Blaðsíða 2

Dagur - 11.10.2000, Blaðsíða 2
FRÉTTIR Bömin þurfa að hafa Bamahúsið Dómstjóri á Reykja- nesi segir yngstu bömin eiga heima í vemduðu umhveríi Bamahúss og dómar- ar þar séu sammála um það, burtséð frá aðstöðubreytiugum til skýrslutöku í hér- aði. Dómstjóri Héraðsdóms Reykja- ness segir að starfsemi Barna- húss hafi sannað sig með ræki- legum hætti og telur að það væru mistök að hætta starfrækslu hússins. Eins og Dagur hefur skýrt frá lýkur tilraunastarfsemi hússins innan skamms og hafa teikn verði á lofti um að skýrslu- tökur af börnum verði lagðar niður í húsinu. Helstu notendur Barnahúss hafa verið Héraðsdómur Norð- urlands eystra og Héraðsdómur Reykjaness. Lögum um opinber mál var breytt í fyrra og er fyrir- hugað að koma upp aðstöðu til skýrslutöku barna í dómum landsins, m.a. á Reykjanesi. Er þá ekki viðbúið að afnot Héraðs- dóms Reykjaness af Barnahúsi fari mjög minnkandi? Því svarar Olöf Pétursdóttir dómstjóri: „Nei, í fjTsta Iagi verður að skoða reynsluna af yfirheyrslum í Barnahúsi og hún hefur veriö mjög góð að mati okkar dómara. Hvað yngstu börnin varðar er ekki spurning að það er heppi- Iegast að þau séu yfirheyrð í Barnahúsinu." Á tveimur stöðum í einu Innan skamms mun Héraðsdóm- ur Reykjaness flytjast í nýtt hús- næði sem er sérhannað fyrir dómstólinn. Þar er fyrirhugað að koma upp sérstöku herbergi til skýrslutöku sem gæti mætt Iaga- kröfunum nýju en þar með er ekki sagt að yngstu börnin myndu ekki áfram verða send í Barnahúsið að sögn Ólafar. Hún telur auk þess að rétt sé að at- huga nýjar leiðir: „Ég hef verið að skoða hvort ekki sé mögulegt að útbúa Barnahúsið betur tækjalega og hafa samsvarandi tæki í nýja húsinu okkar. Þá gætu yfirheyrslur farið fram á báðum stöðum í einu.“ Með þessu á dómstjóri Hér- aðsdóms Reykjaness við að kær- andi er aldrei hafður í sama her- bergi og barnið. I nauðgunar- málum t.d. er reynt að viðhalda algjöru samskiptaleysi á milli brotaþola og geranda. Erfitt er hins vegar að koma í veg fyrir að hópar gagnstæðra fylkinga rekist á innan veggja dómshúsa nema þá helst í Reykjavík þar sem hús- næði dómsins er nægilega stórt til að forðast árekstra. Eiga vemd Að framansögðu er ljóst að Ólöf telur það mikinn skaða ef Barna- húsið verður slegið af. „Hvað sem verður er ég hlynnt Barna- húsinu og ég tel að yngstu börn- in eigi tvímælalaust að fara þangað burtséð frá aðstöðu dóm- ara f héraði víðs vegar um land- ið. Börnin eiga heima í svona vernduðu umhverfi og dómarar hér eru sammála um það. Sam- vinna dómara við starfsmenn Barnahússins hefur einnig verið sérlega góð en við þurfum líka alltaf að hugsa um hve yfir- heyrslan yfir barninu þarf að vera vönduð. Eitt samtal á að duga til að skera úr um hvort ákæra verður gefin út og hvernig málið verður afgreitt á næstu stig,“ segir dómstjóri Héraðs- dóms Reykjaness. -BÞ Flytur 120 ndlljóna viðsMpti „Já það er búið að sam- þykkja það í stjórn Inn- kaupastofn- unar að taka því tilboði sem Islands- sfmi gerði okkur og ég geri ráð fyrir að það verði staðfest í borgarráði í dag,“ svaraði Ingi- björg Sólrún Gísladóttir borgar- stjóri í gær, spurð hvort borgin ætli að skipta um símafyrirtæki og beina framvegis öllum síma- viðskiptum sfnum til íslands- síma. Um umfangið sagði borg- arstjóri að ef allt sé meðtalið gætu það verið kannski um 120 milljóna viðskipti sem þarna sé um að ræða. Þannig að til dæm- is 10% afsláttur er þegar umtals- verð upphæð. „Við ákváðum við gerð fjár- hagsáætlunar að leita eftir því, frá þessum símafyrirtækum, hvort þau gætu boðið okku hag- stæðari kjör heldur en við höf- um búið við hingað til.“ Leitað hafi verið bæði til íslandssfma og Landssíma, sem fengið hafi sams konar bréf og sama tíma til þess að gera borginni tilboð. „Tilboðið frá Íslandssíma var einfaldlega hagstæðara og sem vörslumenn borgarsjóðs teljum við að við eigum að reyna að spara í hvívetna. óg þarna er cftir nokkru að slægjast,“ sagði borgarstjóri. -HEI Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri í ál-víkmg til Noregs Tólf austfirskir sveit- arstj ómarmeun. Skoða álver í litlum byggðum. Hugur í Austfirðingum. Þörf á aðstoð. Tólf austfirskir sveitarstjórnar- menn eru staddir í Noregi þessa dagana til að skoða þrjú álver sem reist hafa verið í litlum sveit- arfélögum og ræða við sveitar- stjórnarmenn um reynsluna af því. Ferðin er fjármögnuð af austfirskum sveitarfélögum. Guðmundur Bjarnason bæjar- stjóri Fjarðabyggðar segir að til- gangur ferðarinnar sé til að kynna sér hvernig Norðmenn standa að þessum málum með tilliti til þess sem bíður Austfirð- inganna ef ráðist verður í virkjun og byggingu álvers á Reyðarfirði. Hann segir að menn séu þegar farnir að huga að skipulagsmál- um í héraði í tengslum við þær framkvæmdir sem huga þarf að vegna væntanlegs álvers. Þörf á aðstoð Töluverður hugur er þegar kom- inn í Austfirðinga vegna álvers- ins. Einar Rafn Haraldsson for- maður Afls fyrir Austurlandi seg- Einar Rafn Haraldsson formaður Afls fyrír Austurland. ir að þarna sé á ferðinni stórkost- legt verkefni til að takast á við til uppbyggingar í fjórðungnum. Hann segir verkefnið eklci vaxa heimamönnum í augum heldur muni það brýna menn til dáða. Þá séu menn í hverju skoti farn- ir að búa sig undir að af álverinu geti orðið og hvernig eigi að bregðast við því. I það minnsta sé ekkert sem bendir til annars en að svo geti orðið á meðan ekkert annað kemur í ljós. Hins vegar sé Ijóst að allur undirbúningur vegna álversins mcð tilheyrandi fjárfcstingum og uppbyggingu muni reyna mjög á styrk sveitar- félaganna til að geta brugðist við þessum málum. Viðbúið sé að þetta geti orðið þeim erfitt í Ijósi þess að mörg hver séu ekki fjár- hagslega sterk, enda sé þetta verkefni stærra en svo að þau geti staðið undir því öllu ein og sér. Af þeim sökum sé einsýnt að sveitarfclögin verða að fá ein- hverja aðstoð í upphafi. Einar Rafn telur því nauðsynlegt að ráðgjafanefndir komi að þessu máli og að fundinn verði flötur á því að fjármagna hlut sveitarfé- laga, enda stefnt að mjög hraðri og kostnaðarsamri uppbyggingu á skömmum tíma. I því sam- bandi bendir hann á víða um heiminn séu til fjárfestar sem sjá hag sinn í því að koma að svona uppbyggingu eins og stefnt sé að fyrir austan. Bitnar ekki á sjávarutvegi Einar Rafn segist ekki óttast að álver og allt það sem því fylgir eins og t.d. eftirspurn eftir vinnuafli muni bitna á sjávarút- veginum. í það minnsta segist hann ekki kannast við að það hafi orðið raunin á öðrum stöð- um þar sem stóriðja hefur komið eins og á Akranesi og Hafnar- firði. Þvert á móti hafa stoögrein- ar í öðrum atvinnuvegum vaxið og dafnað með tilkomu stóriðj- unnar. Þess utan sé fiskiðnaður- inn sífellt að verða tæknivæddari og tekur því til sín æ minna vinnuafl en áður. -GRH INNLENT Leiðarfluggjöld burt Kristján Möller er fyrsti flutn- ingsmaðurt að frumvarpi til laga um breytingu á lögum nr. 60/1998 um loftferðir. I frum- varpinu er gert ráð fyrir að hin svo kölluðu leiðarfluggjöld á flugleiðum innanlands verði felld niður. Þessi gjöld eiga að standa straum af kostnaði við flugleið- söguþjónustu við flugrekstur en hafa orðið til þess að hækka um- talsvert flugfargjöld hér á landi. Ferjuaðstaða við Bakkafjöru Komin er fram þingsályktunartil- laga um rannsóknir á feijuað- stöðu við Bakkaljöru í Landeyj- um gengt Vestmannaeyjum. I ályktuninni er gert ráð lyrir að Siglingamálastofnun verði falið að rannsaka fcrjuaðstöðu þarna og aðrar aðstæður með ferjuleið milli Eyja og lands í huga. Breyting á jarðar- lögum Sighvatur Björgvins- son og fjórir aðrir þingmenn Samfylk- ingarinnar hafa lagt fram frumvarp til laga um breytingar á jarðalögum. Segir í greinargerð að nú- verandi jarðalög leggi óeðlilegar kvaðir á eigendur bújarða um ráðstöfun á þeim með leigu, sölu eða til erfingja svo og um nýtingu á bújörðum til annars en hefð- bundins búskapar. Þessu vilja flutningsmenn breyta. Uppbygging há- lendisvega Drífa Hjartardóttir er fyrsti flutningsmaöur þingsályktunar- tillögu um framtíðarskipulag og uppbyggingu hálendisvega á há- lendi Islands. Vilja flutnings- menn að samgönguráðherra skipi nefnd til að gera tillögur þar um. Mælistuðlar í flskveiðum Komin er fram þingsályktunar- tillaga um endurskoðun mæli- stuðla í fiskveiðum og vinnslu sjávarafla. Jóhann Ársælsson er fyrsti flutningsmaður tillögunn- ar. Umræddir mælistuðlar eru notaðir við mat á þyngd sjávar- afla og ígildi fiska af einni tegund í annarri í fiskveiðum íslenskra skipa og slægingu og vinnslu sjávarafla. Breytiug á skatta- lögum Svanfríður Jónas- dóttir fer lyrir hópi þingmanna Samfylk- ingarinnar sem lagt hafa fram frumvarp til Iaga um breyting- ar á lögum um tekju- skatt og eignarskatt. Miðar frumvarpið að því að fella á brott þau ákvæði skattalaga sem heimila frestun á greiðslu skatts af söluhagnaði hlutabréfa og að hægt sé að komast hjá skattgreiðslu af slíkum söluhagn- aði með því að kaupa ný hluta- bréf. Svanfríður Jónasdóttir. Sighvatur Björgvins- son

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.