Dagur - 11.10.2000, Blaðsíða 20

Dagur - 11.10.2000, Blaðsíða 20
20- MIÐVIKVDAGUR 11. OKTÚBER 2000 tfc^WÍ' Reynimi að sjá reyni! rs W SIGUKJÓN BENEDIKTS SON I fjölbreyttu litaskrúði haustdag- anna er margt að sjá. Þegar menn fóru að skilja hlýleik skóg- anna og fegurð, þá fylgdi með aukin fjölbreytni í trjám og runnum. Skógar eru uppspretta lífs og lita. Þó skógar hafi aukist um hcilt prósent á tuttugu árum og þeki nú 2% landsins, þá er vert að minnast þess að forðum var landið klætt skógi sem nam allt að 25% af flatarmáli þess. Eitt er það tré sem hverfur í fjöldann og nýtur ekki lýðhylli. Er það tré þó skógartré á Islandi frá ómunatíð. Þegar farið er til Akureyrar frá Húsavík þá er vert að horfa á skógana okkar, í Aðal- dalshrauni, við Húsabakka, svo ekki sé minnst á Fossselsskóg og Fellsskóg. Vaglaskógur svíkur heldur engan. Á þessum árstíma skartar eitt tré fögrum rauðum haustlitum. Þau eru íá en fögur, öskurauð. Eitt og eitt tré á þess- um stöðum ber af hvað varðar þennan Iit. Hér er á ferðinni reynitré sem er að finna villt á Islandi en það tré á undir högg að sækja vegna þess hve lauf þess eru bragðgóð og þolir jrað illa beit. Saga reyni- viðar á íslandi er skemmtileg og sýnir leyndardómsfullan fjöl- breytileika sem sprottið hefur af einu beri í fuglsfóarni í fyrnd- inni. Lítum í kringum okkur njótum skóganna okkar. Mannsnafnið Reynir er þessu tengt og talið er að mörg Reynis- nesin á íslandi bendi til fornrar frægðar reyniviðarins. Maðurinn ber oft dám af nafni sínu og Reynir sveitarstjóri á Raufarhöfn er t.d. líkur þessu tré og svo er um marga sem bera nafn reyni- viðarins. Besta vernd náttúrunn- ar er að sem flestir fari um og kynnist undrum hennar. Sigurjón Benediktsson, áhugamaður um frjálst að- gengi að náttúrunni. og Baldur Aðalstems til Uerdingan „Okkar“ maður í ÍA liðinu gerir það gott þessa dagana. Hann var valinn í unglingalandsliðið í fyrs- ta sinn og er nú á leiðinni til Þýskalands til að leika með Iið- inu Uerdingen og mun dveljast þar í nokkrar mánuði, að sögn föður hans, Aðalsteins Baldurs- sonar. Baldri fylgja góðar kveðjur allra Völsunga til Þýskalands. Þar verður hann örugglega góð- ur fulltrúi síns gamla félags. -JS Ferrari við hún Húsvíkingar fylgjast sumir vel með Formúlu-akstrinum, eins og sjá mátti um helgina þegar Ferrari-fáninn blakti við hún hjá einhverjum Schumacher aðdáenda í sigurvímu. Séra Sighvatur Karlsson, formaður Myndlistaklúbbs Húsavíkur. Myndlistarvakn- ing á Húsavík S.l. föstudag var haldinn á Gamla bauk stofnfundur Mynd- listaldúbbs Húsavíkur og voru stofnfélagar 1 5 talsins. Formað- ur klúbbsins er Sighvatur Karls- son, Dagbjört Jónsdóttir gjald- keri og Ulfhildur Sigurðardóttir ritari. Upphaf þessarar starfsemi má rekja til myndlistarnámskeiðs sem Örn Ingi Gíslason stjórnaði á vordögum 1996. Námskeiðið stóð í viku og þátttakendur voru fjölmargir og í kjölfarið var síðan haldin sýning á verkum hinna verðandi listamanna og gerður góður rómur að. Formaður Myndlistaklúbbs- ins, Sighvatur Karlsson, sóknar- prestur með meiru, segir að eftir þetta námskeið hafi drátthagir nemendur Arnar Inga alið með sér þann draum að stofna með sér félagsskap um áhugamál sitt. Ekkert varð þó úr þeim áformum þá, en nokkrir héldu áfram að mála og teikna og fengu til þess aðstöðu í húsnæði Óskars Karls- sonar fyrir neðan Bakkann. „S.l. vor var síðan haldin myndlistarsýning áhugamanna á Húsavík sem var liður í 50 ára afmælishaldi kaupstaðarins. Þar kom enn betur í ljós að fjölmarg- ir kunna að bregða fyrir sig blý- anti á teikniblokk og bregða pensli á striga. Þar sá ég í hendi minni að það væri grundvöllur fyrir því að stofna Myndlista- kfúbb Húsavíkur og blés þegar til sóknar eftir sýninguna og fengum við þegar inni í mynd- Iistarherbergi Framhaldsskólans. Formlegur stofnfundur klúbbs- ins var svo s.l. föstudag", segir séra Sighvatur. I l. grein samþykkta Mynd- listaklúbbsins segir: Tilgangur myndlistaklúbbsins er að standa fyrir hvers konar myndlistar- námskeiðum á Húsavík til þess að auðga og efla fjölbreytileika og reisn menningarlffs í kaup- staðnum og nágrenni. Fyrsta verkefni klúbbsins er námskeið um næstu helgi þar sem Kristín Blöndal kennir byrj- endum og lenga komnum að mála oh'umálverk. Þegar er full- bókað á námskeiðið. -JS Starfsemi Félags eldri borgara á Húsavík er mjög blómleg og stöðugt eitthvað í gangi eða á döfinni. Félagsmenn eru dug- legir við að ferðast um landið sitt og á dögunum fór 50 manna hópur í ferðalag um Austfirði og Skaftafellssýslu og kom víða við. Þá hafa verið farnar dagsferðir í Kclduhverfi og til Siglutjarðar, kór aldraðra hefur starfað með miklum ágætum í nokkur ár og fleira mætti nefna. Húsvíkingar sitja sem sagt ekki auðum höndum á þessu skeiði ævinnar frekar en öðr- um. -JS 50 eldri borgarar frá Húsavík á ferð um Austfirði. í baksýn er Svínafells- jökull. Öfhigt starf hjá eldri borgumm

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.