Dagur - 17.03.2001, Side 3

Dagur - 17.03.2001, Side 3
LAUGARDAGUR 17. MARS 2001 -UL ISLENDINGA ÞÆTTIR Ólöf Einarsdóttir ássamt vinkonu sinni. Ólöf er til hægri. Einar Sigurðsson og Helga ívarsdóttir með ívar Axel. Framhald afforsíðu I risi eru tvö íbúðarherbergi og framloft sem allt er þiljað og mál- að. Kjallari er undir hluta húss- ins. Húsið var lengi rautt að utan með hvítum gluggakörmum og dökku skífuþaki. Arið 1949 er búið að múrhúða húsið að utan og setja vatnssalerni í risið. Ein- hvern tíma á ferlinum var hyggð- ur lítill kvistur á vesturhlið húss- ins. Inngönguskúr er við húsið sem ekki er getið um í byggingar- Ieyfinu og má af því telja að hann hafi verið byggður síðar. Olöf Bjarnadóttir, ekkja Ivars seldi Dietlev Thomsen húsið með tilheyrandi lóð árið 1903. I október ári síðar kaupir Einar Sigurðsson eiginmaður Helgu ívarsdóttur, tengdasonur Ólafar Bjarnadóttur, ívarssel. 1 B - skjölum kemur fram að Einar samþykkir að leigja Alliance norðurhluta túnsins sem var í eigu ívarssels eða leigu, að stígn- um sem lá að sjó í framhaldi af Vesturgötu. Skilyrtur leigutími var í fimmtán ár. Að honum liðn- um var leigutaki skyldugur að fjarlægja bænum að kostnaðar- lausu öll mannvirki ef þess væri óskað. Bærinn hafði rétt til grjót- töku í landinu, að leggja vegi og brautir yfir það og byggja þar mannvirki ef bærinn þarfnaðist. Þarna gætir nokkurs misræmis um eignarrétt á landi lvarssels. I B- skjölum er ekki annað hægt að skilja en Einar Sigurðsson leigi Alliance hluta lands ívarssels en einnig eins og að framan greinir að bærinn hafi rctt til að gera eiginlega hvað sem er við landið. Síðan það að Ólöf Bjarnadóttir fái helming leigunnar sem Alli- ance greiði fyrir aðstöðuna á landi Ivarssels. Ekki er getið um hvort Einár Sigurðsson eða básr- inn fái hinn helming Iéigunnar. Samkvæmt manritali frá árinu 1906 eiga heima í lvarsseli Einar Sigurðsson húsráðandi , fæddur 3. september 1877 í Pálsbæ á Seltjarnarnesi, Helga ívarsdóttir kona hans, fædd 6. júlí 1877 í Ivrsseli, ásarnt hörnum sínum, Ivari Axel, fæddutn 1 I. nóvember 1901, Kjartani, fæddum 19. júlí- 1904 og Sigrfði , fæddri I 6. jan- úar 1906. Einnig voru á heimil- inu Bagidiildur Benediktsdóttir vinnukonm' fædd 1887 og Guð- rún Kctilsdótfir, fæðingarár ekki vitað. i. ívar Axel Einarsson átti heima í Ivarsseli alla ævi. Hann var maður listfengur, spilaði á hljóð- færi og málaöi. „Gamlir dagar", sýning á verkum hans var íHlaðvarpanum árið 1991. Á myndinni er ívar Axel til hægri en ekki er vitað hver hinn maðurinn er á myndinni. Einar Sigurðs- son var sjómaður, hann var lengi á skútunni „Guð- rúnu Soffíu", en þegar hann var í landi stundaði hann verka- mannastörf. Við manntal frá 1915 eru börn hjónanna í ívars- seli orðin sex og hafa þá bæst við hópinn: Ólöf, fædd 1907, Sig- urður, fæddur 1913 og óskírt sveinbarn, fætt 1915. Ennfremur eru þá á heimilinu Sigríður Jónsdótt- ir námsmær, fædd 18.ágúst 1877 að Draugshlíðardal á Rangárvöllum og Herdfs Dagsdótti lausakona, fædd 15. febrúar 1843 að Skógum á Fellsströnd. Eina dóttur eignuðust þau Einar og Helga árið 1916, Aslaugu að nafni. Frameftir árum voru stakk- stæði og kálgarðar á landi Ivars- sels. Húsmæðurnar þar unnu við garðræktina og einnig við fisk- verkun. Grjótgarðar voru í kring- um túnið f ívarsseli sem Ivar Jónatansson hlóð. Einnig voru grjótgarðar í kringum túnkragana á nærlíggjandi tómthúsbýlum. Lengi vel voru engin hús austan við ívarssel, bara stakkstæði Alli- ance. Að norðan var Hannesar- bær, Ananaust, Bakld og Haug- hús. Grjótgarðarnir f Ivarsseli og nærliggjandi grjótgarðar voru seldir undir stakkstæði fyrir Alli- ance. Alliance byggði húsnæði fyrir starfsmenn sína, Selsbrekk- urnar, langa og lágreista húsa- lengju sem byggð var á landinu þar sem húsbændur í Ivarsseli höfðu kálgarða sína. Ivarssel hefur verið í eigu sömu ættarinar frá byggingu þess. Ivar Axel, elsti sonur Einars og Helgu, átti heima í Ivarsseli alla tíð en hann Iést árið 1985. Einnig Aslaug, yngsta dóttirin. Núna býr í hús- inu Kjartan Ingimundarson ásamt fjölskyldu sinni og er Kjartan fimmti ættliðurinn í Ivarsseli. Heimildir ent frcí Árbæjarsafni og Borgarskjalasafni. Vesturgata 66B.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.