Dagur - 17.03.2001, Qupperneq 8

Dagur - 17.03.2001, Qupperneq 8
VIII- LAUGARDAGUR 17. MARS 2001 KIRKJUSTARF ÁRBÆJARKIRKJA Guðsþjónusta kl. 11.00. Organisti Pavel Smid. Kirkjukórinn syngur. Eftir guðsþjón- ustuna verður stuttur fundur með foreldrum fermingarbarna vorsins 2001. Einnig köku- basar 4. fl. karia í fótbolta. Barnamessa kl. 13.00. Léttir söngvar, biblíusögur, bænir, umræður og leikir við hæfi barnanna. For- eldrar, afar og ömmur eru sérstaklega hvött til þátttöku með börnunum. Prestarnir. BREIÐHOLTSKIRKJA Barnaguðsþjónusta kl. 11. Messa kl. 11. Altarisganga. Organisti: Sigrún Þórsteins- dóttir. Létt máltíð í safnaðarheimilinu eftir messu. Gísli Jónasson. DIGRANESKIRKJA Guðsþjónusta kl. 11. Prédikun: Þorgils Þor- bergsson, cand. Theol. Prestur sr. Gunnar Sigurjónsson. Organisti: Kjartan Sigurjóns- son. Kór Digraneskirkju A hópur. Sunnu- dagaskóli á sama tima. Umsjón: Sr. Magn- ús, Margrét og Þórunn. Léttur málsverður í safnaðarsal að lokinni messu. Kl. 20:30. Fundur í hjónaklúbb Digraneskirkju. Prest- arnir fara á kostum í tvískiptu erindi sem þeir kalla: „Þú skilur mig ekki, ástinl" FELLA- OG HÓLAKIRKJA Guðsþjónusta kl. 11. Taize sálmar. Prestur sr. Guðmundur Karl Ágústsson. Organisti Peter Maté. Flautuleikari Martial Nardeu. Barnaguðsþjónusta á sama tíma í safnaðar- heimilinu í umsjón Margrétar Ó. Magnús- dóttur. Prestarnir. GRAFARVOGSKIRKJA Útvarpsguðsþjónusta kl. 11:00. Prestur sr. Vigfús Þór Árnason prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Grafarvogskirkju syngur. Org- anisti Hörður Bragason. Barnaguðsþjón- usta kl. 11:00. Prestur sr, Anna Sigríður Pálsdóttir. Umsjón Sigrún, Þorsteinn Hauk- ur og Hlín. Undirleikari Guðlaugur Viktors- son. Barnaguðsþjónusta kl. 13:00 í Engja- skóla. Prestur sr. Anna Sigríður Pálsdóttir. Umsjón: Sigrún, Þorsteinn Haukur og Hlín. Undirleikari Guðlaugur Viktorsson. Prest- arnir HJALLAKIRKJA Messa kl. 11. Altarisganga. Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson þjónar. Félagar úr kór kirkjunnar syngja og leiða safnaðarsöng. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Barna- guðsþjónusta í Lindaskóla kl. 11 og í kirkj- unni kl. 13. Orgelandakt kl. 17. Kári Þorm- ar, organisti i Fríkirkjunni í Reykjavík, leikur verk eftir César Franck, J.S. Bach, C-M. Widor o.fl. Við minnum á bæna- og kyrrðar- stund á þriðjudögum kl. 18. Prestarnir. KÓPAVOGSKIRKJA Barnastarf í safnaðarheimilinu Borgum kl. 11:00. Guðsþjónusta kl. 14:00. Séra Sigur- jón Árni Eyjólfsson prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Kópavogskirkju syngur og leiðir safnaðarsöng. Árnesingar koma í heimsókn og Árnesingakórinn syngur undir stjórn Sig- urðar Bragasonar. Sr. Ægir Fr. Sigurgeirs- son. SELJAKIRKJA Barnaguðsþjónusta kl. 11.00. Nýr limmiði, söngur og fræðsla fyrir krakka. Guðsþjón- usta kl. 14.00. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar. Organisti er Pavel Manasek. ÁSKIRKJA Kirkjudagur Safnaðarfélags Ásprestakalls. Barnaguðsþjónusta kl. 11:00. Guðsþjónusta kl. 14:00. Inga Backman syngur einsöng. Kirkjubíllinn ekur. Kaffisala Safnaðarfélagsins eftir messu. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA Barnamessa kl. 11:00. Foreldrar, ömmur og afar eru hvött til þátttöku með börnunum. Ungmennahljómsveit undir stjórn Pálma J. Sigurhjartarsonar. Guðsþjónusta kl. 14:00. Barnakór kirkjunnar syngur undir stjórn Jó- hönnu Þórhallsdóttur. Glæsilegt kaffihlað- borð foreldrafélags barnakórs eftir guðs- þjónustu. Pálmi Matthiasson. DÓMKIRKJAN Messa kl. 11:00. Sr. Hjálmar Jónsson. Kór Menntaskólans í Reykjavíkur syngur. Org- anisti Marteinn H. Friðriksson. Æðruleysis- messa kl. 20:30. Bræðrabandið leikur. Þor- valdur Halldórsson syngur. Sr. Jakob Ág. Hjálmarsson, sr. Jóna Hrönn Bolladóttir og sr. Anna S. Pálsdóttir leiða samkomuna. GRENSÁSKIRKJA Barnastarf kl. 11:00. Messa kl. 11:00. Altar- isganga. Kirkjukór Grensáskirkju syngur. Organisti Árni Arinbjarnarson. Kvöldmessa kl. 20:00. Einfalt form, léttir söngvar, hlýlegt andrúmsloft. Ólafur Jóhannsson. GRUND DVALAR- OG HJÚKRUNAR- HEIMILI Guðsþjónusta kl. 14:00. Sr. Árni Sigurðsson. Organisti Kjartan Ólafsson. Félag fyrrverandi sóknarpresta. HALLGRÍMSKIRKJA Fræðslumorgunn kl. 10:00. Siðferðilegur háski? Uppeldi á íslandi í upphafi aldar: Dr. Vilhjálmur Árnason, prófessor. Messa og barnastarf kl. 11:00. Umsjón barnastarfs Magnea Sverrisdóttir. Félagar úr Mótettukór syngja. Organisti Hörður Áskelsson. Sr. Sig- urður Pálsson. Aðalsafnaðafundur Hall- grimssóknar að lokinni messu. Ensk messa kl. 17:00. Allir velkomnir. LANDSPÍTALINN HRINGBRAUT Messa kl. 10:30. Sr. Bragi Skúlason. HÁTEIGSKIRKJA Barnaguðsþjónusta kl. 11:00. Björgvin Þor- steinsson, fræðslufulltúi, Sólveig Halla Krist- jánsdóttir, guðfræðinemi, Guðrún Helga Harðardóttir, djáknanemi. Organisti Douglas A. Brotchie. Kirkjukaffi eftir barnaguðsþjón- ustu. Messa kl. 14:00. Sr. Tómas Sveinsson. Organisti Douglas A. Brotchie. Molasopi eftir messu. LANGHOLTSKIRKJA Kirkja Guðbrands biskups. Messa kl. 11:00. Prestur sr. Kristján Valur Ingólfsson. Org- anisti Bjarni Jónatansson. Gamlir kórfélagar sjá um forsöng. Barnastarf í safnaðarheimili kl. 11:00. Umsjón Lena Rós Matthíasdóttir. Kaffisopi eftir messu. LAUGARNESKIRKJA Messa og sunnudagaskóli kl. 11:00. Kór Laugarneskirju syngur undir stjórn Gunnar Gunnarssonar. Sr. Bjarni Karlsson þjónar ásamt Eygló Bjarnadóttur, meðhjálpara og hópi fermingarbarna. Sunnudagskólinn í umsjá Hrundar Þórarinsdóttur, djákna og hennar samstarfsfólks. Messukaffi Sigríðar, kirkjuvarðar, bíður allra í safnaðarheimili. Messa kl.13:00 í dagvistarsalnum Hátúni 12. Þorvaldur Halldórsson syngur við undirleik Gunnars Gunnarssonar. Margrét Scheving, sálgæsluþjónn, Guðrún K. Þórsdóttir, djákni og sr. Bjarni Karlsson þjóna ásamt hópi sjálfboðaliða. NESKIRKJA Guðsþjónusta kl. 11:00. Prestursr. Frank M. Halldórsson. Organisti Reynir Jónasson. Kirkjubíllinn ekur um hverfið á undan og eftir guðsþjónustu. Sunnudagaskólinn kl. 11:00. 8-9 ára starf á sama tíma. Safnaðarheimilið opið frá kl. 10:00. Kaffisopi eftir guðsþjón- ustu. Tónleikar kl. 17:00. Sinfóníuhljómsveit áugamanna. Einsöngvari Sigrún Jónsdóttir. Stjórnandi Oliver Kentish. SELTJARNARNESKIRKJA Guðsþjónusta kl. 11:00. Prestur sr. Sigurður Grétar Helgason. Organisti Viera Manasek. Sunnudagaskólinn á sama tíma. Bjóðum börnin sérstaklega velkomin til skemmtilegr- ar samveru. Fundur með foreldrum ferming- arbarna í safnaðarheimilinu eftir guðsþjón- ustu. Verið öll hjartanlega velkomin. í>*gur AKUREYRARKIRKJA Leiksýning kl. 11 í Safnaðarheimili. Stopp- leikhópurinn flytur leikritið „Ævintýrið um Óskirnar tíu“ í Sunnudagaskólanum en það byggir á bókinni „Við Guð erum vinir“ eftir Kari Vinje. Leikritið er ætlað 2-8 ára börnum og tekur um 20 mín í flutningi. Allir eru vel- komnir á leiksýninguna í Safnaðarheimilinu. Tónleikar kl. 16. Barna- og unglingakór Ak- ureyrarkirkju, Kór Snælandsskóla og Góðir hálsar ásamt strengjasveit Tónlistarskólans á Akureyri og einsöngvurum úr söngdeild skólans. Föstuvaka kl. 20.30. Séra Jóna Lfsa Þorsteinsdóttir. Kór Akureyrarkirkju syngur, Rósa Kristín Baldursdóttir syngur einsöng. Valgeir Skagfjörð og Saga Jóns- dóttir lesa Ijóð. MÖÐRUVALLAKLAUSTURSKIRKJA Messa verður fyrir allt prestakallið i Möðru- vallaklausturskirkju sunnudaginn 18. mars kl. 14:00. Molasopi á prestssetrinu eftir messu. Mætum öll og njótum samveru í húsi Guðs. LANDAKIRJA Kl. 11:00. Almenn guðsþjónusta. Allir ald- urshópar hefja guðsþjónustuna saman í kirkjunni en börnunum verður boðið að eiga sérstaka samveru í Safnaðarheimilinu þegar líður á stundina. Kór Landakirkju og Litlir lærisveinar syngja og leiða söng. Mikil lof- gjörð og tónlist, fyrirbænir og prédikun. Fermingarbörn lesa úr Ritningunni. Kaffisopi á eftir. Ath. Vegna leiðarþings Kjalarnespró- fastsdæmis í Keflavík síðar um daginn, verður ekki messað í Landakirkju eftir há- degi. Kl. 20:30. Æskulýðsfundur með gesta- leiðtoganum Elvu Björk Ágústsdóttir úr Reykjavík. Takið vel á móti Elvu Björk með góðri þátttöku. HVERAGERÐISKIRKJA Sunnudagaskóli kl. 11:00. Fundur með fermingarbörnum og foreldrum kl. 14:00. Sóknarprestur. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, vinarhug og hlýju við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, BJÖRNS BENEDIKTSSONAR frá Sandfellshaga Ásta Björnsdóttir, Benedikt, Rannveig, Páll, Gunnar, Björn Guðmundur, Björn Víkingur og fjölskyldur. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BJÖRN BRYNJÓLFSSON, Hellisgötu 29, Hafnarfirði, lést á líknardeild Landspítalans mánudaginn 12. mars. Útför hans fer fram í Fossvogskirkju miðvikudaginn 21. mars kl. 15. Höröur Blöndal, Sólveig Gísladóttir, Hrafnkell Björnsson, Bára Halldórsdóttir, Sveinn Björnsson, Hjördís Gunnþórsdóttir, Margrét Blöndal Björnsdóttir, Georg Magnússon, barnabörn og barnabarnabörn. U tfararskr e vtin ^ ar V X V*V -X W JL kj XV JX ■ A K U R E Y R 1 t W V l' A JL x 14. JL 1 jg| | kistuskreytingar, krossar, kransar, blómaskreytingar, 1 Býflugan og blómið i blómvendir, Sími 461 5444 Glerárgata 28 . Akureyri Kírkjudagiir í Selfosskirkju - Biskupsvísitasía Hinn 25. mars næstkomandi eru 45 ár liðin frá vígslu Selfoss- kirkju. Þennan mánaðardag árið 1956 bar upp á pálmasunnudag og þá vígði biskupinn yfír Islandi, herra Asmundur Guðmundsson kirkjuna. Þessi mánaðardagur.er ávallt boðunardagur Maríu seni vTsar fram til beilagra jóla eftir rétta 9 mánuði eða skeið með- göngunnar. Islenskir söfnuðir hafa gjarna minnst boðunar Maríu á þeim sunnudegi seni næst liggur 25. mars ef hann ber upp á virkan dag. I ár er afmæli kirkjunnar á drottinsdegi en vígsludagurinn er ávallt nefndur kirkjudagur í hverjum söfnuði. Biskup Islands herra Karl Sigur- björnsson vfsiterar Árncspró- fastsdæmi nú í mars og vill svo gleðilega til að hann verður við messu Selfosssafnaðar á kirkju- dagi hans. Dagurinn verður tek- inn snemma með því að komið verður saman til morgunsöngs og bænagjörðar kl. 9:00 þá um morguriinn og eftir stundina verður boðið upp á kaffi og með- læti. Er biskup kémur mun hann ásamt eiginkonu sinni og ' pró- fastinum, sr. Úlfari Guðmunds- syni snæða Iéttan hádegisverð með sóknarnefnd, sóknarpresti og starfsfólki Selfosskirkju. Há- tíðarmessa hefst síðan kl. 14:00 en að henni lokinni er þess vænst að kirkjufólk komi í safn- aðarsalinn og hafi þar kost á að heilsa biskupi og ciga við hann orðastað. Verður þar borið fram kaffi og eitthvað í að bíta. Biskup mun síðan að þeirri stund geng- inni sitja fund sóknarnefndar Selfosskirkju um starf safnaðar- ins og málefni hans. Kirkjudegi á Selfossi lýkur með aftansöng í kirkjunni kl. 18:00. Megi vísitasía biskups Islands verða Selfosssöínuði glcðirík og "Pþbyggileg. Þórir Jökull Þorsteinssoii, sóknarþrestur.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.