Alþýðublaðið - 26.02.1967, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 26.02.1967, Blaðsíða 1
Sunnudagur 26. febrúar 1967 - 48 árg. 48 tbl. - VERÐ 7 KR. Aö loknu LÍV-þingi Örlygur Geirsson skrifstofustjóri ritar kjallara grein í blaðið í dag um nýlokið þing Landssam bands íslenzkra verzlunarmanna, og rekur í grein inni hver eru helztu • verkefnin, sem sambandið er nú að vinna að. Sjá bls. 4. í FRÉTTAAUKA í gærkveldi tal- aði dr. Jóhannes Nordal, banka- stjóri, um írreiðslujöfnuðinn 1966 og- fara orð hans hér á eftir: Naegilegar tölulegar upplýs- ingar liggja nú fyrir til þess, að unnt sé að gera sér grein fyr- ir því í meginatriðum, hver ver- ið hafi afkoma þjóðarbúsins út á við á árinu 1966. Bera þessar tölur þess greinilega merki, hver umskiptin urðu á árinu vegna breyttrar þróunar í jútflutnings- tekjum. Árið 1965 hafði verið eitt bezta ár í söigu þjóðarinn- ar bæði að því er varðaði afla- brögð og þróun verðlags á er- léndum mörkuðum. Jókst fram- leiðsluverðmæti útflutningsaf- urða á því ári um nærri því einn fjórða hluta, og kom fram bæði í mikilli aukningu útflutnings og að nokkru í miklum útflutnings- birgðum í ársiok. Markaðshorfur héldust 'enn góðar fyrri hluta árs 1966, og hélt verðlag erlend- is áfram að Shækka. Síðari hluta ársins fóru aðstæður á erlend- um mörkuðum hins vegar mjög versnandi og varð þá mikið verð- fall á helztu útflutningsvörum íslendinga, svo sem síldarmjöli og lýsi og frystum fiski. Þetta verðfall ásamt minni þorskafla gerði meira en vega upp á móti því, að met síldarafli fekkst á árinu 1966. Benda bráðabirgða- tölur til þess, að verðmæti út- flutningsframleiðslunnar á árinu hafi orðið um 2% minna en á árinu 1965. Hér er um að ræða geysileg umskipti, sérstaklega þegar haft er í huga, að þetta er í fyrsta sinn síðan 1960, sem verðmæti útflutningsframleiðsl- unnar hefur lækkað, eh á fimm undanförnum árum hafði það aukizt að meðaltali um nær 14% á ári. Að vísu jókst útflutnings- verðmæti þrátt fyrir þetta á ár- inu um tæplega 8%, en það staf- aði eingöngu af birgðabreyting- um, á 'árinu 1965 höfðu útflutn- ingsvörubirgðir aukizt mjög mik ið, en þær lækkuðu um rúmar 100 millj. á árinu 1966. Þróun innflutnings er öðru fremur mörkuð af breytingum Vieínam - ráðstefnan seít í gær klukkan 14 var sett í Tjarnarbúð í Reykjavík almenn ráð- stefna um Vietnam-málið, sem átta félagasamtök hafa boðað til. Thor Vilhjálmsson rithöfundur setti ráðstefnuna, en fundarstjóri á fyrsta fundinum var Sighvatnr Björgvinsson. Ráðstefnunni verð ur haldið áfram á morgun með fundum kl. 10 og kl. 14, og verð ur nánar skýrt frá henni í fréttum eftir lielgina, en vegna þess hve sncmma blaðið fer í prentun á laugardögum _reynist ekki umit að skýra frá fundinum í gær að þessu sinni. — Myndin hér til hliðar er frá setningu ráðstefnuHnar, Keisarinn : Fyrir réttri öld var : Maximilia'n Mexíkó : keisari tekinn af lífi, ■ ' m i en hann hafði setið að j völdum þar í landi í : nokkur ár fyrir náð i Napóleons III. Frakka i keisara. Frá þess- i um ólánssama þjóð- ■ höfðingja og afdrifum ; hans segir í grein í : OPNUNNI í dag. Greiðsl ujöfnuðurinrt 1966: xounar i irounar i / / heildartekna og eftirspurnar í þjóðfélaiginu. Tekjuþróunin er svo aftur að stórum hluta ákvörð uð af tekjum útflutningsatvinnu- veganna og þess fólks, sem við þá starfar. Þannig átti hin stór- fellda aukning tekna í sjávarút- veginum á árinu 1965 meginþátt í því, að eftirspurn og innflutn- ingur jókst mjög ört síðari hluta þess árs og fyrri hluta ársins 1966. Úr þessari aukningu inn- flutnings dró hins vegar, þegar á árið leið, þegar áhrif breyttra Framhald á 14. síðu. É

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.