Alþýðublaðið - 26.02.1967, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 26.02.1967, Blaðsíða 6
26. febrúar 1967 -- Sunnudags ALÞÝÐUBLAÐIÐ 6 Hvítvooungur i úlfabæli MONTAGUE SILVER, sniðugasti fjár- braUsmaðurinn og lúmskasti hrekkjalóm- Urinn í Vesturríkjunum, segir við mig einu sinni, þegar við vorum í Little Rock: — Ef einbvern tíma ber svo við, að þú missir viii'ð, Billy, eða verðir of gamall tii þess að leika ærlega á fullorðið fólk, þá farðu til New York. í Vesturríkjunum fæðist fifl hverja mínútu, en í New York fæðast fíflin í stórum hópum hverja mín- útu. Það kemur enginn tölu á allan þann sæg. Tveimur árum seinna komst ég að raun um það, að ég gal ekki lengur munað nöfnin á rússnesku sjóliðsforingjunum, og sömuleiðis tók ég eftir nokkrum grá- um hárum ofan við vinstra eyrað á mér. Það var því kominn tími til þess að hlýða ráði Silvers. Ég hélt innreið mína í New York um hádegisbilið og rölti út á Broadway. Þar rakst ég á Silver sjálfan, þar sem hann hallaði sér sparibúinn upp að húsvegg og fægði neglur sinar á silkivasaklút. — Genginn af vitinu eða kominn yfir aldurstakmarkið, spurði ég. — Halló, Billy, segir Silver. — Það gleður mig að sjá þig. Jú, þeir voru farnir að verða gáfaðri þarna í Vestur- ríkjunum, og ég ætla að hafa New York sem aukarétt. Ég veit, að það er illa gert að hrekkja þetta fólk hér. Það röltir hér fram og aftur um brústeinana, sífellt hugsandi, og hefur ekki vit eða rænu á neinu. Ég hef svarið við minningu föður míns að féfletta ekki svoleiðis fólk. Hann veitti mér öðru vísi uppeldi, karlinn sá. — Ég hef þaulskoðað borgina, hélt Silver áfram, — og lesið blöðin hvern dag, svo að ég þekki har.a betur en rottan kirkjuna. Komdu með upp á herbergið mitt, og ég skal leggja þér lífsreglumar. Við skulum vinna saman, Billy, eins og í gamla daga. Silver dregur mig með sér inn á gisti- hús. Þar liggja margir mjög sakleysis- legir hlutir. — Það er með ýmsu móti hægt að komast yfir peningana þeirra, þessara sveitamanna hér í höfuðstaðnum. En það verður að fara öðru vísi að þeim en við erum vanir. Þeir sjóða ekki hrísgrjónin eins og í Charleston og Halifax. — Það skeði hér nýlega, að maður riokkur seldi J. P. Morgan olíumynd af Rockefeller yngra, og sagði að þetta væri hið fræga málverk Andrea del Sartos af Jóhannesi skírara ungum. — Sérðu skjalapakkann þama á horn- inu, Billy? Það eru gullnámuhlutabréf. Ég labbaði út einn dag til að selja þau, en varð að hætta eftir tvo klukkutíma. Hvers vegna? Var kærður fyrir að stöðva umferðina. Menn slógust um hlutabréfin. Ég seldi lögreglumönnunum nokkur rís ó leiðinni til lögreglustöðvarinnar; síðan varð ég að taka þau af markaðinum. Ég yil ekki, að fólk beinlínis gefi mér pen- ingana sína. Ég vil þurfa að hafa ofur- lítið fyrir að ná þeim. Maður er þó ofur- lítið ærukær. Ég vil láta þó geta upp á bókstafnum, sem vantar í Chicago eða eitthvað því um líkt, áður en þeir fá mér peningana sína. SVO LENTI ég í öðru smáævintýri. Ég tattóveraði akkeri á handarbakið á mér, gekk inn í banka og sagðist vera frændi Deweys aðmíráls. Þeir buðust óðara til að kaupa víxil á hann á þúsund dollara. Samt sem áður þekkti ég ekki fornafn þessa „frænda” míns. Þetta segi ég þér til marks um það, hve auðvelt er að komast áfram í þessari borg. Og svo mað- ur ræði um innbrot, þá geturðu ekki brotizt neins sta'ðar inn, án þess að tekið sé á móti þér með kjúklingasteik og eftirmat. EFTIR O'HENRY — Monty, segi ég, þegar svolítið sljákkar í Silver. — Það getur vel verið að þú lýsir Manhattan rétt, en ég leyfi mér að efast um það. Ég hef verið hér í borginni í tvo klukkutíma, en ég hef ekki orðið þess var, að í bollunum væri meira af rjóma en kaffi eða að áskurður- inn væri þykkari en brauðið. Hér sjást hvergi bændur í borginni, sem hægt sé að hafa neitt upp úr. — Þú ert feiminn, Billy. Allir útflytj- endur eru feimnir. New York er stærri en Little Rock og það hræðir ykkur, út- lendingana. Þú skalt áreiöanlega verða all right með tímanum. Ég saka ekki fólkið fyrir það, þó það sendi mér ekki peningana sína á vörubílum. Ég sé ekkert eftir því að þurfa niður á götuna til þess að sækja aurana. Hverjar bera á sér dem- antana hér í borginni? Er það ekki Win- nie, kona víntapparans, og frúr af henn- ar tagi. Það er eins auðvelt að snúa á New-York-búann og að bera rós í hnappa- gatinu. Það eina, sem veldur mér á- kyggju, er það, að ég eyðileggi vindlana í brjóstvasanum af því að brjóstvasinn er fullur af hundrað króna seðlum. — Ég vona að þú hafir á réttu að standa, Monty, segi ég, en samt sem áður hefði ég heldur óskað þess, að þú hefðir látið þér nægja litla búðarholu í Little Rock. Ég er hræddur um að við séum ekki nógu menntaðir til að leika á þetta fólk. —• Óttastu ekki, segir Silver. — Ég þekki þessa borg eins og ég veit, að Norð- urá er sama og Hudsonfljót og að Austurá er alls engin á. Trúðu mér. Það er til fólk, sem býr rétt hjá Broadway og hef- ur aldrei á ævi sinni séð önnur hús en skýskafa. — Engar ý.kjur, segi ég. — Veiztu um nokkurt ráð til þess að losa náungann við einn dollar eða svo, án þess að þurfa að leita til frelsishersins eða fá yfirlið á húsþrepum ungfrúr Helene Goulds? — Ég veit um mörg ráð, segir Silver. Hvað áttu mikið af peningum? — Þúsund dollara, held ég. — Ég hef tólf hundruð, segir hann. Við ruglum og leggjum í stórt fyrirtæki. Það eru til svo mörg ráð til þess að verða milljónamæringur. Ég veit bara ekki, hvar við eigum að byrja. Morguninn eftir hitti ég Silver við gistihúsið, og hann er mjög leyndardóms- fullur á svipinn. KURTEISISVENJUR OG FLEÐULÆTI ÍSLENDINGAR eru þekktir fyrlr hve óformlegir þeir eru í framgöngu. En hitt hafa þeir á móti að þeir eru hispurslaus ir og fljótir að koma því út úr sér sem þeir ætla að segja. Sumum finnst þetta galli og vilja að við tökum upp krók- ótta og beyglaða kurteisissiði annarra þjóða sem virðast hafa tamið sér að vera falsk ari en við. En flest slíkt verð ur asnalegt á íslenzku. ís- lenzku þarf að tala með ein- urð og henni fara bezt fá orð og skýr. Jafnvel þéringar eru utangarna siðvenja á þessu landi þótt gömul sé orðin, enda nú sterk tilhneiging til að leggja þær niður með öllu. Það var lengi siður að þéra presta og sýslumenn, en nú eru þeir naumast taldir vara- samari en aðrir. Þó er saga sogð af konu einni upp i sveit sem ekki vildi þéra prestinn, og skýring hennar var sjálf- sögð og ómótmælanleg: — Úr því að ég þúa guð almáttúgan þá get ég alveg eins þúað þig. Þessnm kostnm varð prest urinn að sæta, og hefði ekki átt að vera slíkum manni ó- geðfellt, Það kvcffur jafnvel svo rammt að stundum að hisp urslausum íslendingum finnst kurteisi vera ókurteisi, ein- hvers konar léleg uppbót á vin áttuskort og óeinlægni. Eitt sinn er ég var strákur heyrði ég vinnumann setja ofaní við húsmóður sina fyrir að hún sagði honum alltaf að „gera svo vel“ þegar hún kallaði á hann í matinn. slíkt uppgerð og fleðulæti sem ættu að þykja fela í sér grófa móðgun. — Hvers vegna fást menn ekki til að ávarpa þá eins og vini sina og bræður sem þeir sannarlega eru? En þessi siður er líka nýr og þyk ir fæstum til prýðis, minnir á smáborgaralega eftiröpun út- lendra siða — en siðir eru — Eg er enginn gestur hér lengur. sagði hann. — Og hvað á ég þá að segja? spurði konan. — Farðu að éta, svaraði hann. Þetta var ekki ruddi, þetta var fíngerð og viðkvæm sál sem öllum vildi gott gera, en einmitt þess vegna átti við, fannst honum, að nota fá og einföld orð til að segja mein ingu sína. Hér á landi er ekki siður að segja herra við aðra en forsetann og biskupinn, og veit ég ekki hvers þeir ágætu menn eiga að gjalda. Sam- kvæmt eðli íslendingsins er auðvitað hvorki góðir né vond ir fyrir það eitt að þeir tíðk ast í útlöndum. Menn verða að gera sér Ijós an muninn á manndómi og framkomuvenjum. Að kunna sig stendur stundum í þveröf ugu hlutfalli við manndóm, og að vita hvernig maður á að haga sér svo að ekki sé að fundið er oft ekki annað en hula yfir brotalamir og van- kanta. Dóninn er stundum minni dóni en hið fágaða fyrir menni. Hér er dæmi: Norður í landi vildi svo til fyrir allmörgum áratugum að kaupmaður bauð bónda upp á kaffi er hann hafði lagt inn hjá honum ullina. Bóndi settist inn í stofu, en kaupmaöur þrn-fti í svip að víkja sér frá. Kaup- mannsfrúin bar svo inn kaffi og með því. Hún var annað hvort dönsk eða dansksiðuð. Hafði hún tengur í sykurkar- inu svo að ekki þurfti að káfa á molunum. En foóndi vissi eng- in deili á slíkum tilfæringum og óð með óhreina fingur nið- ur í sykurinn. Þetta féll göf- ugri frúnni stórilla. Hún leit ofan í karið og sá þar eitthvert kusk, þreif karið snúðugt og skvetti öllum sykrinum út um opinn gluggann. Með þessu skyldi einum bóndadurg á ís- landi kenndir danskir siðir. En í þessu hafði bóndi ekkert af frúnni að læra. Hann tók kar- ið og henti því út um glugg- ami á eftir innihaldinu. Síðan drakk hann kaffið sitt án þess að mæla orð. Þessi bóndi skuldaði engum neitt — leitaöist við að vera skuldlaus við guð og menn, eins og stundum var sagt í minni sveit og þótti eitt vera grundvöllur almennilegra siða. Samkvæmt hans biblíu var kusk í sykurkari hættuminna en ýmislegt annað kusk, og það lét hann menn vita með orffum sínum og æði og sá um að eng- !nn misskildi. 1, Framhald á 11. slðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.