Dagur - Tíminn Akureyri - 22.02.1997, Blaðsíða 6

Dagur - Tíminn Akureyri - 22.02.1997, Blaðsíða 6
6 - Laugardagur 22. febrúar 1997 |Dagur-®tmmn ;v .; • ■ .... ; • ■ F R É T T I R ~1 Húsavík Kvótakerfið byggðavinsamlegt - veiðigjaldið byggðaflandsamlegt Mikið fjölmenni var á fundinum á Húsavík. Jóhannes Sigurjónsson skrifar Síðastliðið flmmtudagskvöld var haldinn á Húsavík fundur á vegum Stafnbúa, félags sjávarútvegsfræðinema við Háskólann á Akureyri og Dags-Tímans. Þetta var íjórði fundur í fundaherferð þessara aðila á Norðurlandi, en þeir eru haldnir undir yflrskriftinni Fiskveiðistjórnun byggðastefna - arðsemi. Um 70 manns mættu á fundinn. Fundarstjóri var Hjalti Hall- dórsson, íjármálastjóri Fisk- iðjusamlags Húsavíkur. Fram- sögumenn voru Sigurjón Bene- diktsson, stjórnarformaður Fiskiðjusamlags Húsavíkur, Hjörtur Gíslason, blaðamaður á Morgunblaðinu og Ragnar Árnason, prófessor og fiskihag- fræðingur. Húsavík að komast inn í 20. öldina Sigurjón Bendiktsson ræddi einkum um FH, þróun innan fyrirtækisins og á Húsavík s.l. 20 ár. Fyrirtækið hefði á sínum tíma gegnt hlutverki einskonar „félagsmálastofnunar" á Húsa- vík og ýmiskonar eiginhags- munapot tíðkast. Nú hefði hins- vegar orðið ánægjuleg breyting á og Húsavík væri að komast inn í 20. öldina í þessum efn- um. Og tii marks um það hefði framkvæmdastjóri Verðbréfa- þings talað yfir fullum sal á Húsavík á dögunum, „hér í höf- uðvígi þröngsýni þráhyggju eft- irstríðsáranna." Sigurjón rakti samskipti og eignaraðild Húsavíkurbæjar að togaraútgerð og fiskvinnslu í bænum. Frá 1980 hefði bærinn lagt um 400 milljónir á núvirði í fyrirtækin og verið með alltof mikið fé bundið í fyrirtækjunum eða um 550 milljónir. Arður bæjarins af beinni launaveltu hefði numið um 10 milljónum á ári, fyrir utan óbeinan arð. Hann vék að því að verðmæti eigna skipti ekki höfuðmáli heldur hvernig spilað væri úr þeim verðmætum. Þannig væri verðmæti alls kvóta á Húsavík á þessu ári ef hann væri leigður um 460 milljónir, eða aðeins um 20% af ársveltu FH. Sala á þessum sama kvóta gæfi um 3,1 milljarð. „Þetta er nú allur auð- urinn,“ sagði Sigurjón Bene- diktsson. Og hann fór um víðan völl í umræðunni og staðnæmdist í Uganda, „þar sem meðalaldur- inn er 38 ár og 40% lands- manna með eyðni. Og svo höld- um við að við eigum bágt!“ Hann sagði að íslensku sölufyr- irtækin væru að hasla sér völl í útgerð og vinnslu við Viktoríu- vatn. „Hvernig stendur á því að sölufyrirtækin, sem hafa ekki hundsvit á veiðum og vinnslu, eru að djöflast með peninga frá íslandi á þessum slóðum? Af hverju erum við, sem stöndum í útgerð og veiðum, ekki þarna? Af því að við höfum ekki þor. En auðvitað eigum við sjálfir að kanna nýjar slóðir og ekki láta aðra um það.“ Eins og sjóræningjar á úthafinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri sjávarútvegsmála á Morgun- blaðinu, lagði áherslu á að hann talaði þarna út frá eigin skoðunum en túlkaði ekki rit- stjórnarstefnu Morgunblaðsins, hxín væri mótuð af ritstjórum þess. Hann rakti þróun fiskveiði- stjórnunar á íslandi og taldi að kvótakerfið væri fyrst og fremst afleiðing og nauðvörn vegna óstjórnar áranna á undan. Um fiskveiðistjórnun og byggðamál sagði Hjörtur m.a. : „Öllum er Ijóst að það hlýtur að vera hagkvæmast að taka leyfi- legan afla á sem fæstum skip- um og vinna hann í sem fæstum vinnslustöðvum til að auka nýt- ingu fjárfestingar og minnka rekstrarkostnað. Þessi stað- reynd á því miður litla samleið með byggðastefnu sem byggist á því einu að byggð verði við- haldið með rekstri fyrirtækja í sjávarútvegi." Og Hjörtur vék að öðru, var ómyrkur í máli og sagði: „Um- gengnin um auðlindir hafsins hefur ekki verið góð. Á sama tíma og við tölum um það með miklum hofmóð að nauðsynlegt sé að koma á ábyrgri veiðistýr- ingu á úthöfunum, högum við okkur líkt og sjóræningjar þar. Við setjum löndunarbann á Rússa, fari þeir yfir þann afla sem við ætlum þeim á Reykja- neshrygg, en þreföldum á sama tíma veiðar okkur á rækju á Flæmska hattinum, þrátt fyrir að fiskifræðingar okkar og stjórnmálamenn telji flestir að þar verði að fara með gát. Umgengni okkar um Smug- una er þjóðinni allri til skamm- ar. Þar hafa togararnir ausið upp fiski án tillits til þess hvort undan hefst að vinna hann og engin tilraun hefur verið gerð til að skilja smáfiskinn frá eða nota glugga á trollið til að tak- marka það magn, sem í það getur komið, við vinnslugetu viðkomandi skips. Fyrir vikið hefur þúsundum tonna verið fleygt í sjóinn. Svipað framferði á sér stað innan íslensku lög- sögunnar og er það bæði sjó- mönnum, útgerðinni og ráða- mönnum í þjóðfélaginu til skammar." Það væri hinsvegar rétl að veiðigjald væri þjóð- hagslega hagkvæmara en aðflutningsgjöld, innfiutningsgjöld, tekju- skattur og Vaskur. Frá því sjónarmiði kæmi veiðigjaldið til álita sem tekjuöflun fyrir ríkis- sjóð í staðinn fyrir þessa skatta. Hjörtur vék að auðlinda- gjaldi fyrir afnot af aflaheimild- um og taldi sjálfsagt að sjávar- útvegurinn greiddi fyrir þann kostnað sem hlytist af því að nýta auðlindina, þ.e. rannsókn- um, veiðiráðgjöf, eftirliti o.s.frv. En aðalatriðið væri að sjávarút- vegurinn væri rekinn með hagnaði og skilaði þjóðinni sem mestum tekjum af sameigin- legri auðlind. Það skipti hins- vegar e.t.v. ekki máli hvort hagnaðinum væri skilað fyrir- fram eða eftirá. Hann kvaðst sjálfur vera á móti aukinni skattheimtu á greinina, þannig að ef auðlindagjaldið yrði tekið upp, yrði að draga úr skatt- heimtu á móti. Kvótakerfið er byggðavinsamlegt Ragnar Árnason fjallaði ítar- lega um kvótakerfið og bar það saman við sóknarmarkið. Hann sagði að það væri almennt við- urkennt að kvótakerfið væri besta fiskveiðistjórnunartæki sem fundið hefði verið upp. Það hefði verið reynt víða um lönd og allsstaðar gefist vel, aukið hagkvæmni, skilað meiri arði og yfirleitt hærri launum. Sam- anburður væri sóknarmarki mjög í óhag. Þannig væri virði kvótans nú um 20 milljarðar en hefði verið um 5 milljarðar 1984. Og aflaverðmæti á sjó- mann í þeim löndum sem byggju við kvótakerfi væri miklu hærra en í löndum sem byggðu á öðrum aðferðum. Hann vék að samhengi milli fiskveiðistjórnunar og byggða- stefnu og spurði: „Er kvótakerf- ið byggðaíjandsamlegt eða byggðavinsamlegt? Mín niður- staða er sú að kvótakerfið sé byggðahlutlaust. Það er einfald- lega þannig að kvótinn fer þangað þar sem hann er best nýttur, kvótinn leitar til bestu útgerðanna, þeirra sem eru best reknar eða best staðsettar eða hvort tveggja." Ragnar sagði að þetta gæti unnið gegn ákveðnum byggð- um, styrkt aðrar eða ekki haft nein áhreif á byggðir. Röskunin væri mest þar sem útgerðir væru fyrir sem ekki væru stað- settar eða reknar af hag- kvæmnisástæðum. En í stórum dráttum hefði kvótakerfið frá upphafi breytt litlu um hvar aíla væri landað eða hvar veiði- rétturinn lægi í bolfiskinum. Mestu breytingar hefðu orðið á SV-landi, þar sem hlutheild í heildarkvóta hefði lækkað um 3,6% og á Norðurlandi eystra þar sem 5% aukning hefði orð- ið. Á Vestljörðum hefði svo hlutdeild í heildarkvóta minnk- að um 2.1% á 2-3 árum. „Aðalatriði í kvótakerfinu er að þar ræður hvert byggðarlag sínum örlögum. Þau ráða því sjálf hvort þau vilja halda kvóta eða auka við kvóta, hvort fólkið vill búa við svipaða lífshætti og atvinnuhætti og áður. En í kvótakerfinu verður fólkið að gera þetta á eigin kostnað, það verður sjálft að leggja fram eða útvega það fé sem nauðsynlegt er til að halda þessu gangandi. í þessum skilningi er kvótakerf- ið byggðavinsamlegt." Veiðigjaldið er byggðafjandsamlegt Um veiðileyfagjaldið sagði Ragnar að það væri rangt að það myndi auka hagkvæmni í sjávarútvegi eða draga úr sveiílum í þjóðarbúskapnum. Það væri hinsvegar rétt að veiðigjald væri þjóðhagslega hagkvæmara en aðflutnings- gjöld, innflutningsgjöld, tekju- skattur og Vaskur. Frá því sjón- armiði kæmi veiðigjaldið til álita sem tekjuöllun fyrir ríkis- sjóð í staðinn fyrir þessa skatta. Það sem stæði þó upp úr væri að veiðigjaldið væri fyrst og fremst landsbyggðarskattur, þar sem sjávarútvegur væri miklu stærri hluti af at- vinnurekstri á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Og hann tók dæmi þessu til stað- festingar og miðaði við að lagt yrði á veiðigjald upp á 6 millj- arða og tekjuskattur lækkaður samsvarandi, þ.e. tekjuskattur lækkaður jafnt yfir landið. Þá myndu greiðslur tekjuskatts að viðbættu veiðigjaldi á Norður- landi eystra aukast um 50% frá því sem var í tekjuskattinum einum. Á Suðurlandi yrði þetta svipað, en skattar í ríkissjóð hækka um 60% á Vestfjörðum. Skattgreiðslur á Reykjanesi myndu hinsvegar lækka um 10% og í Reykjavík um 20%. Ef miðað yrði við 16 millj- arða veiðigjald í stað tekju- skatts og skattbyrði meðalljöl- skyldna skoðuð út frá því, þá myndi hún hækka á Norður- landi eystra um 270 þúsund á ári, en lækka á fjölskyldu í Reykjavík um 200 þúsund. Þannig að í ljósi þessara stað- reynda væri ekki kyn þó stuðn- ingur við veiðigjald væri mestur á höfuðborgarsvæðinu. Lokaniðurstaða Ragnars Árnasonar, var því sú að það væri enginn efi á því að kvóta- kerfið væri þjóðhagslega hag- kvæmt, það væri ekki byggða- íjandsamlegt, en hinsvegar væri veiðigjaldið mjög byggðafjand- samlegt. Unga fólkið útilokað frá útgerð Nokkrar umræður urðu að loknum framsöguerindum og var spurningum beint að frum- mælendum. Einar Svansson sagði m.a. að kvótakerfið stuðl- aði að því að við værum sam- keppnishæfir á alþjóðavettvangi og það væri tæki til að halda sjálfstæði okkar. Guðmundur G. Halldórsson sagði að það væri mikill mis- skilningur ef prófessorinn áliti að fólk á Norðurlandi hefði al- mennt dálæti á kvótakerfmu. Þær væru víða rústirnar eftir þetta kerfi. Og hann benti á að það væri útilokað fyrir ungt fólk að komast í útgerð innan þessa kerfis. Júlíus Bessason tók und- ir það, sagði að það væri útilok- að að byrja í útgerð í dag. Hann þyrfti að kaupa kvóta á 700 krónur kílóið og fengi greitt 70 kall fyrir að veiða hann. Ilann þyrfti því að veiða þennan kvóta 10 sinnum til þess að geta borgað kaupverðið.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.