Dagur - Tíminn Akureyri - 22.02.1997, Blaðsíða 5

Dagur - Tíminn Akureyri - 22.02.1997, Blaðsíða 5
Jlagur-mmœm Laugardagur 22. febrúar 1997 - 5 Bankarnir Bankamir verði almenningseign Mun ísienskur aimenningur eignast hlut í Landsbanka íslands. Viðskiptaráðherra segir stefnt að því að allur almenningur geti eignast hlut í ríkisbönkunum, þegar hlutafé í þeim verður boðið út. Umdeild frumvörp um breytingar á rekstrar- formi ríkisbankanna og einkavæðingu þeirra voru kynnt á ríkisstjórnarfundi í gær. Eins og fram kom í Degi-Tím- anum í gær á að breyta Lands- bankanum og Búnaðarbankan- um í hlutafélög um næstu ára- mót. Hlutaféð verður í eigu rík- isins, en heimilt verður að auka það og selja öðrum allt að 49 prósenta hlut af heildinni. „Ég vil sjá nýtt fé koma inn í þessa banka, en það verður að standa þannig að sölu á því að það verði dreifð almennings- eign. Ef þessum 49% verður skellt út strax, þá koma hákarl- arnir og gleypa það,“ segir Gunnlaugur Sigmundsson, þingmaður Framsóknarflokks- ins. Hann hefur gert alvarlegar athugasemdir við þessi einka- væðingaráform, eftir að forsæt- isráðherra kynnti þau á ráð- stefnu í vikunni. Gunnlaugur segist hafa skilið forsætisráð- herra þannig, að til stæði að selja alla hlutafjáraukninguna í bönkunum á einu bretti, um leið og þeim verði breytt í hlutafélög. Við það er hann ósáttur. „Það verður að gera þetta smám saman. Það verður að byrja að leyfa starfsfólkinu að kaupa og síðan verður þetta að verða almenningseign," seg- ir hann. Finnur Ingólfsson, viðskipta- ráðherra, segir ekkert um það í frumvarpinu að það eigi að selja 49 prósentin strax. Það sé mat ríkisstjórnarinnar að allir landsmenn eigi að hafa rétt til að eignast hlut í bönkunum, eins og fram kom í greinargerð „Jafnframt ber að stefna að dreifðri eignaraðild," segir við- skiptaráðherra. Hann vill ekki tjá sig frekar um frumvörpin, þar sem þau séu enn til skoðunar í ríkis- stjórn og hafi ekki verið kynnt þingflokkum stjórnarinnar. Dagur-Tíminn hefur hins vegar heimildir fyrir því að sam- kvæmt þeim séu öllum starfs- mönnum bankanna tryggð sambærileg störf hjá hlutafélög- unum, nema bankastjórum, að- stoðarbankastjórum, staðgengl- um og endurskoðendum. Póstur og sími líka? Ummæli for- sætisráðherra um Póst og síma á einka- væðingarráð- stefnunni hafa einnig vakið athygli, en hann sagði að þar kæmi auð- vitað til einka- væðing í náinni framtíð. Halldór Blöndal, samgönguráð- herra, marg- lýsti því hins vegar yfir, þeg- ar umræður um hlutafé- lagavæðingu Pósts og síma stóðu yfir að það stæði ekki til að einka- væða fyrirtæk- ið. „Þar verði eitt hlutabréf í eigu ríkisins. Það er vilji minn og ég horfi á Póst og síma þannig til framtíð- ar,“ sagði Halldór á Alþingi í febrúar í fyrra. Framsóknarmenn lögðu einnig á það ofuráherslu að tryggja að fyrirtækið yrði áfram í eigu ríkisins og knúðu þess vegna fram að aðeins yrði eitt hlutabréf í því, sem ekki mætti selja nema með sérstöku leyfi Alþingis. Magnús Stefánsson, Framsóknarflokki, sagði fyrir ári síðan, að hann teldi að þannig væri búið að tryggja eignarhald ríkisins eins og hægt væri. -xi Akureyri Formaður skólanefndar er viss um að rétt sé að allir grunnskólar á Akureyri verði hverfisskólar. Myndin var tekin á borgarafundi um skólamál í síðustu viku. Mynd: GS Skarpari línur Skólanefnd Akureyrar hélt vinnufund á fimmtudagskvöld þar sem rætt var hvort ein- hverjar nýjar áherslur hefðu komið upp eftir blaðaskrif og fundi sem haldnir hafa verið eftir þá ákvörðun skólanefndar að sameina Barnaskóla Akur- eyrar og Gagnfræða- skóla Akur- eyrar í einn hverfis- skóla, Brekku- skóla. Jón Ingi Cæsarsson, for- maður skólanefndar, segir að Ijölmennur fundur sem haldinn hafi verið í Safnað- arheimili Akureyrarkirkju hafi skerpt mjög línurnar og þau rök sem þar voru lögð fram hafi ekki breytt hans sannfæringu um ákvörðun skólanefndar um að stefna að því að allir grunnskólar á Akureyri verði hverfisskólar, sé rétt. Ákvörðun um safnskóla í Árbæjarhverfi í Reykjavík breyti þar engu um, aðstæð- ur séu svo mismunandi eft- ir sveitarfélögum. Á fundi skólanefnd- ar mánu- daginn 24. febrúar nk. mun skóla- nefnd fjalla endanlega um málið að sinni. Málið er svo til endanlegrar af- greiðslu bæjarstjórnar Ak- ureyrar þriðjudaginn 4. mars nk. og Jón Ingi segist ekki sjá neina linökra á því að þar verði málið endan- lega til lykta leitt. GG Formaður skólanefndar telur ákvörðun um hverfis skóla rétta. Geislunarhætta Farsímimi hættu- legri en háspennan? Rannsóknir hafa ekki leitt neitt í Ijós um skaðsemi af útgeislun háspennu- lína og spennistöðva, segir Jón Ólafur Skarphéðinsson lífeðlisfræðingur. Ef ég ætti að hafa áhyggjur af útgeislun rafmagns- tækja, þá held ég að það væri helst af farsímanum, sem menn nota svona nálægt höfð- inu,“ sagði Jón Ólafur Skarp- héðinsson lífeðlisfræðingur hjá Lífeðlisfræðistofnun Háskólans í viðtali við Dag-Tímann. „Enn sem komið er hafa menn ekki fundið nein óyggj- andi rök fyrir hættu af þessu. Engir menn hér á landi hafa rannsakað þetta, en erlendis þekki ég mann sem rannsakaði kýr sem var beitt undir há- spennulínum. Það kom ekkert út úr því, þær voru hinar hress- ustu. Þetta er vandskoðað. Þeg- ar skoðuð er tíðni sjúkdóma í kringum svona lagað, þá getur svo fjöldamargt annað komið inn í myndina, það getur reynst erfitt að túlka niðurstöðurnar á réttan hátt. En vissulega eru menn mikið að pæla í þessu,“ sagði Jón Ólafur. Jón Ólafur sagði að erlendis væri rafmagnsgeislun könnuð af vísindamönnum, en lítið á því að byggja, alla vega enn sem komið væri. í bandarískum heimildarmyndaflokkum sem íslendingar hafa séð á Disco- very-rásinni að undanförnu hefur verið lát- ið að því liggja að rafmagns- spennistöðvar og háspennu- línur kunni að vera hættuleg- ar heilsu fólks, ekki síst barna. Víða í Reykjavík eru slíkar stöðvar við barnaleikvelli, jafn- vel innan þeirra. „Menn ættu að líta í kringum sig og þá kemur ýmislegt í ljós sem veldur útgeislun, til dæmis brauðristin heima hjá þér, hraðsuðuketillinn, tölvan og sjónvarpið. Umræðan um tölvur og sjónvarp hefur verið hávær, en ekkert hefur fundist svo óyggjandi só um hættuna. Þó skyldi maður aldrei útiloka neitt um framtxðina, og aldrei skyldi maður fullyrða að ein- staka manneskja geti ekki verið viðkvæm fyrir geisluninm. Kannski er þetta svipað og am- algamið í tönn- xmum okkar þar sem sýni- legt er að ein- staka mann- eskja er við- kvæm fyrir efn- inu, enda þótt flestir þoli það,“ sagði Jón Ólafxxr. „Sjálfur lék ég mér í kringum og ofan á svona spennistöð á minni bernskutíð, en það sann- ar í sjálfu sér ekki nokkurn skapaðan hlut,“ sagði Jón Ólaf- ur Skarphéðinsson -JBP Umboðsmenn - Sölumenn óskast um landið allt til léttra starfa fyrir liknarf élag við vinnu að miklu þjóðþrifamáli. Ef þú ert heiðarleg(ur) og hefur tíma aflögu þá sendu okkur línu strax mað örhtlum upplýsing- um um sjálfa(n) þig, s.s. nafni, heimihsfangi, síma og öðru er máh skiptir. Poarvamir gegn f íkniefnum, box 7270,127 Reykjavík. Kannski er þetta svipað og með amalgamið í tönnunum okkar.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.