Dagur - Tíminn Akureyri - 08.05.1997, Blaðsíða 10

Dagur - Tíminn Akureyri - 08.05.1997, Blaðsíða 10
10 - Fimmtudagur 8. maí 1997 jDagur-®mmm i t v KNATTSPYRNA KARFA Ur mjólk i kók Knattspyrnusamband íslands og Vífilfell hafa gert með sér samning um að bikarkeppnin heiti nú Coca Cola bikarinn næstu fjögur árin. Áður hét þessi keppni mjólkurbikarinn. Viíilfell hefur verið einn af stærstu stuðningsaðilum knattspyrnuhreyfingarinnar í mörg ár og meðal annars stutt fræðslustarf sambandsins dyggi- lega sem og pollamótið á Laugarvatni. Með tilkomu Vífilfells mun verðlaunafé til þeirra sem lengst ná í keppninni verða aukið til muna. Bikarmeistarar karla fá nú kr. 500 þús- und í sinn hlut en konurnar fá 300 þúsund. Lið- in í öðru sæti fá 250 þúsund og 150 þúsund. KSÍ, sem hefur yfirtekið rekstur Laugardals- vallar til 15 ára, hefur enn fremur gert samn- ing við Vífilfell um að fyrirtækið hafi einkarétt til sölu gosdrykkja á vellinum tif jafn langs tíma. Eggert Magnússon, formaður KSÍ, sagði að þessi samningur væri sá stærsti sem sambandið hafi gert við íslenskt fyrirtæki en vildi ekki gefa upp hversu verðmætur hann væri. gþö Skagamenn áfram með úr- valsdeildarlið Körfuknattleiksdeild ÍA hef- ur átt í verulegum fjár- hagsörðugleikum undan- farið og um tíma var óvíst hvort hún gæti starfað áfram. Deildin skuldaði þjálfara og leikmönnum talsverðar upphæðir og útlitið var vægast sagt dökkt. Að sögn Sigurðar Sverrissonar, formanns deildarinnar, eru nú bjartari tím- ar framundan. Tekist hefur að greiða úr fjárhagsflækjunni þannig að nú getur félagið staðið við allar sínar skuldbindingar. Þá HESTADAGAR • Noröan/sunnan Knapará öllum ahhi HESTA- MÓT Kári Arnórsson Hestadagar Norðlendinga og Sunnlendinga voru í Reiðhöllinni í Víðidal um síðustu helgi. Það er nú orðið árvisst að þessir lands- hlutar séu saman með sýningu sömu helgi og stóðhestasýning- in er í Gunnarsholti. Þessi sýn- ing hefur alltaf verið vel sótt og svo var einnig nú. f þessum landshlutum er mikið af góð- um hrossum og góðum reið- mönnum. Þarna, eins og á Fákssýningunni, hefur orðið sú ánægjulega þróun að nýir knapar, sem ekki eru atvinnu- menn í tamningum eða sýning- um, taka orðið meiri og meiri þátt. Sýningin var opnuð af Ilóla- nemum og voru þeir frá ýms- um þjóðlöndum. Hólanemar voru einnig með annað atriði þar sem þeir sýndu tamningar. Álfareiðin hét sýningaratriði þar sem börn áttu í hlut frá 6 ára til 12 ára, en þáttur barna og unglinga var mikill í sýning- unni. Færni þessara knapa var með ólikindum, en sumir þeirra riðu þekktum keppnis- hestum og fóru létt með það. Mjög skemmtilegt atriði. Klárhryssur og alhliða- hryssur skiluðu sínu hlutverki vel. Flestum þeirra var riðið af þekktuin knöpum. Tvær stúlk- ur voru í hópi knapanna og eru að ryðja sór braut inn í at- vinnumannahópinn og sýnast ekki eiga í vandræðum með það. Mörg kynbótahross komu þarna fram og Laugvetningar sýndu sex 1. verðlauna stóð- hesta. Geri aðrir betur. Stóðhesturinn Gaidur frá Sauðárkróki mætti til leiks með fjögur afkvæmi. Allt voru þetta brúnskjóttir hestar sem setti óneitanlega skemmtilegan blæ á hópinn. Þetta virtust vera viljamikil hross og fóru vel og sum þeirra grimmvökur eins og hryssurnar frá Ilösk- uldsstööum, scm þó eru aðeins 5 vetra. Það var mjög vel til fundið að sýna Galdur þarna með afkvæmum. Hann er orð- inn 11 vetra og því tími til kominn að afkvæmi hans yrðu kynnt. Faðir hans Gustur 923 hafði hlotið 1. verðlaun fyrir afkvæmi 9 vetra gamall. Sigurbjörn Bárðarson sýndi stóðhest sinn Loga frá Skarði í fimiæfingum. Hann tók einnig nokkra mjög góða töltspretti eins og hann gerði í Gunnars- holti fyrr um daginn. Bæði í þessu atriði og eins þegar Sara dóttir hans var inni á vellinum sást hvað Sigurbjörn er óhemju snjall temjari. Sara, sem er aðeins 5 ára gömul, lék ótrúlegar kúnstir undir stjórn föður síns og reið svo á fleygi- ferð um völlinn. En Hæringur á líka hrós skilið. Sara er 5 ára, en Ingólfur Krisjánsson, sem sýndi gæðinginn Fiðring frá Ögmundarstöðum, verður 95 ára í haust. Það var annað undrið á þessari sýningu. Þessi „unglingur" er enn að temja og hrossin sem hann hefur verið með að undanförnu ekki öll auðveld. Eigendur Galsa fengu Tímabikarinn Alhliðahestarnir sem komu í'ram fyrir hlé voru snyrtileg hross. Þá komu f’ram tveir hóp- ar stóðhesta. Klárhestarnir voru allir af betri gerðinni og skiluðu sínu vel. f hópnum voru mjög hátt dæmdir hestar eins og Andvari frá Ey, Hrynj- andi frá Hrepphólum og Kár- mákur frá Flugumýri II. í Al- hliðahópnum voru líka hátt dæmdir hestar eins og Þyrill frá Aðalbóli sem stóð sig með prýði og Kólfur frá Kjarnholt- um. Síðasta atriði fyrir hlé á laugardagskvöldið var afhend- ing á Tímabikarnum. Þessi bikar er afhentur þeim sem á hæst dæmda kynbólahross árs- Stóðhestar í hópi klárhesta sýndu mikil tilþrif. ins og var þá miðað við síðasta ár. Það var stóðhesturinn Galsi frá Sauðárkróki sem var með hæsta einkunn í fyrra 8,44 og Baldvin Ari Guðlaugsson, sem er meðeigandi Andreasar Trappe að hestinum, tók á móti bikarnum. Hann var nú afhentur í þriðja sinn á Hesta- dögunum. Sóst hefur verið eftir því að afhenda hann á upp- skeruhátíð hestamanna í nóv- ember en hefur ekki náð fram að ganga. Höfðinginn Ófeigur frá Flugumýri Eftir hlé hófst sýningin með góðri skemmtan íimleika- manna og hestafólks og mátti ekki á milli sjá hvort atriðið vekti meiri athygli. Skeiðsýn- ingar eru fastur liður í svona sýningum og fóru margir mik- inn en á laugardagskvöldið sigraði Helgi Gíslason á Frey Borgarnesi. Húnvetningar voru með létta og lipra sýningu sem þeir kölluðu Léttsveit. Á eftir því kom svo Ófeigur frá Flugu- mýri með sex afkvæmi. í hópn- um voru stóðhestarnir Geysir frá Gerðum og Hrannar frá Kýrholti, tvær hryssur, Gola frá Gerðum og Saga frá Holtsmúla og tveir geldingar, Girðir frá Skarði og Kóngur frá Mið- grund. Allt voru þetta góð hross en einna mesta athygli vakti Kóngur fyrir mikinn fóta- burð. Hölðinginn sjálfur Ófeig- ur 23 vetra kom svo í salinn og virtist í góðu standi. Kennslustund í töltreið Þá kom atriðið sem mesta kát- ínu vakti en það var dekkja- rallý. Ein ræktunarsýning var eft- ir og voru það hross frá hrossaræktarbúinu í Vatns- leysu í Skagafirði. Þetta voru allt góð reiðhross en sponnt- astir voru menn fyrir að sjá stóðhestinn Glampa frá Vatns- leysu. Hann er orðinn 8 vetra en er ósýndur. Þetta er hreyf- ingamikill liestur með góðan fótaburð. Hann virkaði þannig á mig að honum þætti heldur þröngt um sig í Höllinni og kysi meiri víðáttu. Þá myndi hann njóta sín betur. Einvígið á laugardagskvöld- ið var milli Andvara frá Ey og Víkings frá Voðmúlastöðum. Þessir úrvals klárhestar eru báðir fæddir í Landeyjunum. Það er veisla að sjá svona höfðingja fara um sviðið. Hápunktur syningarinnar var þó enn eftir. íslandsmeist- arar í tölti frá íslandsmótinu í hestaíþróttum í fyrra, Hrafn frá Hrafnagili og Laufi frá Kollaleiru, luku þessari ágætu sýningu. Þarna gal' að líta frá- bæra hesta. Hægatöltið sem Laufl sýndi þarna á varla sinn líka. Knapinn Hans Kerúlf reið hestinum af slíkri prúð- mennsku og yfirvegun að tolja má góða kennslustund fyrir sýningarmenn. Heslurinn hef- ur líka ágæta yfirferð en hon- um var aldrei spanriðið, sem því miður sést svo oft í Höll- inni. Eigandi Hrafns, Sigríður Ólafsdóttir, reið einnig sínum hesti og gerði það með miklum sóma. Það var auðfundið á áhorfendum hve mjög þeir voru snortnir af fegurð og snilld þessara hesta. í heild var laugardagssýn- ingin vel heppnuð. Þulirnir Ilermann Árnason og Svein- björn Eyjólfsson stóðu sig mjög vel og eins sýningarstjórinn Sigurður Marínusson. Það vantaði hins vegar að allir sýn- endur væru með reiðhjálma. Það ætti að gera það að skyldu að enginn sýndi hest í Reið- höllinni öðruvísi en vera með reiðhjálm. Á sýningu Vestlend- inga í Reiðhöllinni í Kópavogi voru allir með hjálma og var það til mikillar fyrirmyndar. sagði Sigurður að mikil samstaða væri í hópnum og ef þeim tækist að koma skútunni á réttan kjöl og halda þjálfaranum, Alexander Ermolinski, yrðu alhr áfram nema Brynjar Karl sem ætlar að leika með ÍR næsta vetur. Reynd- ar er ákveðið að liðið verður ekki með erlendan leikmann í sínum röðum á næsta tímabili. „Strák- arnir hafa sýnt okkur einstakt umburðarlyndi í þessum erfíð- leikum og nú sjáum við fram á að halda Alexander sem skiptir mjög miklu máli. Strákarnir eru mjög sáttir við hann, sem er nýtt fyrir okkur hérna að þeir séu sáttir við þjálfara sinn. Hann er því bakbeinið sem við byggjum á,“ sagði Sigurður að lokum. Uppstigningardagur hefur þá fengið nýja merkingu á Skagan- um með upprisu körfuknattleiks- deildar ÍA. gþö GOLF Breytingarí Bakkakoti Bakkakotsvöllurinn, sem er í Mosfellsdalnum, mun taka þó nokkrum breytingum í sum- ar, sem stuðla eiga að því að gera völlinn erfiðari. Karlateig- urinn á þriðju braut, sem er par fimm, verður færður aftar og sömuleiðis karlateigurinn á 8. brautinni. Síðarnefnda brautin er par fjögur og liggur í boga en betri kylfingar hafa ekki átt í miklum vandræðum með að komast inn á flöt í upp- hafshöggi. Til að gera holuna erfiðari verða um 35-40 aspir, sem eru átta metrar á hæð, settar fyrir framan flötina og er það verk þegar hafið. Lokahol- an, sem er stutt par þrjú hola, mun einnig breytast að því leyti að vatnið fyrir framan flötina verður veitt nær henni. Vallar- matið af karlateigunum á Bakkakotsvelli er 104, en sú tala á sjálfsagt eftir að hækka við breytingarnar. Fyrir ulan breytingar á vellinum, hefur fé- lagsaðstaða klúbbsins stækkað til muna og í sumar hefst vinna við nýtt æfmgasvæði. Stjórnend- ur klúbbsins vonast til að ná til fleiri kylfinga með breytingum, en fjöldi félaga í klúbbnum hef- ur farið fækkandi á síðustu ár- AKUREYRI Meistarar KA mæta Þórsurum s Islandsmeistarar KA í hand- knattleik leika síðasta leik sinn á keppnistímabilinu annað kvöld þegar liðið mætir 2. deild- arliði Þórs. Leikur liðanna hefst klukkan 20:15 í íþróttahöllinni á Akureyri. Aðgangseyrir er 400 krónur fyrir fullorðna en ókeypis er fyrir börn.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.