Dagur - Tíminn Reykjavík - 22.02.1997, Blaðsíða 10

Dagur - Tíminn Reykjavík - 22.02.1997, Blaðsíða 10
10 — Laugardagur 22. febrúar 1997 J0agur-'2Iímirat PJOÐMAL Fyrirspum til dómsmálaráðherra Opið bréf frá Jakobi Ragnarssyni, sjó- manni í Bolungarvík Hvaða aðgerða er að vænta af hálfu hæstvirts dómsmálaráðherra til að treysta hæfi, sjálfstæði og hlut- leysi Hæstaréttar íslands, þegar upplýst er, að aðstæður og at- vik eru til þess, að draga með réttu í efa óhlutdrægni hæsta- réttardómara og varaforseta Hæstaréttar íslands? Með fyrirspurn þessari, er vakin athygli dómsmálastjórn- arinnar í landinu á því ófremd- arástandi, sem hefur skapast varðandi réttaröryggi í landinu, þegar ástæða er nú til að van- treysta hæfi, sjálfstæði og hlut- leysi Hæstaréttar íslands, eftir að upplýst hefur verið, að hr. Pétur Kr. Hafstein, dómari við Hæstarétt íslands og varaforseti Hæstaréttar, hefur haft opinn almennan bankareikning nr. 011100 í Landsbanka íslands, Bankastrætisútibúi í Reykjavík, til almennrar fjársöfnunar sér til handa (frá því að hann hóf störf að nýju sem dómari við Hæstarétt íslands á síðastliðnu hausti og fram til áramóta. Fram hefur komið að um- rædd almenn Qársöfnun fór fram meðan hann vann að dómstörfum umrætt tímabil og jafnframt rétt að vekja athygli á því, að umrædd almenn fjár- söfnun fór fram án lögbundinna opinberra leyfa, sbr. ákvæði laga nr. 5/1977 um opinberar fjársafnanir, en brot á þeim lög- um fara að hætti opinberra mála, það er sakamála. Þá hefur komið fram, að Pétur Kr. Hafstein þáði tugmillj- óna ijárframlög frá yfir 200 stórfyrirtækjum meðan á kosn- ingabaráttu hans stóð, á síðast- liðnu vori, til embættis forseta íslands. Forsvarsmenn kosn- ingaskrifstofu hans hafa lýst því yfir ítrekað í fjölmiðlum, að ekki verði veittar upplýsingar um hvaða aðilar greiddu um- rædd fjárframlög. Þá hefur Pétur Kr. Hafstein, sótt um að fá endurgreiddan virðisaukaskatt af öllum reikn- ingum sem tilheyrðu forseta- framboði hans. Þetta hefur hann sótt um til fjármálaráð- herra og Fjárlaganefndar Al- þingis. A sama tíma er hann vanhæfur til þess að dæma í málum gegn íslenska ríkinu. Hefur nú komið fram, að í farvatninu séu dómsmál, er vís- að verður til Mannréttinda- nefndar og Mannréttindadóm- stóls Evrópu, reist á vanhæfi Hæstaréttar íslands vegna áð- urgreinds, sbr. 6. grein Mann- réttindasáttmála Evrópu um sjálfstæða og óvilhalla dóm- stóla, sbr. Iög nr. 62/1994 um mannréttindasáttmála Evrópu. SUkt er ekki til að efla virðingu lýðveldisins íslands út á við og gæti orðið þriðja reiðarslagið er riði yfir íslenska dómskerfið, sbr. áður mál Jóns Kristinsson- ar, fyrrverandi forstöðumanns á Akureyri, og mál Þorgeirs Þor- geirssonar, rithöfundar í Reykjavík. Varðandi framangreint, er ástæða til að vísa til ákvæða í 14. kafla almennra hegningar- laga númer 19/1940, 9. tölulið- ar 6. greinar laga númer 75/1973 um Hæstarétt íslands, 3. málsgrein 8. greinar laga nr. 92/1989 um aðskilnað dóms- valds og umboðsvalds í héraði, samanber dóm Hæstaréttar ís- lands frá 8. Desember 1989 í málinu númer 252/1989; Magn- ús Thoroddsen gegn dóms- málaráðherra vegna ríkisvalds- ins og gagnsök, samanber dómasafn Hæstaréttar 1989 blaðsíðu 1627 til 1655. Frá upphafi þjóðveldis á ís- landi hefur verið ólögmætt að bera fé á dómara og fóru slík mál til Fimmtardóms, saman- ber nú til dæmis 128. grein al- mennra hegningarlaga niímer 19/1940. Slíkt athæfi vekur raunhæfa ástæðu til að ætla að tortryggni skapist um sjálfstæði og hlutleysi dómstóla og gefur ástæðu til að vantreysta þeim, svo vikið sé að kunnuglegri rökfærslu í dómum um mann- réttindi. Ef dómsmálastjórnin hér á landi telur hinsvegar ofangreint athæfi ekki stofna réttaröryggi í óvissu og það sé hæfandi virð- ingu æðsta dómstóls landsins, er slíkt nýmæli í lögum. Hér umræddur bankareikningur var auglýstur til almennrar fjár- söfnunar og tekið við fjárfram- lögum eins og um ölmusu væri að ræða. Hann var settur við hlið ýmissa bankareikninga er opnaðir hafa verið tU almennra ijársafnana til góðgerðarmála. Vegna stöðu þess aðila, sem er þiggjandi umræddra fjár- framlaga, er hætt við því, að fjársöfnunin sé faUin til mis- neytingar gagnvart almenningi og kunni að stuðla að Iögbrot- um. Einnig er þetta röskun á réttaröryggi og aUsherjarreglu. Samkvæmt frétt á Stöð 2 í haust, var fyrsta málið, er flutt var í hinu nýja dómshúsi Hæstaréttar, mál er varðaði hagsmuni Eimskipafélags ís- lands hf., og þar meðal dóm- enda Pétur Kr. Hafstein. Eim- skipafélag íslands hf. vann málið, en ekki fékkst upplýst hjá fjármálastjóra forsetafram- boðs Péturs Kr. Hafstein, hæstaréttardómara, hvort Eim- skipafélag íslands hf. hefði greitt í kosningasjóð Péturs Kr. Hafstein. Upplýst er, að yfir 200 stórfyrirtæki greiddu gíróseðla ' tU styrktar framboðinu, en neit- að var um upplýsingar er varð- aði hvaða fyrirtæki það voru sem greiddu. Þegar haft er í huga hvilflcur fleinn er með ofangreindu at- hæfi rekinn í réttaröryggi landsmanna og sjálfstæði og hlutleysi íslenskra dómstóla, gegnir furðu andvaraleysi dómsmálastjórnarinnar og dómara við Hæstarétt íslands, sem ber að gæta virðingar rétt- arins og réttvísinnar. Nú hefur verið upplýst í frétt í Degi-Tímanum, að Pétur Kr. Hafstein hafi lokað umræddum bankareikningi og fengið lán hjá lánastofnunum að fjárhæð 14,5 milljónir króna. Það breyt- ir hinsvegar ekki stöðu hans sem hæstaréttardómara vegna fyrri gerða. Ekki verður annað séð, en Pétur Kr. Hafstein sé orðinn al- mennt vanhæfur tU setu í Hæstarétti íslands og spurning um hlutdeild meðdómenda hans varðandi umrætt, þar sem þeir hafa tekið þátt í dóm- störfum með honum við þessar aðstæður. Þá er til áréttingar vísað til nýlegrar ákvörðunar hæstarétt- ar í Belgíu, er hefur verið tU umfjöllunar í fjölmiðlum ný- lega, þar sem rannsóknardóm- aranum Jean Marc Connerotte var gert að sæta brottvikningu, þar sem hann hafði þegið „spaghetti“-disk á góðgerðar- samkomu án þess að greiða fyr- ir málsverðinn. Óskað er eftir að heiðrað skriflegt svar yðar verði birt í íjölmiðlum. Bolungarvík 17. febrúar 1997, Jakob Ragnarsson, sjómaður. Kt. 080948-4259 P.S. Ég skora á alla lögmenn, alþingismenn og ráðamenn á íslandi, sem lesa þetta bréf, að mynda sér skoðun á ofanrituðu og láta í sér heyra. Hitaveita Reykjavíkur Aðstaða til ferðaþjónustu Til leigu er hluti Hvammsvíkur í Kjósarhreppi. Um er að ræða hús og aðstöðu til ferðaþjónustu sem m.a. miðast við fiskitjörn, sjávaríþróttir, golfvöll, hesta- leigu og annað sem hugmyndaríkir ferðaþjónustuaðilar vilja sinna. Heitt vatn er á svæðinu. Miðað er við leigu til næstu 5-10 ára. Væntanlegur leigutaki þarf að leggja í nokkra fjárfest- ingu til endurbóta á aðstöðunni. Tilboðum skal skilað til Hitaveitu Reykjavíkur, Grens- ásvegi 1,108 Reykjavík, fyrir 15. mars 1997, merkt Hvammsvíkurnefnd. Nánari upplýsingar gefur Eysteinn Jónsson, hjá Hita- veitu Reykjavíkur, sími 560 0100. Hvammsvíkurnefnd. MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Styrkir til háskóla- náms í Svíþjóð Sænsk stjórnvöld bjóða fram styrk handa íslendingi til háskólanáms í Svíþjóð námsárið 1997-1998. Styrkfjár- hæðin er 7.000 s.kr. á mánuði í átta mánuði. Jafnframt bjóða sænsk stjórnvöld fram tvo styrki handa íslend- ingum til vísindalegs sérnáms í Svíþjóð á sama há- skólaári. Styrkirnir eru til 8 mánaða dvalar en skipting í styrki til skemmri tíma kemur einnig til greina. Umsóknir um styrkina, ásamt staðfestum afritum próf- skírteina og meðmælum, skulu sendar menntamála- ráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir 24. mars nk. Menntamálaráðuneytið, 21. febrúar 1997. JQagur€mrám Atvinnumálanefnd Akureyrar, Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar, Dagur-Tíminn og Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri boða til Hádegisverðarfundar Mánudaginn 24. febrúar 1997 kl. 12.00-13.00 Fundurinn verður haldinn á veitingastaðnum Fiðlaranum, Skipagötu 14,4. næð. Fundarefni: Framtíð innanlandsflugs Frummælendur: Páll Halldórsson, framkvæmdastjóri Innanlandsflugs Flugleiða^ Ómar Benediktsson, stjómarformaður íslandsflugs Hádegisverður kostar 1.000 kr. Fundurinn er öllum opinn. Skráning á staðnum. Frekari upplýsingar á Atvinnumalaskrifstofu í síma: 462 1701

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.