Dagur - Tíminn Reykjavík - 22.02.1997, Blaðsíða 11

Dagur - Tíminn Reykjavík - 22.02.1997, Blaðsíða 11
jDagur-Œrrtmm PJÓÐMÁL Laugardagur 22. febrúar 1997 -11 Mennta- og skólastefna Áhersla á eflingu unglingastigsins Opið bréf til bæjar- stjórnar Akureyrar frá Starfshópi Gagn- fræðaskóla Akureyrar um skólaskipan sunnan Glerár. Kara Guðrún Melstað, fulltrúi foreldra Þóra Steinunn Gísladóttir, fulltrúi kennara og starfsfólks Baldvin Jóh. Bjarnason, skólastjóri / “ Ikjölfar þeirra umræðna sem orðið hafa um skólamál á Akureyri þykir okkur nauð- synlegt að eftirfarandi umfjöll- un um mennta- og skólastefnu á íslandi í dag, sé ljós öllum þeim sem um þessi mál fjalla og bera ábyrgð á ákvarðana- töku þeirri sem framundan er. Við skírskotum til þessarar ábjrgðar, sem þeir bera er hér ráða ferð, og væntum þess að þeir kynni sér vel þá umfjöllun okkar sem hér fer á eftir. Velferð æsku þessa bæjarfé- lags krefst þess að viðhöfð séu vönduð vinnubrögð, málinu sé gefinn góður tími til yfirvegun- ar, og allir þættir, sem máh skipta, séu skoðaðir. Menntastefna - skóla- stefna, endurskoðun aðalnámsskrár Nefnd skipuð af Menntamála- ráðherra til að móta stefnu í menntamálum og semja laga- frumvörp, skilaði lokaskýrslu árið 1994. Formaður nefndar- innar var Sigríður Anna Þórð- ardóttir, alþingismaður. Á grundvelli þessarar skýrslu hafa tvö ný lagafrumvörp verið samþykkt um grunn- og fram- haldsskóla og nú er unnið eftir þessum nýju lögum. Áhersla er lögð á að ung- lingadeildir verði efldar og sér- staða þeirra mörkuð og tengsl við framhaldsskólana. Þar er helst að nefna auknar kröfur á menntun kennara í skyldunámsgreinum þ.e. að þeir hafi a.m.k. eins árs nám til viðbótar almennu kennara- prófi í sinni grein. Einnig er gert ráð fyrir og þess vænst, að framhaldsskólakennarar sæki í auknum mæli í kennslu á ung- lingastigi þegar breytingar verða á kröfum um menntun kennara í unglingadeildum. Endurskoðun aðalnámsskrár stendur nú yfir. Stefnan er í samræmi við það sem hér að framan greinir þ.e. að nem- endaíjöldi unglingastigs í hverjum skóla sé svo mikill að unnt sé að koma við faggreina- kennslu í höndum sérmennt- aðra kennara í greininni og bjóða upp á valgreinar. Safnskóli - heildstæður skóli. Fullyrt er (Gerður Óskarsdóttir, fræðslustjóri í Reykjavík) að hvergi í heiminum sé um heild- stæða skólagerð að ræða nema á Norðurlöndum. Alls staðar annars staðar séu ákveðin skipti nemenda við 12-13 ára aldur og unglingastigið þar með aðskilið frá yngri aldurs- stigum. Norðmenn hafa víðast skipt grunnskólanum, einnig Svíar og nýjustu fregnir frá Danmörku herma að Danir ætli að gera slíkt hið sama. Reynslan þar hefur sýnt að fámennir heildstæðir hverfis- skólar hafa ekki getað mætt kennslukröfum og einkaskólar hafa sprottið upp. Nú er lögð áhersla á skipt- ingu í grunnskólum og ung- lingastigið verði aðskilið, þar sem faggreinakennsla og sér- hæfing kennara í hinum ein- stöku greinum fær notið sín. Einnig er lögð áhersla á hinn félagslega þátt sem jákvæðan undirbúning fyrir fjölmenna framhaldsskóla. Skólastefna kennara- sambands íslands Hingað til lands kom stefnan um heildstæðan skóla frá Norðurlöndum. Gjarnan er vísað til þess að skólastefna Kennarasambands íslands sé sú að tekin er afstaða með heildstæðum skóla. Þessu er til að svara (sbr. upplýsingar frá varaformanni K.í. Guðrúnu Ebbu Ólafsdóttur) að kafli sá sem fjallar um þennan þátt hefur ekki verið endurskoðaður frá 1987. Nú er ljóst að taka þarf tillit til nýrrar skólastefnu og auk- innar áherslu á unglingastigið og efiingu þess svo sem áður er getið. Stefnan í skólaskipu- lagi á Stór-Reykjavík- ursvæðinu Reykjavíkurborg hefur þá stefnu að ákvörðun um heild- stæðan hverfisskóla eða safn- skóla skuli tekin í samræmi við það hvor skólagerðin hæfi betur á hverjum stað. Hvað felst í því „hæfi betur“. Hér er átt við það að þar sem heildstæðir hverfisskólar eru það íjölmennir að unglingastig- ið standi undir kostum safn- skóla, þ.e. faggreinakennslu og kostir á valgreinakennslu geti verið rétt að um slíka skóla- gerð sé að ræða. Á hinn bóginn, ef hverfin eru það fámenn og nemendaQöldi á unglingastigi lítill, er rétt að nemendur komi úr hinum ýmsu hverfum í safnskóla þar sem nemendaijöldinn verður nægjanlegur til að mæta þess- um kröfum. Safnskólar á landinu er samkv. gögnum frá Mennta- málaráðuneytinu, nóv. 1996, í Reykjanesbæ, Garðabæ, Kópa- vogi, Reykjavík (3 skólar), Mos- fellsbæ, Sauðárkróki, Ólafs- firði, Akureyri, Neskaupsstað og Austur Skaftafellssýslu. Núverandi skóla- skipulag á Akureyri sunnan Glerár Nemendur koma úr Oddeyrar- skóla, Barnaskóla Akxn-eyrar og Lundarskóla í Gagnfræðaskóla Akureyrar. Gagnfræðaskólinn, sem hef- ur haldið þessu gamla skóla- heiti, er því safnskóli og nem- endaljöldi hefur verið u.þ.b. 390-450 í 8.-10. bekk á undan- förnum árum. Breytt skólaskipulag samkvæmt tillögu Skólanefndar Akur- eyrar Oddeyrarskóli yrði heildstæður skóli með eina bekkjardeild í árgangi (einnar hliðstæðu skóli). NemendaQöldi á ung- lingastigi 8.-10. bekk yrði rúm- lega 50. Gagnfræðaskóli Akureyrar og Barnaskóli Akureyrar sameinaðir gætu haft tvær til þrjár bekkjardeildir í árgangi (tveggja þriggja hliðstæðu skóli). Nemendafjöldi á img- lingastigi yrði u.þ.b. 150. Lundarskóli yrði heildstæður skóh með tvær bekkjardeildir í árgangi (tveggja hliðstæðu skóli). Nemendaijöldi á ung- lingastigi yrði u.þ.b. 140. Ljóst er að nemendafjöldi í þessum hverfisskólum nægði ekki til þess að þar mætti gera ráð fyrir faggreinakennslu kennara með framhaldsmennt- un í viðkomandi grein, eða yrði unnt að bjóða upp á kennslu í valgreinum svo að nokkru næmi. í þessum skólum myndu fyrst og fremst starfa kennarar með almenna kennaramennt- un og kenna bæði á neðri og efri aldursstigum. Þar með yrði ekki unnt að mæta þeim áherslum í skólastefnu framtíð- ar, sem væntanlegar eru í nýrri aðalnámskrá grunnskóla til að efla kennslu á unglingastigi og tengslin við framhaldsskólana. Auk þess má benda á og spyrja hvernig staðið yrði að fullnægjandi kennslubúnaði t.d. í raungreinum í hinum fá- mennari hverfisskólum. Hætt er við að slíkt yrði dýrt í fram- kvæmd og raunhæfara að byggja upp shkan kennslukost á einum stað. Meirihluti - minnihluti! Meirihluti foreldra er fylgjandi safnskóla. Meirihluti foreldra á skóla- svæðinu sunnan Glerár er fylgjandi safnskóla. Þetta er niðurstaða þeirrar könnunar sem Skólanefnd leggur til grundvallar ákvarð- anatöku sinni. Könnun 1. (sjá töflu) Fyrri niðurstöður sýndu meiri hluta foreldra fylgjandi hverfis- skóla, en þá voru svör foreldra í Glerárskóla og Síðuskóla með í útreikningum. Könnun 2. (sjá töflu) Þegar einungis þeir foreldrar eru með í könnuninni sem málið varðar, er niðurstaðan sem fyrr greinir, að meirihlut- inn er fylgjandi safnskóla. Hverjir eiga að ákvarða stefnuna ef ekki foreldrar barnanna sem breytingin varð- ar? Könnun 3. (sjá töflu) Ef Skólanefnd er sjálfri sér samkvæm ætti hún nú sam- kvæmt þessari niðurstöðu að taka afstöðu með safnskóla. Það geta ekki talist réttlát eða lýðræðisleg vinnubrögð að ganga á móti vilja meirihluta foreldra á skólasvæðinu sunn- an Glerár. Að lokum Við höfum í þessari grein bent á mikilvægi fjölmenns unglinga- skóla, og teljum það ábyrgð og skyldu skóla- og bæjaryfirvalda að efla og vernda eina safn- skóla bæjarins. Þar er fyrir hendi uppsöfnuð reynsla og þekking kennara með sérmenntun í faggreinum til kennslu á unglingastigi til margra ára, og stjórnenda á rekstri unglingaskóla. Við samþykkjum nauðsyn þess að endurmat á skólastarfi þurfi að fara fram með jöfnu millibili en höfnum endurmati í þá veru sem nú er lagt til, þ.e. sameiningu Barnaskóla Akur- eyrar og Gagnfræðaskóla Akur- eyrar í hverfisskóla. Við væntum þess, að skrefin verði stigin fram á við í sam- ræmi við núverandi skóla- stefnu og áherslu á unglinga- stigið og horft til framtíðar í ljósi þess sem hér hefur verið sýnt fram á, en ekki afturábak og úr takti við mennta- og skólastefnu dags og framtíðar. Framtíðin er nemenda þessa bæjarfélags. Þann góða kost sem safnskóli er má ekki taka frá þeim. KÖtlnun 1. Afsiaða forddra - rinfolduð Allir grunnskólar vcrði hverftsskólar BA GA Glerársk. Lundartk Oddeyrar Síðn Allir Skólur ninnar % Samntála 32 (IX) 29(30) 73 50 (4-1) 89 ('».»> 72 56 (112) 41,5 Hlutlaus 12(7) 6(6) 11 10(8) 8(2) 20 12 (23) Ósemmála 56(32) 65 (68) 16 40(33 UD 9 32 (114) 50,0 Fjöldi 57 104 106 R2 26 138 513 (269) (Alktr lolur innau rammans eru iprósenlum. skáletur er ntióaá vú) hnfóatnht og er greinahófimtia). Könnun 2. Afstaða foreldra - einlolduð Allir grunnskólar verði hverftsskólar Sammála Hlutlaus Osammáia Fjöldi GA Glcrársk. Lundarsk Oddeyrar Síðu 6 65 12- Til að fá afgerandi ntcirihlula miðad við ofangreintlar lölur, þarf að laka út þá sem ekki tóku afstöðu og með þvi er hcegt að fá út að fylgjendur hverfisskóla séu 63,6%. Könnun 3. Viðhorfskönnun meöal ncmcnda og forcldra í Gagnfræöaskóia Akureyrar, gerð af foreldrnráði skólans. NEMENDUR 8. 10. óbreytt hverfissk. óbrcytt hverfissk. óákveðin samtals hekkur bekkur bekkur óákveðnir saintals % samtals % simtals % samtals 86 85 106 96 116 88,5 308 w 15 15 0 0 9 7 24 7 0 0 4 4 6 4,5 10 3 101 100 110 100 131 100 342 100 (86% nemenda svöruðu) FORELDRAR 172 63 10 245 (70%) (26%) (4%) 100% (62% foreldra svöruðu).

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.