Dagur - Tíminn Reykjavík - 22.05.1997, Blaðsíða 4

Dagur - Tíminn Reykjavík - 22.05.1997, Blaðsíða 4
4 - Fimmtudagur 22. maí 1997 ATVINNA Gistiheimili á Akureyri óskar eftir aö ráöa nú þegar duglegan og áreiöanlegan starfskraft. Málakunnátta æskileg. Umósóknir leggist inn á afgreiðslu Dags-Tímans, Strandgötu 31, Akureyri, fyrir 27. maí merkt „Gistiheim- iir. ÚTBOÐ Stjórn Orlofsbyggðarinnar að lllugastöðum, Fnjóska- dal, S- Þing., óskar eftir tilboðum í slátt og hirðingu á opnum svæðum og lóðum, ásamt klippingu á runnum að lllugastöðum, fyrir sumarið 1997. Útboðsgögn verða afhent á Verkfræðistofu Norður- lands ehf., Hofsbót 4, 600 Akureyri. Tilboð verða opnuð á sama stað föstudaginn 30. maí 1997 kl. 14.00. AKUREYRARByCR Sundlaug Akureyrar Sundnámskeið fyrir 5 og 6 ára börn verður haidið 2.-13. júní. Skráning í síma 461 2532. fHrgur-flJímmn F R E T T I R Biskup Islands, herra Ólafur Skúlason, formaður dómnefndar, afhendir þeim Guðjóni Davíð og Antoni Helga fyrstu verðlaun í samkeppninni. Kross og hamraveggur Tillaga þeirra Guðjóns Davíðs Jónssonar og Antons Helga Jónssonar var valin sem merki Kristnihá- tíðar árið 2000. Þeir fengu 400 þúsund krónur í verðlaun í samkeppni sem 137 tóku þátt í og sendu inn 181 tillögu. Dómnefnd sagði meðal ann- ars í rökstuðningi: „Merkið, sem hlýtur fyrstu verðlaun, höfðar að mati dómnefndar strax til áhorfanda með því að skírskota í gerð sinni til staðar- ins, þar sem kristnitakan fór Hamraveggur og kross, sigur- tillagan. Þetta merki á eftir að sjást oft á næstu misserum. fram um leið og það vísar til sögunnar. Hamraveggur Almannagjár myndar umgjörð merkisins, drottnandi og í senn drungaleg- ur, en letrið í forgrunni lyftir þunga gjáveggjanna og minnir á fjaðurskrif't handrita." Önnur verðlaun, 200 þúsund krónur, hlutu Kristín Þóra Guð- bjartsdóttir og Þórarinn F. Gylfason. Sýning á tillögunum hefur staðið yfir í Ráðhúsi Reykjavík- ur. -JBP Sundlaug Akureyrar. Steinullarverksmiðjan hf. Orkubú Vestfjarða Reiðhjallavirkjuii á háJM ferð Aðalfundarboð Aöalfundur Steinullarverksmiðjunnar hf. verður haldinn 30. maí 1997, kl. 16.00, á veitingastaðnum Króknum Sauðárkróki. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf, en skv. 16. gr. samþykkta félagsins, skal taka fyrir eftirtalin mál: 1. Skýrslu stjórnar félagsins um starfsemi þess sl. starfsár. 2. Efnahags- og rekstrarreikingar fyrir liðið reikningsár, ásamt skýrslu endurskoðenda, verða lögð fram til stað- festingar. 3. Tekin skal ákvörðun um hvernig fara skuli með hagnað eða tap félagsins á reikningsárinu. 4. Tekin skal ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna og endurskoðenda. 5. Kjósa skal stjórn og varastjórn og tilnefna fulltrúa ríkis- ins. 6. Kjósa skal endurskoðanda. 7. Önnur mál, sem löglega eru upp borin. Dagskrá fundarins, árskreikningur og skýrsla endurskoðenda liggur frammi á skrifstofu félagsins viku fyrir aðalfund skv. 14. gr. samþykktar þess. Steinullarverksmiðjan hf. BELTIN %na yUMFERÐAR RÁÐ Orkuframleiðsla virkj- unarinnar hefur dreg- ist saman um helm- ing síðan jarðganga- gerð hófst gegnum Breiðadals- og Botns- heiði. Viðurkennd tengsl eru milli þess að vatnsæð opnaðist í Vest- fjarðagöngunum þegar unnið var að þeim og því að vatn hafi minnkað mjög í uppistöðulóni við virkjun Orkubús Vestfjarða við Reiðhjalla við Bolungarvík. Kristján Haraldsson, orkubús- stjóri, segir að engar kröfur hafi verið settar fram á hendur Vegagerðarinnar vegna þessa minnkandi vatnsmagns og því sé að sjálfsögðu ekki hægt að fullyrða að Vegagerðin hafi hafnað neinum kröfum. Reið- hjallavirkjun er 0,5 megawött í afli en til samanburðar má geta þess að Blönduvirkjun er 150 megawött. Vægi virkjunarinnar er því ekki mikið. „Virkjunin getur framleitt helmingi meira en hún gerir í dag. Á árunum 1983 til 1993 framleiddi Reiðhjallavirkjun 2,6 milljónir kwstunda á ári en árið 1994, þegar jarðgangaborun hefst, eru framleiddar 1,4 millj- ónir kwstunda, 1,8 milljónir kwstunda 1995 og 1,7 milljónir kwstunda 1996. Framleiðsla Reiðhjallavirkjunar er þó að- eins dropi í hafið, við þurfum að afla 226 milljóna kwstunda til að sinna orkuþörf Vest- fjarða," sagði Kristján Haralds- son. Árlegt framleiðsluverð- mæti Reiðhjallavirkjunar gæti numið á fimmtu milljón króna. Saga Film hefur gefið út myndband sem kallast ís- land í hnotskurn eða „Ice- land in a nutshell“ á ensku. Einnig er myndbandið til á dönsku og þýsku og verður síð- ar geflð út á frönsku og spænsku. Handrit myndarinnar er eftir Ara Trausta Guðmunds- son en Sigmundur Arthúrsson sá um kvikmyndatöku. Sveitarfélagið Vesturbyggð hefur áformað að selja sinn eignarhluta í Orkubúi Vest- Qarða. Samkvæmt lögum getur enginn breytt eignarhlut nema með samþykki allra annarra eignaraðila og það þarf líka að breyta lögum á Alþingi, komi til þess. Sveitarfélög á Vestfjörðum eiga 60% hlut í fyrirtækinu og skiptist eftir íbúaíjölda, sem var 8.856 og íbúaQöldi Vestur- byggðar 1.291, 8,75% af heild- inni. Um virði eignarinnar er óljóst, virðið ákvarðast af þeirri upphæð sem vilji er til að borga fyrir það. GG I fréttatilkynningu frá Saga Film segir að á myndbandinu sé landinu lýst á 24 mínútum, allt frá jarðfræðilegum uppruna til skemmtanalífs landans. M.a. er fjallað um landnám, atvinnu- vegi, menntun og menningu landsmanna auk þess sem margar náttúruperiur prýða. BÞ Landkynning * Island í hnotskurn

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.