Dagur - Tíminn Reykjavík - 22.05.1997, Blaðsíða 11

Dagur - Tíminn Reykjavík - 22.05.1997, Blaðsíða 11
33íjgur-®mrmn B í L A R Fimmtudagur 22. maí 1997 -11 Á þríðja tug keppenda Það má búast við miklum tilþrifum og fjöri á fyrstu torfæru- keppni sumarsins sem verður á Akur- eyri á laugardaginn. Fyrsta torfærukeppni sumarsins verður nú um helgina á Akureyri. ís- lenska torfæran nýtur sívaxandi vinsælda og er meira íjölmenni á venjulegri torfærukeppni en stórviðburðum í hópíþróttun- um. Auk þess eru landvinning- ar þessarar íþróttagreinar hafnir og jafnvel komnir vel á veg, m.a. á sjónvarpsstöðinni Eurosport. Greifatorfæran á Akureyri er líka þekkt fyrir til- þrif og því má búast við Qöl- menni á Akureyri um helgina. Keppendur í sérútbúnum flokki eru sautján en flokki sér- útbúinna götubíla sex. í vetur var tekin ákvörðun um að keyra flokkana saman og verð- ur það gert í fyrsta sinn í keppninni á laugardag. Það þýðir að 23 bflar fara í gegn um flestar þrautir sem er mjög óvanalegt í íslenskri torfæru- keppni, hefur líklega aldrei gerst áður. Það verður því nóg að sjá, en þessi aðferð hefur bæði kosti og galla eins og Stef- án Bjarnhéðinsson keppnis- stjóri segir; „Það eru svo rosa- lega margir bflar í sömu þraut, þannig að það er spurning hvernig þrautin verður þegar síðasti bfll fer hana,“ segir hann. Stefán segir að það verði ekki forkeppni: „Helst ekki, maður gerir það ekki fyrr en í lengstu lög. Það má halda for- keppni ef það eru fleiri en tólf bflar." Fimm Akureyringar taka þátt í keppninni að þessu sinni. Þeirra á meðal er kempan Ein- ar Gunnlaugsson sem vann Greifatorfæruna þrjú ár í röð ’93, ’94 og ’95 en tapaði sigrin- um til Haraldar Péturssonar ís- landsmeistara í fyrra. „Því Fyrsti Opel jeppinn sem kemur á almennan markað hérlendis. Frontera er sannarlega bráðfalleg byrjun. Opel Frontera egar íjallað var um Opel Frontera í síð- ustu viku birtist röng mynd með umfjölluninni. Það er viðbúið að bfla- áhugamenn hafi rekið upp stór augu þegar reynt var að telja þeim trú um að jeppi af Opel gerð liti eins út og langbakur af sömu gerð. Myndin sem birtist var af Opel Astra sem reynsluekið var í vetur. Nú ættu að birt- ast réttu myndirnar af Opel Frontera, a.m.k. ef villupúk- inn verður til friðs. -ohr Afturhlerinn opnast vel og sama má segja um framdyrnar. Aftur- dyrnar eru svolítið þrengri. Myndir: ohr verður snúið við núna,“ segir Einar ákveðið. Hann kemur nú tvíefldur til leiks með kramið úr gamla bflnum í nýjum bfl smíð- uðum af Helga Schiöth sem einnig mætir til keppninnar á nýsmíðuðum bfl eftir að hafa verið í frfl í rúmt ár. Það var sjónarsviptir að Helga og sann- arlega tilhlökkunarefni að sjá til hans í þrautunum á ný. Stefnan hjá Helga er: „Alveg til himins, gersamlega," segir hann og tekur undir að það sé bæði í sætum og flugi. Hann segist samt ekki ætla að slá metið hans Sigurðar Axelsson- ar, „Það er svo helvíti sárt að lenda svona úr mikilli hæð.“ „Menn eru bara vel stemmd- ir, ætla að vinna þessa sunnan- menn held ég. Það er alveg lyk- ilatriði í þessu,“ segir Björgvin Ólafsson, fjölmiðlafulltrúi keppninnar. „Þetta verður þrusukeppni og tilþrifin hjá Helga klikka aldrei.“ -ohr Fombílaklúbburinn með fombílakvartmilu Fornbflaklúbburinn stóð fyrir kvartmflukeppni laugardaginn 17. maí sl. í tilefni tuttugu ára aftnælis klúbbsins. Keppnin fór fram á svæði bflaumboðs Ingvars Helgasonar við Sævarhöfða. Keppt var í m'u flokkum og ók hver flokkur tvisvar sinnum 1/8 úr mflu. Úrslitin urðu þessi: í flokki amerískra bfla, árg. 1929 og eldri, sigraði T Ford pickup, árg. 1926, sem Sigurð- ur Haraldsson á og ók, tími hans var 36,13 sekúndur. í öðru sæti var Overland, árg. 1926, í eigu Rúdolfs Krist- inssonar sem hann ók á tíman- um 37,83. í flokki amerískra bfla, árg. 1930-1939, var aðeins einn keppandi, Sævar Pétursson, sem ók Ford model A, árg 1930. Hann náði tímanum 34,06. í flokki amerískra bfla, árg. 1940-1949, varð Árni Þor- steinsson sigurvegari á bfl sín- um, Cherolet Fleetline, árg. 1948. Árni ók á tímanum 30,32. í flokki amerískra bfla, árg. 1950-1959, varð Árni Páll Ár- sælsson í fyrsta sæti á Oldsmo- bile, árg. 1956, á 25,74. í flokki amerískra bfla, árg. 1960 og yngri, varð Cherolett Camaro, árg. 1968, í eigu öku- mannsins, Omars Nordal. Hann ók á 18,61. í flokki óbreyttra jeppa var aðeins einn keppandi, Ragnar Geirdal, á GAS 69 Rúss^jeppanum sín- um, árg. 1956, á 29,96 sekúndum. í flokki amerískra vörubfla var Chervolet björgunarbfll, árg. 1937, í fyrsta sæti. Rúnar Sverrisson ók bflnum, sem er í eigu Fornbflaklúbbs íslands, á tímanum 36,79. í flokki óbreyttra jeppa var aðeins einn keppandi, Ragnar Geirdal, á GAS 69 Rússajeppan- um sínum, árg. 1956, á 29,96 sekúndum. í flokki evrópskra bfla með 8 strokka vél sigraði Örn Sigurðs- son á Benz 280 SE 3,5, árg. 1972, sem hann á sjálfur, á tím- annum 24,12 sekúndum. Flokk evrópskra bfla með 4 strokka vél vann Auðunn Jóns- son á bfl sínum, Ford Fiesta, árg 1979. Hann fékk tímann 22,41 og varð næstum 2 sek- úndum á undan næsta manni sem ók Benz 200. Keppninni lauk síðan með olíubflakappakstri, þar sem kepptu tveir bflar af GMC gerð. Annar bfllinn var í eigu ESSO en Olís átti hinn. ESSO bfllinn hafði betur og náði tímanum 20,59 sekúndum. Þetta var skemmtilegt fram- tak hjá Fornbflaklúbbnum og nú bíða menn spenntir eftir næsta stórafmæli hans. gþö/sþb Þekking Reynsla Þjónusta FÁLKINN SUDURLANDSBRAUT 8, SfMI: S81 4670, FAX: 581 3882

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.