Dagur - Tíminn Reykjavík - 29.05.1997, Blaðsíða 3

Dagur - Tíminn Reykjavík - 29.05.1997, Blaðsíða 3
,fflítgur-®mirrax Fimmtudagur 29. maí 1997 - 3 Akureyri Víking að vfirtaka Sól Baldvin Valdimarsson verður framkvæmdastjóri hins nýja félags: „Einingin verður stærri og hagkvæmari og betur í stakk búin að mæta aukinni samkeppni." Mynd:as Önnur stóra breyting- in á skömmum tíma sem Víking stendur að. Víking hf. á Akureyri hefur gert kauptilboð í öll hlutabréf Sólar hf. í Reykjavík. Búið er að sam- þykkja tilboðið með fyrirvörum lánastofnana en kaupsamning- ur hefur ekki verið undirritað- ur. Mjög miklar líkur eru þó að af samrunanum verði. Baldvin Valdimarsson, framkvæmda- stjóri Víking, mun verða fram- kvæmdastjóri hins nýja félags en Páll Kr. Pálsson, fram- kvæmdastjóri Sólar hf., mun láta af störfum. Baldvin sagði í gær að kaup- verð væri ekki gefið upp en það væri ásættanlegt fyrir báða að- ila. Tilgangurinn með samein- ingunni væri að stofna öflugra fyrirtæki á drykkjar- og olíu- vörumarkaði og væri hagræðið augljóst. „Einingin verður stærri og hagkvæmari og betur í stakk búin að mæta aukinni samkeppni. Pað hefur verið nokkur uppgangur hjá Sól und- anfarið og sama má segja um Viking, t.d. með samstarfínu við Vífilfell og yfirtöku á bjórsölu þeirra.“ Baldvin sagði starfsmanna- hald verða óbreytt að mestu leyti fyrir utan ofangreint að Páll Kr. lætur af störfum. Held- ur yrði þó aukning í heildina og spilaði þar helst inn í að Víking væri að yfirtaka eigin sölustarf- semi í Reykjavík sem umboðs- aðilar sinntu áður. Húsnæði undir skrifstofur og lagerhald verður samnýtt jafnt á Akureyri og í Reykjavík og dreifing verður sameiginleg. Stefnt er að því að hlutfall sölu-, stjórnunar- og markaðskostnað- ar lækki verulega frá því sem var í fyrirtækjunum tveimur. Ætlunin er að opna hið nýja fé- lag ef kaupsamningur verður samþykktur og bjóða hluta þess á almennum markaði. BI> Sauðárkrókur Afgreiðslu- stjóri Flug- leiða til fs- landsflugs Tyr ristján J\-Blön- dal, af- greiðslu- stjóri á flugstöð- inni á Sauðár- króki, og eiginkona hans, sem einnig starfar við Kristján Blöndal. flugið, hafa sagt upp störfum hjá Flug- leiðum og ætla að færa sig yfir til keppinautarins íslandsflugs, sem hefur áætlunarflug til Sauðárkóks í júní nk. Kristján sagði í samtali við Dag-Tímann í gær að hann teldi atvinnuör- yggi sínu betur borgið hjá ís- landsflugi en Flugleiðum í framtíðinni. „Þetta er ekki spurning um yfirborgun eða óánægju heldur tel ég einfald- lega ljóst að aðeins annar aðil- inn muni lifa þessa samkeppni af og þá líst mér betur á ís- landsflug. Það verður betri þjónusta veitt fyrir Sauðkræk- inga hjá íslandsflugi samkvæmt sumaráætlunum þessara tveggja fiugfélaga.“ Kristján lætur væntanlega af störfum 15. júní nk. en hann hefur verið að störfum hjá Flugleiðum frá árinu 1991. BÞ Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri A ársfundi fjórðungssjúkrahússins á Akureyri í gær gátu menn fylgst með gallblöðruaðgerð sem gerð var á Landspítalanum í Reykjavík, með aðstoð nýjustu tækni. Mynaæs BuUandi hallarekstur Mun meiri halli er á rekstri Fjórðungs- sjúkrahússins það sem af er árinu, en áætlað var. Hallinn á rekstri Fjórð- ungssjúkrahússins á Akureyri var 18 milljónir króna á fyrstu 4 mánuðum ársins, en gert var ráð fyrir að hann yrði rúmar 6 milljónir á árinu öllu. Þetta kom fram á árs- fundi sjúkrahússins í gær. Fjárveitingar nema 1,5 milljarði króna, og sjúkra- húsið stendur frammi fyrir íjárvöntun, segir Halldór Jónsson, framkvæmdastióri FSA. í fyrra var hallinn 13,8 milljónir, eða tæpt prósent af heildarrekstrargjöldum ársins. Rúmlega 5000 sjúk- lingar voru lagðir inn og íjölgaði um tæp 8 prósent. Legudögum fækkaði hins vegar um nærri 2 prósent. GG Vatnsendi Hápólitískt sumarhús Nýtt hús ríkissaksóknara á fyrrum bannsvæði. Ríkissaksóknari reisir sumarhús þar sem áður hefur ríkt bann við slíku. „Smá slök- un,“ segja bæjaryfir- vöid Kópavogs. Nýrisinn er sumarbústað- ur í landi Vatnsenda við Elliðavatn þar sem áður hefur verið blátt bann við ný- framkvæmdum. Það er Hall- varður Einvarðsson ríkissak- sóknari sem hefur fengið náð fyrir augum bæjarstjórnar á „hápólitísku“ svæði eins og Gísli Nordahl, byggingarfulltrúi bæj- arins, kallar það. Gísli segir að „smá slökun“ sé í gangi þarna við Elliðavatn eftir áralanga harðlínustefnu gegn þeim sem vildu byggja, endurnýja eða bæta við bústaði sína sem standa í hvamminum við vatn- ið. „Það hefur ekki mátt reisa kamar hórna,“ sagði sumarbú- staðaeigandi við vatnið í vor þegar menn uppgötvuðu nýja bústaðinn sem reis í vetur. Frægasta dæmið um hörku bæj- aryfirvalda var þegar nýr bú- staður Þorsteins Ö. Stephensen heitins leikara var ljarlægður örstutt frá þar sem bústaður Hallvarðs stendur nú. „Það hef- ur margt breyst á 20 árum,“ segir byggingarfulltrúi. Hann segir þó að það sé ekki stefna bæjaryfirvalda að þarna rísi sumarbústaðabyggð, en nýja húsið rúmist innan þeirra slök- unarstefnu sem gætt hafi að undanförnu. „Þetta eru alltaf hápólitískar ákvarðanir þarna uppfrá,“ segir Gísli og bendir á að sjálf bæjarstjórn hafi leyft nýja bústaðinn. Margir gamlir bústaðir standa á leiguskikum við vatnið og hefur hin nýja slökunarstefna vakið mikla at- hygli.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.