Dagur - Tíminn - 16.11.1996, Blaðsíða 4

Dagur - Tíminn - 16.11.1996, Blaðsíða 4
Það er upphaf þessa máls, sem eru minni um heimflutning jarðneskra líkams- leifa Jónasar Hall- grímssonar skálds og náttúrufræðings fyrir hálfri öld, í október 1946, er liðið var rúmt ár á aðra öld frá dauða hans á Friðriksspítala í Kaup- mannahöfn, að getið skal þriggja staða í höfuðborg ís- lendinga frá stofnun Kalmar- sambandsins til fullveldis ís- lenskrar þjóðar, 1397-1918. Er hinn fyrsti hús, sem enn stend- ur með ummerkjum í Sankti Pétursstræti, nú nr. 22, þrjár í- búðarhæðir og herbergi undir risi, en á jarðhæð hefur verið verkstæði um all langt skeið. Annar er Friðriksspítalinn við Breiðgötu, skammt norður af Amak'uborg, dönsku konungs- höllinni, sem sjálenski bónda- sonurinn Nicolai Eigtved, f. 1701, teiknaði, og var horn- steinninn lagður 1752, tveimur árum fyrir dauða hans. Tók svo de Thurah við framkvæmdun- um í Friðriksstaðnum í Höfn, er nafnbundinn varð Friðriki kon- ungi V. Eru hér höllin og nær- liggjandi byggingar s.s. spítal- inn. Var þar lyljabúð, baðhús og fæðingadeild, sem hélst allt til 1911, þegar Ríkisspítalinn tók við. í Friðriksspítala voru ætluð rúm fyrir 364 sjúklinga. í fyrstu 170 ókeypis fyrir öreiga og Guðs ölmusu lýð, síðar fækk- að í 125 vegna Qárhagsörðug- leika, en löngum talið að þriðj- ungur spítalans væri hjálpar- stofnun fyrir fátæklinga. Meðal þeirra voru ófáir Hafnar-íslend- ingar, einkum stúdentarnir. Hinn þriðji staðurinn, sem hér kemur við sögu, er Assistentskirkjugarðurinn á Norðurbrú. Nefndur á íslensku Hjástoðar-garður, en sú þýðing óheppin og æ minna notuð, er frá leið. Þessi stóri kirkjugarður var vígður hinn 6. nóvember 1760, skammt utan við Síkin, hin gömlu og eiginlegu borgar- og varnarmörk, í sjónhending norðvestur frá Norðurporti, einu borgarhliðanna, þar sem nú er brautarstöð lesta og al- menningsvagna. Fram til þess tíma voru kirkjugarðarnir í þröngt setinni borginni umhverfis kirkjurnar, en margsett orðið í hvert graf- arstæði vegna öngþveitis, enda byggingar allt í kring og voru húsin, iðulega margra hæða í- búðarhús, hinir eiginlegu kirkjugarðsveggir. Mjög var og graflð innan kirkju og steinlögð gólfin þá upp tekin. í stórum kór kirkjuhúsanna var hið mesta fyrirfóik grafið, valds- herrar og kennimanna oddvit- ar. Þegar stór hluti borgarbúa dó í miklubólu 1711, voru góð ráð dýr. Fimm kirkjugarðar voru afmarkaðir utan borgar- múranna. Þegar enn hafði orðið mannfall, var Assistentskirkju- garðurinn lagður á Norðurbrú, all stór landskiki, ætlaður til framtíðar 1757. Var hann lengi fyrst álitinn fátækrareitur. Kist- um embættismanna og fyrir- fólks var ekki sökkt í þá mold, sem vígð var við yfirsöng lat- ínuskólapilta úr Frúarskóla dómkirkjunnar, en sálmurinn valinn: „Silfri fleygði Júdas forðum / fénu svikarans". Þar kom, og var það 1785, að sú á- kvörðun eins manns að kjósa sér kirkjuleg í garði auðmýkts almúgans, Johans Samuels Augustin, sem var maður ríkur af jarðneskum munum, ger- breytti áliti kaupmanna og ým- Sct. Pétursstræti 22. Á skildinum stendur á dönsku: ísienska skáldið Jónas Hallgrímsson, f. á bænum Hrauni í Öxnadai 16. nóv. 1807, d. í Kaupm.höfn 26. maí 1845, átti hér síðasta aðsetur sitt. — Dönsk kona, Ingeborg Stemann, áhugamaður um ísland og íslenskar bókmenntir, lét gera skjöldinn og setja á húsvegginn að undirlagi Steindórs Steindórs- sonar frá Hlöðum 1928. A.s. 1987 Uppgröftur ogflutningur á beinum Jónasar Hallgrímssonar fyrir réttum 50 árum hefur verið umfjöllunarefni allt síðan. Deilt hefur verið um legstað skáldsins í Danmörku og á íslandi og hvort það séu bein Jónasar eða einhvers annars, sem nú eru grafin í svokölluðum þjóðargraf- reit að kórbaki Þingvallakirkju. Séra Ágúst Sigurðsson, sem um árabil var sendiráðsprestur í Kaupmannahöfn, hefur rannsakað feril beinanna og sitthvað um skáldið Jónas Hallgrímsson. Hann hefur skrifað ítarlega ritgerð um efnið og kemst að öðrum niðurstöðum en þeim, sem nú eru þekktar. Hann hefur skrifað útdrátt í nokkrum greinum, sem birtast munu í íslendingaþátt- um og hin fyrsta þeirra í dag, fœðingardag skáldsins, 16. nóvember. issa ríkismanna þessarar aldar. Varð nú mikil tíska, að slíkir væru jarðaðir á Norðurbrú. Einnig kunnir háskólamenn, fyrstur Andreas Christian Hviid 1788, og fylgdu hundruð stúd- enta hinum merka prófessor. Biskup Friðrik Plum, tengda- sonur hans, orti við þetta tæki- færi eftirmæli, og er þetta upp- hafið: Hér fær einn frægðar- maður / fátækra meðal grafa / hinst búið hvflurúm. LEIFAR I TVEIMUR 1805 var garðurinn stækkað- ur. Sér enn fyrir grjóthlöðnum veggjum, sem skiptu reitnum í kirkjusókna hluta. Nokkrar mislagnir voru á skipan og átta- vísan í nýju reitunum eins og ljóst varð, þegar stígar voru lagðir langs og þvers yfir ó- merkt leiðin, flestum gleymd í fátækt og umkomuleysi. Átján árum fyrr en kistu listaskáldsins góða var búin gröf í þeim nýlegri hluta Assistentskirkjugarðsins, sem heyrði Þrenningarkirkjunni, hinni afar fögru og skrautlegu kirkju háskólastúdenta og flestra íslendinga í Höfn, hreifst kunnur Svíi, Karl August Nicander, svo af garðinum, minningarmörkum af marmara og völdum, innfluttum steini, grafhýsum og skreyttiun leiðum undir laufkrónum hárra trjáa, rósarunnum og blómaangan og fuglasöng, að hann líkti þessum dauðra manna reit við litla Séð upp hinn vandaða stiga til herbergja skáldsins í Pétursstræti, sem voru á 2. íbúðarhæð og sneru gluggar að húsagarðinum. Á.s. 1988 Við all snaran snúning til hægri á leið niður stigann varð skáldinu fótaskortur á pallinum undir glugganum og hlaut opið brot um ökklann. Á.s. 1988 LÖNDUM paradís á jörð. Slík voru um- skiptin á svo skömmu bili. Norðvesturhluti garðsins er stafmerktur N. Þar er ómerkt leiði nr. 1095, sem raskað var seint á sumri 1946, fyrir hálfri öld. Fyrst var þar tekin gröf Jónasar Hallgrímssonar, skv. legstaðaskránni, og var grafið djúpt að venju þess tíma, síðar þrísett yfir, skáhallt á kistu Jónasar árið 1875, 30 árum eft- ir að hann dó, svo að brún nam við kistuna neðan við lokið og unnust þannig fáeinir þumlung- ar, en barnskista á lokið ofan. Síðast var hér jarðað tvennt fullorðið, 1898 og 1907, en þá var hið fyrra fúið og með öllu horfið, nema beinin og helst leggirnir, frá útfarardegi Jónas- ar hinn 31. maí 1845. Alkunnugt er banamein hans. Hin fyrsta samkoma end- urreists Alþingis skyldi vera þann 1. júh' þetta sumar, skv. lögum frá 1843. Jón Sigurðsson skjalavörður frá Hrafnseyri, sem setið hafði í Kaupmanna- höfn frá 1832, sigldi út til ís- lands með vorskipinu, nær ein- róma kjörinn þingmaður ísfirð- inga. Hann, lang helstur landa sinna í Höfn, lagði allt kapp á þingstað í hinu eina vænlega strandþorpi á íslandi, kaup- staðnum á landnámsjörð Ing- ólfs í Reykjavík. Átti hann að vonum liðsmenn marga, maður framtíðarsýnar og gjörhugull í

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.