Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1981, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1981, Blaðsíða 8
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MÁNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1981. Tímapantanir 13010 Rakarastofan Klapparstíg Sími 12725 Hárgreiðslustofa Klapparstíg Egyptian Earth er púður sem býður upp á fjölmarga notkunarmögu- leika og það sem meira er — húðin fœr á sig þennan hlýja og náttúm- lega glampa sem aðeins fylgir dvöl í söl. tfcyrcifiii Á sYÍpstundu geturðu fengið á þig þennan brúna lit sem allir keppast við að ná í sóU inni. Egyptian Earth — frá forn Egyptum sem kunnuflest um eiltfa fegurð. Fæst í snyrti vöruverzlunum. SUÐÖRBYGGÐ UMBOÐS OG HEILDVERSLUN Sími 51659. FAŒ&BODYCOLOR PLUS... K.Jónsson & Co. h.f. STILL lyftarar í miklu úrvali. Hafirðu ekki efni á nýjum þá bjóðum við mikið úrval af notuðum lyfturum til afgreiðslu nú þegar, 1.5 t raf, lyftihæð 5,30 m 2 t raf, lyftihæð 2,45 m 3 t raf, lýftihæð 2,45 m 3.5 t raf, lyftihæð 2,45 m Dísillyftarar 2 t verð frá kr. 60.000 2,51 verð frá kr. 75.000 3 t verð frá kr. 80.000 4 t verð frá kr. 120.000 Ennfremur höfum við 7 t dísil og margskonar aukabúnað fyrir flestar tegundir lyftara. Hafirðu heldur ekki efni á að kaupa notaðan lyftara bjóðum við þér lyftara til leigu, enn- fremur sérstakan lyftaraflutningabíl til flutninga á lyft- urum allt að 6 tonnum. Upplýsingar í símum 91-12452 og 26455 og að Hverfisgötu 72, Rvík. Neytendur Neytendur MATARINNKAUP FYRIR 4 ÞÚSUND KR. — Stútfull frystikista ætti að lækka mánaðarlegan kostnað segir bréf ritari sem er með 1820 kr. í meðaltal ámanníoktóber „Nokkrar línur til skýringar á þessum svimandi háu tölum,” segir m.a. í bréfi frá húsmóður sem er með meðaltal upp á 1820 kr. á mann i októbermánuði. „Við erum fjögur í heimili þennan mánuðinn en erum annars þrjú. Síðan voru gerð stórinnkaup í frysti- kistuna: keyptur hálfur skrokkur af nautakjöti, tveir kindaskrokkar, fimm kjúklingar og tekið slátur. Alls gerir þetta tæplega 4 þúsund kr. og frystikistan er nú troðfull. Það verður fróðlegt að sjá hvernig heimil- iskostnaðurinn verður í vetur. Ég hef tekið þátt í þessu heimilis- bókhaldi svo að segja frá upphafi og yfirleitt verið fyrir ofan meðallag en þó bruðla ég ekki sérlega í mat. Ég hef reyndar hingað til keypt svo að segja allt jafnóðum en þó reynt frekar að spara. Mér finnst oft þær tölur sem koma fram hjá ykkur ótrú- lega lágar og varla raunhæfar til að framfleyta fjölskyldu. En ég vonast sem sé til að geta lækkað mánaðariegan kostnað núna, með fulla frystikistu! Annars þakka ég fyrir góða neyt- endasíðu. Mér finnst hún mjög þarf- leg og fróðleg. Þið mættuð reyndar gjarnan koma með fleiri matarupp- skriftir. Kærar kveðjur, M „ RÓMANTÍSKAR VÖRUR í KISTUNNI í litlu, notalegu og gömlu húsi við Skólavörðustíg var nýlega opnuð ný verslun. í þessu húsnæði, sem er númer fjögur við stíginn, hafa reynd- ar verið margs konar verslanir svo lengi sem elstu menn muna eða jafn- vel lengur og þar hefur verið höndlað með margt. í Kistunni, en það er nafnið á nýju versluninni, eru eingöngu Laura Ash- ley vörur i handraðanum. Þetta segir lítið nema að útskýrt sé eitthvað nán- ar um Laura Ashley. Saga þess fyrir- tækis hófst í London árið 1953 þegar hjónin Bernard og Laura Ashley hófu textilhönnun og framleiðslu á eigin vörum. Fyrirtækið dafnaði og nokkrum árum síðar .keyptu þau gamla myllu í Wales og fluttu starf- semi sína þangað. Á þeim árum framleiddu Ashley hjónin aðallega diskaþurrkur, svuntur auk fatnaðar úr bómullarefnum. Framleiðsla þeirra var seld fyrst til að byrja með í stórmörkuðum í Bretlandi. Síðan tók fjölskyldan þá ákvörðun að stofna eigin verslanir, litlar og notalegar, og nú eru verslanirnar yfir 80 talsins um allan heim. Saga Ashley fyrirtækisins þykir ævintýri líkust í Bretlandi og sem dæmi því til stuðningsgerði BBC sjónvarpsþátt um þetta fjölskyldu- ævintýri á síðastliðnu ári. Þrátt fyrir öran vöxt fyrirtækisins hefur Laura Ashley sjálf yfirumsjón með hönnun framleiðslunnar en vörur hennar eru sérstæðar og Ashley tískufatnaður er ákaflega rómantísk- ur. Vörumerkið spannar yfir ótrúleg- ustu hluti, svo sem veggfóður, lampaskerma, borðlín, snyrtitöskur, myndaramma, auk annars, sem þá gjarnan er í sömu litum og með sama mynstri. „Að fá Laura Ashley vörur hingað til lands hefur átt sér langan aðdrag- anda,” segir Edda Sigrún Ólafsdótt- ir, einn eigenda Kistunnar við blaða- mann í forvitnisferð. „Við erum að Veggfóður, bómullarefni, lampaskermar allt I stfl fri Laura Ashley. vonum ánægðar með að þetta hefur nú tekist. Ekki síst vegna þess að í þessu gamla húsnæði hér er rétta um- gjörðin fyrir Laura Ashley vörur.” Eigendur Kistunnar auk Eddu eru Sigrún Sigurðardóttir og Inga og Rannveig Halldórsdætur. -ÞG. BURT MEÐ SLABBIÐ af búðargólf inu í jólaösinni Burt með fötur, kústa og gótfklúta fsest um al/t land. THOMAS SUPER SUGAIM gieypir það hrátt \ferð frá kr. 2281.- Við bjóOum yður reynsluprófun yður ACTDA SÍÐUMÚLA 32 að kostnaðar/ausu a Reykjavtkursvæðmu. MO I W\fA sfMI 86544

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.