Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1981, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1981, Blaðsíða 12
12 DAGBLAÐ1Ð& VÍSIR. MÁNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1981. Bílamarkaðurinn 12-18 Sími25252 Chevrolet Malibu Classic station, blár, árg. 1979, ekinn 54 þús. km , 8 cyl., sjálfsk. m/öllu, snjódekk + sumardekk, sem nýr bíll. Verö kr. 140 þús. Skipti möguleg á ódýrari bil. Drif á öllum. Citroén CX 2500 dísil super 1979, hvítur, aflstýri og -bremsur, ekinn 96 þús. km, útvarp og segulband. Verð kr. 140 þús. (Skipti möguleg á ódýr- ari). Greiöslukjör. Subaru 1600 4 x 4 1980, rauður, ekinn 30 þús. km, verð 115 þús. kr. (Greiðslukjnr). Ford Fiesta L 1979, hvítur, ekinn 16 þús. km. Verð kr. 75 þús. AMC Eagle (fjórhjóladrifs) 1981, grásanseraður, 6 cyl., sjálfsk. m/öllu, ekinn 12 þús. km, Sem nýr bíll. Verð kr. 235 þús. Toyota Corolla Dx 1980, rauður, ckinn 19 þús. km. Verð 85 þús. kr. M Benz 220 dísil 1976, litur gulur, ekinn 260 þús. km. Aflstýri, útvarp. segulband. Ath. Nýrra útlitið. Gull- fallegur bill. Verð 115 þús. kr. Range Rover 1976, grásanseraður, ekinn 87 þús. km. Nýtt lakk, ný inn- rétting, álfelgur. Bíll í algjörum sér- flokki. Verð tilboð. Galant 1600 station 1980, rauður, ekinn 24 þús. km. Verð 97 þús. kr. Skipti áódýrari. BMW 320 1981, drapplitur, ekinn 10 þús. km. Verð 150 þús. kr. Mazda 323 (1400) 1980, rauður, 5 dyra, sjálfskipotur, útvarp, segul- band, snjódekk og sumardekk. Verð kr. 85 þús. Galant 1600 1979, litur brúnn, ekinn 20 þúsund km, útvarp, grjótgrind. Verð 90 þúsund kr. Lada Sport 1980, rauður, ekinn Js þús. km. Verð kr. 85 þús. Einnig Lada Sport ’78 og ’79. Mazda 929 station 1978, gulur, ekinn 57 þús. km. Verð kr. 70 þúsund. Skipti á ódýrari möguleg. Range Rover 1977, litur grár, ekinn 68 þús. km, aflstýri, útvarp, segul- band, tausæti. Góður bill. Verð 190 þús. kr. „Framdrifsbill”. Buick Skylark Sedan árg. 1980, silfurgrár, ekinn aðeins 3 þús. km, 6 cyl., beinsk. (4ra gíra). Verð kr. 185 þús. Mazda 626 ’80, brúnsanseraður, 2ja dyra, ekinn 15 þús. km. Útvarp og segulband. Verð 98 þús. kr. Toyota Crown 1981 dísil station, litur blásanseraöur, ekinn 68 þús. km, sjálfskiptur, aflstýri, útvarp og segul- band. Ath. 7 manna. Verð 180 þús. kr. Volvo 245 GL station 1980, brún- sanseraður, ekinn 28 þ.km, bein- sk. m/aflstýri, toppgrind o.fl. auka- hlutir, fallegur bíll. Verð kr. 145 þús. Bronco 1974, gulur, 6 cyl., beinsk. Verð kr. 68 þús. Skipti möguleg. Volvo 244 DL 1978, ekinn 55 þús. km, beinsk., litur blár. Verð 105 þús. kr. (Skipti á ódýrari). Pontiac Grand Prix Coupé 1979, Ijósblá-sanseraður, V8 (301), ekinn 26 þús. mílur, aflstýri og - bremsur, sjálfskiptur, útvarp. Verð 180 þús kr., 60 þús. kr. útborgun, eftirstöðv- ar á 12 mán. Skipti möguleg á ódýr- arí. Audi 100 LS 1977, silfurgrár; eldnn 81 þúsund km, útvarp og segulband, gott útlit. Verð 80 þúsund kr. Sapparo GL Coupé 1981, silfurgrár, ekinn 15 þús. km, snjódekk + sumardekk á sportfelgum. Verð kr. 135 þús. S Lancer GL 1981, blásanseraður, ekinn 12 þús. km. Verð kr. 95 þús. Einnig Lancer 1980. Verð kr. 85 þús. Blazer dísil 1974, grænsanseraður, nýupptekin Trader disilvél, ytra og innra útlit í sérflokki. Verð kr. 120 þús. AMC Hornet 1977, silfurgrár, 6 cyl., sjálfsk. m/öllu, áklæði á sætum, ný nagladekk, ný sumardekk, úrvalsbíll. Verð kr. 78 þús. (Má greiöast með fasteignatr. víxlum). Ford Bronco 1974, ekinn 110 þúsund, litur gulur, 8 cyl., sjálfsk. Verð 80 þúsund kr. Skipti. Chevrolet Citation 1980, brúnn, ekinn 30 þús. km, 4 cyl., sjálfskiptur, aflstýri. Verð 155 þús. kr. Skipti á ódýrari. Einnig CH. Citation 1980, grásanser- aður, 4ra dyra, 6 cyl., sjálfsk. m/öllu. Gullfallegur bíll. Verð kr. 160 þús. Cherokee 1974; brúnn, ekinn 75 þús- und km, 6 cyl., beinskiptur. Verð kr. 85 þús. Flest stéttarfélög lokið samningum: BSRB, Vest- firðingar og sjómenn eftir Flest stéttarfélög sem voru með lausa samninga í haust hafa nú gengið frá nýjum kjarasamningi nema Alþýðusamband Vestfjarða og Sjómannasamband íslands. Auk þeirra BSRB og BHM eftir að endurnýja sína kjarasamninga við ríkið. Hjá BSRB renna samningar út um áramótin en hjá BHM í febrúar á næsta ári. Guðlaugur Þorvaldsson ríkissátta- semjari sagði í samtali við DB & Vísi að hann byggist við því að fá kjara- deilu BSRB og ríkisins til meðferðar á þriðjudaginn hafi skriður ekki komizt á samningaviðræður áður. Deila ASV og vinnuveitenda á Vestfjörðum stendur nú þannig að skipuð hefur verið undirnefnd með þrem mönnum frá hvorum aðila til að halda viðræðum áfram en engir nýir fundir með sáttasemjara hafa veriðboðaðir. „Við hyggjumst ná leiðréttingu á kjörum okkar í gegnum fiskverð um áramótin en kjarasamningar okkar voru lausir 1. nóv. sl.,” sagði Óskar Vigfússon formaður Sjómanna- sambands íslands. „Við höfum lagt fram kröfur sem felast í því að kaupmáttur launa verði leiðréttur til samræmis við viðmiðunarstéttir og i öðru lagi að við fáum sama rétt og aðrir launþeg- ar og fáum í það minnsta 4 frídaga í mánuði. Við höfum ekki rætt mikið við viðsemjendur okkar ennþá en ég býst við að málinu verði vísað til sáttasemjara í næstu viku. Hins vegar er ekki við því að búast að samningar okkar verði mjög frábrugðnir ASÍ- samkomulaginu,” sagði Óskar. -KS. Tvær konur voru f húsinu þegar slökkviliðið kom á vettvang og voru þær fluttar á gjörgæzludeild vegna reykeitrunar. DB-mynd G V A.) Eldur í húsi við Óðinsgöfu — tvær konur á gjörgæzludeild Skömmu eftir miðnætti aðfaranótt sunnudags varð elds vart að Óðinsgötu 20b í Reykjavík. Þegar slökkviliðið kom á vettvang var mikill reykur í hús- inu sem fljótlega gekk að komast fyrir. Tvær konur voru í húsinu og vo'ru þær þegar fluttar á gjörgæzludeild Borgarspítalans vegna reykeitrunar. Þær fengu að fara heim síðdegis í gær. Litlar skemmdir urðu á húsinu. Talið er að kviknað hafi í út frá sígdrettureykingum. -SER. Ekki fleiri bensínstöðvar á Akureyri fyrst um sinn Olíufélögin, Skeljungur hf., Olíu- verslun Islands hf. og Olíufélagið hf., hafa öll sótt um lóðir undir bensín- stöðvará Akureyri. Skipulagsnefnd Akureyrar hefur gefið sitt álit á málinu. Að dómi nefndarinnar er ekki þörf á að fjölga bensínstöðvum að svo komnu máli. Hins vegar samþykkir nefndin að taka legu og fjölda benslínstöðva á Akureyri til athugunar við endurskoðun á aðal- skipulagi. Þangað til komi aðeins til greina að færa til bensínstöðvar innan bæjarlandsins.' I framhaldi af þessu er talið líklegt, að Esso og Shell hafi áhuga á að færa til bensínstöðvar sínar á Krókeyri og gegnt flugvelli. Ástæðan er sú, að á næstu árum verður lagður vegur yfir leirurnar norðan við flugbrautarend- ann. Verður Leiruvegurinn upphaf Austurlandsvegar frá Akureyri. Þar með verða báðar áðurnefndar bensín- stöðvar út úr aðalumferðinni. Raunar mun Esso þegar hafa óskað eftir leyfi til að flytja sína stöð. -GS. HARÐUR AREKSTUR Mjög harður árekstur varð á gatna- mótum Vesturgötu og Skólabrautar á Akranesi um miðjan dag í gær. ökumaður annars bílsins var fluttur á slysadeild sjúkrahússins á Akranesi meðglerbrot I öðru auganu. Hann fékk að fara heim síðdegis í gær. Báðir bílarnir eru töluvert skemmdir eftir áreksturinn. Ökumenn bílanna voru ekki í öryggisbeltum. -SER. Vörubfll Volvo F-87 árg. '78 með krana til sölu. Uppl. í síma 97-8560.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.