Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1981, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1981, Blaðsíða 18
18 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1981. Halldór Ásgeirsson er fæddur árið 1956. Hann lauk stúdentsprófi 1976 og hélt til útlanda sama ár i langt ferðalag, m.a. til Indlands. Árið eftir skráði hann sig í myndlistar- og kvikmynda- deild háskólans Vincennes í París. Halldór lauk þaðan námi vorið 1980. Hann hefur haldið einkasýningar hérlendis og tekið þátt í samsýningum víðaíEvrópu. Porformance ar miðUI — Hver er staða þín í hinu stóra hugtaki performance? — „Áður en ég svara þessari spurningu er kannski nauðsynlegt að skilgreina ögn fyrirbærið performance. Ég álít, að performance sé fyrst og fremst miðill en ekki ákveðið form. Hér er um að ræða visst ferli, sem byrjar og endar og er háð tíma og rúmi. Erfitt er að tala um efniskennd per- formance, sem er umfram allt sjónrænt fyrirbæri. Þá koma einnig utan að komandi hlutir eins og viss hljóð og effektar. Ég hef þá skoðun að per- formance sé einn stærsti frelsis- möguleiki í nútímatjáningu, enn fremur getur hann aðlagast flestum aðstæðum. Það gefur því auga leið, að performance er mjög viðkvæmt tjáningarform, þar sem allt er leyfilegt svo framarlega sem listamaðurinn trúir því sjálfur. Maður er sem nakinn og vandinn er því að detta ekki í klisjur. Forsendan er því hugmyndafræðileg, sem maður verður að endurnýja gagn- vart hverjum performance. Hvað varðar minn eigin listper- sónuleika, sprettur allt frá minum eigin veruleika. Þá nota ég performance sem hluta af öðrum miðlum, sem tengjast mismunandi á hverjum tíma. Per- formance kemur þannig út hjá mér sem framlenging á hefðbundinni listtækni, því myndveruleikinn getur verið skráður samtímis í fjölda miðla. En performance hefur þó ávallt þá sér- stöðu, miðað við aðrar listgreinar að hann lifir aðeins þá stund, sem hann er framkvæmdur. Performance er ekki ævarandi minnisvarði. En þá kemur líka inn annar hlutur, sem eru heimildir, eins og t.d. ljósmyndir, video etc., en þessi vitnisburður er þó. ávallt annars flokks í sköpuninni. TJáskipti mannsins Hvað varðar mín sjónmenntavandamál getum við kynnst þeim með því að lita á eitt verk, sem ég framkvæmdi i Noregi fyrir skömmu. Undanfarið hef ég pælt mikið í tjáskiptum mannsins. Fyrst voru það hreyfingar síðan alls kyns ristur, rúnir, ritmál og önnur tjáskipti. Hér er um að ræða skrásetningu á mín- um tiifinningum með myndletri, sem þýðir í raun ekki neitt og á sama tima eitthvað. Þetta sprettur beint út frá mínum tilfinningum og spontant hugsun. í þessu tiitekna verki er til grundvallar viss structure/bygging, sem er pappírs-renningar, sem lagðir eru í kross á gólfið, sem er um 500 m2. Þar sem renningarnir mætast eru dósir með rauðum, gulum, bláum og svörtum hreinum lit. Ég er með gjallarhorn, tek einn litatón, fer upp í stiga (sem er hluti af mynd- byggingunni) og skrifa beint mínar hugsanir og tilfinningar með mynd- rænu táknmali. Ég skrifa/mála mis- munandi tungumál með tón- blæbrigðum. Þannig skapast samsvörun milli tungumálsins og myndmálsins. Eftir um hálf-tíma eru renningarnir útfylltir. Þá öskra ég í gjallarhornið helli niður litunum, þannig að allt renni saman, stíg með Viðtal við Halldór Ásgeirsson myndlistarmann fæturna í litinn, geng af stað, ýti rúllunni á undan mér og geng uns allur litur hverfur, þannig endar verkið ” Myndinni fíoygt „í þessu verki er ég að fjalla fyrst og fremst um mínar eigin tilfinningar og formræna myndskrift. Structure verksins afmarkast af arkitektúr hússins, sem er um leið uppistaða verksins. Þá er ég sjálfur hluti af verkinu, mitt form er hluti af mynd- byggingunni. Þannig er ég sjálfur ákveðin vidd í verkinu og tíminn sem tekur að vinna verkið. Síðan er myndinni fleygt — Búið. Þá upplifir hver áhorfandi þetta á sinn hátt. Þetta er ekki spuming um fagur- fræði. List er ekki spurning um eitthvað fallegt eða Ijótt.” „Það xkmftmst samsvönjn miKI tungumáískis og myndnMsJns." Sjónræn reynsia — Getum við talað um akademískan performance á íslandi? — „í rauninni er hér ekki um neinn hugmyndafræðilegan pabba að ræða. S.Ú.M. ið byrjaði með performance, þar sem allt byggðist á reynslunni, sjónrænni reynslu. Hér á landi er lítið um hugmynda- fræðilegar reglustrikur. Hér blandast allt saman. Ég sé til dæmis hjá yngra fólki, að punkið er komið inn í per- formancinn þar sem allt gengur út á innri pirring. Maður snýr sér að sjáifum sér, eðlilega meðvitaður um utanaðkomandi forsendur. Hér er mikið Iögð áhersla á ákveðna frásögn og formræna vinnu. Þessi íslenski per- formance er þvi oft stefnumót ólíkra stefna, listefna, sem annars geta lifað sérstöku lífi.” -GBK. „Ég geng uns Itturinn hverfur... " „Sdgénn er h/Uti af myndbygglngunnl".

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.