Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1982, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1982, Blaðsíða 8
8 DV-HELGARBLAD. LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1982. ' MSBIAÐIÐaWWlM Srfálst, aháá daghlað Útgáfufólag: Frjóls fjölmiölun hf. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: Sveinn R. EyjóKsson. FromkvœmdoBtjóri og útgáfustjóri: Hörflur Einarsson. Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Ellert B. Schram. Aðstoðarritstjóri: Haukur Helgason. Fróttastjóri: Sœmundur Guflvinsson. .! Augiýsingastjórar: Páll Stefánsfön og Ingólfur P. Steinsson. Ritstjórn: Sfðumúla 12—14. Auglýsingar: Síflumúla 8. Áfgreiðsla, áskriftir, smáaugiýsingar, skrifstofa:' Þverholti 11. Sfmi 27022. :Sími ritstjómar 86611. Setning, umbrot, myndo- og plötugerfl: Hilmir hf., Síðumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skerfunni 10. *. Áskriftarverð ó mánufli 100 kr. Verfl í lausasölu 7 kr. Helgarblaö 10 kr. Ríkisstjórnin riðar til falls Heldur betur hefur dregið til tíðinda í sjómannadeil- unni. Ekki eru það allt góð tíðindi fyrir sjómenn né ríkisstjórn. í fyrstu hafði ríkisstjórnin hugsað sér að leysa gengismálin, fiskverðið og sjómannasamningana í einum pakka. Þegar kjaradeilan dróst var tekin ákvörðun um gengislækkunina, þó þannig, að 12% gengisfelling var byggð á þeirri forsendu að fiskverðs- hækkun væri ákveðin í samráði við fiskseljendur. Sjávarútvegsráðherra gaf út loforð um niðurfellingu olíugjaldsins um næstu áramót, að sjómenn fengju sömu hækkun 1. mars næstkomandi og aðrir launþeg- ar og fiskverð hækkaði nú um 19%. Um síðastnefnda atriðið eru deildar meiningar, þar stangast fullyrðingar á. Ráðherrann vísar þvi alfarið á bug, að hann hafi gefið loforð um 19% fiskverðshækkun og sá ágreining- ur, jafnframt því, að skyndilega var upplýst, að fisk- verðið yrði ákveðið með fiskkaupendum, hefur sett allt á annan endann. Á þessu stigi málsins er erfitt að dæma um hvað gerst hefur á bak við tjöldin. Allt bendir þó til þess, að ríkisstjórnin hafi vísvitandi teymt sjómenn eins langt til samkomulags á þessum grundvelli, í traustii þess, að þegar fiskverð lægi fyrir, myndu sjómenn heykjast á verkföllum og frekari mótmælum og láta lægra fisk- verð yfir sig ganga. Athyglisvert er einnig í þessu sambandi, að á sama tíma og sjómönnum er gefið loforð um sömu hækkun 1. mars og verðbætur annarra launþega nema, talar sjávarútvegsráðherra um 7% hækkun, enda þótt allir útreikningar bendi til 11—12% hækkunar. Ekki virðist því enn hafa verið lokað á þann möguleika að skerða vísitölubæturnar, eða þá hitt, að ætlunin sé að falsa visitöluna með stórfelldum niðurgreiðslum. Eins og málin standa nú, er deilan í óleysanlegum hnút. Ríkisstjórnin hefur gefið út fiskverðið án þess að flotinn sigli úr höfn. í þeim umræðum sem fram hafa farið, hafa ráðherr- ar margsinnis gefið í skyn, að ef deiluaðilar sættust ekki á sjónarmið ríkisstjórnarinnar gæti svo farið að stjórnin færi frá. Nú er sú staða komin upp, og allt getur gerst. Spurningin er hins vegar sú, hvort Alþýðu- bandalagið gráti það ekki þurrum tárum, þótt stjórnar- slit yrðu. Innan flokksins er sú skoðun ríkjandi, að efnahagsmálin séu komin í slíkt öngþveiti, að hyggilegt sé að koma hvergi nærri þeim harkalegu ráðstöfunum, sem nauðsynlegar eru. Að minnsta kosti þurfi fyrst að efna til kosninga og fá lengri tíma til athafna. Alþýðu- bandalagið telur, að eftir því sem nær dregur sveitar- stjórnarkosningunum, því verra verði að sprengja stjórnina. Nú sé tækifærið, ellegar ekki fyrr en í sumar eða haust. Framsóknarmenn vilja ekki slíta stjórnarsamstarf- inu, en eru í meira lagi óhressir og vonsviknir með óábyrga afstöðu Alþýðubandalagsins og eru á báðum áttum. Þótt óhuggulegt sé til þess að vita, að svo kaldrifjað- ar vangaveltur eigi sér stað þegar flotinn liggur í höfn og atvinnulífið í landinu hefur stöðvast, þá eru þetta því miður staðreyndir. Ábyrgðin og þolið reynist ekki meira. Pólitískar spekulasjónir eru ráðherrunum ofar í huga en afleiðingar þess að skilja atvinnulífið eftir í rúst. Af öllu þessu er ljóst, að það hriktir víðar í stoðum en á samninga- og sjómannafundum. Ríkisstjórnin sjálf riðar til falls. ebs. „Heldurðu ekki aö þú æftir frekar að fá þér Þotu, vina?" Tilveran er fallvöllt og allt það en nú er kominn dýrðlegur laUgardagur. Laugardagar eiga að vera til lukku, eins og allir vita, og eitt það bezta við þá er að í kjöífar þeirra fylgja sunnudagar. Að vísu koma síðan oft- ast mánudagar en við skulum ekkert tala um þess háttar neikvæða og niðurdrepandi hluti. Auk þess tók menn í Reykjavík og nágrenni kann- ast við og halda að ég hafi fengið að láni hjá Þjóðminjasafninu. Síðan voru það skiðin og allt það tæknilega dót. Raunar vil ég nota þetta tæki- færi til þess að taka fram að það er ósatt að Vetrarhjálpin hafi hlaupið undir bagga með mér i þeim efnum. Ég keypti þetta sjálf. Valdimar örn- Sekúndubrotum síðar kom i ljós að hugulseminhafði ekkiannaði för með sér en að hver einasta hræða á staðnum varð vitni að mjög svo óheppilegu atviki. Sem ég kem þarna á þúsund ktló- metra hraða og önnum kafin við að iifa þetta af sprettur ekki upp kvik- indis steinnibba er áreiðanlega hafði í skiðaiþróltinni getur margt farifl A annan veg en til stóð f upphafi. ég greinilega fram „oftast” því hver veit nema þessu kunni að verða breytt og í blaðamennsku er allur varinn góður. Ég hef það fyrir víst að „opnað” verði í Bláfjöllum í dag og hef uppi djörf áform um að hætta mér á skíði, ásamt syni mínum sem er miklu betri skíðamaður en ég. Nóg um það, þarna var ég aftur komin á neikvæða braut. Vegna skíðaáætlana þessara minnist ég annars laugardags sem var ekkert dýrðlegur. Það var eigin- lega einn af þessum svörtu dögum sem maður fer leynt með og ræðir ekki nema í þröngum hópi vina — eins og núna til dæmis. Þennan ákveðna laugardag var hörkufrost og aftakarok. Því var ekki líklegt að margir væru á skíðum og upplagt fyrir mig að fara þessa fyrstu skíðaferð vetrarins. Ég ætlaði nefnilega ekki að láta múg og marg- menni verða vitni að því að ég bryti í mér hvert bein og færi niður brekk- urnar í stíl sem minnti meira á ör- væntingarfulla belju á svelli en Inge- marStenmark. Ég bjó mig í mitt fínasta púss: Annan þessara skíðabúninga sem ég fékk fyrir tuttugu árum og allir skíða- ólfsson er til vitnis um það — ef hann man svo langt aftur í tímann. Sonur minn kom með. Hann leit auðvitað út eins og geimvera, búinn öllu því nýjasta og var yfirleitt mjög ósmekklegur í alla staði. Vegna veðurs var hvergi opið nema í Hveradölum og þangað var ferðinni heitið. Þetta var að kvöldi og fyrst í stað leizt mér mjög vel á allar að- stæður. Fárviðrið gerði það að verkum að einungis örfáir ofurhugar voru mættir, auk okkar. Grjótnibbur stóðu upp úr þunnu snjólagi og harðfennið var með þeim ólíkindum. að ég hafði jafnvel ástæðu til þess að binda töluverðar vonir við að sumir þeirra mættu yrðu bráðlega fluttir af staðnum í sjúkrabíl svo enn myndi fækka. Vegna þess eins að ég er mikil hetja áræddi ég að fara upp í lyft- unni og nýta mér þetta einstæða tækifæri. Ég stóð þarna uppi, alein í heiminum, og hugsaði, þar til enginn var eftir í brekkunni; allir voru komnir niður og stóðu þar í litlum, skjálfandi hnappi. Þá fyrst lagði ég af stað því ég ætlaði ekki að brjóta fleiri bein en mín eigin, sem var nú huggulegt og tillitssamt af mér. legið í leyni og beinlínis beðið eftir mér. Ég tekst á loft og þýt nú eins og raketta niður það sem af er brekk- unni. Ekki var viðlit að draga úr þeim hraða á neinn hátt né einu sinni snúa sér. Höfuðið vissi í „akstursátt” og armarnir stóðu út, sinn til hvorrar hliðar, áfastir þó, eins og ég væri í flugsundi. Það er alveg hægt að biðja heilt Faðirvor á svona tíma, þótt skammur sé. Maður gerir það bara eins hratt og frekast verður við komið, vitandi að það kann að verða hið síðasta í atburðaríku lífi. Þegar ég nem staðar, rétt við skúrinn og við tærnar á áhorfend- um, stendur þar ekki skaðræðið hann Ásgeir, skíðakappi, sem ráðið hefur öllu í Hveradölum og Bláfjöllum svo lengi sem elztu menn muna. „Franzisca mín,” segirdýrið. „Held- urðu ekki að þú ættir frekar að fá þér þotu, vina? Þetta fer svo illa með skíðabúninginn þinn.” Ég gat ekki annað en hlegið en þetta atvik er mér samt viðkvæmt mál svo þið megið engum segja. Vonandi gengur mér betur í dag. -FG.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.