Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1982, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1982, Blaðsíða 25
DV-HELGARBLAÐ. LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1982. 25 Menning Menning Menning Menning LEIKHÚSIN Þjóðleikhúsið Hús skáldsins, leikgerð Sveins Einars- sonar við sögu Laxness af Ólafi Kára- syni. Mikið leikrit. Hjalti Rögnvalds- son slær í gegn sem Ólafur Ljós- vikingur. Sýnt í kvöld kl. 20. Gosi eftir Brynju Benediktsdóttur eftir sögunni góðu. Brynja leikstýrir líka. Árni Blandon leikur Gosa við stormandi lukku. Krakkarnir sitja alveg dolfallnir. Sýning er í dag og á morgun kl. 15. Kisuleikur eftir Istvan Örkény. Leikstjóri Benedikt Árnason. Herdis Þorvaldsdóttir fær frábæra dóma. Ánægjuleg stund í kjallaranum Sýning annað kvöld kl. 20.30. íslenzka óperan Sígaunabarónninn eftir Jóhann Strauss. Menningarviðburður sem hefur hlotið einróma lof. Leikstjóri Þórhildur Þorleifsdóttir, hljómsveitar- stjóri Alexander Maschat. Sýningar í kvöld og annað kvöld. Uppselt. Leikfólag fíeykjavíkur Jói eftir Kjartan Ragnarsson. Vanda- mál með númor samt. Jói er þroska- heftur og setur þvi strik í ýmsa reikninga. Ánægjulegt leikrit í alla staði. Sýnt í kvöld. Uppselt. Skornir skammtar, revían sívinsæla. Sýnd í Austurbæjarbiói í kvöld kl. 23.30. Ofvitinn eftir Þórberg og Kjartan Ragnarsson. , .Kjartani tókst það ómögulega,” sagði Ólafur Jónsson. Leikur sem allir ættu að sjá. Sýning annað kvöld kl. 20.30. Alþýðuleikhúsið Þjóöhátíð eftir Guðmund Steinsson. 17. júní fyrir löngu. Herinn og er- lendur varningur tekst á við ísland og íslendinga. Sýning í kvöld kl. 20.30. Sterkari en Supermann. Þýzkt leikrit um strák i hjólastól. Fékk misjafna dóma en vekur eflaust umhugsun. Krökkum finnst gaman. Sýning á morgun kl. 15. Illur fengur eftir Joe Oorton. Svartur farsi með Arnari Jónssyni í aðalhlutverki. Sýning annað kvöld kl. 20.30. Kópavogsleikhúsið Aldrei er friður, eftir Andrés Indriðason. Sýning á morgun kl.. 15. TÓNLIST Tvennt hafa tónlistarunnendur um að velja á höfuðborgarsvæðinu um þessa helgi og nú verður ekki hjá því komist að velja á milli, þvi að tíma- setning beggja tónleikanna er svo til hin sama. í Gamla bíói leikur hljómsveit undir stjórn Gilberts Levines fjóra al Brandenburgarkonsertum meistara Bachs. Hinn fyrsta, fjórða, fimmta og sjötta. Er ekki að efa að marga fýsir að hlýða á þessa dásamlegu músik og ekki síður að reyna hvernig nýskapað Gamla bíó reynist til tónleikahalds. En suður á Álftanesi, i Garðakirkju, leikur Antonio Corveiras organleikari einnig á þessu sama sunnudagssíðdegi. Corveiras hefur verið manna ötulastur að kynna íslendingum óþekktar orgelbókmenntir. í Garðakirkju leikur hann verk sextándu aldar tónskáldanna Attaignants og Prestons, sautjándu aldar tónskáldanna Menalts og Speths, en fulltrúar sautjándu og átjándu ald- anna beggja eru Murchauser, Dandrieu og meistari Bach. Sem sé sannkölluð náma organaðdáenda. Hin landsþekkta söngkonaSigríður Ella Magnúsdóttir, ásamt eiginmanni sínum Simon Vaughan barytonsöngv- ara og píanóleikaranum Jónasi Ingi- mundarsyni, flytja fjölbreytta efnis- skrá á 2. áskriftartónleikum Tónlistar- félags Akureyrar í Borgarbíói í dag, laugardaginn 16. janúar. Tónleikarnir hefjast klukkan 17. Á efnisskrá verða dúettar eftir Mozart, Brahms Rossini o. fl. og einsöngslög, meðal annars eftir Grieg, Purcell, Mendelsohn, Borodin, Sig- valda Kaldalóns og Þórarin Guðmundsson. (Úrfrétt fráTónlistar- félagi Akureyrar) GÍTAR, BASSIOG LÁG- FIÐLA í N0RRÆNA HÚSINU Tríótónleikar í Norræna húsinu 11. janúar. Flytjendur: Yuko lnoue, lágfiðla, Joseph Fung, gítar, Duncan McTier, kontrabassi. Efnisskrá: J.S. Bach: Tríósónata nr. 5, G Bottesini: Elegie fyrir bassa og gítar; G. Kósa: In Memoriam fyrir lágfiðlu; J. Dowland: Melancholy Galliard og My Lady Hunssdon’s Puffe; J. Haydn: Barytondúó úts. f. bassa og lágfiðlu; D. Ellis: Sónata fyrir kontrabassa; B. Bartók: Rúmenskir dansar úts.f. lágfiðlu og gítar; J. Fung: Tríó Concertante „Odyssey Metamorphosis”. Gítar — bassi — lágfiðla. Heldur betur óvenjuleg samsetning, en afar viðkunnánleg. f sjálfu sér hreint ekki óvenjuleg þegar höfuðpaur tríósins sem á mánudagskvöld lék í Norræna húsinu á í hlut. Joseph Fung kom fram með svipaða sam- setningu á tónleikum í Bústaðakirkju í fyrra — þá var celló í bassa stað. Lengi hafa menn vitað að téð hljóð- færi ættu mjög vel saman, en fáir hafa haft sinningu á því að skrifa fyrir þessa samsetningu, eða henni líkar. Reyndar man ég i svipinn að- eins eftir lítt þekktu austurrísku tón- skáldi sem notaði slíkar samsetn- Tónlist Eyjólfur Melsted ingar hljóðfæra í stuttar stemmingar sem hann samdi fyrir barnaþætti í sjónvarpi. Annars hefur hljóðfæra- skipan af þessu tagi mest fengið að vera í friði fyrir tónskáldum. Nýstárlegt, þótt hvorki vœri nýtt né framúrstefnu- legt Þar eð ekki er alltof mikið til af frumsaminni músík fyrir hljóðfæra- skipan þessa, leiðir af sjálfu sér að til þess ráðs er gripið að útsetja verk samin fyrir önnur hljóðfæri svo henni hæfi. — Tríósónata Bachs var, eins og allar útsetningar aðrar á tón- leikum þessum, vel og snyrtilega unn- in og fór ágætlega við viðkomandi hljóðfæraskipan, en hún var eina verkið á þessum tónleikum sem ég var ekki fyllilega ánægður með Ieik- inn á. Leikurinn var svolítið yfirdrif- inn og of „sætur”. Skil raddanna voru ekki nógu skörp, heldur runnu þær saman í flækju í stað fallegrar fléttu. En í öllum þeim verkum sem á eftir fóru var leikurinn mjög góður. Og vissulega hljómuðu verkin all nýstárlega, þótt ekki væru þau öll ný eða framúrstefnuleg. Feikn góður leikur Það var til dæmis hrein unun að hlýða á svo frábæran bassaleikara fara með ljóðrænt og rómantiskt verk eins og Elegie Bottesinis, eða að heyra hvernig hann lék Ellis sónöt- una. Eða að hlusta á jafnfagran lág- fiðlutón og Yuko Inoue og heyra hversu smekklega hún fór með hár- fína lækkun lítillar þriundar í Minn- ingarstefi Kósas. Því, reikningslega réttara hnikaða, tónbili beita einmitt ungverskir alþýðufiðlarar gjarnan og skapa þar með þennan fræga trega í músík sinni. Og ekki var síður gaman að heyra hversu vel er hægt að ná innihaldi Rúmensku dansanna, þess fræga píanóstykkis með gítar og lág- fiðlu, aðeins, að vopni. En til þess að vel takist til um breyttar útsetningar af þessu tagi þarf góða spilara og þeir voru fyrir hendi á þessum tónleikum. Dagskránni lauk með nýju verki Josephs Fung, löngu, en ekki lang- dregnu. Hann vinnur úr litlu þrástefi og inn á milli koma smárispur í ýms- um myndum, ljóðrænar smámyndir — sumar byggðar upp á japönskum skölum — eitt huggulega absúrd ljóð- korn og jafnvel swingstúfur. í sjálfu sér má segja, að með svo góða spilara í skiprúmi þurfi ekki að semja svo ýkja merkilega músík, en Joseph Fung sýndi að vert er að fylgjast með því sem úr penna hans kann að hrjóta í framtíðinni. EM Nauðungaruppboð sem auglýst var í 103., 106. og 110. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1980 á eigninni Merkjateigur 4, efri hæð, Mosfellshreppi, þingl. eign Bjarna Bærings, fer fram eftir kröfu Innheimtu rikissjóðs á eigninni sjálfri þriðjudaginn 19. janúar 1982 kl. 16.00. Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 37., 39. og 41. tbl. Lögbirtingablaðs 1980 á Hraunbæ 45, þingl. eign Önnu M. Samúelsdóttur, fer fram eftir kröfu Gjaldheimt- unnar i Reykjavik á eigninni sjálfri mánudag 18. janúar 1982 kl. 11.00. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var f 64., 70. og 74. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1981 á eigninni Holtsbúð 1, Garðakaupstað, þingl. eign Sigurbjörns Haraldsson- ar, fer fram eftir kröfu Gunnars Sæmundssonar hdl. á eigninni sjálfri miðvikudaginn 20. janúar 1982 kl. 16.00. Bæjarfógetinn i Garðakaupstað. Nauðungaruppboð sem auglýst var I 64., 70. og 74. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1981 á eigninni Selvogsgata 6, kjallari, Hafnarfirði, þingl. eign Baldvins Arn- grímssonar, fer fram eftir kröfu Ásgeirs Thoroddsen hdl., liafnarfjarðar- bæjar og Innheimtu rikissjóðs á eigninni sjálfri miðvikudaginn 20. janúar 1982 kl. 15.30. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var I 64., 70. og 74. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1981 á lóð sunnan Hvaleyrarholts, IlafnarFirði, þingl. eign Félags áhugamanna um fiska- og sædýrasafn, fer fram eftir kröfu Skúla Pálssonar hrl. á eigninni sjálfri miðvikudaginn 20. janúar 1982 kl. 15.00. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Nauðungaruppboð scm auglýst var í 64., 70. og 74. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1981 á eigninni Suðurvangur 14, 2. h. C, Hafnarfirði, þingl. eign Harðar Sigur- jónssonar, fer fram eftir kröfu Landsbanka Íslands á eigninni sjálfri mið- vikudaginn 20. janúar 1982 kl. 14.00. Bæjarfógetinn i Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 23., 25. og 27. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1981, á bragga við Borgarholtsbraut, Hafnarbraut, talinni eign Þorsteins S. Jónssonar, fer fram á cigninni sjálfri miðvikudaginn 20. janúar 1982 kl. 15.00. Bæjarfógetinn i Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 42., 47. og 51. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1981, á Grenigrund 16, — hluta—, þinglýstri cign Lúðviks Jakobssonar, fer fram á eigninni sjálfri miðvikudaginn 20. janúar 1982 kl. 16.30. Bæjarfógetinn i Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 71., 73. og 76. tbl. Lögbirtingablaðs 1981 á hluta í Búðargerði 7, þingl. eign Birgis Halldórssonar, fer fram eftir kröfu Gjald- heimtunnar I Reykjavik, Brynjólfs Kjartanssonar hrl., Magnúsar Þórðar- sonar hdl., Þorsteins Eggcrtssonar hdl., Jóns Finnssonar hrl. og Jóns Ing- ólfssonar hdl. á eigninni sjálfri miðvikudag 20. janúar 1982 kl. 11.00. Borgarfógetaembættið i Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 72., 75. og 77. tbl. Lögbirtingablaðs 1981 á hluta í Vest- urbcrgi 54, þingl. eign Einars V. Arnarssonar, fer fram eftir kröfu Gjald- heimtunnar i Reykjavík, Veðdeildar Landsbankans, Lífeyrissjóðs vrrzlun- armanna og Árna Einarssonar hdl. á eigninni sjálfri miðvikudag 20. janú- ar 1982 kl. 16.15. Borgarfógctaembættið i Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var I 71., 73. og 76. tbl. Lögbirtingablaðs 1981 á hluta 1 Gaukshólum 2, þingl. eign Alcxanders Ólafssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Rcykjavík á eigninni sjálfri miðvikudag 20. janúar 1982 kl. 14.15. Borgarfógetaembættið i Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var I 84., 85. og 86. tbl. Lögbirtingablaðs 1981 á Máshólum 19, þingl. eign Hálfdáns Helgasonar, fer fram eftir kröfu Landsbanka ís- lands, Gjaldheimtunnar i Reykjavik og Veðdeildar Landsbankans á eign- inni sjálfri miðvikudag 20. janúar 1982 kl. 14.45. Borgarfógetaembættið i Reykjavik.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.