Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1982, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1982, Blaðsíða 4
20 DAGBLAÐIÐ & VlSIR. FÖSTUDAGUR 12. MARZ 1982. Hvað er á seyði um helgina Hvað er á seyði um helgina Myndlistarsýning helgarinnar—Rauða húsið: Allt f rá textflverkum upp í tréskúlptúra... Myndlistarsýningar helgarinnar eru að þessu sinni á Akureyri. Þar sýna systkinin Guðrún Auðunsdóttir og Guðbergur Auðunsson í Rauða húsinu. Sýningin verður opnuð á morgun, 13. marz, og stendur til 21. marz, Á sýningunni verða textílverk, þrykkt, máluð og saumuð ásamt collagemyndum og tréskúlptúr. Guð- bergur hefur áður haldið átta einka- sýningar þ.á m. á Kjarvalsstöðum ár- ið 1978 og í Baden Baden í Vestur- Þýzkalandi árið 1980. Þá hefur hann tekið þátt i samsýningum FÍM og Ro- stock-biennalinum i Austur-Þýzka- landi árið 1981. Guðrún er meðlimur í Gallerí Langbrók og hélt sína fyrstu einka- sýningu þar í febrúar sl. Hún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga, m.a. Nordisk textiltriennal árið 1979 og ’80. Þá tók hún þátt í íslenzkri sam- sýningu í Hasselbyhöll í Svíþjóð á síðastaári. Guðrún hefur fengizt töluvert við leikmyndagerð, t.d. hjá Leikfélagi Akureyrar, Alþýðuleikhúsinu og Leiklistarskóla Islands. Hún lærði tauþrykk i Danmörku hjá Ingermarie Ostenfeld og Myndlista- og handiða- skóla Islands 1973—1977. Guðbergur stundaði nám við Kuunsthandværkerskolen í Kaup- mannahöfn á árunum 1959—63 og i MHÍ 1976. Hann sýnir um fjörutíu myndir á sýningunni og er allt til sölu. Sýningin í Rauða húsinu verður opin daglega frá kl. 16—20. -ELA Marti Michrll mefl eitt af antik-bútasaumsteppunum sem hún kom mefl frá Bandarikjunum og sýnir nú á KjarvakstöAum. DV-mynd F.iríkur Jónsson. Þá er þess aft geia aft i undirbúningi er mikil leikbrúftuhátíA að^Kjarval sifiðum sem verður dagana 20.—28. þessa mánaðar. Þrír islenzkir leik: brúðuhópar sýna þá ný verk og fjórir erlendir. Verfta sýningarnar bæfti við hæfi barna og fullorð- inna. Leikbrúðuvikan verftur formlega opnuð laugardaginn 20. þessa mánaðar. Þá verður sama dag opnuð i vcstursal stór yfirlilssýning á verkum RagnheiAur Jónsdóttur Ream (1917—1977): Það er eiginmaður listakonunnar, Donald Ream, sent stendur fyrir sýningunni og hefur fengið til liðs við sig gamla félaga Ragnheiöar úr Félagi 'isl. listamanna til þcss að undirbúa sýninguna. Sýningin verður .opnuö með viðhöfn 20. þessa mánaðar og stendur til 4. april. GALLERY LÆKJARTORG — Kynning á grafik. Ingiberg Magnússon held’ • um þessar mundir sýningu á verkum sinum í Gallery Lækjartorg. Opið virka daga frá kl. 10—18, laugardaga frá kl. 14—18, sunnudaga frá kl. 14—22. Sýningin stendur til 21 marz. Hér er um grafikmyndir og teifcningar að ræða en næsta sunnudag kl. 15 verður kynning á grafik og grafískum aftferðum í Gallery Lækjartorgi sem Ingi- berg annast en tilgangurinn með þessari kynningu er að auka skilning almennings á gerð grafiskra mynda. Leiklist Önnur sýning á leikritinu Svalirnar éftir Jean Genet verður á sunnudaginn klukkan 20.30 í Lindarbæ Lindargötu 9. Leikstjóri er Brynja Bcnediklsd., leikmynd og búningar eru eftir Sigur- jón Jóhannsson, lýsing David Walter. Miðasala verður i Lindarbæ sunnudag frá klukkan 17.00 sími 21971 Sjálfsbjörg, Reykjavík og nágrenni Leikritið Uppgjörift verður sýnt i félagsheimilinu Hátúni 12 laugardaginn 13. marz kl. 16.00. Umræftur og myndasýning á eftir. Fáar sýningar eftir á reviunni Skomum skömmtum Á laugardagskvöldið verður að vanda miðnætur- sýning i Austurbæjarbíói á reviunni SKORNUM Tónleikar helgarinnar— Norræna húsið: Frumf lutt sænsk og fslenzk verk Tónleikar helgarinnar verða í Nor- ræna húsinu í kvöld en þar verður flutt sænsk og íslenzk nútímatónlist. Frumflutt verður verkið Oratorium fyrir messósópran, klarinettu og pianó eftir Snorra Sigfús Birgisson en það var sérstaklega pantað af sænska útvarpinu fyrir þessa tónleika. Flytjendur eru sænskir, Kerstin Stahl söngkona, Kjell-Inge Stevens- son klarinettuleikari og Mats Person píanóleikari. Frumflutt verður einnig verk fyrir einleiksbasúnu eftir sænska tónskáld- ið Torsten Nilsson. Jörgen Johans- son Ieikur. önnur verk á efnisskránni eru eftir Bo Nilsson, Anders Eliasson og Sven David Dandström. Elektrónisk verk verða flutt eftir hlé, s.s. Vinterminnen. í því verki taka þátt auk fyrrgreindra Bengt Emii Johansson, Ake Pamerud og Göran Rydberg. Flestir af þeim tónlistarmönnum sem fram koma á tónleikunum hafa starfað saman í hópnum Harpans kraft en hann hefur starfað siðan 1970. Harpans kraft hefur átt mikinn þátt i að kynna nýja sænska tónlist. Aðgöngumiðar að tónleikunum verða seldi í kaffistofu og við innang- inn. -ELA SKÖMMTUM, sem Leikfélag Reykjavikur sýnir. Þessi vinsæla revia, er eftir þá Jón Hjartarson og Þórarin Kldjárn. Mikið er af söngvum i sýningunni, bæði gömlum lögum og nýjum og annast Jóhann G. Jóhannsson allan undirleik ásamt Nýja kompaníinu. Leikstjóri er GuArún Ásmundsdóttir. AArar sýningar I.eikfclagsins um helgina eru Ofvitinn, sein sýndur er í næstsiðasta sinn í kvöld (föstudagskvöld) en sýningar eru nú að nálgast 190 og cr verkið þar með orðið eitt af sýningarhæstu verkefnum félagsins. Í hlutverkum Þórbergs eru sem I kunnugl cr Jón Hjartarson og Emil Gunnar ' GuAmundsson og eru nú sem sé síðustu forvöð aö sjá rómaðan leik þeirra í þessu vinsæla verki. Á laugardagskvöldið er JÓl Kjartans Ragnarsson- |ar i Iðnó. Þar er Jóhann SigurAsson, sem fer á kostum i titilhlutvcrkinu ásamt Hönnu Maríu Karls- dótlur og SigurAi Karlssyni i öðrum stærstu hlut- jverkunum, en þau fengu bæði frábæra dóma fyrir leik sinn i þessari sýningu. Höfundur annast leik- stjórn. Á sunnudagskvöldið er svo ein siðasta sýn- | ingin á ROMMI, bandariska leikritinu sem þau Gísli Halldórsson og SigríAur Hagaiín hafa nú leikið á þriftja leikár við afburöa undirtektir áhorfenda. ^ Leikstjóri er Jón Sigurbjörnsson. 20. sýning á Kisuleik. Fáar sýningar eftir Nk. sunnudag kl. 16.00 síðdegis verður 20. sýning á Kisuleik, eftir ungverSka skáidiö István örkény, á { Litla svifti Þjóðleikhússins i Leikhúskjallaranum. Snorri Sigfús Birgisson. Sænska útvarpið bað sérstaklega um að verk hans, torian, yrði frumflutt á tónleikunum i kvöld. Ora- Fer sýningum á leiknum nú aö fækka, þvi óðum styttist í næstu frumsýningu Litla sviftsins. Verkið fjallar á yfírboröinu um ástamál roskins fólks og komumst við að raun um þaö aö ástarþri- hyrningurinn eilífi er ekkert einkamál æskunnar, honum bregður vissulega fyrir i ellinni Iíka. öll saga persónanna i Ieiknum er krydduð Ijúfustu gaman- semi, en undir hversdagslegu yfirborðinu er áhorf- cndum miðlað reynslu og sögu ungversku þjóðarinn- ar á þessari öld. Meö aöalhlutverkin i Kisuleik fara Hcrdis Þor- valdsdóttir, Guðbjörg Þorbjarnardóttir, Bryndis Pétursdóttir, Margrét Guðmundsdóttir og Þorsteinn Hannesson. Karl Guðmundsson og Hjalti Kríst- geirsson þýddu Kisuleik úr ungversku, leikstjóri er Benedikt Arnason, leikmynd og búningar eru eftir Sigurjón Jóhannsson og lýsinguna annast Páll Ragn- arsson. Guðrún og Guðbergur við tvö verka sinna, sem sýnd verða á sýningunni. Amadeus, eftir Peter Shaffer, nýtur mikilla vin- sælda og hlýtur mikla aðsókn. Amadeus verður á fjölunum á laugardagskvöld. Gosi verður á fjölun- um á laugardag og á sunnudag og hefjast sýningarn- ar klukkan 14.00 báða dagana. Þetl* er Gbli sem kynnir hátiA dýranna í LeikbrúAu- landi. Leikbrúðuland, Fríkirkjuvegi 11. Sunnudaginn 14. marz kl. I5.00, verða siðustu sýningar á litlu leikþáttunum Hátið dýranna og Eggið hans Kiwi. Sunnudaginn 21. marz verður ný leikbrúöusýning á Kjarvalsstöðum, nánar tilkynnt siðar. Leikflokkurinn sunnan Skarðsheiðar frumsýnir Karlinn í kassanum eftir Arnold og Bach í Fannahlíð Skilmannahreppi föstudaginn 12. marz kl. 21. Leikstjóri er Auður Jónsdóttir. Leikendur eru 12, og með hlutverk fara Jón Sigurðsson, María Sigur- jónsdóttir, Guðbjörg Greipsdóttir, Þorvaldur Val- garðsson, Guðjón Friðjónsson, Lára Ottesen, Kristín Sigfúsdóttir, Óskar Þorgeirsson, Þorstcinn Vilhjálmsson, Einar Jóhannesson, Ásta Björk Magnúsdóttir og Sigurrós Sigurjónsdóttir. Þetta er 9. verkefni Leikflokksins. Næsta sýning verður sunnudaginn |4. marz kl. 21. Miðapantanir í síma 1212. Leikklúbbur Fjölbrautaskólans á Akranesi frumsýnir föstudaginn 12. marz leikritið ísjakann eftir Felix Lútzkendorf, undir leikstjórn Sigrúnar Björnsdóttur. Hefst sýningin kl. 20.30 á sal Fjöl- brautaskólans á Akranesi. ísjakinn gerist i þriftju heimsstyrjöldinni og fjallar á gamansaman hátt um þá aðstöðu sem skapast er báðir striðsaðilar mætast vopnlausir á ísjaka lcngst noröur í hafi. Og hvernig kvenkyns foringjum beggja liða tekst að halda uppi hinum stranga her- aga. ísjakinn er fjórða verkefni Leikklúbbsins, cn áður hefur hann sýnt einþáttungana: Nakinn maftur og annar á kjólfötum og Bónorðiö, gamanleikritiö Elsku Rut og á siftastliðnu ári sakamálalcikritið Músagildruna eftir Agöthu Christie, við góðar undirtektir bæjarbúa. Rúmlega 30 nemendur við Fjölbrautaskólann vinna við sýninguna en i hlutverkum eru þau Anna Hermannsdóttir, Ingi Þór Jónsson, Helga Braga Jónsdóttir, Bjarni Sigurösson, Guftlaugur Hauks- son, Guftfinna Rúnarsdóttir og Ingimar Garðarsson.’ Næstu sýningar á ísjakanum verfta laugardaginn 12. og sunnudaginn 13. marz klukkan 20.30. Kópavogsleikhúsið Gamanleikurinn Leynimelur 13 eftir Guðrúnu Ásmundsdóttur verður sýndur laugardagskvöld kl. 20.30. 25. sýning á leikritinu Aldrei er friður eftir Andrés Indriðason verður sunnudag kl. 15. Miðapantanir í síma 41985. Ferðalög Útivistarferðir Föstudag 12. marz kl. 20: Húsafell. Göngu- og skíðaferöir fyrir alla, t.d. Ok, Surtshcllir ofl. Góð gisting og fararstjórn. Sundlaug og sauna. Kvöldvaka með kátínu. Allir eru vel- komnir. Sjáumst. Uppl. og farseðlar á skrifst. Lækj- arg. 6a, s. 14606. Sunnudagur 14. marz: Kl. 11.00 Kjölur. Skiða- og göngufcrð yfir Kjöl i Hvalfjörð. Verð 90 kr. Fararstjóri Þorleifur Guftmundsson. Kl. 13.00 Kræklingafjara og létt strandganga í Hvalfirði. Steikt á staönum. Verft 100 kr. Farar- stjóri Einar Egilsson. Farið frá BSÍ, bensinsölu. Frítt f. börn m. fullorðnum. Þórsmörk i vetrarskrúða um næstu helgi. Páskarnir nálgast: 8. april kl. 09.00 Snæfellsnes. 5 dagar. 8. apríl kl. 09.00 TindfjöII — Þórsmörk (skiðaf.) 5 dagar. 8. apr. kl. 09.00 Þórsmörk. 5 dagar. 8. apríl kl. 09.00 Fimmvörðuháls — Þórsmörk. 5 dagar. 10. apríl kl, 09.00 Þórsmörk. 3 dagar. Sjáumst! Ferðafélag íslands Gönguferðir sunnudaginn 14. marz: 1. kl. 10 Skíðaferð um Kjósarskarð. Fararstjórar: Guðmundur Pétursson og Guðlaug Jónsdóttir. 2. kl. 13 Meðalfell (363 m) og Meðalfellsvatn, gengið kringum vatnið. Fararstjórar: Sigurður Kristinsson og Þórunn Þórðardóttir. Verð kr. 80. Farið frá Umferðarmiðstöðinni, austanmegin. Far- miðar við bil. Fundir Fundur Samtaka '78 í Leifsbúð — „Úr felum á vinnustað" ,,Að koma úr felum á vinnustað” nefnist umræðudagskrá á opnum fundi Samtakana ’78, fclags lcsbía og homma á íslandi, sem verður haldinn i Leifsbúð á Hótel Loftleiðum á sunnudag 14. marz klukkan 16. Nokkrir félagsmenn, sem sumir hafa komið úr felum á vinnustað, en aðrir ckki.munu hefja dag- skrána með þvi að segja frá viðhorfum sinum til þessa atriðis, ástæðum til þess hvernig þvi er háttað hjá þeim og rcynslu þéirri sem af þvi hefur leitt fyrir þá. Síðan fara fram stuttar pallborðsumræður, en dagskránni lýkur með almennum umræðum, i litlum hópum. Vinnustaður, hvort sem um er að ræða atvinnu eða nám, er öllum mjög mikilvægur, og félög lesbia og homma erlendis hafa mörg komið af stað árangursríkri umræðu um vinnustaðamál. Hún hcfur m.a. leitt til virkari þátttöku lesbia og homma, sem hafa komið úr felum, i verkalýðs- félögunum. Nú er nýhafið vinnuverndarár hér á landi og er fundurinn á sunnudag fyrsti visir að því að málefni lesbia og homma á vinnustað komist aft

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.