Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1982, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1982, Blaðsíða 6
22 DAGBLAÐIÐ& VtSIR. FÖSTUDAGUR 12. MARZ 1982. Hváð er á seyði um helgina Hvað er á seyði um helgina Kvikmyndir „Steinbiómið" sýnt í MÍR nk. sunnudag, 14. marz kl. 16, verður ævinlýra- kvikmyndin „Steinblómið” sýnd í MÍR-salnum, Lindargötu 48. Þessi mynd var gerð i Moskvu 1946 undir stjrorn A. Ptusko, sovézka leikstjórans sem kunnastur er fyrir ævintýramyndir sinar. „Slein- blómið” var fyrsta sovézka litkvikmyndin sem sýnd var hér á landi skömmu eftir lok síðari heims- styrjaldarinnar. Naut myndin mikilla vinsælda og var sýnd lengi i Reykjavik og viða um land. Aðgangur að MÍR-salnum er ókeypis og öllum heimill. Skemmistaðir BROADWAY föstudags- og laugardagskvöld. Húsið opnað klukkan 19 fyrir maiargesti. Skemmti- airiði: Paul Weeden, Swinging Blue Jeans, Hermann Ragnarsson sýnir sögu dansins i 60 ár. Galdrakarlar Diskótek. Á sunnudaginn vcrða tónlcikar með Swinging Blue Jeans fyrir unglinga frá kl. 14—16. Sunnudagskvöld: Fcrðaskrifstofan Úrval vcrður með Túnis-hátið. Glæsibær. Grétar Laufdal verður í diskótekinu um helgina frá klukkan 10—03, það er diskósalur 74”, tónlistin úr safni ferðadiskóteksins. Grétar býður alla velkomna og óskar gestum góðrar skemmtunar. Hljómsveitin Glæsir leikur fyrir dansi i öðrum sal hússins öll kvöld hclgarinnar. KLÚBBDRINN: Hljómsveitin Frilist leikur fyrir dansi bæði föstudags- og laugardagskvöld, dynjandi diskótek á tveim hæðum. Sunnudagskvöld: Lokað. HRKYFILSHÚSID: Opiö laugardagskvöld, gömlu dansarnir. HOLLYWOOD: Diskóið verður i fullum gangi föstudags- og laugardagskvöld, sunnudagskvöld verða módel ’79 meö tizkusýningu og 3 fyrstu kepp- endurnir i Hollywoodkeppninni verða kynntir. HÓTEL SAGA: Hljómsveit Ragga Bjarna sér um fjörið á laugardagskvöldið svo verða Samvinnu- ferðir og Landsýn með Grikklandskynningu á. sunnudag. LEIKHÚSKJALLARINN: Föstudags- og laugar- dagskvöld — „kjallarakvöld” skemmtiþáttur 1 og 2 í kjallaranum „dúa”. MANHATTAN: Opið öll kvöld hclgarinnar Skemmtiatriði verða framvegis alltaf á föstudags- kvöldum. Að þessu sinni verður Nicky Vaughan eld- gleypir og töframaður. Húsið opnar kl. 19 fyrir' matargesti. Borðpantanir i sima 45123. SNEKKJAN: Dansbandið leikur föstudags- og laugardagskvöld. Matsölustaðurinn Skútan opin sömu kvöld. HÓTEL BORG: Diskótekið Disa sér um diskósnún- inga bæði föstudags- og laugardagskvöld. Sunnu- dagskvöld verður hljómsvcit Jóns Sigurðssonar með tóniist af vönduðu tagi scm hæfir gömiu dönsunum. LINDARBÆR: Laugardagskvöld, gömlu dansarnir. Valgerður Þórisdóttir syngur undir leik hljómsveitar Rúts Kr. Hanncssonar. ÓÐAL: Opið öll kvöld helgarinnar, Fanney og Dóri skiptast á að snúa plötunum við. SIGTÚN: Opið laugardagskvöld kl. 14.30, laugar- dag vcrður spiiað bingó. ÞÓRSCAFÉ: Kabarettinn kætir alla. Galdrakarlar leika sin beztu lög, diskótek á neðri hæð, opið öll kvöld hclgarinnar. Matsölustaðir REYKJAVlK ASKIJR, Laugavegi 28 B. Simar 18385 og 29355: Opið kl. 9—24 aila daga. Vinveitingar frá kl. 18 virka daga og allan daginn á sunnudögum. ASKUR, Suðurlandsbraut 14. Sími 81344: Opið kl. ' 11—23.30. BRAUÐBÆR Þórsgötu 1, við Óðinstorg. Simi 25090: Opið kl. 9—23.30 virka daga og 10—23,30 á sunnudögum. ESJUBERG, Hótel Esju, Suðurlandsbraut 2. Sími 82200: Opið kl. 7—22. Vinveitingar. HLÍÐARENDI, Brautarholti 22 (gengið inn frá Nóatúni). Borðapantanir i sima 11690. Opið kl. 11.30— 14.30 og 18—22.30. Vínveitingar. HOLLYWOOD, Ármúla 5. Borðapantanir i sima 83715. Matur framreiddur kl. 21—23 öll kvðld vikunnar. Vínveitingar. HORNIÐ, Hafnarstræti 16. Simi 13340: Opið kl. 11—23.30. Eldhúsinu lokað kl. 21. Léttar vínveit- ingar. Vinveitingar. Veitingabúð Hótels Loftleiða opin alla daga kl. 5—20. HÓTEL SAGA við Hagatorg. Boröapantanir í 'Stjðrnusal (Grill) í síma 25033. Opið’kl. 8—23.30. Matur framreiddur kl. 12—14.30 og 19—22.30. Vinveitingar. KAFFIVAGNINN, Grandagarði 10. Simar 12509 og 15932. Opiö kl. 4 eftir miðnætti til kl. 23.30. KRÁIN við Hlemmtorg. Sími 24631. Opiö alla daga kl. 9—22. LAUGAÁS, Laugarásvegi 1. Simi 31620. Opið 8— 24. MATSTOFA AUSTURBÆJAR, Laugavegi 116. Simi 10312. Opið kl. 8—21 virka daga og 9—21 sunnudaga. NAUST, Vesturgötu 6—8: Borðapantanir i sima 17759. Opið alla daga kl. 11—23.30. NESSÝ, Austurstræti 22. Simi 11340. Opið kl. II — 23.30 alla daga. ÓÐAL við Austurvöll. Borðapantanir i sima 11322. Matur framreiddur kl. 21—01 sunnudaga til fimmtudaga, kl. 21—03 föstudaga og laugardaga. HÓTEL HOLT, Bergstaðastræti 37. Borðapantanir isíma 21011. Opiðkl. 12—14.30 og 19—23.30. Vín- veitingar. HÓTEL LOFTLEIÐIR, Reykjavikurnugvelli. Borðapantanir i sima 22321: Blómasalur er opinn kl. 8—9.30. (morgunmatur), 12—14.30 og 19—22.30. SKRÍNAN, Skólavörðustíg 12. Simi 10848. Opiö kl. 11.30— 23.30. Léttar vinveitingar. VFSTURSLÓÐ, Hagamel 67. Simi 20745. Opið kl. 11— 23 virka daga og 11—23.30 á sunnudögum. Léttar vinveitingar. ÞÓRSCAFÉ, Brautarholti 20. Boröapantanir i síma 23333. Matur framreiddur föstudaga og laugardaga kl. 20—22. Vínveitingar. AKUREYRI BAUTINN og SMIÐJAN, Hafnarstræti 22. Simi 96-21818. Bautinn er opinn alla daga kl. 9.30— 21.30. Smiðjan er opin mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga kl. 18.30—21.30. Föstudaga, laugar- daga og sunnudaga kl. 11.30—14 og 18.30—21.30. Vinveitingar. HÓTEL KEA, Hafnarstræti 87—89. Simi 96-22200. Opið kl. 19—23.30, matur framreiddur til kl. 21.45. Vinveitingar. KÓPAVOGUR VERSALIR, Hamraborg 4. Simi 41024. Opið kl. 12— 23. Léttar vínveitingar. HAFNARFJÖRÐUR GAFL-INN, Dalshrauni 13. Simi 54424. Opið alia daga kl. 8-23.30. Sunnudaga kl. 17—21 er opinn veizlusalur með heita og kalda rétti og vinveitingar. SNEKKJAN og SKÚTAN, Strandgötu 1—3. Borða- pantanir i sima 52502. Skútan er opin 9—21 sunnu- daga til fimmtudaga og 9—22 föstudaga og laugar- daga. Matur er framreiddur i Snekkjunni á laugar- dögum kl. 21—22.30. AKRANES STILLHOI.T, Stillholti 2. Simi 93-2778. Opið kl. 9.30— 21 virka daga og 9.30—22 Iaugardaga og sunnudaga. Léttar vinveitingar eftir kl. 18. Ljósmyndasýning helgarínnar— Þjóðmynjasafnið: Myndir eftir fyrsta kvenljósmyndarann Á morgun kl. 16.00 verður opnuð í Bogasal Þjóðniinjasafnsins Ijósmyndasýning sem safnið efnir lil og heitir: Myndasafn frá Teigar- horni. Myndirnar eru efl,ir tvær konur, sem báðar voru lærðir Ijósmyndarar, Nicoline Weywadt (1848—1921) og Hansinu Björnsdóttur (1884—1973). Nicoline var fyrsti kvenljós- myndarinn á íslandi. Myndirnar spanna yfir timann frá 1872 og fram yfir 1930 og eru frá Austfjörðum, þ.e. úr Berufirði, Eski- firði og Seyðisfirði. Þjóðminjasafnið keypti manna- myndaplötur Nicoline árið 1943 en á síðastliðnu ári keypti safnið aðrar plötur hennar og allt plötusafn Hansínu og auk jiess ýmsan Ijós- myndabúnað úr eigu beggja. Sýningin verður opin almenningi á venjulegum opnunartíma safnsins: sunnudaga, þriðjudaga, fimmtudaga og laugardaga kl. 13.30—16.00. Sýningin mun standa til 31. maí. Að undanförnu hefur safnið verið lokað vegna viðgerða en verður opnað að nýju sunnudaginn 14. marz. Fjalakötturinn—Kvikmyndir heigarinnar: Fjórar athyglisverðar kvikmyndir Fjalakötturinn, kvikmyndaklúbb- ur framhaldsskólanema, verður með kvikmyndadagskrá sen nefndist Nýj- ar myndir héðan og þaðan og standa sýningaryfir 13.—21. marzogersýnt í Tjarnarbíói. Hér er um mjög áhuga- verðar kvikmyndir að ræða sem kvik- myndaunnendur láta varla fara fram hjá sér. Eru þetta fjórar nýjar evrópskar kvikmyndir eftir kunna meistara kvikmyndanna. Don Giovanni Það er Joseph Losey sem stjórnar þessari kvikmyndaútgáfu á hinni frægu óperu Mozarts og er byggt á uppsetningu Rolf Liebermans. Við gripum aðeins niður í sýningaskrá Fjalakattarins þar sem segir: ,,Það að kvikmynda óperu (færa hana yfir á mál kvikmyndarinnar) er nokkuð sem lítið hefur verið gert af í sögu kvikmyndanna. Það er hins vegar nokkuð algengt að færa ópteruna yfir á filmu (þ.e. sjálfa uppsetninguna i óperuhúsinu). Þetta ætlaði Losey einmitt að forðast í lengstu lög við gerð kvikmyndar sinnar eftir óperu Mozarts, Don Giovanni. Einn var sá vandi hans varðandi þetta verkefni að hann hafði enga hefð að styðjast við i „kvikmyndun” óperu. Þarna reyndi því á hæfileika hans að færa þessa frægustu óperu Mozarts til nýs lífs með aðstoð kvikmyndamálsins. Og Losey vildi gera meira, hann vildi leggja áherzlu á að Mozart skrifaði þessa óperu tveimur árum fyrir frönsku byltinguna 1789. Hann vildi benda á hlut alþýðunnar, á andstæð- urnar milli hennar og úrkynjaðrar aðalsstéttar. Margir telja sig sjá því- líkar áherzlur, hin lifsglaða alþýða gegn hinum tilgerðarlega, ofskreytta aðli.” Hæg hreyfing Það er orðið langt um liðið siðan ný kvikmynd eftir franska leikstjórann Jean-Luc Godard hefur séð dagsins ljós. Síðasta kvikmynd hans var Tout va bien sem gerð var 1972. En nú er Godard kominn fram á sjónarsviðið með nýja kvikmynd: Sauve qui peut (la vie) sem fengið hefur islenzku þýð- inguna Hæg hreyfing. Myndin sýnir okkur heim þriggja manneskja, Paul Godard, sem vinnur við sjónvarp, er nýskilinn við konu sina og hefur tek- ið saman við Denise Rimbaud sem einnig starfar i fjölmiðlaheiminum. Sú þriðja er Isabelle Riviere, sveita- stúlkan sem varö hóra. Godard skipt- ir mynd sinni í fjóra hluta sem nefn- ast: I’imaginaire (Hið ómögulega), La peur (Ótti), Le Commerce (Verzlun) og Le Musique (Tónlist). í leikskránni er vitnað í orð Richard Roud um þessa nýjustu mynd God- ards: „Hæg hreyfing er mynd af upp- gefnum manni, stórgóð lýsing á þeim timum sem við lifum: full óreiðu, svartsýni og brotakennd. Veröldin í dag virðist á beinni leið til helvítis og Godard, „hin næma loftvog”, hefur sýnt þetta í mynd sinni.” Loulou Loulou er frönsk kvikmynd sem gerð er af Mauriœ Pialat og fjallar um efni sem Frökkum er alltaf hugleikið, en það er hinn klassíski þríhyrningur, ein kona og tveir karlmenn i þetta skiptið. Þekktir franskir leikarar fara með aðalhlutverkin. The Oberwald mystery Þessi mynd er af þýzk-ítölskum uppruna. Leikstjóri myndarinnar, Michelangelo Antonioni, á að baki langan og litríkan kvikmyndaferil. Með þessari nýjustu mynd sinni fer hann inn á nýjar og ótroðnar slóðir i kvikmyndagerð. Myndin er byggð á leikriti eftir Jean Cocteau og notar Antonioni videotæknina mikið við gerð hennar. Þegar myndin var sýnd í Venice Film Festival árið 1980 fékk hún slæma útreið og gagnrýni hjá eldri kynslóð kvikmyndagerðar- manna sem ekki voru með öllu hlið- hollir tilraunum Antonionis með videotækni við gerð myndarinnar. Var því haldið fram að myndin hefði orðið köld og óraunveruleg í meðför- um hans. En Antonioni segir sjálfur: ,,Ég hef verið gagnrýndur fyrir að skoða allt úr fjarlægð en á það verð- ur að líta að þetta er einungis min að- ferð til þess að segja söguna. Mér tekst að búa til sögu en ég get ekki leikstýrt henni. Kannski er það vegna þess að ég er á undan öllum öðrum. . .” Dagskrá Fjalakattarins 13.—21. marz Laugardagur 13. marz: kl. 17.00 Hæg hreyfing kl. 19.30 Don Giovanni. Sunnudagur 14. marz: kl. 17.00 The Oberwald Mystery kl. 19.30 Loulou kl. 22.00 Hæg hreyfing Þriðjudagur 16. marz: kl. 19.00 Don Giovanni kl. 22.00 The Oherwald Myslery Miðvikudagur 17 marz: kl. 19.30 The Oberwald Mystery kl. 22.00 Loulou Fimmtudagur 18. marz: kl. 19.00 Don Giovanni kl. 22.00 Hæg hreyfing Laugardagur 20. marz: kl. 17.00 Loulou kl. 19.30 Don Giovanni Sunnudagur 21. marz: kl. 17.00 The Oberwald Mystery kl. 19.30 Hæg hreyfing kl. 22.00 Loulou.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.