Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1982, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1982, Blaðsíða 8
28 DAGBLADID& VÍSIR. MÁNUDAGUR 22. MARZ 1982. íþróttir j iþrótti ir j íþróttir j íþróttir íþróttir Graham Roberts á skotskónum... — skoraði „Hat-trick” þegarTottenham lagði Dýrlingana f rá Southampton að velli Graham Roberts var hetja Totten- ham, þegar Lundúnarliðið lagði Dýrl- ingana frá Southampton að velli 3:2 á White Hart Lane, þar sem 46.827 áhorfendur sáu þennan 22 ára leik- mann, sem er fæddur í Southampton, skora öll mörk Tottenhum ,,Hat- trick” Þetta er í fyrsta skipti sem Ro- berts skorar þrjú mörk í kik. — Það var stórkostlegt að skora þrjú mörk gegn liðinu, sem var í efsta sæti. Við vorum þreyttir — eftir erfiðan leik gegn Liverpool á Wembley og mjög erfiðan leik i Evrópukeppninni í Frankfurt. Þess vegna hafði það góð áhrif á okkur að sjá knöttinn hafna þrisvar sinnum í netinu hjá Southampton, sagði Robert eftir leikinn. — Við vorum þó aldrei búnir að bóka sigur gegn Southampton — vor- um þess minnugir, að síðast þegar við lékum gegn þeim hér á White Hart Lane, vorum við yfir 4:2 þegar 5 mín voru til leiksloka. Þá tókst Southamp- ton að jafna 4:4, sagði Roberts. Roberts skoraði fyrsta markið með skalla á 30. mín. — eftir sendingu Hoddle, og síðan var hann aftur á ferð- inni á 31. mín. Tony Glavin tó þá horn- spyrnu og sendi knöttinn til Roberts, sem skoraði með góðu skoti. Hann var svo nálægt því að bæta tveimur mörk- um við rétt á eftir — átti skalla í slá og skalla rétt fram hjá. Það var í upphafi seinni hálfleiksins, að Roberts skoraði sitt þriðja mark — 3:0. Glenn Hoddle og Steve Archibald léku þá skemmtilega í gegnum vörn Southampton, sendu knöttinn til Ro- Við þetta tvíefldust leikmenn Southampton. Kevin Keegan og Mike Channon voru í vígamóð og Dave Armstrong lék á fullu, þannig að varn- arleikmenn Tottenham og Ray Clemence máttu hafa sig alla við til að verjast því að Southampton næði að jafna metin. Þreyttir leikmenn Totten- ham náðu að verjast og það er óhætt að segja að heppnin hafi verið með þeim undir lokin. Liðin sem léku, voru skipuð þessum leikmönnum: Tottenham: — Clemence, Hughton, Miller, Price, Hazard, Perryman, Ro- berts, Archibald, Galvin, Hoddle og Villa. Southampton: — Katalinic, Ag- boola, Holmes, Baker, Nicholl, Waldr- en, Keegan, Channon, Williams Arm- strong og Ball (Puckett). -sos Rimmer réð ekki við þrumufleyga frá Wark og McCall — og Ipswich vann öruggan sigur 3:1 yf ir Aston Villa • John Wark — skoraói 1000. mark enskn 1. deildarkeppninnar i ár. berts, sem skoraði með góðu skoti af 17 m færi. Þessi baráttulagði leikmaður, féll niður á hné og fagnaði og 46.827 áhorfendur tóku þátt i fögnuði hans. Það var á því augnabliki sem það rann upp fyrir mönnum hvers vegna Roberts lék þennan leik. Það var vegna þess að Argentínumaðurinn Ardiles var meiddur. Þegar Roberts skoraði þriðja mark- ið, virtist allt vera búið fyrir Southamp- ton. Dýrlingarir voru þó ekki á þeim buxunum að gefast upp. Graham Bak- er minnkaði muninn i 3:1 og rétt á eftir varði Ray Clemence, markvörður Tottenham, meistaralega skot frá Kevin Keegan. Clemence náði að slá í knöttinn, sem hörkk i þverslána og aft- ur fyrir mark. Southampton. Dave Armstrong náði síðan að skora annað mark eftir sendingu Keegan. URSLIT Úrslit urðu þessi í ensku knattspyrn unni á laugardaginn: l.deild: Coventry—Arsenal 1:0 Ipswich—Aston Villa 3:1 Leeds—Nott. For. 1:1 Liverpool—Sunderland 1:0 Man. City—Everton 1:1 Middlcsb.—West Ham 2:3 Nolls C.—Man. Uld. 1:3 Stoke—Brighton 0:0 Tottenham—Southampton 3:2 W.B.A.—Birmingham 1:1 Wolves—Swansea 0:1 2. deild: Bollon—Norwich 0:1 Cardiff—Cambridge 5:4 Chelsea—Rotherham 1:4 C. Palace—Lulon 3:3 Grimsby—Derby 1:0 Newcastle—Oldham 2:0 Q.P.R.—Charlton 4:0 Sheff. Wed.—Leicester 2:0 Watford—Shrewsbury 3:1 Wrexham—Blackburn 1:0 3. deild: Bristol R.—Doncasler 3:0 Burnley—Brentford 0:0 Carlisle—Newporl 2:2 Chesterfield—Brislol C. 1:0 Ex ter —Wimbleton 2:1 Lincoln—Oxford 2:1 Millwall—Huddlesfield Plymouth—Walsall 4:1 Portsmouth—Fulham 1:1 Reading—Cester 4:1 Swindon—Gillingham 0:1 4. deild: Blackpool—Sheff. Uld. 0:1 Bournemouth—Tranmere 1:1 Halifax—Crewe 2:1 llartlepool—Aldershot 2:2 Hereford—York 3:1 Hull—Port Vale 3:1 Mansfield—Stockport 2:2 Northampton— Bury 1:0 Petersbrough—Scunthorpe 2:1 Rochdale—Darlington 3:2 Wigan—Colchester 3:2 Englandsmeistarar Aston Villa áttu aldrei möguleika gegn Ipswich á Port- man Road, þar sem leikmenn Ipswich léku við hvern sinn fingur og unnu öruggan sigur 3:1. Varnarmenn Aston Villa höfðu nóg að gera og á 25. min skoraði John Wark 1000. markið i ensku knattspyrnunni á þessu keppnis- tímabili. Wark skoraði með þurmu- skoti af 18 m færi sem Jimmy Rimmer, markvörður Aston Villa, átti ekki möguieika á að verja. Rimmer réð síðan ekkert við skot frá Steve McCall sem lék sinn 100 leik fyrir Ipswich. McCall skoraði með þrumufleyg af 25 m færi — hans fyrsta mark á keppnistímabilinu. Leikmenn Ipswich bættu síðan þriðja markinu við fljótlega i seinni hálfleik. Alan Brasil komst þá inn fyrir vörn Aston Villa og hættu leikmenn liðsins þá, þar sem þeir töldu Brasil rangstæðan. Brasil skaut skoti, sem Rimmer varði — hann hélt ekki knettinum hrökk hann til Eric Gates sem skoraði 3:0. Það varsvoKen McNaugh sem skoraði mark Aston Villa. Svanirnir á toppinn Strákarnir hans John Toshack, skutust í þriðja sinn í vetur upp á toppinn í 1. deildarkeppninni. Þeir náðu að leggja Úlfana að velli — 1:0. Ian Walsh, sem lék sinn fulla leik fyrir Swansea, skoraði sigurmarkið á 35. mín og var það afar glæsilegt. Alan Curtis lék þá á hinn unga Robert Coy hjá Úlfunum og sendi knöttinn fyrir markið, þar sem Ian Walsh var á réttum stað og skoraði hann með óverj- andi skalla — kastaði sér fram og skall- aði knöttinn fram hjá Paul Bradshaw, markverði Úlfanna. Sterkur varnar- leikur Swansea, kom síðan í veg fyrir að Úlfarnir næðu að jafn metin. Coppell og Wilkins fóru á kostum Mancehster United vann góðan sig- ur, 3:1, yfir Notts County í Nott- ingham, þar sem ensku landsliðsmenn- irnir Steve Coppell og Ray Wilkins, sem var hreint frábær, fóru á kostum og réðu leikmenn County ekkert við þá. Coppell skoraði tvö mörk og það þriðja skoraði Frank Stapelton með skalla. Gary Bailey, markvörður Uni- • Trevor Francis ted varði oft mjög vel, en hann réð þó ekki við skalla frá Rachid Harkouk á 80.mín. Rush skoraði fyrir Liverpool Leikmenn Sunderland veittu ,,Rauða hernum” frá Liverpool harða keppni á Anfield Road og mátti Bruce Grobbel- aar, markvörður Liverpool oft taka á honum stóra sínum, til að koma í veg fyrir að Sunderland skoraði. Það var lan Rush sem skoraði mark Liverpool á 14. mín., eftir undirbúning þeirra Graeme Souness og Sammy Lee. Francis rekinn af leikvelli Enski landsliðsmaðurinn Trevor Francis var rekinn af leikvelli í fyrsta sinn á keppnisferli sínum, þegar Man- chester City lék gegn Everton á Maine Road. Francis var rekinn af leikvelli á 43. mín., eftir að honum hafði lent saman við Billy Wright, miðvörð Ever- ton — og léku leikmenn City því aðeins 10 í seinni hálfleik. Leikurinn var mjög góður — hrað- inn gífurlegur og fjörið eftir því. Eftir aðeins 5 mín. var knötturinn komin í netið hjá City. Það var Adrian Heath, sem skoraði markið, eftir góðan undir- búning Graeme Sharp. Kevin Bond náði siðan að jafna metin, 1:1, stuttu síðar. Leikmenn Everton sóttu mun meira í seinni hálfleik, en þeir náðu þó ekki að knýja fram sigur gegn 10 leik- mönnum City. Lélegt á High- field Road Það var ekki hægt að hrósa leik- mönnum Coventry og Arsenal fyrjr leik þerra á Highfield Road í Coventry, þar sem heimamenn unnu 1:0. Arsenal fékk aðeins eitt tækifæri í leiknum — Paul Davies skaut í stöng. Mark Hateley skoraði mark Coventry með skalla eftir fyrirgjöf frá Tom English. Það var hans 12. mark á keppnistíma- bilinu og hefur hann skorað helmingi fleiri mörk en markhæsti leikmaður Arsenal sem er Alan Sunderland. V-Þjóðverjinn Jurgen Ruber skoraði mark Forest gegn Leeds, en Frank Worthington jafnaði úr vitaspymu. Alister Robertson skoraði fyrir W.B.A. gegn Birmingham. Kevin Broadhurst var rekinn af leikvelli fyrir að brjóta gróflega á Nicky Cross og þótt leikmenn Birmingham lékjuaðeins 10, náðu þeir að jafna metin 1:1. Tony Evans skoraði markið á 83. mín. Belgíumaðurinn Van der Elst og Paul Goddart komu West Ham yfir 0:2 gegn „Boro”, en þeir Tony McAndrew og Billy Ashcroft náðu að jafna metin. Paul Goddart skoraði síðan sigurmark (2:3) „Hammers” á 89. mín. Þá brosti Elton John Watford vann öruggan sigur 3:1 yfir Shrewsbury og brosti popparinn Elton John þá breitt. Það voru þeir Luther Blissett (2) og Ross Jenkins sem skoruðu mörk liðsins. Luton varð að sætta sig við jafntefli í London — 3:3. Raddy Antic, David Moss og Brian Stein skoruðu mörk liðsins, en þeir Neil Smillie (2) og Kvein Mabutt skoruðu fyrir C. Palace. Garry Bannester og John Pearson skoruðu mörk Sheff. Wed. Clive Allan skoraði „Hat-trick” — þrjú mörk fyrir Q.P.R. David Mills og John Brownlie skoruðu mörk Newcastle gegn Old- ham. Rotherham vann stóríigur 4:1 yfir Chelsea á Stamford Bridge í London. Það var Peter Rhoades-Brown sem skoraði fyrir Chelsea en þeir Billy Ewan, Ronnie Moore (2) og Tony Townes skoruðu fyrir Rotherham. -sos 1. DEILD Swansea 30 17 5 8 44—34 56 Southampton 32 16 7 9 55—45 55 Man. Utd. 29 15 8 6 43—22 53 Liverpool 28 15 6 7 52—24 51 Ipswich 28 16 3 9 51—39 51 Arsenal 30 14 8 8 25—21 50 Tottenham 25 15 4 6 45—25 49 Man. City 31 13 10 8 44—33 49 Brighton 30 11 12 7 34—30 45 Nott. For. 30 11 11 8 32—34 44 West Ham 29 10 12 7 49—39 42 Everton 30 10 11 9 37—35 41 Aston V. 30 9 10 11 36—40 37 Notts. C. 29 9 7 13 42—45 34 Stoke 31 9 6 16 32—46 33 W.B.A. 26 7 11 8 31—29 32 Coventry 31 8 7 16 38—52 31 Birmingh. 28 6 10 12 39—44 28 Leeds 28 7 7 14 22—41 28 Wolves 31 7 6 18 19—49 27 Sunderland 29 5 7 17 20—42 22 Middlesb. 29 3 10 16 21—42 19 2. DEILD Luton 29 17 8 4 59—32 59 Watford 31 17 8 6 55—33 59 Sheff. Wed. 32 15 8 9 43—37 53 Rotherham 32 16 4 12 48—36 52 Balckburn 32 14 9 9 39—28 51 Newcastle 30 14 6 10 38—29 48 Q.P.R. 30 14 5 11 40—30 47 Oldham 32 12 10 10 38—38 46 Charlton 32 12 10 10 44—45 46 Barnsley 30 13 6 11 42—31 45 Leicester 28 12 8 8 38—31 44 Norwich 31 13 5 13 40—42 44 Chelsea 30 12 6 12 42—43 42 Cambridge 30 10 6 14 35—39 36 Derby 31 9 7 15 41—57 34 C. Palace 27 9 6 12 23—28 33 Boiton 32 9 5 18 27—43 32 Shrewsb. 29 7 10 12 26—40 31 Wrexham 29 8 6 15 26—38 30 Orient 28 8 6 14 25—38 30 Cardiff 30 8 5 17 30—45 29 Grimsby 27 5 10 12 27—43 25

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.