Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1982, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1982, Blaðsíða 6
26 DAGBLAÐIÐ& VÍSIR. MÁNUDAGUR 19. APRÍL 1982. NÝIíOMINN I1EIM af NAM5IÍEIDI í LONDON mecT ýmsar nýjungar úr hártíshunni. ADAM & EVA SKÓLAVÖRÐUSTÍG 41 - SÍMI: 27667 & Megrunarnámskeid Vegna mjög mikillar eftirspurnar hefst nýtt megrunarnámskeió 20. apríl (bandarískt megrun- arnámskeió sem hefur notið mikilla vinsœlda og gefið mjög góðan árangur). Námskeiðið veitir alhliða frœðslu um hollar lífs- venjur og vel samsett matarœði, sem getur sam- rýrr t vel skipulögðu venjulegu heimilismaf - æoi. Námskeiðið erfyrirþá: • sem vilja grennast • sem vilja koma í veg fyrir að vandamálið endurtaki sig •sem vilja forðast offitu og það sem henni fylgir Upplýsingar og innritun í síma 74204. Kristrún Jóhannsdóttir manneldisfræðingur BORVÉLAR 12 hraðar 3/4 ha. mótor Verðkr. 4890.- m/sö/uskatti SMERGLAR 6 tommu Verðkr. 1358,- m/sö/uskatti. BANDSÖG ?Z IVPTARR-OC VCtAMÓAUJTAn SMIÐJUVEGUR 54. KÚPAVUGI, - SÍMI77740. íþróttir íþróttir fþrótt Fyrri dagurinn í Kalott-sundkeppninni: Fimm íslenzkir sigrar og f imm ný íslandsmet! laug með Atta brautum og tveir kepp- endur frá hverri þjóð í grein. En þó toppurinn sé að verða góður hjá islenzka sundfólkinu vantar enn nokkra breidd. Eftir keppnina fyrri daginn var Ísland i þriðja sæti með 91 stig. Auk Íslands eru keppendur frá Norður-Sviþjóð, Norður-Noregi og Norður-Finnlandi i Kalott-keppninni, Sviþjóð var efst með 128 stig. Finn- landi hafði 121 stig. Þá island og Noregur rak lestina með 72 stig. Aðalgrein íslands fyrri daginn var 100 metra bringusund karla. íslenzku keppendurnir voru þar í tveimur fyrstu sætunum. Tryggvi Helgason frá Selfossi varð sigurvegari á 1:09.5 mín. og sekúndubroti á eftir varð Vest- mannaeyingurinn Árni Sigurðsson á 1:09.6 mín. Ingi Þór Jónsson frá Akranesi varð sigurvegari í tveimur greinum fyrri keppnisdaginn. Stórbætti íslandsmetið í 200 m flugsundi, þegar hann synti á 2:10,94 mín. Eldra metið var komið til ára sinna, 2:15.5 mín. Þá sigraði Ingi Þór einnig í 200 m fjórsundi á 2:13.93 mín. Var tæpri sekúndu frá íslands- metinu. Tryggvi Helgason varð fimmti i 200 m f jórsundinu á 2:19.3 mín. Ægis-stúlkan unga, Guðrúr. Fema Ágústsdóttir, sigraði í 200 m bringu- sundinu á nýju íslandsmeti. Bætti met sitt verulega, synti á 2:43.54 mín. Eldra metið var 2:46.54 mín. Ragnheiður Runólfsdóttir frá Akranesi var í sjötta sæti á 2:51.63 mín. Eðvald Eðvaldsson frá Njarðvíkum sigraði i 100 m bak- sundi karla á nýju íslandsmeti. Synti vegalengdina á 1:02.22 mín. Eldra metið var 1:03.00 mín. I 4 x 200 m skriðsundi karla varð islenzka sveitin í öðru sæti á nýju íslandsmeti. Synti á 8:06.24 mín. en eldra landssveitarmetið var 8:11,5 mín. í 4x100 m fjórsundi kvenna varð íslenzka sveitin í fjórða sæti, síðust, en setti samt nýtt íslandsmet. Synti á 4:47.2 mín. en eldra íslandsmetið var 4:51.5 mín. -hsim. Þaö kom vel i Ijós á fyrra degi Kalott-keppninnar i sundi í Oulu i Noröur-Finnlandi á laugardag að islenzka sundfólkið er i mikilli sókn. Fimm sigrar á laugardag og fimm íslenzk met sett. Keppt var i 25 metra íngi Þór Jónsson, sigraði i tveimur sundum og setti nýtt Islandsmet. St. Etienne sigraði Laval 1-0: ^ ALLT UPPSELT A SfÐARI LEIKINN ,,Þaö verður erfitt, en er alls ekki úti- lokað, að við hjá Laval komumst i fjögurra-liða úrslit frönsku bikar- keppninnar i knattspyrnu. Við lékum við frönsku meistarana St. Etienne á Björn Borg, sem hætt hefur við þátt- töku á franska meistaramótinu i tennis og á Wimbledon vegna þess að hann þarf að taka þar þátt i forkeppni, er heldur betur kominn á skrið á ný eftir fimm mánaða hvild frá tennis. í úrslit- um á stórmóti i Tókió á laugardag vann Borg auðveldan sigur á Argentinu- manninum Gullermo Vilas, einum bezta tennisleikara heims. Sigraði í tveimur lotum, 6—1 og 6—2. Algjörlr yfirburðir og leikurinn tók aðeins 65 mfnútur. Fyrir sigurinn í keppninni hlaut Borg 110 þúsund dollara í fyrstu verðlaun. Vilas fékk 70 þúsund dollara í sinn hlut. Vince van Patten, lítt þekktur bandarískur tennisleikari, hlaut 40 I útivelli á föstudag. Töpuðum með eins marks mun, St. Etienne sigraði 1—0,” sagði Karl Þórðarson, þegar DV ræddi við hann i gær. I Leikirnir fjórir í átta-liða úrslitum þúsund dollara, þegar hann sigraði bezta tennisleikara Bandaríkjanna, John McEnroe, 5—7, 6—4 og 6—3 i keppninni um þriðja sætið. McEnroe hlaut 30 þúsund dollara. Aðeins þessir fjórir kepptu og átti Borg í nokkrum erfiöleikum meö van Patten í keppn- inni. Búizt er við að mikil ólga verði vegna ákvörðunar Borg að keppa ekki i Frakklandi og á Wimbledon. Talið víst að margir af kunnustu tennisleikurum heims muni jafnvel hætta við þátttöku á þessum mótum vegna þeirrar ákvörð- unum heimssambandsins í tennis að Borg, sem sigraö hefur fimm sinnum á báðum mótunum. verði Jt íaka þátt í undankeppninni vegna hvíldar sinnar frátennis. -hsim. voru háðir á föstudag. Úrslit urðu þessi. Paris SG—Bordeaux 2—0 St. Etienne—Laval 1—0 Valenciennes—Bastia 1—0 Toulouse—Tours 1—1 Sigrar á heimavöllum í þremur fyrstu leikjunum. „Við lékum sterkan varnar- leik í St. Etienne og áttum nokkur skyndiupphlaup, sem voru hættuleg. Úr einu þeirra var skorað en dómarinn dæmdi markið af vegna rangstöðu. Við vorum mjög óánægðir með það hjá Laval. Leikmaðurinn, sem rangstaöan var dæmd á hafði engin áhrif á leikinn. Leikmenn St. Etienne voru meira með knöttinn. Larios skoraði á42. mín. og þaö var eina mark leiksins. Það er gífurlegur áhugi á siðari leik liðanna hér í Laval. Allir miðar á leik- inn eru þegar uppseldir þannig að áhorfendur verða rúmlega 22 þúsund. St. Etienne er gott lið en það er alls ekki útilokað að okkur takist að vinna upp muninn í síðari leiknum og komast í undanúrslit keppninnar. Stuðningur áhorfenda verður örugglega gifur- legur,” sagði Karl Þórðarson. Ekkert var leikið í 1. deildinni í Frakklandi um helgina vegna bikarleikjanna. -hsim. BJÖRN B0RG LÉK SÉR AÐ VILAS!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.