Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1982, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1982, Blaðsíða 16
16 Spurningin Hvað fer mest í taugarnar á þór? DAGBLAÐIÐ & VtSlR. FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 1982. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur HUGLEMHNGAR AÐ LOKINNI RÁÐSTEFNUUM LÍKAMSRÆKT —hvet byrjendur til ýtrustu varkámi við æfingar, segir Magnús B. Einarsson læknir Magnús B. Einarsson, læknir, skrifar: Ráðstefna sú er nýverið var haldin á vegum fþróttakennarafélags íslands og fjallaði um fþróttir og heilsurækt var á margan hátt gagnleg. f Ijós kom að mikil þörf var á umræðum um þessi mál og skein í gegn að þetta væri aðeins byrjunin. Rætt var m.a. um íþrótta- kennslu 1 skólum nú til dags og menntun íþróttakennara. Af þeim mörgu framsöguerindum sem þarna voru fiutt fannst mér erindi Laufeyjar Steingrímsdóttur um mataræði íþrótta- manna hafa mest fræðslugildi og væri fengur að fá erindi hennar birt á prenti 1 styttri mynd. Hin erindin voru meira hugsuð til að koma af stað umræðum og skoðanaskiptum. Mér fannst allt of langur tími fara í að ræða nýja íþróttagrein sem er kölluð líkams- eða vaxtarrækt (body building). Virtist sem vaxtarræktar- menn væru að boða nýja trú, eitthvað sem allir ættu að freúast af sér til heilla. Notuðu þeir mikinn tíma í aö vitna og verja sína grein með ýmsu móti. Vaxtarrækt er iþrótt sem hefur ákaf- lega litla hollustu í för með sér. fþróttin er í því fólgin að auka vöxt allflestra vöðva í líkamanum með þjálfun. Miklar umræður urðu um að við slika þjálfun án eftirlits sérfróðra manna mætti búast við alls kyns seinkomnum kvillum vegna rangra þjálfunaraðferða á byrjunarstigi, a.m.k. hjá þeim sem væru orðnir óvanir líkamlegu erfiði. Vöruðu framsögumennirnir Páll B. Helgason endurhæfingarlæknir og Kristín Guðmundsdóttir sjúkraþjálfi og Páll Ólafsson iþróttakennari við þessu í erindum sínum. Það er þó ekki mín skoðun að menn eigi aö láta líkama sinn afskiptalausan. þvert á móti. Ég tel að það sé æskilegt að hafa vöðvabyggingu um eða yfir meðallag eins og hún gerist almennt þannig að maður geti auðveldlega tekizt á við algengustu vcrkefni í dag- lega lífinu, svo sem að skipta um dekk, ýta bíl, flytja húsgögn o.s.frv. án þess að verða sér að skaða. Auk þess á fallegur og heilbrigður likami stóran þátt í að bæta sjálfsmynd fólks og auka þannig andlega líðan. Hér koma skilin milli almennings og vaxtarræktar- manna. Þegar farið er að rækta vöðvana eingöngu til þess aö horfa á þá stækka og stælast má segja að iþróttin „Hfi rikisstfóminni Mgu fyrir umsóknk fri örium stfómmilafiokkunum en ekki öörum framboösaOMum. Þær umsóknir voru efgrekldar sem slikar, af rikisstjóminni," sagöi S teingrimur Hermannsson. samgönguriöherra, vegna iesandabrifs um afsiáttinn af kosningasímum ffokkanna. „Vaxtamakt ar Qwótt æm hefur ikaftega ttÍB haMustu í för með sir. jþróttsi er i þvi fólgki aö asÉta vöxt aUtestra vöðva í Hcamemm með þfHhm," segr Magnús B. Ektarssonlæknknte. íbrHisktu. sé oröin lúxus og gagnslitil fyrir likam- lega heilsu en þetta má að vísu segja um ýmsar aðrar iþróttagreinar. Það sem vantaði í fyrrgreindar umræður og sem að mínu mati ber að leggja mesta áherzlu á í iþróttauppeldi þjóðarinnar eru íþróttagreiar er auka þol eöa úthald hjarta- og æðakerfisins þannig að möguleiki verði á sem mestri súrefnisnýtingu líkamans. Þannig eykst viðnámsþróttur líkamans við ýmsum áföllum og sjúkdómum. Líkur á lang- lífi aukast og likur á hjartasjúkdómum minnka og sé maður svo óheppinn að fá kransæðastfflu samt sem áður eru minni líkur á að fá slæma útreið. Ég vil í raun og veru ekki mæla á móti hóflegri líkamsrækt að öðru leyti, en hvet byrjendur til ýtrustu varkárni við æfingar og auðvitað eru ýmsir sem alls ekki ættu aö æfa nema undir leiðsögn sjúkraþjálfa eða íþróttakenn- ara og sumir reyndar eingöngu undir eftirliti sjúkraþjálfa. Ég vil enn einu sinni undirstrika að íþróttir eins og skokk, sund, skíðaganga, fjallgöngur og aðrar gönguferðir o.s.frv. eru íþróttir sem krefjast mikillar orku og á þann hátt mikillar vinnu hjarta og æðakerfisins og stuðla þannig að auknu úthaldi og súrefnisupptöku líkamans. Fyrrnefndar iþróttagreinar eru meðal þeirrasem hollastar eru. Afsláttur veittur þeim sem um hann sóttu Steingrímur Hermannsson svarar bréf i um kosningasímaaf stáftinn: Krtetin Matthíasdóttir húsmóðlr: Ég veit það nú ekki, ætli það sé ekki mikil umferðíbænum. Hjalti Gunnlaugsson sðlumaður: Geðvondir bílstjórar í umferðinni eru þaö Ieiðinlegasta sem ég þekki. Nanna Guðmundsdóttir nemi: Ætli það sé ekki bara það, þegar mig langar að vera úti, en fer ekki því veðrið er vont. Bjamveig Gunnarsdóttir húsmóðir: Éljagangur og snjókoma. Arni Hjálmarsson kennari: Ofneyzla mannsins. Krtotin Pilsdóttir húsmóðir: í dag hefur ekkert farið I taugarnar á mér en þaö getur verið misjafnt frá degi til dags. Gunnar Hjaltason, 3361—9669, skrifar frá Reyðarfirði: Það verð ég að segja eins og er að ekki fæ ég með nokkru móti skilið hvernig ráðherra símamála í þessu landi getur látið hafa það eftir sér, án þess að skammast sín íyrir, að sér finnist það eðlilegt að flokkarnir fái slíkan afsiátt af síma sinum í kosninga- baráttunni. ■ Það er mín skoðun að þetta sé svo langt gengið að við það verði ekki unað. Mig langar til að setja fram nokkur atriði sem nauðsynlegt væri að fá svör við. Hvernig eiga þeir sem eru að bjóða fram til sveitarstjórna út um allt land, og eru ekki með flokk á bak við sig, að njóta þess afsláttar? Ég fæ ekki séð hvernig það getur orðið í framkvæmd. Mér finnst að með þessu sé verið að mismuna mjög þeim sem að framboðsmálum vinna. Ég skrifa þessar línur vegna þess að ég hef sjálfur verið að vinna við framboðsmál hér á Reyðarfirði og ekki fer hjá því að sími er mikið notaður. Steingrímur, á ég að koma með reikning til þín, sem þú skrifar upp á að Póstur og simi eigi aö gefa mér afslátt af? Hver á þessu landi getur vitað hvað satt kynni að vera af þvi sem áhonum stæði? Enginn. Þaö sem annað er, ég ætlast ekki til þess að mér verði veittur afsláttur á nokkurn hátt. Eöa á að túlka þetta sjónarmið þitt á þann hátt að ekki sé æskilegt að aðrir bjóði fram til sveitarstjóma en pólitískir flokkar? Ég set fram þá kröfu að ef þetta á að ganga í gegn i raunveruleikanum þá sitji allir við sama borð. Nú, svo er það tiliaga, að ef Fram- sóknarfiokkurinn er svo fjárvana að ráðherra þurfi að gefa út slíkar yfirlýs- ingar honum til stuðnings, þá segi ég við hann. Farðu niður í Austurstræti og biddu alla þá framsóknarmenn sem framhjá fara að gefa í símasjóð Framsóknar- flokksins. Ég vona að á einum eftir- miödegi hafi safnazt saman það sem til þarf og næsta morgun geti ráðherra gefið út yfirlýsingu um að þetta hafi allt verið mistök. Að lokum enn og aftur: Hvernig ætlar þú að láta alla sem vinna í fram- boðsmálum sitja við sama borð ef þetta áaðstandaí raun. Ætíð verttur afsláttur afkosningasknum „Eftir því sem ég bezt veit hefur ætíð verið veittur afsláttur af kosningasím- um,” svaraði Steingrímur Hermanns- son samgönguráðherra. ,,Hjá ríkis- stjóminni lágu fyrir umsóknir frá öUum stjórnmálaflokkunum en ekki öðrum framboðsaðilum. Þær umsókn- ir voru afgreiddar sem slikar, af rikis- stjóminni, og ég fól Pósti og síma að koma þvi i framkvæmd. Formlegar umsóknir frá öðrum framboðsaðilum hafa ekki borizt svo mér sé kunnugt um. Ef slíkar umsóknir berast mun ég að sjálfsögðu leggja þær fyrir ríkisstjórnina eins og hinar fyrri,” sagði ráðherra að lokum. -FG.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.