Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1982, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1982, Blaðsíða 22
DV. LAUGARDAGUR11. SEPTEMBER1982. „Enginn vtll gleymn rohhúrum ævi sinnar" — Eggert V. Kristinsson hjá SÆTTíspjalli um LIFANDITÓNLISTí landinu Vöxtur og viðgangur lifandi tónlistar hefur aukist með jöfnum hraða í þjóðfélaginu á allra síðustu árum. Nægir að benda á allan þann fjölda íslenskra rokk- sveita, er stofnað hefur verið til undanfarin misseri, aukinheldur þann vaxtarkipp sem hlaupið hefur í innlenda hljómplötugerð — og síðast en ekki síst skal geta þeirra gleðilegu tíðinda að tónleikar ungra rokkara teljast ekki lengur til undantekninga. Flytjendur lifandi tónlistar og tónskald þeirra eiga með sér félag. Það nefnist Samband alþýðutónskálda og tónlistarmanna og ber þá hljómþýðu skammstöfun SATT. Félag þetta var stofnað á haustmánuðum árið 1979. Meðlimir teljast nú um tvö hundruð. Fram- kvæmdastjóri þess og raunar eini starfsmaður er Egg- ert V. Kristinsson — gamall poppari sem þekktur er úr bransanum frí árum áður. Hann er tekinn tali í eftirfar- andi spjalli um tilgang SATT, stefnu og starf. Á þriðju hæð Vitastígs þrjú „Megin verkefni félagsins um þess- ar mundir er byggingarhappdrættiö okkar”, segir Eggert og heldur áfram. „Viö stefnum aö því að koma upp fé- lagsmiðstöð fyrir starfsemi SaTT og félagsmenn þess, og til þess þurfum viö vitanlega fjármuni. Viö fórum af staö meö þetta happ- drætti snemma í vor og í því verður dregið þrettánda október. Jú, ég get ekki sagt annað en það hafi gengið þokkalega vel. Það er mikið í húfi að þessi fjáröflunarleið okkar gangi upp. Því fyrr sem félagsmiöstöðin verður tekin í gagnið, því betra fyrir gang lif- andi tónlistar í landinu.” — Hvar verður þessi félagsmiðstöð til húsa og hvenær er áætlað aö hún verði opnuð? „Það er þríðja hæðin að Vitastíg þrjú sem við höfum fest kaup á, og fermetrafjöldinn er um tvöhundruð og fjörutíu. Við leigjum það út eins og er, en stefnum að því að standsetja það snemma á næsta vori, ef allt gengur aö óskum.” í næði til æfinga og tónsmíða — Hvernig hafið þig hugsað y kkur að nýta rými hússins fyrir félagsmiðstöð? „Við erum með tvær hugmyndir í kollinum um nýtingu hússins eins og er. Annars vegareraðsetja uppstóran sal fyrir um tvöhundruð manns í sæti. Hins vegar að skipta hæðinni niður i smærri einingar, þar sem rúmaðist lit- ill tónleiksalur fyrir um fimmtíu manns, sem og smærri salir þar sem tónlistarmönnum gæfist næði til æf- inga og tónsmíöa. I þessu tilliti mætti einnig hugsa sér litla setustofu fyrir fé- lagsmenn. En það hefur ekki neitt verið endan- lega ákveöið í þessum efnum enn sem komiö er. Það er stjómar S ATT að dæma um hvor þessara ofangreindu hugmynda er heppilegri fyrir starf- semina. — Nú kvarta tónlistarmenn mjög yfir því hversu erfitt þeim hefur revnst að fá inni fyrir tónleika. Varla afstýrir þessi eina félagsmiðstöö þessum kvörtunum? Æ fleiri hús taka fyrir tónleikahald „Þetta er alveg rétt. Það hefur verið mjög mikill hörgull á stööum þar sem hljómsveitir eiga greiöa leið að með sína tónleika. Og útlitiö í þessum efn- um er í raun alltaf að verða svartara. Æ fleiri hús eru að taka fyrir allt rokk- tónleikahald. Draumur SATT er vissulega sá aö geta reist stórt og virðulegt hljóm- leikahús meö um þúsund manna sal og annarri aðstööu fyrir hljómsveitir að æfa sig. En þetta er vitanlega ekki raunhæfur draumur enn sem komið er. Verður það kannski einhvern tíma. Ég skal ekkert um þaö segja. SATT er ekki auöugt félag, og þaö er okkur æriö verkefni að koma á fót þó ekki sé nema þessari litlu félagsmið- stöð, sem við erum að vinna í núna. Hitt er annað mál, að ég þykist vita, að sá vaxtarkippur sem hlaupið hefur i lifandi tónlist i landinu opni fýrr eöa siðar augu danshúsaeigenda fyrir því aö hleypa hljómsveitum á ný inn til sín. Sú unga kynslóð sem nú er að vaxa úr grasi með allt sitt dálæti á kröftugu tónleikahaldi hlýtur innan fárra ára, éða jafnvel mánaöa, að krefjast þess af eigendum skemmtistaða að þeir opni hljómsveitum aðgang að þeim. Og þessir skemmtanakóngar geta ekki leyft sér annað en að fara að kröfum f jöldans í þessu tilliti.” Fimmtán tónleikar ráðgerðir í vetur — Snúum okkur að starfi félagsins á komandi vetri. Hvað er á dagskrá ? „Starfið verður vonandi bæði fjöl- breytt og kröftugt. Við reiknum með að halda um fimmtán tónleika á næstu vetrarmánuöum. Það má því búast við þetta tveimur til þremur hljómleikum í hverjum mánuði, sem hlýtur að teljast all gott. Á hverjum þessara tónleika munum við svo bjóða upp á tvær til fjórar 'grúppur, þekktar sem óþekkt- ar.” — Og varla einvörðungu rokksveit- ir? „Nei, við ætlum okkur það takmark að ná til sem flestra með þessu tónleikahaldi. 1 því tilliti má nefna pönk, nýbylgju, hressilegt rokk og létt popp. Og svo munum við sinna þörfum eldra fólks með djass-böndum, þjóð- lagaflokkum og vísnasöngvurum. Meö þessu móti vonumst við til að ná til sem flestra. Það er nefnilega ekki á stefnuskrá SATT aðeinblínaárokk- tónlist eingöngu, heldur miklu fremur að stuðla að vexti og viðgangi allrar lif- andi tónlistar i landinu, hvernig sem hún er svo skilgreind.” Hleypidómar í garð poppara og tilheyrenda þeirra — Mun félagið gangast fyrir hingað- komu einhverra eriendra hljómsveita á næsta ári eða í fyrirsjáanlegri fram- tíð? „Það hefur ekki verið á dagskrá að flytja erlenda tónlistarmenn hingað til lands. En það gæti vel komið til greina einhvern tíma á næstu árum, þegar við verðum búnir að tryggja íslenskum grúppum öruggan sess í tónlistarlífi þjóðarinnar.” — Vindum okkur í annað. Finnst þér örla á hleypidómum í garð þeirra sem starfa í hljómsveitum og eða þeirra unglinga sem hlusta á lifandi tónlist ? DV. LAUGARDAGUR11. SEPTEMBER1982. 23 „Fordómar í garð þeirra sem vilja halda merki lifandi tónlistar á lofti meö tónleikum hafa alltaf verið fyrir hendi í einhverri mynd, og þá jafn- framt í garð þeirra sem hlusta á þessa tónlist. Ástæðuna tel ég vera einkum þá, að fólk geri sér ekki grein fyrir því hversu lifandi tónlistarflutningur er snar þátt- ur í lífi hvers manns eða hefur verið einhvern tíma á lífsskeiði hans. Ég er alveg viss um þaö að enginn — hversu gamall sem hann er — vill gleyma þeim árum ævi sinnar þegar hann lifði sig inn í rytma rokksins og hrærðist í því. Rokkið vex upp með fólkinu Það falla allir fyrr eða síðar fyrir þessum hressilega takti sem rokkiö býr yfir — og þetta rokk sem fólk sat yfir í æsku vex upp meö því. Það heldur áfram að hlusta á þetta æsku- rokk sitt þó aldurinn færist yfir, kannski ekki í eins ríkum mæli og það gerði áður, en það fær þaö samt alltaf til að rifja upp einhverjar ljúfar minningar frá sínum yngri árum. Þannig ber þetta fólk alltaf ríkar tilf inningar tii rokksins allt sitt líf. Én á sama tima og þessir einstaklingar hlusta á sitt gamla og góða rokk, þá tekur það því miður til við að gagnrýna tónlist þá er böm þeirra hlýða á. Finnst hún of hávaða- söm og frjálsleg eða eitthvað í þá átt- ina. Og þetta er ekki hægt að kalla ann- að en tvískinnung hjá fólki. Og þessum tvískinnungi gleymir það, eða vill ekki vita af, þegar það er að ráðast á tónlist unglinganna, sem er í raun ekkert annað en einhver angi af þeim takti er um óþurftarmanni. Viðundri sem er að leika sér við aö glamra á gítar allan daginn. Á sama tíma er dáðst aö þeim er leikur á óbó í sinfóníuhljómsveit. I raun er þetta sama starfið; að miðla ákveðinni tónlist til vissra hlustenda. Og það sem meira er, hlutfallslega miklu fleiri hlusta reglulega á popptón- list en sígilda tónlist. Þannig á síst að lita niður á starf popptónlistarmanns. Hann veitir mun fleirum ánægju, en sá er situr í sinfóníu, þó ég sé ekki þar með að rýra gildi þeirrar tónlistar sem þarerflutt. Popparar stétt sem á fullart rétt á launum eins og aðrir Fólk verður, og á með réttu, að líta á popptónlistarmenn sem eðlilega stétt í þjóðfélaginu. Þjóðfélagshóp sem eigi fullan rétt á eðlilegum og reglulegum launum. Það er því miður ekki gert. Lifibrauð þessara tónlistarmanna — hljómplötur og tónleikar — er skatt- lagt áður en til launagreiöslna kemur. Það er einsdæmi um stétt í landinu. Og þessu verður að breyta. Því mun SATT berjastfyrir.” — Þú nefnir lifibrauð poppara og þá meðai annars tónleika þeirra. Hvað kostar það hljómsveit um þessar mundir að halda eina tónleika? „Ég gæti trúað að það væri einhvers staðar í kringum tuttugu og tvö þúsund krónur. Inni í þeirri upphæð felst leiga á húsnæði, tækjum og svo flutnings- kostnaður milli staða. Einnig aug- Eggert V. Krist- insson fram- kvæmdastjóri SATT, Sambands alþýðutónskálda og tónlistar- manna, í viðtali um tilgang félagsins, starf og stefnu, svo og lif- andi tónlist yfirleitt. DV-mynd Einar Olason. þaö hreyfði sig sem ákafast eftir á sin- umyngriárum. Litiö á starfandi rokkara sem óþurftarmann En það er alltaf jafn erfitt að berjast gegn þessum hleypidómum fólks. Þeir eru eitthvað sem það hefur bitið í sig og vill ekki sleppa, rétt eins og ungl- ingamir vilja ekki sleppa sínu rokki.” — Er málið ekki bara það, að fullorðnir viija ekki samþykkja þaö aö lifandi tónlist sé hluti af menningunni? „Vissulega. Það er gengið að starf- andi rokktónlistarmanni sem einhverj- lýsingakostnaöur og bölv.. . skemmtanaskatturinn. Og svo eru það launin sem hljómsveitarmennirnir og hjálparmenn þeirra þurfa að fá fyrir sjálfa tónleikana. Þau eru jafnan látin sitja á hakanum og ef um slæma aðsókn er að ræða verða þau engin. Þetta dæmi um tuttugu og tvö þúsund króna kostnað ætti að ganga upp ef þrjúhundruð manns mæta á staðinn og hver þeirra greiðir áttatíu krónur í aðgangseyri. Ríkið ætlar tónlistar- mönnum ekki laun til að lifa af En það vill samt sem áður allt of oft koma fyrir að poppararnir ganga snauðir frá borði eftir tónleikahald sitt, sem í raun er þeirra annað lifi- brauð. Það er því forkastanlegt að rík- iö skuli leggja skemmtanaskatt á þessa viðleitni þeirra að hafa í sig og á. Og þessi skattur lýsir því raunar vel, að ríkið virðist ekki ætla popptónlistar- mönnum laun til að lif a af. ” — Við höfum talað mikið um vöxt og viögang lifandi tónlistar i landinu. Sérðu fyrir þá tíma, Eggert, að skemmtistaðimir fari á ný að bjóða gestum sínum upp á lifandi tónlist. Hún ríöi þannig diskómenningunni að fullu? „Ég held að þessi þróun sé þegar farin af stað. Ég er á því að þáttur lif- andi tónlistarflutnings á skemmtistöð- um og raunar hvar sem er, sæki jafnt og þétt á á komandi ámm og ýti þannig diskóvæðingu danshúsanna til hliðar. Lifandi tónlist á ný innan veggja danshúsa Áður en diskómenningin kom til, gat ekkert danshús verið þekkt f yrir annað en að bjóða upp á eina eöa fleiri hljóm- sveitir á hverju kvöldi. Þessu viðhorfi mun skjóta upp á yfirborðið á næstu misserum. Spumingin er bara hversu fljótt. Það er ekkert annaö en eðlilegt að hlutirnir endurtaki sig á þennan hátt — við heyrum það raunar núna að sjálf tónlistin er aö endurtaka sig, gamla rokkið frá sjöunda áratugnum er aftur að vakna til lífsins — og í k jöl- farið mun sú endurtekning fylgja að lifandi tónlist fari á ný að heyrast inn- an veggja danshúsanna.” -SER.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.