Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1982, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1982, Blaðsíða 16
16 DV.RHÐVIKUDAGUR 6. OKTOBER1982. Spurningin Finnst þér gaman að har- móníkulögum? Guðmundur Guðmundsson. Fer eftir | því hvemig nikkan er þanin. Ekki sama hvemig þaö er gert. Held að j harmóníkan sé ágætt hljóðfæri. Jú, ég' hlusta mikið á tónlist. Björg Helgadóttir, húsmóðir. Já, já, i þau eru ágæt. Hlusta þó ekki mikið á , þau, helst ef maður heyrir nokkur lög j í útvarpinu. Besti nikkarinn? Eg held- mest upp á Gretti Bjömsson. Hann er i mikill stuðkarl. Katrín Sigurðardéttlr, prjónakona. Já,' það verð ég að segja. Harmónikulögin eru bæði skemmtileg og sérlega upp- lífgandi. Nei, ég á ekki nikku, en spila mikið á píanó. Trausti Ingólfsson, vélstjóri: Finnst harmoníkulög ágæt, en geri þó lítið af að hlusta á þau. Helst ef þau eru í út- varpinu, að maður hlustar. Rúna Gestsdóttir, húsmóðir: Finnst þau prýðileg. Uppáhaldsnikkarinn? Grettir Bjömsson er góöur. Ósk Gunnarsdóttir, vinnur í franska sendiráðinu: Jú, mér finnst gaman að ! harmonikulögum. Þau eru hressileg. Uppáhaldsnikkarinn? Grettir Bjöms- son, hann er líklegast bestur. Lesencður Lesendur Lesendur Lesendur Gilda sérstök lög í Ölfus- GuOmunaur UuOmundsson spyr hvort hlutverk hroppsnefndar ölfushrepps si okki að gæta hagsmuna allra ibúa hreppsins, eða hvorthún eigi fremurað taka upp á arma sina „ainhverja gœðinga". Myndin er afskálanum i Henglinum sem varð kveikjan að brifi Guðmundar. hreppi? —fyrirspum til hreppsnefndar og sveitarstjóra Guðmundur Guðmundsson, 3066-6127, skrifar: Vegna skrifa í DV, þríðjudaginn 28. sept., um skála í Henglinum, undir fyrirsögninni: „Þarna er um slæmt fordæmi að ræða”, langar mig til þess að spyrja viðkomandi aðila hvort hlut- verk hreppsnefndar Olfushrepps sé ekki að gæta hagsmuna allra ibúa hreppsins, eða hvort hún eigi að taka upp á arma sína einhverja gæðinga sem hún velur sér eftir eigin geðþótta og láta hagsmuni íbúanna sitja á hakanum? Hvað varöar staösetningu skálans, þá er alveg forkastanlegt hvemig vinnubrögðin eru hjá hreppsnefnd að láta sem þeir viti ekki aö svæöi þetta er á náttúrumin jaskrá. Þeim virðast eitthvað vera mis- lagðar hendur sem sitja í hreppsnefnd- inni með þau mál sem þar ber á góma og snerta að einhverju leyti hagsmuni gæðinganna. Sem dæmi má nefna svonefnt „sjoppumál”, sem skrifaö var um í DV í febrúar 1982. Þar viðurkennir Stefán Garðarsson sveitarstjóri að „sjoppan” hafi ekki rekstrarleyfi og að hún upp- fylli ekki skilyrði heilbrigðiseftirlitsins til þess að hún fái rekstrarleyfiö. Vegna undirskriftalista sem gengu um Þorlákshöfn var látið undan þrýst- ingi þeirra er þar skrifuðu. Það var ekki veríö aö setja út á það að fáir úr því hverfi sem „sjoppan” er í hafi skrifað á listann, og hvað þá nöfn manna er búa í höfuðborginni. Mikiö væri gaman ef háttvirtur sveitarstjóri og hreppsnefnd gætu gef- ið skýringu á þeim vinnubrögöum sem tíðkast í þeim herbúðum, þó ekki værí nema vegna þessara tveggja mála sem hér er minnst á. Eða þurfa fleiri að líða fyrir þau forkastanlegu vinnu- brögð sem fara í gegnum hendur hreppsnefndarmanna? Svo væri fróðlegt að vita hvort ein- hver sérlög og reglur giltu fyrir ölfus- hrepp og/eða þá sem þar stjóma og hvort enginn er dreginn til ábyrgðar fyrir að leyfa starfsrækslu „sjoppu” án þess að hún uppfylli þau skilyröi sem sett eru. Svo ekki sé nú minnst á þá slysahættu sem staösetning hennar hefur í för með sér. „ Viljum koma tilmóts viö þóttbýlisfölk" „Sjoppumáliö er mér óviökomandi. Eg var ekki í hreppsnefnd þegar það var til umræðu,” sagöi Engilbert Hannesson, hreppstjóri ölfushrepps. — „Hvaö skálanum margumrædda i Henglinum viðvíkur þá réðu þar þau sjónarmiö að við vildum og viljum koma til móts við þéttbýlisfólk, eiga við það vinsamleg viðskipti, ekki einungis selja því mjólk og kjöt. Við viljum líka lofa því aö spóka sig á okkar löndum. Þegar leyfi til þessa skála var veitt kom það einnig til umræðu að björgunarsveitin okkar fengi þama æfingaaöstöðu og var því vel tekið af hálfu umsækjenda. I þriðja lagi fengi skíða- og göngu- fólk eins konar öryggisaðstöðu í skálanum. Á þessu svæði hafa oft átt sér stað slys og við töldum að þarna yrði kjörin aðstaöa til þess að hlynna að fólki sem þess þyrfti með.” Að lokum kvaðst Engilbert mundu leggja bréf Guömundar fyrir hrepps- nefnd ölfushrepps. Nefndin ákvæði þá hvort hún s varaöi því nánar. „Hreppsnefnd mun taka afstööu til þessa bréfs og hvernig ber aö svara því,” sagði Stefán Garöarsson, sveit- arstjórí ölfushrepps. -FG. Hættum miðaldabúskap og sveitamennsku — byggjum upp nýtísku landbúnað * „Það er nú einu sinni svo að byggð hefur lagst niður á sumum byggða- svæðum og skal aðeins minnt á Hornstrandir," — segir Siggi flug m. a. Siggi flug, 7877—8083, skrifar: Island er rösklega 103.000 ferkíló- metrar að stærð, stendur í landafræð- inni okkar. Af þessum 103 þús. ferkm eru eitthvað um 23 þúsund ferkm ræktanlegt og beitiland. Eitt- hvaö um 10 þús. ferkm er undir jöklum, en af þeim er Vatnajökull stærstur eða tæplega 10 þús. ferkm. Afgangurinn er svo eyöisandar, vötn o.þ.h. Er nú þessi hólmi okkar eða 103 þús. ferkm byggilegur, ræktanlegur eða ekki? Þegar landsnámsmennimir komu til Islands fyrir 1100 árum var samkvæmt Ara fróða landið vaxið viði frá fjalli til fjöru. Hvaöa skilning leggjum við svo í þetta? Eg hefi oft veríð að brjóta heilann um það hvort allt landið sé hæft til búsetu eöa ekki. Hefi ég komist aö þeirri niðurstöðu aö svo er ekki. Skal þetta nú nokkuð útskýrt. Landnám innflytjendanna fór fram svo til að mestu leyti á láglendinu í nú- verandi Rangárvalla- og Ámessýslu og svo Borgarfjarðar- og Mýra- og Daiasýslu. Með öðrum orðum settust menn fyrst að á S-V landi. Þetta hefur mér alltaf þótt nokkuð skrýtið, og það aö Austfirðirnir skyldu verða síðastir, eða svo til. Þessir landnámsmenn sóttust eftir flatlendi (grösugu) en sóttust lítt eftir þröngum fjörðum og útkjálka annesjum, en af þeim höfðu þeir haft nóg í Noregi, en Iramir þekktu ekki þrönga firöi, eins og allir vita. Aust- firðirnir urðu síðbúnir til landsetu enda þótt þeir væm næstir Noregi og styst þangaðþaðan. Nú er reynt að gera allt landið hæft til búsetu með illu eða góðu, með eða án styrkja og oft með hinum hörmuleg- ustu afleiðingum eins og allir vita. Það er nú einu sinni svo að byggð hefur lagst niður á sumum byggða- svæðum, og skal aðeins minnt á Hom- strandimar, og að nokkm leyti era byggðirnar á N-A landi að fara í auðn. Langanesiö er svo til f arið. Algerauðn erskilin eftír Á landinu ganga á sumrin eitthvað um 2 milljónir fjár, auk hrossastóös sem er nokkrir tugir þúsunda. Allur er þessi sægur að leita sér aö æti og nagar sumstaðar svo nærrí gróðrinum að alger auðn er skilin eftir. Þar tekur svo við sandfok sem allir þekkja. Við erum nú á góðrí Ieið með það að ofsetja landið og hinn gamla sögn Ara fróða að verða að gamalli munnmæla- setningu. Allur sveitabúskapur er nú þegar styrktur mjög drengilega, enda þarf hann þess vissulega meö. Hvaö skyldi vera langt þar til N-A landið verður yfirgefið líkt og Strandirnar, það hlýtur að koma að því áður en lýkur. Sumar sveitir upp af Austf jarðadölun- um leggjast líka í eyði það getur ekki verið annaö. Sjávarútvegur verður stundaður á ýmsum f jöröum um lang- an tima enda stutt á miðin. Sjávarútvegurinn hefur haldiö uppi taprekstri sveitabúskaparins, og enda þótt trollið um borð í togurunum þurfi á nautshúðinni aö halda, þá er slíkt svo smásmugulegt að varla þarf að hafa orðáþví. Þaö er enginn að tala um að leggja sveitabúskapinn niður, slfkt er mesta fásinna, en honum þarf aö breyta og hverfa frá því búskaparlagi sem nú er við lýði. Blessað dilkakjötið er býsna gott en við getum áreiðanlega ekki keppt við lönd eins og S-Ameríku eöa Ástralíu, þar sem eini kostnaðurinn við að koma upp lambi er slátrunar- kostnaöurinn þegar þar aö kemur, en hér þarf að hafa allt fé inni stóran hluta ársins. Þetta er verið að reyna, og skattborgararnir borga svo brús- ann. Það þarf að leggja sum byggðarlög niöur; byggöarlög sem ekki eru til neins nema að borga meö þeim í formi ótal styrkja, niðurgreiðslna o.s.frv. Eg veit aö þetta er ekki sársauka- laust fýrir ýmsa, en hvað skal gera? Á að halda öllu farganinu áfram? Eg heldekki. Þá er það mjólkin; Við drekkum allt of mikið af mjólk, a.m.k. fullorðna fólkið. Afurðir úr íslenskri mjólk til út- flutnings era of dýrar, ostar og smjör og þ.h. Allt þetta er hægt að fá frá út- löndum miklu ódýrara, því þar era líka smjörfjöll. Það er dýrt að vera Islendingur. Eg held aö það sé dýrasta sport í heimi. Ekki étum við handritin, þaö er liðin tíð. Menningin veröur ekki í askana látin. Við verðum að semja okkur að nýtísku rekstri á þessum hólma okkar, sem er nyrst í Atlantshafi, langt frá öðrum löndum eins og stendur í landa- fræði Karls Finnbogasonar. Við höfum lagt undir okkur fallvötnin og flytjum út orku þótt í formi áls sé. Snúum viö blaðinu og hættum þessum miðaldabú- skap og sveitamennsku, og byggjum upp nýtísku landbúnað sem ekki þarf á gegndarlausum styrkjum að halda.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.