Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1982, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1982, Blaðsíða 20
20 DV. MIÐVKUDAGUR 6. OKTOBER1982. íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir______________íþrótti Öskjuhlíðar- hlaup á laugardag Fyrsta víöavangshlaup vetrarins j verður Öskjuhlíðarhlaup ÍR sem fram j fer laugardaginn 9. okt. n.k. og hefst. ki. 15:30 fyrir ofan Fossvogskapelluna. Vegalengdin er 8 km fyrir karla og | konur en 4 km fyrir 14 ára og yngri. Það hefur aukist að skokkarar sem hlaupa sér til heilsubótar, hlaupi reglu- | lega og hafi áhuga á að koma saman og vera með í víðavangshlaupum. ÍR- I ingar hvetja alla þá sem áhuga hafa að i vera óhrædda að mæta og vera með. Skráning fer fram á staðnum, 40 mín. fyrir hlaup. Allir sem ljúka keppni fá viðurkenn- ingarskjöl. Brady valinn íEM-leikinn við ísland — Eoin Hand hefur valið mjög sterkt írskt landslið Ég held að Liam Brady sé ekki neitt alvarlega meiddur og við munum ræða við hann og fá að vita hvaö er að,” sagði landsliðsþjálfari íra, Eoin Hand, í Dublin í gær eftir að hann hafði valið írska landsliðshópinn í Evrópuleikinn við ísland í Dublin á miðvikudag, 13. október. Hand valdi Brady í hópinn þó svo hann gæti ekki leikið með hinu ítalska liði sínu, Sampdoria, á sunnu- dag. Hand valdi einnig Tottenham- leikmanninn Tony Galvin, en viöur- kenndi að litlar líkur væru á að Galvin gæti leikið gegn íslandi. Galvin slasaðist í Evrópuleiknum við Holland á dögunum, sínum fyrsta landsleik. Mjög kunnir leikmenn eru í írska landsliðshópnum m.a. þrír frá Man. Utd., tveir frá Liverpool, tveir frá Tottenham og aðrir tveir frá Arsenal. Þessir leikmenn eru í írska landsliðs- hópnum. Markverðir: Jim McDonagh, Pat Bonner (varamaöurGerry Peyton). Vamarmenn: Kevin Moran, Mark Lawrenson, Dave Langan, Mike Walsh, David O’Leary, Chris Houghton (varamaður Ashley Grimes). Framverðir: Liam Brady, Gerry Daly, Gary Waddock, Tony Grealish, Ronnie Whelan (varamaður Mick Martin). Framherjar. Frank Stapleton, Mickey Walsh, Tony Galvin, Mick Robinson, Kevin O’Callaghan (vara- maður Kevin Sheedy). -hsím. Nú vann Liver- pool Ipswich — Enski deildabikarinn ígærkvöldi Nokkrir leikir voru í enska deilda- bikarnum — nú kallaöur mjólkur- bikarinn — í gærkvöld. Fyrri leikir liö- anna í 2. umferð. Úrslit. Arsenal — Cardiff 2—1 Bristol Rov — Swansea 1—9 Brentford — Blackbum 3—2 Bumley—Middlesbro 3—2 Bolton—Watford 1—2 Everton — Newport 2—0 Fulham — Coventry 2—2 Gillingham — Oldham 2—0 Huddersfieid — Oxford 2—9 Ipswich — Liverpool 1—2 Northampton — Blackpool 1—1 Rochdale — Bradford 9—1 Rotherham—QPR 2—1 Shrewsbury —Birmingham 1—1 I Wolves—Sunderland 1—1 i Luton — Charlton 3—9 Wigan —Man.City 1—1 j -hsim. Hér á myndinni sést Láras Guðmundsson á æfingu. Fyrir aftan má sjá Ems Kunnecke, þjálfara félagsins. DV-mynd: KristjánB. Amór og Lárus gera það gott í belgísku knattspymunni Víkingarnir Amór Guðjohnsen og Lárus Guðmundsson hafa gert það gott að undanfömu í belgísku knattspyrn- unni. Amór er lykilmaður hjá Lokeren og var hann valinn í lið vikunnar í Belgíu í sl. viku og er það í þriðja sinn á keppnistímabilinu sem hann er í liði vikunnar. Lárus, sem var valinn í lið vikunnar fyrir stuttu, hefur skorað mikiö af mörkum fyrir Waterschei. Hann skoraði t.d. tvö mörk gegn Rauðu strákunum frá Luxemborg í Evrópu- keppni bikarmeistara á dögunum. Waterschei mætir danska liðinu BK 1893 í næstu umferð. Arnór og félagar hans leika gegn Benfica í UEFA-bikarkeppninni. -sos. ,HET ELFTAL VAN DE WEEK' Lauryssen (AA Cent) V. Walleghem Van Gucht (Club Brugge) (Beerschot) Gudjohnsen Frenay (Lokeren) (Waregem) A. Van den Bergh (Lierse) Kuypers (Cl. Luik) G. Maes (Cercle Brugge) Haan Boskamp (Stand&rd) (Lierse) Delesie (Waregem/ • Vierde selektie voor Luc Van Walleghem; derde voor Arrror- Cudjohnsen; tweede voor André Lauryssen. Louis'Van Cucht, Pierre Kuypers, Ciho Ma.es en Arie Haan,- eerste voor de overigen. Lið vikunnar í Belgíu. Þaö má segja að Araór sé orðinn fastur maður þar. Sígra íslensku strákarnir í dag? Evrópuleikur við íra á Fögmvöllum Það verður Evrópuleikur á Fögra- völlum í Laugardalnum í dag. Þá verð- ur fyrri leikur íslands og írlands í Evrópukeppni unglingaiandsliða, leik- menn 16—18 ára, háður og hefst kl. 17. Síðari leikur landanna verður í Dublin 19. nóvember. Dómari í leiknum í dag verður Midgley frá Englandi en linuverðir Magnús V. Pétursson og Baldur Schev- ing. Haukur Hafsteinsson, unglinga- landsliðsþjálfari, hefur valið eftirtalda piltaíleikinnídag. Markmenn: Friörik Friðriksson, Fram Birkir Kristinsson, IBV Möllertil Man. Utd? Sænski landsliðsmarkvörðurinn Jan Möller, sem hefur að undanförnu leikið með Toronto í Ameríku, hefur fengið tilboð frá Ron Atkinson stjóra Man. Utd. um að gerast leikmaður hjá Unit- ed. Það er varamarkvörður Gary Bailey. Möller lék áður með Malmö FF áður en hann fór til Englands í markið hjá Bristol City. Hann er nú í Lundún- um á leið frá Ameríku til Svíþjóðar og mun ræða við forráðamenn Man. Utd. Aðrirleikmenn: Engilbert Jóhannesson, IA Guðni Bergsson, Val Halldór Askelsson, Þór Hlynur Stefánsson, IBV Ingvar Guðmundsson, Val Jón Sveinsson, Fram Magnús Magnússon, UBK Olafur Þórðarson, IA Pétur Amþórsson, Þróttur Sigurður Jónsson, IA Snævar Hreinsson, Val Stefán Pétursson, KR Steindór Elíasson, UBK Steingrímur Birgisson, KA öm Valdimarsson, Fylki. -hsim. Rél LEIKMC Ensku knattspymumönnunum tveimur, Steve Moran og Mark Wright, var sleppt úr haldi í Norrköping í gær eftir réttarhöld í máli þeirra. Hjúkrunarkona i Norrköping hafði ákært þá fyrir nauðgun og að tveir aðr- ir leikmenn Southampton hefðu einnig átt hlut að máli. Þeim Moran og Wright var sleppt lausum eftir að dómarinn úrskurðaði að ekki lægju fyrir neinar sannanir til að halda mál- inu áfram. Dómstóllinn í Norrköping gaf ekki út úrskurð í málinu og samkvæmt sænsk- um lögum er tæknilega hægt að höfða mál síðar gegn knattspymumönnun- um þó það þyki ólíklegt. Strax eftir að knattspyrnumönnunum var sleppt héldu þeir heim til Englands. Moran táraðist, þegar dómarinn hafði úr- skurðað að þeim skyldi sleppt. Blaðamenn máttu vera í réttarsaln- um, þegar verjandi og sækjandi fluttu sitt mál. Urðu hins vegar að yfirgefa réttarsalinn, þegar Moran og hin tví- tuga sænska stúlka voru í vitnastúk- unni. Sækjandi málsins, lögfræðingur- inn Claes Hjalmarsson skýrði réttinum frá því að stúlkan hefði hitt nokkra leikmenn Southampton á veitingastað eftir UEFA-Ieik Norrköping og Southampton sl. miðvikudag. Hún samþykkti að fara með Moran á hótel það, sem ensku leikmennirnir bjuggu á. Hún sagði lögreglunni að hún hefði verið með Moran í rúminu, þegar þrír Þrefalt hjá Kristínu M. — á minningarmófinu um Atla Þór Helgason áAkranesi Badmintonstúlkan Kristin Magnús- dóttir, sem hefur verið nær óstöðvandi á mótum hér innanlands undanfarin ár, varð þrefaldur sigurvegari á Akra- nesi um helgina. Þar fór fram fyrsta badmintonmót keppnistímabilsins. Minningarmót um Atla Þór Helgason, sem lést af slysförum haustið 1989. Allir besti badmintonspilarar landsins voru mættir til leiks og var mótið hið skemmtilegasta. Broddi Kristjánsson varð sigurveg- ari í einliöaleik. Broddi vann Skaga- manninn Víðir Bragason í úrslitum 15-3 og 15-7. Kristín Magnúsdóttir varð sigur- vegari í einliðaleik kvenna — vann Islandsmeistarann Þórdísi Edwald í úrslitum 11—2,8—11 og 12—9. Kristin sigraöi einnig í tvíliðaleik, þar sem hún lék með Kristínu Berglindi. Þær stöllur unnu Þórdísi Edward og Ingu Kjartansdóttur 15—9 og 15—2. Kristín Magnúsdóttir bætti síðan þriðju gullverðlaununum í safn sitt þegar hún og Broddi Kristjánsson urðu sigurvegarar í tvenndarleik. Unnu Vildísi K. Guðmundsson og Sigfús Ægi Ámason í úrslitum 15—14 og 15—8. Sigfús Ægir og Víðir Bragason urðu sigurvegarar i tvíliðaleik karla, unnu Brodda og Guðmund Adolfsson í úrslitum 17—14,9—15 og 15—4. Hér sjást stúlkuraar úr TBR, sem komu miklð við sögu á Akranesi um helgina og taka þátt i Evrópukeppni fé- lagsliða í Antwerpen. Kristín Berglind, Kristin Magnúsdóttir, Inga Kjartans- dóttir og Þórdís Edwald.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.