Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1982, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.1982, Blaðsíða 35
DV. MIÐVIKUDAGUR 20. OKTOBER1982. 35 Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið Ef rétt er að Jimmy Page sé genginn i Whitesnake má búast viö miklu af þeim bæ. Jimmy Page genginn íWhite- snake? Jimmy Page, hinn frægi foringi og gítarleikari Led Zeppebn, er kominn í fréttirnar enn á ný. Tónlistarblaðið Melody Maker telur sig hafa áreiðan- legar fréttir fyrir því að hann hafi gengiö til liös viö þungarokkhljóm- sveitina Whitesnake, sem fyrrum söngvari Deep Purples, David Cover- dale, stýrir. Einnig mun, skv. Melody Maker, hinn þekkti trommuleikari, Cozy Powell, ganga til liðs viö White- snake flokkinn. Fyrir i hljómsveitinni eru söngvarinn David Coverdale og bassaleikarinn Neil Murray. Jimmy Page hefur ekkert látið í sér heyra frá því að hljómsveitin lagði upp laupana í kjölfar andláts trommu- leikarans John Bonham. Cozy Powell lék m.a. um langt skeið með Ritchie Blackmore í Rainbow og með Michael Schenker Group þar til fyrir skemmstu. Á dagskrá hjá Whitesnake er plötuupptaka á næstu vikum og tónleikaferð um Bretland í desember og janúar. f svefnpoka með tuttugu snákum í Texas eru snákar og eiturslöngur alls konar hin mesta plága og verða mörgum manni að fjörtjóni. Larry Webb og f élögum hans i klúbbi einum í Texas þótti mál til komið að kenna fólki hvemig ætti að bregðast við snákum og koma fram við þessar skepnur. Larry Webb ákvað að sýna fólki að snákar væru í raun sauðmeinlausar skepnur, ef menn brygðust rétt við þeim. Til að sýna fram á þetta skreið hann inn í svefnpoka og lét moka snákum ofan í hann og renna renni- ■ásnum upp. Siðan skreið hann upp úr. Gerir hann nú þetta fyrir hvem sem vill sjá og kynnast því hvemig bregðast eigi við snákum. Rallkappamir Birgir Bragason og Magnús Amarson keppa á ítaifu VETRARSTARF SAMTAKA AHUGA- MANNA UM KVIKMYNDAGERÐ HAFIÐ Vetrarstarf Samtaka áhugamanna um kvikmyndagerð er nú að fara af staö. Ýmislegt er á döfinni hjá þeim. Samtökin halda reglulega námskeiö fyrir áhugamenn um kvikmynda- gerð. mikill áhugi og starfandi klúbbar í skólum landsins. Forsvarsmenn Samtakanna, þeir Marteinn Sigurgeirsson og Sveinn að stunda kvikmyndagerð í frí- stundum sínum, þrátt fyrir mikinn áhuga, vegna þess hve dýrt þetta væri. Samtökin munu beita sér fyrir Ofan á þessa tolla leggst svo tæp- lega 26% söluskattur og 32% vöru- gjald og svo álagning. Sem dæmi má nefna að Um helgina veröur farið af stað með námskeið í videomyndagerð. Á laugardaginn fara þeir í undirstöðu myndbandagerðar í Álftamýrar- skólanum og heimsækja Ismynd og fylgjast með vinnubrögðum atvinnu- manna. Síðar í nóvember mun Þor- steinn Jónsson kvikmyndageröar- maður leiðbeina áhugamönnum um undirstöðuatriði í kvikmyndagerö. I janúar munu samtökin gangast fyrir sýningum á erlendum verð- launamyndum úr samkeppnum áhugamanna. Kvikmyndahátíð og þing Samtaka áhugamanna um kvikmyndagerð verður svo 26.-27. febrúar. Inn í þetta bætast svo kynningar samtakanna í skólum landsins, en víða er mjög mikill áhugi þar á kvikmyndagerð. Stærsta verkefni samtakanna á næsta ári veröur að halda Nordisk Smalfilm næsta sumar. Það er kvik- myndahátíð samtaka áhugamanna um kvikmyndagerð á Norður- löndum. íslendingum hefur gengið býsna vel á þessari hátíð undanfarið, m.a. sigrað í yngsta flokki tvö síðast- liöin ár. Búist er við því að um 50 kvikmyndaáhugamenn frá Norður- löndum sæki hátíðina. Á blaðamannafundi sem Samtök áhugamanna um kvikmyndagerð héldu á dögunum kom fram að um 200 manns væru í samtökunum sem væri svipað og þegar þau voru stofnuö árið 1978. Félagamir eru flestir ungir að árum. Markmið sam- takanna er að stuðla að útbreiðslu kvikmyndagerðar á Islandi og vinna samtökin meðal annars að því með kynningarstarfi í skólum. Er víða Stór hluti af starfi S.Á.K. ar námskeiðahald ýmiss konar. rvtynain er tekin at tökunómskeiöi þeirra á siðasta vetri þar sem Sigurður Sverrir Pálsson leiðbeindi. Andri Sveinsson, sögðu að kvik- myndagerð áhugamanna hefði dreg- ist nokkuð saman að undanfömu. Ástæðumar kváðu þeir vera aukinn áhuga á myndböndum og gerð video- mynda og ekki síst gífurlega háir tollar á þeim vörum sem kvikmynda- geröarmenn þyrftu á að haida við iðju sína. Þeir sögðu að margir unglingar hefðu alls ekki efni á því því í vetur að reyna að fá tolla lækkaða á kvikmyndatækjum og filmum, rétt eins og Samtök áhuga- ljósmyndara gerðu á sínum tíma. Sem dæmi um tolla má nefna aö filmur em með 35% tolli, tökuvélar 50% tolli, linsur, filterar, og skyldur útbúnaður í 50% tolli og sýningarvél- ar í 50% tolli, svo aö eitthvað sé nefnt. kvikmyndavél sem kostar frá fram- leiðanda 3000 krónur kostar í búð í Reykjavík tæpar 10.000 krónur. Þrátt fyrir mikinn kostnað er engan bilbug að finna á Samtökum áhugamanna um kvikmyndagerð. Á dögunum kom út blað þeirra, SÁK- blaðið og eins og áður segir hefst vetrarstarfiö með myndbandanám- skeiði á laugardaginn. ás. Rallkapparnir Birgir Þór Bragason og Magnús Arnarson eru farnir til ítalíu til að taka þátt í rallkeppni einni mikilli. Keppnin heitir 100 þúsund Tabucchi og er liður í Evrópu- meistarakeppni rallökumanna. Fer hún fram vestan við Torínó ekki all- langt frá landamærum Italíu og Frakklan'ds. Hefst keppnin næstkom- andi föstudagskvöld eða aðfaranótt laugardags. Er þetta í annað skipti sem Islendingar fara utan gagngert til að taka þátt í rallkeppni. Birgir er ökumaöur í keppninni en Magnús aðstoðarmaður. Blaöamaður DV náði tal af Birgi og Magnúsi skömmu áður en þeir héldu utan og spurði fyrst á hvernig bíl þeir myndu aka. „Við keyrum á Opel-bíl, sem við fáum lánaðan hjá Itölum sem hafa keppt hér á landi í ralLakstri, t.d. í Ljómarallinu.” — En hvemig fjármagnið þið þátt- tökuna? „Að langmestu leyti meö auglýsing- um frá Flugleiðum og Camel. Við vor- um svo heppnir að rekast nánast á um- boösmann Reynolds Co. framleiðenda Camel, er hann var hér á landi og feng- um því umtalsverðan pening fyrir aug- lýsingar hjá þeim. En í keppninni verða menn frá bílaframleiðendum Birgir Þór Bragason er ökumaður Opel-bifreiðarinnar og Magnús Arnarson er honum til aOstoðar. DV-mynd: Einar Ólason. sem hafa milljónir á bak við sig. Til dæmis Audi, Fiat og Porsche. Við verð- um á bíl með 150 hestöfl, en þaö verða margir á 350—400 hestafla bílum.” — Hvað gerið þið ykkur vonir um að ná langt? „Við verðum ánægðir með að ná fimmtugasta sæti í allt, enkeppniner í raun tvískipt. Annars vegar er stóra keppnin, þar sem allir bílamir taka þátt, og hins vegar margar minni keppnir, þar sem farið er eftir vélar- stærð og breytingum á bílunum. I okk- ar flokki eru svipaðir bílar og taka þátt í röllunum hér heima, og verða u.þ.b. 25bílaríhonum.” — Hvað verður ekin mikil vega- lengd? „7—8000 kílómetrar á 2 nóttum, en það er svipað og keyrt er á sólarhring hér heima. En þetta er allt ööruvísi leiö en heima. Stór hluti leiðarinnar er á malbiki. En eins og allir vita sem til Italíu hafa komið eru vegirnir þröngir og hlykkjóttir og leiðin mun liggja að einhverju leyti í fjalllendi. Hraðinn skiptir miklu meira máli þar. En við erum samt hvergi bangnir, enda þótt aðstæður séu nokkuð ólíkar því sem við eigum að venjast. Þó leiðin sé ólík, eru bílarnir eins. Jón Ragnarsson hefur tekið þátt í ralli erlendis og hefur reyiit aö gefa okkur nasasjón af því sem viö megum eiga von á. Og auk þess komum viö tímanlega út og getum kynnt okkur leiðina,” sögöu Birgir Þór Bragason og Magnús Amarson aö lokum. ás

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.