Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1982, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1982, Blaðsíða 37
DV. FIMMTUDAGUR 28. OKTOBER1982. 37 DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL „Skemmtilegast að taka myndir af fólki” — segir Tage Ammendrup Framleiðendur Ijósmyndavéla kappkosta að búa til æ fullkomnari linsur til þess að auka myndskerp- una, en stundum hagar þannig til að skerpan spillir fyrir því sem Ijós- myndarinn vill leggja áherslu á. Þessa mynd tók Tage Ammendrup af ungri og fallegri leikkonu, Ragn- heiði Elfu Arnardóttur. Til þess að laða fram enn frekar munúðarfullan munnsvipinn og fjarrænu augn- anna leitast hann við að þurrka út önnur einkenni sem ella myndu bera myndina ofurliði. Hann hefur notað aðdráttarlinsu og stórt Ijósop þannig að einungis varir, augu og nasavængir eru fyllilega skörp, en til þess að bæta svo enn betur um hefur hann kópierað myndina gegnum rasta sem kallað er, strík- að gler eða filmu. Myndirnar úr sjóróðrinum. Vonandi ber þær að lokum fyrír augu sjómann anna. „Mér finnst langskemmtilegast aö taka ljósmyndir af fólki, þaö er svo rnikill fjölbreytileiki í mannlífinu,” segir Tage Ammendrup, dagskrár- stjóri lista- og skemmtideildar sjón- varpsins. Tage hefur stjómaö ógrynni sjónvarpsþátta, einhvers staöar á milli 900 og 1000, og viö höfum öll einhvem tima notið góös af þeim verkum hans heima í stofunum hjá okkur. Hitt er fá- um kunnugt aö Tage er áhugasamur og afkastamikill ljósmyndari. Hvorki hann né nokkur annar hefur kastað tölu á þær ljósmyndir sem hann geym- ir heima hjá sér, en þær skipta tugum þúsunda, og þaö sem kannski er meira um vert, ljósmyndafróðir menn telja hann mjög glúrinn á því sviöi, þótt sjálfur sé hann ekkert nema lítiilætið og vilji sem minnst um þaö tala. „Annars er ég ekki á neinni sérstakri línu í ljósmyndun,” segir Tage. Stund- um langar mig út á Alftanes til aö taka myndir af f jörunni, fulgunum eöa ljós- broti sjávarins, og þá geri ég þaö. Stundum langar mig tU þess aö ljós- mynda mannlífið og þá ek ég bara niður í bæ og munda vélina þar sem gott er að bera niður. En þetta kemur í bylgjum hjá mér, stundum tek ég mikið, stundum Utið, stundum tek ég lélegar myndir og stundum skárri. Þetta er nú munurinn á okkur áhuga- mönnunum og þeim sem gera þetta aö sérgrein. Atvinnumaðurinn veröur aUtaf að skUa jöfnum og góöum árangri, en viö hinir höfum hvorki tima né peninga tU þess aö ná sams konar leikni — en hvað gerir þaö svo Tage Ammondrup skoðar HstaverkiÖ. D V-mynd BH sem til þegar maöur hefur gaman af þessu? Einu sinni vorum viö hjónin á Rhodos sem er grísk eyja. Viö vorum í opnum jeppa og mættum tveimur kon- um, ríðandi á jafnmörgum ösnum. Þær voru greinilega aö ríöa heim af akrin- um og höföu poka fyrir framan sig á ösnunum. Þetta var náttúrlega geysi- lega myndrænt eins og þú getur ímynd- aö þér, ég snarhemlaði, stökk út úr bUnum og fór aö taka myndir af mikl- um móöi. Þá sló önnur konan í asnann og reiö til mín. Eg hélt aö hún vildi fá einhverja greiðslu fyrir fyrirsætustörf- in og fannst þaö ekki nema sanngjarnt, en þá tók hún upp heilmikiö af hvers kyns ávöxtum og gaf okkur hjónunum svo aö ég stóð eftir með fangið fullt af gróðri og nokkrum góöum ljósmyndum sem hjálpa mér til þess aö rifja upp þetta skrítna og skemmtilega atvik,” sagöi Tage Ammendrup.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.