Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1983, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1983, Blaðsíða 15
DV. MÁNUDAGUR14. FEBRUAR1983. Helgi Hálfdanarson hefur numiö framandi þjóötungur og fundiö þeim farveg tii okkar, sem orðvana þreyjum viö vanabundið líf og tiibreytingar- iaust." Mynd úr 1001 nótt, útgáfu Máis og menningar. og sjá hvar Prótevs rís úr hafi hátt og hegra Tríton þeyta kudung'shorn. (William Wordsu orth) Helgi hafði veriö svo forsjáll aö láta fylgja meö skýringar á þessum fram- andlegu kumpánum Prótev og Tríton og kuðungshorni þess síðarnefnda og varö þá hverjum sjómanni kvæöiö auð- skiliö. Þaö haföi mikill kveöskapur af fjörrum heimshomum fyllt stóra og ríkmannlega búna stofu rækjusjó- mannsins, áöur en síðasta svarta- dauöaflaskan var tæmd og ekki man ég yfir hverju viö grétum út í lognvært morgunsáriö, eins og þaö gerist mild- ast og mýkst á Isafirði. Eflaust eitt- hvaö um hverfulleika lífsins, söknuð og ást. Kannskiþessa: Dauðinn kemur og fer á kránni. Það líða svartir hestar og skuggalegt fólk um djúpa vegu gítarsins. Það angar af seltu og af kvennablóði úr œstum ilmföngum sjávarsíðunnar. Dauöinn kemur og fer, hann fer og kemur dauðinn á kránni. (Tataraljóð Federico Carcia Lorca) Hún heföi a.m.k. fallið vel að hugblæ þeirra, sem árla morguns reikuöu um sjávarkamba Isafjaröar og voru aö byrja aö þynnast upp. Gamlir kunningjar og nýir Hér hef ég talað um þessi kvæði eins og væru þau gamlir kunningjar minir og flestra lesenda. Það er satt, svo langt sem það nær. Um það segir höf- undur íeftirmála: „Þegar fariö var aö efna til útgáfu þessarar, varö það aö ráöi, að upp skyldi tínt þaö sem til næðist, svo aö syrpan yröi svo fjarri úrvali, sem verða mætti... Hér eru saman komin þýdd ljóö, sem áöur hafa birzt í þremur bókum, Handan um höf (1953), Á hnotskógi (1955) og Undir haustf jöll- um (1960). En auk þess allmörg ljóö, sem hvergi hafa verið prentuö áður, og nokkur sem birzt hafa á víð og dreif í tímaritum. Þó eru hér brott numin öll ljóö, sem ættuö eru frá Kína og Japan, því þau hafa, breytt eða óbreytt, veriö felld inní ljóöasöfnin Kínversk ljóð frá liðnum öldum (1973) og Japönsk ljóð frá liönum öldum (1976).” Því kemur margt kunnuglega fyrirj sjónir okkur aödáendum Helga Hálfdanarsonar, semásamt Magnúsi heitnum Ásgeirssyni minnir á hrafn- ana Hugin og Munin er sáu vítt of veröld alla og gólu tíðindi í eyru Öðni;, þannig hafa þeir veriö okkur, lítt skyggnum á fegurö heimsins, augu og eyru. En hér er einnig margt nýtt aö finna. Bæði koma til nýir höfundar og aukið er ljóöum eftir aðra, sem áður hefur verið glímt viö. Of langt yröi þaö upp aö telja, en þó get ég ekki stillt mig um að geta 70 smáljóða eftir danska háðfuglinn Piet Hein og tilfæra tvö þeirra í tilefni væntanlegrar orrahríö- arkosningaogstjómmálaþvargs: _ Þegar efnið reynist rýrt, er ráð að tala ekki skýrt. (Ráð til rceðumanna) og Að stjórna landi voru er lítið gaman, og löngum verða þakkarorðin fá, því axarsköft og skyssur leggjast saman, en skynsamlegar gerðir dragast frá. (Stjórnarstörf) Annars á Helgi svo marga strengi í hörpu sinni, aö engin leið er í stuttri rit- fregn að gefa hugmynd um þau marg- víslegu blæbrigði hugsunar og tilfinn- inga, sem ljóömál hans miðlar okkur og gerir þannig kleift aö klæða í búning oröa hræringar í sálinni, sem viö höfum naumast ööruvísi getað veitt út- rás sökum klæðleysis. Maöur gæti eins vel reynt að lýsa öllum hamskiptum ís- lensks veöurfars á einni síöu dagblaös. „Náttúrunnar numdir mál/numdir tungur f jalla” kvaö Grímur um Jónas. Helgi hefur ekki aöeins numið fram- andi þjóötungur og fundið þeim farveg til okkar, sem orövana þreyjum viö Menning vanabundiö líf og tilbreytingarlaust. Hann hefur numið tungur framandi fjalla og framandi náttúru, fundiö Olympstindi staö viö hliöina á Esjunni í hugarheimi okkar, Cordóvu viö hlið Reykjavíkur, Sikiley viö hliö Viðeyjan og gert okkur ána Níl jafnkunnuglega og Blöndu: Og engillinn okkar „meö rauöan skúf í peysu” helst nú í hendur við þær Klópötru, Öxu, Fatímu og ■Maríen. Og ekki má gleyma ástinni. Hvaöa íslenskt skáld hefur ofiö ástinni jafnfínlega, frumsamda veruleikavoö ogþessa?: Ekki er húð á ungu blómi eða snigli úr skel svo mjúk, og um kristal aldrei leikur undir mána slíkur Ijómi; Hennar lær sem fœldir fiskar fimlega mér undan viku ívið svöl í óttukuli og þó gull af báli kviku. Hálan flugstig húms og drauma hryssanþýða bar mig vel, perlúmóðir mjúk var söðull minn, égþeysti án spora og tauma.... (Eiginkonan ótrúa, Federico Garcia Lorca) Það væri kaldur nár, sem ekki yljaði um hjartarætur viö aö rifja þetta upp í huganum á úfnum Skötufirði mannlífs- ins meö dauöann í næstu báru. Á volki um heimsins höf Eg þykist nú hafa rökstutt, eftir því sem pláss blaösins leyfir, hól mitt um þessa bók. Aðeins vil ég minna á það að lokum, aö þetta er bók fyrir alla, sem lífsanda draga á íslenskum slóðum láös og lagar. Hafir þú ekki, lesandi góður, þegar fært kærum vini hana í jólagjöf, þá eru önnur tækifæri fram- undan, stórafmæli, gull- og silfurbrúð- kaup, aö öllum fermingunum fram- undan ógleymdum. Jafnvel jaröarfar- ir væru upplögð tækifæri til að færa eftirlifendum hana aö gjöf, því að eng- in íslenzk bók geymir innan spjalda sinna jafnglögga mynd af því einstigi milh lífs og dauöa, sem viö fetum öll, jafnfjölbreytt minni um hina skamm- vinnu lífsnautn, hverfulleika hamingj- unnar, tregann, beiskjuna og sárindin, sem sest í sálir okkar allra á vegferð- inni og þá öruggu höfn, sem viö ÖE lendum í aö lokum, eftir mismunandi mikið og langvarandi volk um heims- ins höf. Og finnir þú engan meöal kunn- ingja þinna, sem ekki hefur þegar eignast hana, geröu þá sjálfum þér einu sinni dagamun, faröu í næstu bókabúö og færðu sjálfum þér hana aö gjöf, gleymdu videoi, sjón- varpi, Dagblaöinu Vísi og ööru fjöl- miðlafargani og vertu einn með Erlendum ljóðum um stund. Ef þú finnur þá ekki hvöt hjá þér til að deila einhverju broti úr einhverju stefi með öörum, þá skaltu leggjast upp í sófa, breiða vel upp yfir haus, snúa upp tán- um og taka síöujstu andvörpin án þess aö trufla ólgandi lífiö í kringum þig. RYÐVÖRNi SMIÐSHOFÐA 1. S 30945 BlLARYÐVÖRN UNDIRÞVOTTUR MÓTORÞVOTTUR voru Tilboðið heldur áfram íýmsum MaryQuant snyrtivörum Mikill afsláttur LEGGHLÍFUM, VETTLINGUM, HÚFUSETTUM 5* AiAltÍllltNAIt fleira. Klapparstlg 30 sími 17812 Úrval fremstir á Mallorca Tryggöu þér gististaö sem þér hentar best meö því aö panta far strax ÚRVAL við Austurvöll S26900 Umboðsmenn um allt land URVAL Páskar 27. mars 17dagar Ódýr vorferð 12. apríl 3 vikur 3. maí 3 vikur 24. mai 3 vikur 31.maí 2 vikur 14. júní 3 vikur 21. júní 2 vikur 5. júlí 3 vikur 12. júlí 2 vikur 26. júlí 3 vikur 2. ágúst 2 vikur 16. ágúst 3 vikur 23.ágúst 2 vikur 6. sept. 3 vikur 13. sept. 2 vikur 27. sept. 3 vikur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.