Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1983, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1983, Blaðsíða 8
8 DV. MIÐVIKUDAGUR16. MARS 1983. Utlönd Útlönd Útlönd Útlönd Klaus Barbie, „slátrarínn frá Lyons”. Myndin er tekin 1982. Skömmu eftir aö Barbie var vísaö úr Bólivíu kom fram fyrir tjöldin prófessor í þýskri sögu, Erhard Dabringhaus í Detroit, sem starfaö haföi viö gagnnjósnir meö Bandaríkja- mönnum í V-Þýskalandi eftir stríö. Segist hann tvívegis hafa fengiö fyrir- mæli um að ljúga aö Frökkum, sem leituðu Barbies. Hann sagöist ekkert vita um Barbie þegar honum hins vegar var kunnugt um að Barbie fengi mánaöarlega 1700 dollara greiðslurfrá USA hálft áriö 1948 fyrir samvinnu viö leyniþjónustuna. FlóöíSanJose Reiðir íbúar í San Jose í Kalifomíu brutust gegnum vega- tálma lögreglunnar og óöu vatns- elginn í mitti til þess aö komast á heimili sín. Lögreglan haföi bannaö fólkinu aö snúa aftur eftir aö landiö fór undir vatn, átta dögum áöur, vegna þess aö þaö væri hættulegt. Francis Fox borgarstjóri reyndi aö tala um fyrir íbúunum og varaði þá við gaslekum sem komiö heföu aö húsunum. En enginn gat stöðvaö þá. Barbie var í tengslum við leyniþjónustu USA Fór fjórum sinnum til Bandaríkjanna 1969 og 70 Klaus Barbie, fyrrum gestapófor- ingi, sem bíöur réttarhalda vegna stríðsglæpa sinna í Frakklandi í síðari heimsstyrjöldinni, heimsótti Bandaríkin fjórum sinnum á árunum 1969 og 1970, eftir því sem háttsettur embættismaður í dómsmálaráöuneyt- inu í Washington segir. Allan Ryan, sem settur hefur verið yfir sérrannsókn á tengslum Barbie viö bandarísku leyniþjónustuna, upp- lýsti þetta á fundi meö fréttamönnum í gær.------Þaö hefur veriö fullyrt aö bandaríska leyniþjónustan hafi aöstoöað Barbie viö að komast undan frönskum yfirvöldum þegar þau vildu sækja hann til saka fyrir störf hans sem yfirmanns gestapó í Lyons á árunuml942—44. Barbie, sem uppnefndur var „slátr- arínn frá Lyons” var tvívegis dæmdur fjarverandi af frönskum rétti fyrir stríösglæpi (á sjötta áratugnum). Vísaö úr landi í Bólívíu. Barbie, vafinn laki, var leiddur út á flugvöllinn í La Paz en viötakendur voru Frakkar. Hann fór huldu höfði í Bólivíu, þar t.il honum var vísaö úr landi í síðasta mánuöi og framseldur Frökkum. Mjög hefur veriö lagt aö Smith dóms- málaráðherra aö rannsaka hvern þátt bandaríska leyniþjónustan hafi átt í aö hjálpa Barbie við aö komast undan refsingu. — Því hefur veriö haldið fram aö Barbie hafi lagt leyniþjónust- unni til ýmsar mikilvægar leyndar upplýsingar. Ryan sagöi á blaðamannafundinum í gær aö hann vonaðist til aö ljúka rannsókninni á þrem mánuðum og lét í veöri vaka aö hann mundi leita samstarfs yfirvalda í Frakklandi og Bólivíu. Thatcherst jómin ætlar að lækka skattana Ríkisstjórn breska Ihaldsflokksins lagði fram fjárlagafrumvarp sitt í gær þar sem gert er ráö fyrir að létta ögn skattabyröi heimilanna. Hvergi örlar hins vegar í þeim á því aö nýjar þing- kosningar séu á næsta leyti. I frumvarpi sir Geoffrey Howes fjármálaráðherra er gert ráö fyrir lækkun skatta um 1,6 milljónir sterlingspunda. Vekur eftirtekt aö ekki er gert ráö fyrir sérstökum f járveiting- um til þess aö glæöa efnahai slífiö, þar sem 13,7% vinnuaflsins eru at- vinnulaus. Sagöi hann neöri málstofunni aö baráttan gegn veröbólgunni sæti enn í fyrirrúmi en hún er nú komin niður í 4,9% á ársgrundvelli. Thatcherstjómin hefur nú setiö tæp f jögur ár aö völdum. Rennur k jörtíma- bil hennar út í maí næsta ár en fyrir þann tíma verður Thatcher aö boöa til nýrra þingkosninga. Höföu margir ætlaö aö til kosninga mundi boðað í júní í sumar eöa í október næsta haust en eftir framlagningu fjáriagafrum- varpsins hafa menn nú meiri trú á október. Stjórnarandstaöan beiö ekki boöanna viö aö gagnrýna frumvarpiö og fann því helst til foráttu aö engin viöleitni væri til þess aö ráöa bót á at- vinnuleysinu, sem slær öll fyrrimet. Sir Geoffrey sagöi þingheimi aö landinu væri stýrt hægt en örugglega í átt til efnahagsbata. Niöurstööutölur frumvarpsins eru 121 milljaröur sterlingspunda og eru stjórninni sett þau takmörk í erlendum lántökum aö þær fari ekki upp fyrir átta milljarða punda. Þaö eru ekki nema 2,75% af brúttóþjóðarfram- leiöslu Breta og eitt minnsta hlutfall erlendra lántaka á Vesturlöndum enda er þaö eitt höfuöatriöið í baráttu íhaldsstjórnarinnar gegn veröbólg- unni. Persónufrádráttur og f jölskyldufrá- dráttur til skatts var hækkaður um 14% en tóbak, áfengi og bensín var hækkaö og þó minna en verðbólgan nam á síðasta ári. Launaskattur fyrir- tækja var lækkaður. MÁLAMIÐLUN Reagan Bandaríkjaforseti kann aö vera tilleiðanlegur til málamiölunar í kjarnorkuvopnaviöræöunum viö Sovétmenn þó hann vilji ekki gefa „núll-lausnina” upp á bátinn enn sem komiö er, — samkvæmt því sem Ruud Lubbers, forsætisráöherra Hollands, segir aö lokinni heimsókn til Washing- ton. Af viöræöum sínum viö Reagan kvaðst Lubbers hafa skilið að Bandaríkjaforseti kynni aö fallast á skammtímabráöabirgöafyrirkomulag þar sem meöaldrægar kjarnorku- flaugar væru staösettar austan og vestan járntjalds í Evrópu. Italir, Bretar og V-Þjóðverjar, sem eiga aö fá fyrstu eldflaugarnar í NATO-áætluninni (kemur til fram- kvæmda í desember), hafi allir lagt til aö leitaö veröi málamiðlunar. Mestaskriöa ísöguKína Sale-fjall, i norðausturhluta Kína, hrundi aö hluta í fyrri viku og um 60 milljón rúmmetra skriða féll á nærliggjandi þorp. Tala látinna er 277, samkvæmt fréttastofunni Nýja-Kína. tbúar 22 heimiia voru fluttir til öruggari staöa viku áður en skriðan féli, en meirihluti þorps- búa blýddi ekki viðvörunum, enda önnum kafinn við vorsáningu. Aðeins 22 einstaklingar sem lentu í skriðunni lifðu af. í frásögn Nýja-Kína segir að jarðfræðingum beri saman um að þetta sé versta skriða sem nokkru sinni hefur fallið í Gansuhéraði. Þaðstóð í leikkonunni Söng- og leikkonan Liza Minelii var í skyndingu lögð inn á sjúkra- hús í Dallas í fyrradag aö köfnun komin. Læknar sögðn að eitthvað hefði staðið í benni en það hefði verið fjarlægt og söngkonan væri jafngóð eftir. 15 hundruð eöa lOþúsund Einn þingmanna Kongress- flokks Indíru hélt því fram í umræðum á þinginu í Nýju Delhíað fjöidi þeirra sem látið hefðu iifið i f jöidamoröunum i siðasta mánuði i Assam væri yfir tíu þúsund. Þvi hefur opinberiega verið haidið fram að 1500 hefðu látið iifið en 2000 værí saknaö tii viðbótar. Þíngmaöurinn færði þessum tölum sinum engan stað og var fullyrðingum hans vísað á bug af ráðherrum flokks hans. Allt er nú sagt með kyrrum kjörum á yfirborðinu í Assam en mikil spenna undir niðri. Meðkafbát í vörpunni Dansk iandhelgisgæslan greinir frá því að austantjaidskafbátur hafi lent í vörpu vestur-þýsks fiski- báts í Eystrasalti. Kafbáturinn mun hafa verið á flotaæfingu Varsjárbandalagsins, en hún fer fram undan Póllandsströndum þessa dagana. Þetta var kafbátur af „viskí”- gerð en Sovétmenn og Pólverjar eiga einir slika kafbáta. Kom hann upp á yfirborðið og losaöi áhöfnin hann úr netinu. Kafaöi hann siðan aftur án nokkurra orðaskipta við þýsku fiskimennina. Fyrir nokkrum dögum lenti danskur kafbátur i nctum dansks fiskibáts. Blaðamenndrepn■ iríEISalvador Tveir útlendir biaðamenn, maöur og kona, voru drcpin, þegar sló i bardaga milii stjórnarhers E1 Salvadors og vinstrisinna skæru- liða skammt frá höfuðborginni San Salvador. Báru þau engin persónuskilriki á sér og höfðu kennsl ekki verið borin á þau þegar siðast fréttist. Hann var blökkumaður cn hún hvít og bar hún ljósmyndavélar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.