Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1983, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1983, Blaðsíða 19
DV. MIÐVIKUDAGUR16. MARS1983. 12 Menning Menning Menning Menning Litla leikfélagið í Garði: HVERGIVEIKAN HLEKK AÐ FINNA Hvað er í kistunni? Höfundur: Grethe Throutf. Leikstjóri og þýðandi: Sigfús Dýrfjörð. Litla leikfélagiö í Garðinum frum- sýndi danska barnaleikritið Hvað er í kistunni? á fimmtudagskvöldið fyrir troðfullu húsi áhorfenda, aöallega af yngri kynslóðinni, sem kunnu vel að meta leikinn, enda sniðinn við hæfi barna, — samofinn veruleiki og draumur, — alveg mátúlega langur til aö halda þeim viö efnið. Ef nið er í aðal- atriðum það aö nokkrir krakkar stelast upp á háaloft og komast þar í kistu með margs konar fatnaði sem gefur ímyndunaraflinu lausan tauminn, en svo illa eða vel vill til að hurðin læsist og þau komast ekki út og sofna. Þá fara á kreik ýmsar furðuverur sem húsvörðurinn fær að kljást við rétt eins og hinar mennsku. Ekki er rétt að rekja efnið meira, en Sigfús Dýrfjörð á lof skilið fyrir hvað honum hefur tekist vel með krakkana sem leikstjóri — og þýðandi, því allmikið reynir á leik- stjórann, þar sem um er að ræða, dansa, söngva og hópatriði á litlu sviði Leiklist Magnús Gíslason Sigfús Dýrfjörð. með ungum og sumum lítt reyndum leikurum. Gæti hann vafalítið færst meira í fang ef hann fengi tækifæri til þess. Alls stóðu að þessari ágætu sýningu og jafnframt 14. verkefni LL á rúmum fimm árum nærri 40 manns, allt frá leikstjórn til förðunar og var hvergi veikan hlekk að finna. Með aðalhlut- verkin, krakkana, fóru Karl Finnboga- son, Helgi Steinsson, Eygló Eyjólfs- dóttir, Gunnrún Theódórsdóttir, Egill Egilsson og Sigríður Brynjarsdóttir, öll hin hressustu og lifðu sig vel inn í hlutverkin. Rósir, jóiasveinar, indíán- ar, draugar og danskennari ýmist Uöu eða geystust um sviðið í viðeigandi klæðnaöi en af og til mundaði húsvörð- urinn kústinn, en hann var mjög skemmtilegur í meðförum Bjarna Kristinssonar. Sviðið var einfalt og byggðist mjög á góðri lýsingu Einars Jóns Pálssonar. Guðrún Júlíusdóttir sá um dansatriðin ogtókstvel. -emm. King Sunny Ade And His African Beats — Juju Music: Sound d’Afrique ll-,,Soukous”: Af ríka seld í Evrópu Það má vel halda því fram að veigamestu áhrifin í vestrænni alþýðutónlist séu komin frá Afríku. Til þess þarf maður að vita að rokk- ið, jassinn og blúsinn eiga upptök sín í Bandaríkjunum, en þetta eru þær tónlistarstefnur sem helst má rekja til svörtu innflytjendanna, þrælanna frá Afríku. Þeir komu víða að, skildu ekki til fullnustu félaga sína svo það sem helst sameinaði þá var tónlistin, óaöskiljanlegur hluti af daglegu lífi þeirra. Dans var í Afríku stiginn við flestar hcpathafnir, taktur, kveðinn og sleginn, stýrði vinnu og trumbur gátu borið boð langar leiðir. Tónlist var þeim því miklu meira virði en öðrum innflytjendum og var þaö ekki að furða þó einkenni þessarartónlist- ar sæjust síðar í alþýðutónlist N- Ameríku svo sem í blús og jassi. Hins vegar varð umheimurinn ekki eins var við þá sem eftir urðu í Afríku. Þar hélt tónlistin áfram að vera hluti af hversdagslífinu cn nú á síðari tímum hafa Afríkubúar þurft að kyngja vestrænni sölumenningu. Afríkutónlist hefur því breyst og mótast eins og tónlist annars staðar í heiminum en hin þjóðlegu afrísku einkenni eru þó greinilega enn til staöar. Mzee Makassy, sem stýrir hljóm- sveit í Austur-Afríku, segir: „Það má skapa eitthvað nýtt og hafa samt það gamla í heiðri. Við breytum gömlu tónlistinni og bætum hana, það sem við spilum er ekki eingöngu afrískt, vestrænar hugmyndir falla saman við.. . Túlkunin er aðallega í söngnum, hann er afrískur, en einnig þar eru vestræn áhrif.” Það má því segja að þar sem vest- rænt rokk er farið að hafa áhrif á afr- íska tónlist sé hringnum lokað. Það sem upphaflega kom frá Afríku og þróaðist á Vesturlöndum er nú komið afturheim. Alþýðutónlist á mjög misauðvelt uppdráttar í Afríku og þó hún fylgi alltaf fólkinu sjálfu að einhverju leyti þurfa viss skilyrði að vera til staðar til að sama tónlistin nái til allra. Það þarf nokkra auðlegð til að eiga hljóðfæri og grammófón sem er tæpast á hverju heimili í Afríku. Og þó að karl eins og Sunny Ade, sem síðar veröur minnst á, gefi út plötu á þriggja mánaða fresti, selji grimmt og græði mikið, þá eru plötur jafnvel bannaðar í sumum ríkjum og settar hömlur á dansleiki í öðrum. „Juju" Ef til vill er það fákunnátta okkar og óvani sem veldur því að okkur þykir öll afrísk tónlist hljóma líkt. Við lítum stundum á Afríku, heila heimsálfu, sem eina heild og gerum lítinn greinarmun á því sem þaöan kemur. Það er alltaf mikið um bumbuslátt og háværan hópsöng í afrískri tónlist en lítiö meira. Afríka er þó mjög stórt útland ogþarfinnast margar stefnur í alþýðutónlist, ekki síður en á Vesturlöndum. Ein þeirra er Juju tónlist. Konungur hennar nefnir sig Sunny Ade og er frá Nígeríu. Hann er einn þeirra Afríku- búa sem hafa reynt að komast inn á evrópskan markað og hefur náð nokkrum vinsældum í Englandi. Plata þessi, Juju music, er gerð sérstaklega fyrir vestrænan markað og ber þess merki. Afríkumenn eru dansarar af lífi og sál og þykir ekki taka því að hefja dansinn fyrir minna en heila plötuhliö. Þess vegna eru afrísku plötumar yfirleitt aðeins með tveimur lögum, einu hvorum megin. Á Juju music eru lögin hins vegar styttri, nálægt því að vera samkvæmt þriggja mínútna „hit”- staðli að vestrænum sið. Einnig bera hinir ágætu söngvarar það viö að syngja á ensku í einu lagi eða svo. Það þykir mér óþarfi og álika óvið- kunnanlegt og þegar landinn þenur sig á enska tungu og dreymir um að slá í gegn í útlöndum. Það þarf meira til þess en enskuna eina. Juju tónlist Sunny Ade er langt frá því að vera þjóðleg afrísk, heldur er hún nýmóðins danstónlist á Nígeríu- vísu. Hún er gott dæmi um blöndu úr ýmsum áttum. Afrísk áhrif birtast í fjölradda söng, mörgum ásláttar- hljóðfærum sem halda uppi marg- brotnum takti og svonefnd tal- tromma er sögð einkennishljóðfæri Juju. Aðallaglinuhijóðfærin eru hins vegar rafmagnsgítar og stálgítar og mikið ber á alls kyns nýmóðins hljóð- gervlum sem Ade þykir víst gaman að leika sér á en mætti að skaðlausu láta ógert. Gítarleikurinn er mjög f jörlegur og skemmtilegur. Eins og tiðkast í Afríku er hljóm- sveit Sunny Ade stór, enda er sjald- gæft að þar séu í hljómsveitum færri en tíu. Eigi tónlistin þar að vera kraftmikil þarf marga menn. Því stærri sem hljómsveitin er því betri. Plata þessi er fjörleg og létt, á henni er góð danstónlist og þó samanburð vanti tel ég hana fullboð- legan fulltrúa Juju, alþýðutónlistar frá Nígeríu. „Congolese" Platan „Soukous” er safnplata frá fimm löndum, aðallega í Miö- Afríku. Þar virðist vera vinsæl svo- nefnd Congolese tónlist sem er skemmtilegt afbrigði af latneskri (Suður-ameriskri) tónlist. Gítarar, bæði rafmagnaðir og venjulegir eru aðalhljóðfærin og er listavel á þá leikið. Að sjálfsögðu vantar svo afrískan áslátt og að auki eru lúður- þeytarar í flokkunum. Congolese er dillandi danstónlist eins og reyndar latneska tónlistin oftast er og ekki spilla afrísku áhrif- in. Platan er fyrst og fremst kynning á þessari tónlistarstefnu, en ekki tón- list alls svæðisins, og er ágæt sem slík. Til samans sýna þessar plötur það eitt að Afríkumenn eiga alveg eins mikið erindi inn á heimsmarkaðinn og hverjir aðrir. -Járn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.