Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1983, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1983, Blaðsíða 19
18 DV. MIÐVIKUDAGUR 20. JtJLl 1983. DV. MIÐVIKUDAGUR 20. JUli 1983. 19 íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir íþróttii fþróttir íþróttir Coe f er aðeins í800metrana „Ég hef ákveðið að taka alls ekkl þátt í 1500 m hlaupinu á heimsmeistarakeppninnl i Helsinki,” sagði enskl stórhiauparinn Sebastian Coe í Lundún- um í gsr en neitaði alveg að gefa frekarl skýringu á breyttri ákvörðun sinni. Hann átti að keppa um ssti í 1500 m við Steve Ovett, Steve Cram og fleiri. Coe hefur tvivegls tapað i 1500 m hlaupi að undanförnu og stlar að einbeita sér að 800 m í Helsinki. Eftir þessa ákvörðun Coe er líklegt að Cram og Skotinn Graham Williamson verði valdir ásamt Ovett í 1500 m. Ovett er ákveðinn í að reyna elnnlg að komast í 800 m hlaupið. Mun taka þátt i 800 á móti í Lundúnum um helgina. Tvð íslandsmet Ragnheiðará móti íSvíþjóð — hún náði einnig góðum tíma í 100 m bringusundi Sundkonan snjalla frá Akranesi, Ragnheiður Runólfsdóttir, sem er við sundsfingar í Sundsvall í Svíþjóð, setti nýlega tvö tslandsmet í baksundi á mótl í Umeá i N-Svíþjóð. Bætti tvö gömul, gamal- frsg Islandsmet. Ragnheiður, sem er 17 ára og hefur verið besta baksundskona tslands undanfarin ár, synti 100 m baksund á 1:13,5 min. tslandsmet, en eldra metið átti Salome Þórisdóttlr, Ægi, 1:13,7 min. sett fyrir 12 árum eða 1971. Salome var baksundsdrottning okkar lengi en nú hafa öll tslandsmet hennar verlð bstt. Þá synti Ragnheiður 200 m baksund á 2:37,48 min. og bætti Islandsmet Þórunnar Alfreðsdóttur, Ægi, frá 1977, Það var 2:38,30 min. Ragnheiður hefur synt 100 m bringusund á 1:19,0 min. í Sviþjóð, sem er aðeins tvelmur sek. frá tslandsmeti Guðrúnar Femu. Bringusundið er aukagreln hjá Ragnheiði. 200mbringusundsyntihúná2:54,0mín. -hsím. Jafntefli í 2. deild á Vopnafirði Einn leikur var háður í 2. deild tslandsmótsins i knattspyrnu i gær. Einherji og Víðir, Garði, gerðu jafntefli á Vopnafirði. Ekkert mark skorað. Víðir hefur nú 13 stig eftir 12 leiki og er i þriðja sæti en Einherji er með 10 stig úr 9 leikjum, í sjöunda sæti. hsím. Bláskóga- hlaupið Bláskógahlaupið 1983 verður haldið nk. laugardag 23. júlí. Hlaupið hefst kl. 14.00 vlð Gjé- bakka. Vegalengdin erl5,2 km og hlaupið frá Þingvöllum til Laugarvatns. Héraðssambandið Skarphéðinn sér um framkvæmd hlaupslns. -AA Jón Olafsson skoraði sigurmark Vikings i úrslitalelk við Breiðablik 1971, 1—0. Þrumuskalli sem enn er í mlnnum hafður hjá þessum sterka miðverði. Jón hafðl brugðið sér i sókn- ina í aukaspymu. Jón hefur verið llðs- stjóri melstaraflokks Víkings undan- farin ár. Á myndinni að ofan hampur Jón Ólafsson bikamum á Reykjavikur- mótinu 1974. Punktar úr bikarkeppninni: Handalögmál á Melavellinum — og lögreglan kvödd á vettvang þegar KR-ingar og Eyjamenn áttust þar við 1969 í sögulegum leik — Þrír bikarleikjr verða leiknir í kvöld Það verður hart barist á þremur vígstöðvum í kvöld, þegar þrir leiklr i 8-liða úrslitum blkarkeppni KS! verða leiknir. Keflviklngar fá blkarmeistara Akraness í heimsókn og em Keflvík- ingar ömgglega ákveðnir að hefna — þelr töpuðu 1—2 fyrir Skagamönnum i úrslitalelk bikarkeppnlnnar í fyrra. ís- landsmelstarar Vikings leika gegn Breiðablik i Kópavogi og leika Víking- ar án tveggja sinna bestu manna — þeirra Þórðar Marelssonar og Ómars Torfasonar sem em i leikbanni. KR- ingar fá Eyjamenn i heimsókn á Laugardalsvöllinn. Islandsmeistarar Víkings hafa einu sinni áður leikið gegn Breiðablik í bik- arkeppninni. Félögin mættust i úrslita- leik á Melavellinum 1971 og lauk leikn- um með sigri Víkings — 1—0. Jón Oiafsson, liösstjóri Víkings, skoraði þó sigurmarkið. Lögreglan kvödd á vettvang KR-ingar hafa þrisvar sinnum leik- ið gegn Eyjamönnum í bikarkeppn- inni. 1968 lék KR - B-lið til úrslita gegn Eyjamönnum og mátti þá þola tap 1—2 í leik sem KR-ingar áttu meira í, en þeir áttu t.d. tvö stangarskot. 1969 léku KR-ingar og Eyjamenn mjög sögulegan leik ó Melavellinum þar sem lögreglan var kvödd ó vett- vang — þegar upp úr sauð. Leiknum lauk þá með jafntefli 2—2. Eysteinn Guðmundsson, dómari leiksins, vísaði þá Baldvin Baldvinssyni af leikvelli. Baldvin neitaði að fara af velli og hófst þá handalögmál milli Eysteins og Baldvins sem var dæmdur í fjögurra leikja keppnisbann fyrir að leggja hendur á dómarann. Harkan var mikil í leiknum og fóru tveir leikmenn haltrandi af velli og einn var borinn af leikvelli. KR og Vestmannaeyjar þurftu síðan að leika að nýju og lauk þeim leik með sigri KR 3-1. 1980 léku KR-ingar og Eyjamenn í EM í brídge í Wiesbaden: Danir unnu Itali Evrópumeistaramótið í bridge hófst í Wiesbaden í Vestur-Þýskalandi sl. sunnudag og eru þátttökuþjóðir 24, fleiri en nokkru sinni áður. Úrslit í fyrstu umferðunum urðu þessi og hefur íslenska sveitin átt erfitt upp- dráttar. L umferð Noregur-Rúmenía 13— 7 Belgía-Svíþjóð 16,5-2,5 Ungverjaland-Portúgal 11— 9 Sviss-Pólland 10— 10 Irland-Líbanon 12— 8 Frakkland-Luxemborg 19—0,5 Danmörk-ltalía 14— 6 Júgóslavía-Tyrkland 18,5—0,6 Bretland-tsland 17— 3 Spánn-Holland 17,5—1,5 tsrael-Finnland 10— 10 V-Þýskaland-Austurríkl 14— 6 Nokkuð var um að sveitir væru sekt- aðar fyrir að fara yfir timamörk i 1. umferðinnl og því eru þessar skrýtnu tölur í sumum leikjanna. 2. umferð Belgía-Rúmenía 20— 0 Jafntefli í 3. deild Tveir leikir voru háðir í B-riðll þrið ju delldar í gærkvöld. A Grenivík léku Magni og Tindastóli frá Sauðárkróki. Jafntefli varð 3—3 eftir að staðan var 2—0 fyrir Magna eftir fyrri hálfleikinn. Leikmenn Tindastóls mættu mjög ákveðnir til leiks i siðari hálfleik. Tókst að jafna i 2—2. Magni komst aft- ur yfir, 3—2, en Tindastóll jafnaði í 3— 3 fhnm mín. fyrir leikslok. Þeir Hring- ur Hreinsson, Friðbjörn Pétursson og Hörður Benónýsson skoruðu mörk Magna. A Eskifirði léku Austfjarðaliðin Austrl og Valur. Jafntefli varð 1—1. Bæði mörkin voru skoruð i fyrri hálf- Ieik, Bjarni Kristinsson skoraðl fyrir Austra en Guðbergur Reynisson jafn- aði íyrirReyðfirðinga. Þá áttu Snæfell og Ármann að leika í 3. deild i Stykkishólmi í gær. Leiknum var frestað. hsím. Noregur-Finnland 19- 1 Ungverjaland-Svíþjóð 14,5-4,5 Israel-Holland 15- 5 Sviss-Portúgal 19- 1 Spánn-Bretland 20- 0 Pólland-Líbanon 18- 2 Tyrkland-lsland 13- 7 Austurríki-lrland 15- 5 Italía-Júgóslavía 20—13 Frakkland-Danmörk 13- 7 Þýskaland-Luxemborg 15- 5 3. umferð Rúmenía-Finnland 17- 3 Belgía-Ungverjaland 10- 10 Holland-Noregur 14- 6 Sviss-Svíþjóð 12- 8 Israel-Bretland 15- 5 Líbanon-Portúgal 20—<2 Italía-Island 20—<3 Spánn-Tyrkland 15- 5 Austurríki-Pólland 14- 6 Luxemborg-lrland 13- 7 Frakkland-Júgóslavía 20—! 2 Danmörk-Þýskaland 20-i 1 Fyrsti sigur Luxemborg á reynd í þessari umferð. EM stað- 4. umferð Frakkland-Island 17- 3 Holland-Finnland 11- 9 Sviss-Belgía 16- 4 Rúmenía-Ungverjaland 14- 6 Noregur-Bretland 20—13 Líbanon-Svíþjóð 20- 0 Tyrkland-Israel 10- 10 Portúgal-Austurríki 12- 8 Italia-Spánn 17- 3 Pólland-Luxemborg 20- 0 Irland-Danmörk 13- 7 Þýskaland-Júgóslavía 14- 6 5. umferð Holland-Rúmenía 16- 4 Noregur-Tyrkland 20-i 4 Belgía-Libanon 19- 1 Bretland-Finnland 20- 0 Ungverjaland-Sviss 19- 1 Austurríki-Svíþjóð 13- 7 Israel-Itah'a 14- 6 Luxemborg-Portúgal 13- 7- Frakkland-Spánn 20—3 Pólland-Danmörk 17- 3 Júgóslavía-Irland 15- 5 Þýskaland-Island 20- 2 Staðan eftir þessar fimm umferðir var þannig. 1. Frakkland 89 stig. 2. Noregur 78 st. 3. Pólland 70,5 st. 4. Belgía 69,5 st. 5. Italía 69 st. 6. Israel 64 st. 7. Þýskaland 63 st. 8. Ungverjaland 60,5 st. 9. Spánn 58,5 st. 10. Sviss 57,5 st. 11. Austurríki 56 st. 12. Danmörk 51 st. 13. Libanon 50 st. 14. Holland 47,5 st. 15. Irland 43 st. 16. Rúmenia 42 st. 17. Bret- land 39 st. 18. Júgóslavía 36,5 st. 19. Luxemborg 31,5 st. 20. Portúgal 27 st. 21. Tyrkland 26,5 st. 22. Finnland 23 st. 23. Svíþjóð 22 st. og 24. Island 8 st. Ovenjulegt er að sjá þrjór Noröur- landaþjóðir í nestu sætunum. Sjá nán- ar á baksíðu DV. 16-liða úrslitum og lauk þeirri viður- eign með sigri Ey jamanna 2—1. Níunda viðureign Keflavík og Akraness Keflvíkingar og Skagamenn hafa átta sinnum mæst i bikarkeppninni. Fyrst 1960 þegar Skagamenn unnu 6—0 i fyrstu umferð bikarkeppninnar. 1961 léku þeir í undanúrslitum og fóru Skagamenn þá með sigur af hólmi 2—1 og síðan aftur 1965 þegar þeir léku í undanúrslitum — þá unnu Skagamenn 2-0. Keflvikingar unnu 3—0 í undanúr- slitum 1973 og 1—0 í úrslitaleik bikar- keppninnar 1975. Einar Gunnarsson skoraði þá sigurmark Keflvíkinga. 1976 unnu Skagamenn 3—1 í 8-liða úrslitum og síðan aftur 1—0 í 8-liða úr- slitum 1979. Skagamenn lögðu Keflvíkinga svo að velli 2—1 í úrslitaleik bikarkeppn- innar 1982. Það má búast við f jörugum leikjum i Kópavogi, Keflavik og Reykjavik í kvöld. Allir leikirnir hefjast ki 20. SOS Albert Guðmundsson. ALBERT SKCRAÐI í SVÍARÍKI Frá Gunnlaugi A. Jónssyni — frétta- manni DV í Svíþjóð. Albert Guðmundsson, knattspyrnu- maðurinn kunni, sem leikur með Helsingborg í annarri deildinni sænsku, skoraði mjög gott mark fyrir lið sitt í lelk á heimavelli gegn IFK Malmö. Það dugði þó skammt því leik- urinn tapaðist 1—2. Við þetta tap mlnnkuðu möguleikar Helsingborg töluvert á að ná sigri í suðurriðli 2. deildarinnar. Liðið er nú í öðru sæti með 13. stlg, en Malmö er efst með 17. stig. Þá lék liö Eiriks Þorsteinssonar, Grimsás, við Frölunda og varð jafn- tefli 2—2. Grimsás leikur einnig í suðurriðll 2. deildar og er með 10. stig. Fjórir úr 1. deild fóru í keppnisbann Fjórir leikmenn úr 1. deild voru dæmdir í keppnlsbann á fundi aga- nefndar KSt í gær. Úlfar Hróarsson, bakvörður í Val, fékk tveggja lelkja bann vegna brottreksturs og missir því leikl Vals við Vestmannaeyinga nk. mánudag og siðan við Akurnesinga. Magni Pétursson, Val, var dæmdur í eins leiks keppnisbann og getur því ekki leikið gegn Vestmannaeyingum. Magni fékk bannlð þar sem hann var kominn með 10 refsistig vegna bók- anna. Páll Ólafsson, Þrótti, fékk einn eins leiks bann vegna 10 refsistiga. Hann leikur því ekkl með Þrótti í Keflavik 26. júlí. Sveinbjörn Hákonarson, Akra- nesi, var dæmdur i eins leiks bann og leikur þvi ekki með Skagamönnum í leiknum þýðingarmikla vlð Breiðablik á Akranesi á laugardag. Þá voru átta leikmenn úr lægri deildunum dæmdir 1 keppnisbann. hsím. Halldór Halldórsson, markvörður FH, sést hér verja vitaspyrnu Guðmundar Baldurssonar i gærkvöldi. Þarna fór gullið tældfæri Fylkismanna forgörðum tii að tryggja sér rétt til að leika i 4-liða úrslitum bikarsins. DV-mynd S. Fylkir og FH verða að leika á ný í Kaplakrika — Jafntefli 0-0 eftir f ramlengingu f bikarleiknum í gærkvöld á Árbæ jarvelli Fylkismenn geta sjálfum sér um kennt að vera ekki þegar búnir að tryggja sér rétt til að leika í fjögurra liða úrslitum bikarkeppni KSt eftir leikinn við FH-inga i gsrkvöldi. Jafn- tefli varð eftir framlengdan leik, 0—0. Liðin verða því að mætast á ný og þá verður leikið í Hafnarfirði. Fylkir var öllu ákveðnara liðið í gær, sótti stöðugt að marki FH-inga í fyrri hálfleiknum. Þeir fengu svo gullið tækifærí til að taka forystuna er víta- spyma var dæmd ó FH þegar 21 mín. var liöin af leiknum. Brotið var á mið- herjanum, Jóni B. Guðmundssyni, inni í vítateignum og dómarinn Helgi Krístjónsson dæmdi réttilega víta- spymu. Guðmundur Baldursson fram- kvæmdi spyrnuna og skaut laflausu skoti sem Halldór Halldórsson í marki FH átti ekki í minnstu erfiðleikum með að verja. Þetta var eina verulega marktækifærið sem Fylkismenn fengu í hálfleiknum þótt þeir væm meira með boltann og yfirleitt í sókn. I seinni hálfleik færðist enn meira líf í leikinn og kappiö jókst eftir þvi sem á leikinn leið. Eftir sem áður voru það Fylkismenn sem höfðu frumkvæðið í leiknum. Oft var þó ljótt að sjá til ein- stakra leikmanna liðsins, hversu grófir þeir eru í tæklingum. Pálmi Jónsson var sá FH-inga sem mest fékk að finna fyrir því og ósjaldan lá hann í valnum eftir brot Fylkismanna. Pálmi á þó greinilega margt ólært og lætur slíka hluti fara um of i skapiö á sér. Helgi dómarí sýndi Pálma gula spjald- ið fyrir munnsöfnuð og 5 mín. fyrir leikslok sendi hann Pálma í baö. Að- dragandinn að því atviki var sá að Haraldur Úlfsson, einn vamarmanna Fylkis, braut mjög gróflega á Pólma út við hliöarlínu. Pólmi rauk upp og hrinti Haraldi fró sér og fékk að sjó rauða spjaldiö fyrir vikið. Ekkert markvert gerðist svo eftir þetta og framlengt var í 2x15 mín. I framlengingunni var ekkert mark skorað og leikur liðanna verður að endurtakast. -AA. Punktar frá V-Þýskalandi: Leikmönnum Stuttgart fyrirskipað að tala ensku - aðgerðin á Ásgeiri heppnaðist vel. Hann var skorinn upp við meiðslum í nára Frá Hilmari Oddssyni — fréttamanni DV í V-Þýskalandi: — Ásgelr Slgurvinsson var skorinn upp við meiðslum i nára í sl. viku — í annað sklpti á þessu ári. Aðgerðin heppnaðist mjög vel, að sögn forráða- manna Stuttgart. — Ásgelr mun að öllum likindum byrja að lelka með okkur í lok ágúst, þannig að hann missir ekki af nema tveimur til þremur leikjum, sagði Helmut Benthaus, þjálfari Stuttgart. Stuttgart er spáð góðu gengi hér í V- Þýskalandi næsta keppnistímabil, sem hefst 13. ágúst — og er sagt að koma Dan Corneliusson, markaskorarans mikla frá Svíþjóð, muni styrkja Stuttgart mikið. Félaginu hefur illilega vantaö markaskorara undanfarín ár. Leikmenn Stuttgart verfla að tala ensku Smávægileg vandræði eru þó komin upp í herbúðum Stuttgart. Cornelius- son talar nefnilega ekki orð í þýsku, sem skapar erfiðleika. Benthaus, þjálfari Stuttgart, er búinn að fyrir- skipa leikmönnum sínum að tala ensku við Comeliusson, svo hann verði ekki útundan. Zebec og brennivínið V-þýska knattspymukennarasam- bandið hefur farið þess á leit við Knattspyrnusambandið þar í landi að það aðhafist eitthvað í máli þjálf- arans Branko Zebec, sem nú er samningsbundinn við Eintracht Frankfurt. A ársþingl kennarasam- bandsins fyrir stuttu var það eln- róma állt fulltrúa þingsins að það áfengisvandamál sem Zebec á við að stríða skaði þjálfarastéttina og setji Ijótan blett á v-þýska knattspyrau íhefld. Branko Zebec hefur starfað sem þjálfari í v-þýsku Bundesligunni um áraraðir og náð frábærum árangri. Lið þau sem leikið hafa undir hans stjóm eru m.a. Bayem Miinchen, Hamburger SV., Eintracht Braun- schweig, Borussia Dortmund og nú stjórnar hann Eintrachí Frankfurt. Þaö hefur afloft komið fyrir að Zebec hefur mætt útúrdrukkinn á leikvell- ina til að stjóma liðum sinum. Fyrst kom þetta fyrir er hann þjálfaði Hamburger SV og liðið lék í Dort- mund fyrir u.þ.b. 3 árum. Hann fór þá mjög ölvaður á eigin bifreið til Dortmund en var stöðvaður af lög- reglu á hraðbraut. Við þetta missti hann náttúrlega ökuskirteiniö og mætti svo ölvaður á leikinn. Þetta var mikið hneykslismál á sínum tíma i V-Þýskalandi og upp fró þessu fór að bera æ oftar á þessu ástandi Zebec. Nú síðast var það er Frank- furt lék sinn síðasta leik í Diisseldorf (í leiknum sem Atli Eðvaldsson skor- aði 5 mörkin margfrægu) að Zebec mætti i annarlegu ástandi. Talsmaður knattspymukennara- sambandsins, Gunter Hentschke, sagði að ársþinginu loknu að vissu- lega væri það vilji allra fulltrúa að leysa þetta mól á sem farsælastan hátt. V-þýsk knattspyma ætti Branko Zebec mikið að þakka en það væri hins vegar ljóst að maðurinn þyrfti á læknismeðferð að halda. Þetta væri ljótt fordæmi sem Zebec sýndi og ekki hægt að horfa athafna- laust á slika hluti. Málinu hefur verið vísað til aga- nefndar v-þýska knattspyrnusam- bandsins. Þar er Hans Kindermann í forsæti en hann er þekktur fyrir að taka hlutina föstum tökum og dæmir oft hart að margra áliti. Ekki er þó komin nein endanleg niðurstaða í máli Branko Zebec. -AA Flestir veflja á Hamburger Flestir þjólfarar hér í V-Þýskalandi veðja á að Hamburger SV nái að verja meistaratitil sinn. Þau lið sem koma til að veita félaginu harða keppni em Stuttgart, Bayem Miinchen og Werder Bremen. Úr herbúðum Bayern koma þær fréttir að þar sé mjög mikil ánægja með Sören Lerby — danska landsliðs- manninn sem kom frá Ajax til að taka við hlutverki Paul Breitner á miðjunni. Lerby hefur staðið sig mjög vel í æf- ingjaleikjum. Það hefur enn ekki tekist að finna starf fyrir Breitner hjá Bayern og er talið að nýtt starf verði búið til fyrir hann — hvaöa starf það verður er ekki enn vitað. Belgíski landsliðsmaðurinn Jean- Marie Pfaff, markvörður, á við meiðsli að striða og er óvist hvort hann getur byrjað aö leika með Bayern 13. ágúst -Hflmar/-SOS. ' Asgeir Sigurvlnsson. Vésteinn íNorður- landaliðinu Vésteinn Hafsteinsson, Sel- fossi, keppir i kringlukasti í keppni Norðurlandanna og Bandarikjanna í Stokkhólmi síð- ar í þessum mánuði eða dagana 26. og 27. júli. Frjálsiþróttasam- bandl tslands barst um hádegis- bilið í gær skeyti frá sænska frjálsíþróttasambandinu, sem sér um keppnina i Stokkhólmi, að Vésteinn hefði verið valinn í Norðurlandaliðið i kringlukasti. Hann er með bestan árangur þeirra kringlukastara, sem keppa í Norðurlandaliðinu. ts- landsmet hans sl. sunnudag, 65,60 m, er best samkvæmt upplýsingum sænska sambands- ins. Knut Hjeltnes, Noregi, er með 65,26 m og Finninn Ari Huu- monen 62,52 metra. hsim. Vésteinn Hafsteinsson. Slæmt gengi Dusseldorf — í Toto-keppninni Fortuna Diisseldorf, vestur- þýska Bundesligu-liðinu sem þeir Atli Eðvaldsson og Pétur Ormslev leika með, gengur illa í TOTO-keppninni. Um helgina lék Fortuna við Standard Liege í Belgíu og sigraði belgiska liðið 1—0. Liðin leika i 1. riðli og hol- lenska liðlð Twente Enschede er þar efst með sjö stig úr fjórum leikjum. Standard Liege er i öðra sæti með fjögur stig úr þremur leikjum. Þá kemur svissneska liðið Ziirich með tvö stig úr f jór- um leikjum. Fortuna Diisseldorf rekur svo lestina. Hefur aðeins hlotið eitt stig úr þremur leikjum. Framdagur Knattspyraufélagið Fram heldur sinn árlega Framdag nk. sunnudag, 24. júli, á félagssvæð- inu við Safamýri. Þar sem Fram á 75 ára afmæli á þessu ári verður ýmislegt meira á boðstólum en venja hefur verið. Dagskráin hefst með knattspyrauleikjum yngri flokka kl. 12.30 og verður leikin knatt- spyraa á Framsvæðinu til kl. 19.20. Þar á meðal verður vígslu- leikur nýja grasvallarins milli Fram og Bröndby IF frá Dan- mörku i 3. aldursflokki. Einnig fara fram leikir í meistaraflokki karla í handknatt- leik og körfuknattleik i iþrótta- húsi Álftamýrarskóla. Þá verður haldin mikil sýnlng á ýmsum munum og minjum úr sögu Fram i 75 ár. Frá kl. 14.00 verða kaffiveitingar Fram- kvenna á boðstólum i Framheim- ilinu. -AA íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir Sþróttir íþróttir fþróttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.