Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1983, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 09.09.1983, Blaðsíða 5
DV. FOSrITrÐAX5UR9."SEPTEMBER'l'983.' 5 Mörgum skellinöðrum stofíð í Reykjavík! „ERFITT AÐ HAFA UPPÁ ÞJÓFUNUM” — segir Önundur Jónsson lögreglumaður „Jú, þaö er mjög mikið um að skellinöðrum sé stolið og því miður er erfitt að hafa upp á þjófunum. Og það er alls ekki alltaf að hjólin finnist aftur,” sagði önundur Jónsson, hjá rannsóknardeild lögreglunnar í Reykjavík, er við ræddum við hann um skellinöðrustuldina í bænum. „Eg vil endilega koma því að og skora á eigendur skellinaðra að ganga betur frá þeim. Setja á hjólin sterka keðjulása. Og ekki aðeins að læsa hjólunum, heldur einnig að læsa þau við eitthvað fast. ” Sem dæmi um þessa hjólastuldi sagði önundur að hann hefði verið með til rannsóknar mál þar sem h jóli var stolið í Hlíðunum. Það fannst vestur í bæ, „en stórskemmt”. -JGH. „Þetta er orðin algjör plága” — segir Viðar Æ varsson, eitt af mörgum fórnarlömbum skellinöðruþjófa „Þetta er orðin algjör plága sem gengur nú yfir. Skellinöörumar fá hreinlega ekki að vera i friði. Geysilega mörgum er stolið og þá er það ekki síðra vandamál, hve mikið er um að einstökum hlutum af hjólunum er stolið. Þau standa oft hreinlega berstrípuð eftir.” Sá er þetta mælir er aðeins 15 ára gamall. Hann er Reykvíkingur, heitir Viðar Ævarsson, og er einn af f jölmörgum, sem * er á hinum svokallaða skellinöðrualdri. Og hann er einn af mörgum fórnarlömbum skellinöðruþjófa. Fyrir um hálfum mánuði, laugar- dagskvöldið 29. ágúst, skrapp hann til kunningja síns, sem býr við Berg- staðastræti 81. Hann skildi skelli- nöðruna sína eftir fyrir utan. „Þegar ég kom út aftur svona um klukkustund síðar, um miðnættið, var hjólið horfið. Eg lét lögregluna strax vita um þjófnaðinn og leitaði svo megnið af nóttinni aö hjólinu meö vinimmum.” Daginn eftir fór Viðar aftur til lög- reglunnar og öll fjölskylda hans fór núað leita. Hann og faðir hans, Ævar Sveinsson, komust á slóö seint á sunnudagskvöldið sem leiddi til þess að piltur var handtekinn og síðar tveir á Homafiröi. Þeir höfðu þá stolið hjólinu, hirt eitthvað af því, og hent því síðan fyrir utan verslunina Grímsbæ í Fossvoginum. En hjólið, hvítt Yamaha árgerð ’82, með númerið R- 1313, fékk ekki að vera lengi þar. Einhverjir aðrir óprúttnir stálu því nefnilega aftur. Og þeir hafa ekki fundist. „Þetta er orðið svo mikiö vanda- mál, að menn eru hættir að fara á hjólum í bíó. Og ég veit um strák sem hefur þrisvar sinnum komið að hjólinu sínu berstrípuöu eftir að búiö var að hreinsa af því hluti eins og spegla, hlífar, afturljós og þess hátt- ar.” Sjálfur hefur Viðar komiö aö hjólinu sínu þegar búið var að hreinsa nánast allt af því. Þó að Viðar og faðir hans Sævar hafi gert ítrekaða leit að hjólinu hefur það ekki enn fundist. Og þannig er það um marga aðra. Það er setið eftir með sárt ennið og hjól upp á tugi þúsunda eru glötuð. Þeir Viðar og Sævar hafa boðið rífleg fundarlaun öllum þeim sem gætu gefið upplýsingar til lög- reglunnarumhjólViðars. -JGH. Mjög hefur borið á þvi aö undan- kölluðum skellinöðrum, hafi verið fömu að léttum bifhjólum, svo- stolið i höfuðborginni. Vilja sumir Hvitt Yamahahjól fyrir utan eina vélhjólaverslun borgarinnar. Það er sams konar og hjól Viðars sem stolið var fyrir stuttu. Og aðeins viku áður var reyndar nákvæmlega eins hjóli stolið. Einhverjir ölvaðir höfðu átt leið fram hjá því hjóU. Tóku það traustataki og fóru á því i Broadway. Þar hentu þeir þvi og einhverjir aðrir komu og hirtu það. DV-mynd: Bjamleifur. líkja því við „algjöra plágu”, sem gengið hafi yfir. Einn þeirra er fimmtán ára pUtur, Viðar Ævarsson. Hans hjóU, hvítu Yamaha, árgerð 1982, meö númerinu R-1313, var stoUð fyrir skömmu fyrir utan hús eitt í Berg- staðastræti. . En hvað er hægt að gera? önundur (Jónsson, hjá rannsóknardeild lög- reglunnar i Reykjavík, bendir skeUi- nöðrueigendum á að ganga betur frá hjólunum sínum og fá sér keðjulása. Og Viðar sjálfrn-, sem við ræðum hér við á síðunni, bendir foreldrum á að vera vakandi fyrir því ef sonurinn eða dóttirin eru skyndilega komin með hjól upp á tugi þúsunda heim, án þess að geta hafa keypt það. -JGH. Vlðar, ásamt föður sinum Ævari Sveinssynl, fyrir utan verslunina Grimsbæ i Fossvogi. Þar hafði hjóU Viðars verið hent eftir að því var stoUð. En þegar þeir feðgar komu á staðinn höfðu aðrir komið og hirt það. Og enn hefur hjóUð ekki komið í leitimar. DV-mynd: BjaraleUur. Mikið af góðri síld út af Norðurlandi — segja sjómenn á bátum þar Sjómenn á bátum fyrir Norðurlandi hafa undanfariö veitt nokkurt magn af mjög góðri síld. Segja þeir að mikið sé af henni fyrir öllu Norðurlandi og inn á fjörðum þar. Hefur t.d. veiðst góð síld inni á Eyjafirði og á Skjálfanda. Sjómaður sem við töluðum við á Húsavík í gær sagði okkur að þetta væri fyrsta flokks síld. „Hún er bæði stór og 20% feit,” sagöi hann. „Það er mikið af henni héma fyrir utan og skömm að því að ekki skuU vera veitt leyfi til að salta hana í tunnur,” bætti hann við. „Þetta er sú síld sem á aö fara í tunnur en ekki i frystingu eins og nú er gert. Þetta eru mikil verðmæti og það er farið iUa með þau á þennan hátt,” sagði hann í lokin. -klp- Kvennatímar í badminton 6 vikna námskeið að hefjast; einkum fyrír heimavinnandi húsmæður. Hoii og góð hreyfing. Tennis- og badmintonfélag Reykjavíkur. Gnoðarvogi 1. Simi82266. Vcircihlutir til boddyviðgerða í evrópska og japanska fóiksbíia, Rússi ætlaði fram úr þeim japanska... Tveir harðir árekstrar urðu í Arnes- sýslu í fyrradag. Ekki urðu slys á fólki en talsvert eignatjón. Á Selfossi, við Mjólkurbú Flóa- manna, rákust saman japanskur bíU og Rússajeppi um klukkan 14. Japanski biUinn var að beygja af Austurvegi inn að Mjólkurbúinu þegar jeppinn kom aftan frá og ætlaði fram úr. Hægra frambretti „Rússans” rakst á vinstra frambretti þess japanska, sem við höggið kastaöist nokkra vega- lengd. Síðar um daginn varð aftanákeyrsla i Hrunamannahreppi, nánar tiltekið á Suðurlandsvegi skammt vestan viö Þingborg. Þar rakst Lada Sport-jeppi aftan á gamlan WiUys-jeppa með þeim: afleiðingum að báðir bílarnir eru taldir ónýtir. ökumaður WiUys-jeppans var að skipta yfir á varabensíngeymi því að aðalgeymirinn var oröinn tómur. Hann gat skipt yfir úr ökumannssæti og lét jeppann sinn renna áfram á meðan. -KMU. hurðabyrðl m.a. frambretti húdd framstykki grill stuðara. Skeifunni 5 ■ 108 Reykiavik ■ “S 33510- 34504

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.