Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1983, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1983, Blaðsíða 13
POCit Cf'aSTM'3'T’Ot'TlP ot CTTTr>AnTTVHM -VC DV. MÁNUDAGUR19. SEPTEMBER1983. 13 Hefur ráðherrann tekið sér tak fyrir okkur eða Japana? i Fyrir nokkru síðan auglýsti virt opinber stofnun eftir fólki sem vildi taka sér tak, eins og þaö var oröað í auglýsingu. Ekki missti auglýsingin gildi fyrir það að á henni var mynd af manni sem togaði sjálfan sig og hest sinn upp úr feni, að sjálfsögðu á hár- inu og án utanaökomandi aöstoðar. Illa innrættir gárungar hentu óspart grín að þessari auglýsingu í dag- blöðum, enda varla von að f jölmiðla- menn geri sér grein fyrir því að stofnanir hugsa ekki heldur fólkið sem í þeim starfar, og þá oft með öörum hætti en gengur og gerist með fólk yfirleitt, — þetta er eðli stofn- ana. Nú — eftir að stofnunin hafði skólað slatta af fólki í nokkum tima og beitt til þess allri þeirri tækni sem hún ræður yfir auk sprenglærðra sér- f ræðinga sem ekki hafa náð að meng- ast í atvinnulífinu, fæddust nokkrar nothæfar hugmyndir, jafnvel voru stofnuð fyrirtæki, þótt það séu ef til vill ekki fyrstu fyrirtækin í landinu þá er þetta áþreifanlegur árangur, a.m.k. þar til í ljós kemur hve lengi þaumunu tóra. En svo kom bakarinn eins og skrattinn úr... Þegar verkefninu lauk kom hins vegar í ljós að leiðbeinendur höfðu látið undir höfuð leggjast að kenna fólkinu að tala við fjölmiðla. Bakari utan af landi gaf þá neyðarlegu lýs- ingu á þessu framtaki að hann heföi nú loksins lært að framleiöa aðeins þær vörur sem seldust, — myndi um- svifalaust hætta með allar hinar. Það er ef til vill engin furða þótt iðn- rekendur fari nú undan í flæmingi þegar minnst er á þetta námskeið stofnunarinnar. Viðbrögðin minna „Aðeins islenskur ráðherra gæti tek- ið upp hjá sjálfum sér að vera svo „kammó”...” mann á það sem átti sér stað fyrir nokkrum áratugum en þá kom hing- að til lands karlræfill, þeirra tima „kántrígaulari” sem illgjarnir Svíar höfðu spanað upp og gert snarvit- lausan, kölluðu hann Snoddas og mögnuðu m.a. á frændþjóðir. Betri borgarar flykktust í Austurbæjarbió til aö heyra Snoddas gaula fræga slagara, en ári síðar urðu menn illir ef ýjað var að því að þeir hefðu farið aö sjá Snoddas, — sögðust aldrei hafa heyrt á það helv. minnst. Allsherjarlausn á vandamálum iðnaðarins Þeir eru til sem segja að sumar stofnanir gerí næsta lítið gagn en nú má öllum ljóst vera að það gildir ekki um allar, a.m.k. ekki þegar bakarar utan af landi fara með eitt af hlut- verkunum í „nýju fötum keisar- ans”. Það liggur í augum uppi að brýn þörf er fyrir sameinað átak á öllum vigstöðvum, eitt heildarnám- skeið fyrir alla atvinnurekendur á ís- landi þar sem þeim væri kennt að • „Þegar verkefninu lauk kom... í ljós að leiðbeinendur höfðu látið undir höfuð leggjast að kenna fólkinu að tala við fjöl- miðla.” framleiða aðeins það sem hægt er að selja, kaupa einungis inn það sem selst og bjóða aðeins seljanlega þjón- ustu. Það sjá það allir í hendi sér að þetta er hraðvirk lausn á öllum vandamálum þjóöarbúsins, og auðvitaö alveg fráleitt að íslenskir iðnrekendur skuli vera svo innilok- aðir aö hafa ekki haft rænu á að leita til sérfræðistofnana áður til að læra að framleiða aðeins það sem hægt er að selja. Allir þurfa að kunna að framleiða það sem selst Hvernig væri að senda stjórnendur Málmblendifélagsins á svona nám- skeið? Vandinn hjá mönnunum er einmitt í því fólginn aö þeir eru að baksa við að framleiða óseljanlega vöru dag eftir dag og meö bullandi tapi. Hér eru staddir Japanar sem hafa hug á því að kaupa f yrirtækið og forsætisráðherrann, sem hefur greinilega ekki farið á svona nám- skeið, gefur yfirlýsingar um það í Tímanum að Málmblendið sé von- laust fyrirtæki og réttast væri að loka þvi strax, Japönum til mikillar gleði og vísbendingar um sæmilega samningsstöðu í væntanlegum kaup- um. Aðeins íslenskur ráðherra gæti tekiö upp á hjá sjálfum sér aö vera svo „kammó” og greiðvikinn viö út- lendinga sem ætla að kaupa af okkur eitthvaö, enda hefur hann ekki frek- ar en aðrir lært að bjóða aðeins selj- anlega vöru og þarf þvi aö fara á námskeiö eins og bakarínn. Forstjóri Málmblendifélagsins, sem reyndar er gamall stofnanamaður og öllum hnútum kunnugur á þeim víg- stöðvum, segir ráðherrann hafa mis- skilið ástandiö, rekstur verksmiðj- unnar gangi alveg frábærlega vel, tæknilega séö, þótt það sé reyndar botnlaust tap á henni bókhaldslega, sem sé auðvitað miklu minna aö marka. Aðalatriöiö er að þarna er glæsilegt tæknivætt fyrirtæki, til fyr- irmyndar á tæknisviðinu, en af því að enginn sem stjórnar því hefur far- ið á námskeiö hjá stofnuninni frægu, þá er verið að framleiða óseljanlegt drasl, i stað þess að reisa svona verk- smiöju hefði átt að reisa hinsegin verksmiðju sem framleiddi eitthvað sem selst, t.d. nagla og bárujárn en ekki þennan andskota. Nú bíður fólk í ofvæni eftir frekari fréttum. LeóM. Jónsson tæknifræðingur. Punktar um ÍSAL-samninginn I. Um samninginn 1) Orkuverðið. Það er út af fyrir sig ágætt að f á hækkun á orkuverði til Isal. Það hefði mátt gerast fyrr. Þetta hefur hins vegar óveruleg áhrif á orkuverð til landsmanna. Til þess eru skuldir og hallarekstur Landsvirkjunar alltof stór. Almennir orkukaupendur á Islandi tóku á sig i sumar tæpar þúsund milljónir í hækkanir á meðan Svisslendingarnir eiga aðeins að greiða rúmar eitt hundrað milljónir. 2) Uppsagnarákvæðið. Uppsagnarákvæði samningsins þýðir í raun og veru það, að ríkis- stjórnin og íslensku samninga- mennirnir verða að ná samning- um eða a.m.k. einhvers konar samkomulagi fýrir næsta vor til að forða ríkisstjóminni frá því pólitíska áfalli, að raforkuveröið lækki aftur. Þetta veikir stöðu þeirra. Að auki vinnur tíminn á móti þeim því hvert misseri ber okkur nær fullgerðu Blönduævintýri. Menn gætu hreinlega lent í að þurfa að gera nauöungarsamninga um orkusölu þaðan. 3) Stækkun. I því sambandi er á ýmislegt að h'ta: a) Ef af einföldun álversins yrði, gæti það orðið okkur þungt í skauti í framtíðinni að hafa einn svo stóran orkukaupanda. Við værum komin með öll eggin okkarí eina körfu. b) Stækkun álversins myndi ekki fjölga atvinnutækifærum að neinu marki vegna sjálfvirkni sem er í nýjum verksmiðjum. c) Það sem skiptir höfuðmáli varðandi stækkun álversins er auðvitað orkuverðið. Islendingar eru með orku frá dýrum virkjun- um og þurfa meira en 20 mills til að standa undir framleiöslu- kostnaði. Það er grundvallarat- riði að við greiðum ekki með raf- b) orku til stóriðju. ) Samningsstaða tslendinga. Eins og áður segir er samnings- aðstaöa Islendinga alls ekki góð. Yfir þeim vofir Blönduvirkjun með sinni dýru orku, sem enginn kaupandi hefur fengist að. Það yrði ríkisstjóminni álitshnekkir ef orkuverðið lækkaði aftur næsta vor og það mundu þeir reyna að forðast. Það gæti farið fyrir ríkis- stjóminni eins og manninum, sem málar gólfið hjá sér og gætir þess ekki að hafa dyrnar aöbakisér. II. Um tsal-málið. Isal-málið hefur því miður dregið athyglina frá raunvemlegum vanda islensks orkubúskapar, sem er m.a.: a) gifurlega hörð fjárfesting og þar af leiðandi erlend skuldasöfnun. Skuldir Landsvirkjunar vom um sl. áramót nálægt þriðjungur skulda Islendinga og skiptú þúsundum milljóna. Gengistap það sem af er árinu er á bilinu 3— 4 þúsund milljónir. Þessar skuldir eru aðaluppistaðan í er- lendu skuldasúpunni margfrægu, sem er notuð til að berja islenska launamenn til hlýðni. Rándýr orkuver eru byggð án þess að kaupendur séu til fyrir orkuna. Almenningur gerir sér sjaldan grein fyrir því hve miklar fjárhæðir em í spihnu. Nýlega kom fram, að gífurlegur auka- kostnaður er aö koma í ljós við Blöndu, vegna vegafram- kvæmda, girðinga, landgræðslu og vatnsréttinda, sem eru hluti af samningum við landeigendur. Þessi kostnaður mun liklega tvöfaldast frá fyrri áætlunum. Þar fara 1 til 2 hundruð milljónir á einu bretti. Það er u.þ.b. fjár- hæðin sem fæst i hækkun frá ISAL. Þetta er eitt lítiðdæmium það hversu stórar f járhæðir fara í orkupottinn án þess að mikið berí á. Landsvirkjun hefur formlega yfirtekið rekstur byggöalina, en hefur enn ekki tekið við skuldum þessara framkvæmda nema að hluta. Skuldir Kröflu og stærstur Kjallarinn Guðmundur Einarsson hluti skulda byggðalinu eru núna greiddar beint af fjárlögum en eiga eðlilega heima innan fjár- mála Landsvirkjunar. Þegar þessar skuldir verða teknar I verölagsgmndvöllinn, mun orku- verð hækka verulega. c) Nýting orku er léleg, t.d. við hús- hitun. Þar hefur verið beitt þeirri aðferð að greiða niður taxta raf- veitnanna, þegar neytendur sitja frammi fyrir háum orku- reikningi. Það er röng aðferð, því hún leiðir til orkusóunar. Þess i stað ætti að gera miklu meir en hingað til af þvi aö hjálpa fólki til að einangra hús eða gera aðrar ráðstafanir til spamaðar. Þannig lækkar orkureikningur neytand- ans og kostnaöur þjóðarbúsins. Girnilegasti virkjunarkosturinn núna er líklegast sá aö virkja orkubruðlið. ffl., Um stóriðju Stóriðja er ekki endilega sá kostur sem við viljum hér á Islandi. Við • þurfum að verja fjármunum skyn- samlega til aö skapa atvinnu fyrir þúsundir landsmanna til aldamóta. Stóriðja gefur fá atvinnutækifæri i hlutfalli við fjárfestingu. Mengunarhætta er alltaf fylgi- fiskur stóriðnaðar. Búseturöskun getur orðið veraleg ef stóriðjufyrirtæki eru sett upp á landsbyggðinni. Þess ber lika að gæta, aö raforkan okkar er náttúrlega ekki eins ódýr og við lærðum i barnaskóla. Þess vegna er ólíklegt að erlend stóriðjufyrir- tæki eigi eftir aö mala okkur gull. Reynslan í öðrum löndum sýnir að það þarf annaö hvort ódýra orku eða ódýrt vinnuafl til að laða að erlendan atvinnurekstur. Kannski ber að skoöa launastefnu ríkisstjómarinnar íþviljósi. Orkan er og verður okkar fjár- sjóður, en við verðum að fara skyn- samlega að við virkjun og nýtingu hennar. Það er alltaf verið að skamma landbúnað og sjávarútveg fyrir glannaskap í fjárfestingum. Þeirra mál eru einungis bamaleikur miðað við orkubúskap alþingismannanna. Það var einn Bandaríkjaforseti sem varaði þjóð sína við að verða efnahagslega háð stríðsrekstri. Mér virðist að Islendingar megi varast að verða efnahags- og at- vinnulega háðir því einu að byggja og byggja virkjanir. Menn verða líka að hugsa um hvort þaö sé skynsam- legt. Guðmundur Einarsson, alþingismaður í Bandalagi jafnaðarmanna. A „Mér virðist að íslendingar megi varast að verða efnahags- og atvinnulega háðir því einu að byggja og byggja virkjanir. Menn verða líka að hugsa um hvort það sé skynsam- legt.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.