Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1983, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1983, Blaðsíða 30
30 DV. MANUDAGUR19. SEPTEMBER1983. Brúnó Podleck: Islenski hesturinn er einstakur sem fjölskylduhestur og Helga Berzau: Kann œttir fslanskra hesta elns og besti stóðbóndi ó islandi. vinsældir hans fœrast sifellt i aukana. FRÁBÆRIR HÆFILEIKAR ÍSLENSKA HESTSINS GERA HANN EINSTAKAN SEM FJÖLSKYLDUHEST Bruno Podleck og Helga Berzau sótt heim í Wiesenhof í Svartaskógi Brúnó og Helga horfa yfir merar- stóðið. Margur hrossarœktar- maðurinn ó Íslandi væri fullsæmdur af þeim ættum sem standa að baki merunum og trippunum. Sú skjótta er með 22. folald sitt við hiið sér og það 23ja í maganum. Hún hefur verið i eigu Podleckætt- arinnar alveg frá því að þeir keyptu sór sin fyrstu hross frá íslandi 1959. Merarnar eiga folöld á hverju óri úti eins og á íslandi og folöldunum er aidrei slátrað nema eitthvað sér- stakt komi fyrir. Þess vegna skiptir ætt og ræktun svo miklu máli fyrir þó útlendinga, sem kaupa kynbóta- hross. Afstaöa Islendinga til útflutnings á islenskum hrossum er mjög misjöfn . Sumir telja að alls ekki eigi að flytja út hross, hestamir séu og hafi verið félag- ar þjóðarinnar í landinu í gegnum súrt og sætt, og þess vegna eigi ekki aö launa þeim þjónustuna meö því að láta þá í hendur einhverra útlendinga. Aðrir telja þetta óþarfa tilfinninga- semi enda sæki landinn sjálfur mjög til útlanda og ekki þurfi að efa að jafnvel fari um hrossin í útlandinu og fólkiö. Hitt beri að athuga að hestamir séu ekki gefnir úr landi og fyrst og fremst eigi að koma við eins mikilli verð- mætasköpun i landinu í þessum út- flutningi og öðrum. Þessir menn legg ja áherslu á það að aðeins séu fluttir út fulltamdir gæðingar og alls ekki seldir nema mjög hátt verð fáist fyrir þá. Þessir aðilar gjalda mikinn varhug við útflutningi stóðhesta og hryssa vegna þess einfalda kaupsýslusjónarmiðs að útlendingar geti þá farið aö keppa við okkur sjálfa með ræktun, tamningu og sölu á gæðingum. Þriðja sjónarmiðið heyrist einnig. Það sé um að gera að flytja nógu mikið út af þessum hrossum. Þau séu hvort sem er alls staðar til óþurftar. Nagi gras fósturjarðarinnar niður í rót svo liggi við landauðn af uppblæstri eða að þau hirði alla beit annarra ferfætlinga þannig að kvikfjárrækt í landinu legg- ist niður og þar með landbúnaðurinn.. Þessu sjónarmiði fylgir g jaman sá við- auki að hestar séu bestir saltaðir ofan í tunnu, svo að ekki er fyrir aö fara með- aumkun með skepnunni. Þá eru til þeir sem h'ta á vinsældir ís- lenska hestsins sem bestu landkynn- inguna og telja að þjóðin eigi að hjálpa útlendingum við að rækta hann, þar sem enginn annar sé til þess líklegri að halda nafni landsins á lofti og sveipa það meira að segja talsverðri dýrð. Þetta sjónarmið á sér líka talsmenn erlendis eða eins og formaöur þýska Islandshestasambandsins, prof. dr. Walter Gueldner, oröaði það: „Hestur- inn er ykkar besti ambassador. ” Hvort hann vissi um aðra fleyga viðmiðun þessarar kurteisu stéttar við þorskinn skal ósagt látiö, en víst er um það að margir útlendingar eru furðu lostnir yfir þeim búraskap Islendinga aö hafa á móti því að útlendingar rækti ls- landshesta, vegna þess að Island verði alltaf Mekka og Medina þeirrar rækt- unar og augu þeirra sem í því standa muni beinast til Islands likt og Forn- Grikkir litu til véfréttarinnar í Delfí forðum. A engan hátt skal lagður dómur á þessi sjónarmið en í framhaldi af Evrópumeistaramótinu í Þýskalandi var forvitnilegt að heimsækja einn Is- landshestabúgarð og fyrir valinu varð Wiesenhof búgarðurinn í Svartaskógi, rétt hjá Karlsruhe. Þar ræður ríkjum hinn þekkti Islandsvinur Bruno Pod- leck og kona hans, Helga Berzau. Brúnó er sonur Franz Podleck í Bonn, sem eignaðist sinn fyrsta Islandshest 1959, þ.e. nokkrum árum eftir hina frægu ferð Gunnars Bjamasonar til Evrópu með nokkra Islandshesta og allt málið er síðan sprottið af. Það furðanlega við að koma í heim- sókn til Wiesenhof er að tilfinningin er sú sama og að koma í heimsókn á ís- lenskan sveitabæ og má segja aö það séu stór orð. Þarna er létt yfir öllu og tíðarfarið er til umræðu, þótt vanda- málið sé ekki slagvirði og rok, heldur þrjátíu stiga hiti daginn út og inn og sólskin, þannig að grasið nær ekki að gróa. Okkur er fylgt um landareignina sem er um 150 hektarar og ber um 200 hross af íslenskum stofni auk naut- gripa. Þá eru nokkrir stórir evrópskir hestar í umhirðu þar. Reiðskóli er starfræktur og hótel í því sambandi, þar sem milli tuttugu og þrjátíu manns geta gist með góðu móti. Hrossunum er beitt á um tveggja kiló- metra kafla meðfram heimreiðinni. Þar rennur tær lækur í dalbotni og gróður og landslag minnir helst á sög- ur úr Vínarskógi, ef fólk er á annað borð móttækilegt fyrir rómantík og söng þá stundina. Því miður hefur ver- ið svo þurrkasamt í sumar að bóndinn hefur neyöst til þess að taka hrossin í vetrarhólfið heima viö bæ, þar sem þeim er gefið gras. Brúnó er í rauninni framkvæmda- stjóri fyrir þessum rekstri því eigandi Wiesenhof er dr. Hoffmann, háskóla- prófessor. Hann á sér fallega litla höll á landareigninni og þar fyrir utan eru f jórir íslenskir reiöhestar hans á beit. Brúnó greiðir honum svo leigu af

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.