Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1984, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1984, Blaðsíða 14
wei HAIJHaSTí ,8S HUDAaUT.fi lfM VC DV ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRUAR1984 T reholt, svikarí eða hetja? Hinn margumræddi Arne Treholt. Þéttur barns „Er þessi maöur eins og James Bond?” sagöi lítill snáði og horföi ferköntuöum augum á sjónvarps- skerminn. „Já, ætli það ekki,” sagöi ég í hugsunarleysi. „Hefur hann drepiö marga eins og James Bond?” hélt snáöinn áfram og áhuginn geislaði úr „saklausu” barnsandlitinu. „Nei, góöi minn, ég veit ekki til þess að Arne Treholt hafi drepið nokkurn mann,” sagði ég. „Iss, þá er hann enginn njósnari,” sagöi snáöinn og öll eftir- væntingin var horfin úr augunum og aödáunarsvipurinn farinn af andlitinu. Bragð er að.... I ljósi þeirrar ímyndar sem bömin hafa af starfi njósnarans er allt mold- rokiö út af Treholt nánast hlægilegur skrípaleikur í njósnatafli og sálfræði- stríöi stórveldanna og árásarbanda- laga þeirra. Treholt er aöeins litiö peö í litlu landi sem fékk stöku karamellu fyrir aö segja hinum strákunum leyndó. En hvaö um þaö, maöurinn er njósnari og njósnarar eru bófar og þeir sem ráöa bófa í sína þjónustu til aö fremja myrkraverk eru líka bófar. 'Hið tvöfalda siðgæði Niöurstaöan er auðvitað sú aö Rússar eru bófar og allir þeir sem af fúsum og frjálsum vilja eru í tygjum viö þá eru líka bófar. En er þaö nú víst aö þetta gildi fyrir alla Jóna. Þaö vita flestir og hafa lengi vitaö aö Bandaríkjamenn reka viöamestu njósnastofnun í heimi (CIA) og banda- menn þeirra (og okkar), Bretar, hafa löngum veriö þekktir fyrir mikla slægð og góöa njósnaþjónustu víöa um heim. Bestu (takið eftir oröalaginu) njósnar- ar þessara þjóöa hafa nánast veriö dýrkaðir sem þjóöhetjur og fariö hefur veriö mörgum lofsamlegum orðum um fæmi þeirra. Þó Ame Treholt komist varla meö tærnar þar sem þessir höföingjar höföu hælinn í sporinu á undan er ljóst (miðaö viö þennan mæli- kvarða) aö hann á mikið hrós skilið fyrir starf sitt. Hann á engu síður skiliö en margir starfsbræöur hans aö slægö hans og færni skapi honum sess sem hetju og fyrirmynd ungra drengja um gjörvalla jörö. Það er furðulega smekklaust, það tvöfalda siðgæði að æpa í móðursýkis- legu fári út af einum njósnara sem er gripinn hér fyrir vestan en senda (eða kaupa á staðnum) í sömu andránni tvo austur fyrir til sömu starfa. Njósnir eru nauðsynlegar Hvaða afstöðu sem maður annars tekur til hins siðferðilega þáttar njósnastarfseminnar hlýtur hver maöur aö sjá aö njósnir em nauðsynlegar og beinlínis hættulegt að legg ja niður slíka starfsemi. I heimi þar sem tortryggni, mannhatur, samkeppni og sigur era meira metin en bróöurkærleiki, ástríki, samhjálp og samvinna er starf njósnarans ómissandi þáttur til aö draga úr hættulegri spennu í sam- skiptumþjóða. Landamæri era í sjálfu sér hættuleg fyrirbæri og hafa ásamt einkaeignar- réttinum og trúarbrögðunum verið mannskæðasta uppfinning mannsand- ans. Starf njósnarans er ekki síst fólgið í því, nú á tímum gjöreyöingarhættu, aö draga úr þeirri hættulegu tauga- veiklun sem ríkir milli stórvelda- bandalaganna og draga þannig úr sjálfsmoröshættu mannkynsins. Að líkja mannkyninu í dag við mann í sjálfsmoröshættu, meö hættulegar of- sóknar- og ranghugmyndir, er ekki nýtt af nálinni. Hugmyndir banda- rískra og sovéskra borgara hverra um aöra era svo hættulega fullar af for- dómum aö fáir trúa sem ekki hafa reynt. Stjómvöld hvors ríkis um sig treysta ekki orði af því sem hin segja og reyna aö fá þegnana til liös viö sig meö því aö telja þeim trú um að betra sé að vera dauður en aö búa viö stjórnarfyrirkomulag hins. Afleiðingin af þessu er auðvitað sú að þaö fyrsta sem fólki hér á Vesturlöndum dettur í „Iss, þá er hann enginn njósnari,” sagði snáðinn. ALUR BLANKIR Siöustu ár ber æ meira á alls konar tískuorðum yfir aö menn „séu á hausnum”. Talaö er um slæma rekstrarfjárstööu, slæman rekstrar- grandvöll, slæma eöa erfiöa lausa- fjárstööu, óhagstæöa birgðasöfnun, óhagstæöa gjaldeyrisþróun og fleira i þessum dúr. Reyndar má benda á eitt gleöilegt dæmi um aö „birgða- söfnun” sé talin góð en þaö er söfnun ónotaöra lóöa viö Grafarvog. Útvegsbændur Þeir sem stundað hafa undirstöðu- atvinnuvegi landsmanna, fiskveiöar, fiskverkun og landbúnað, hafa um langan aldur veriö í mestum kröggum meðal landsmanna. Ur þessum rööum tóku reyndar fyrst að heyrast yfirlýsingar líkt og eftirfar- andi: Vegna óhagstæörar gengis- þróunar og birgðasöfnunar er rekstrargrandvöllurinn brostinn, rekstrarfjárstaöan vonlaus og lausa- fjárstaöan í molum. Við veröum að leggja bátunum, loka frystihúsunum og skera niður bústofninn. Við sem skiljum aö á ofannefndum atvinnuvegum lifir þjóöin og reyndar þingmennirnir okkar líka verðum afar áhyggjufullir en það stendur jafnan stutt. Venjan er sú að nær strax eftir slíkar yfirlýsingar koma í öllum blööum, sjónvarpi og útvarpi aðrar yfirlýsingar, frá þingmönnum í stjórn sem stjórnarandstöðu og þá ekki síöur frá ráöherram: það veröur aö grípa fljótt til gagngeröra ráöstafana til þess að leysa vanda sjávarútvegsins/landbúnaöarins. Síðan er sest aö seðlabankastjóram, framkvæmdastofnunarstjórum, bankastjórum og sjóöstjórum alls konar og vandi sjávarútvegs/land- búnaöar er leystur. Lausaskuldum er breytt í föst langtímalán, styrkj- um er beitt af mikilli list og ný og hærri lán eru veitt af rausn. Meö þessu er ekki veriö aö segja aö ekki sé nauðsynlegt aö halda þessum at- vinnuvegum gangandi. Verslun, þjónusta og iðnaö- ur Flestum mun óljóst að sjávarút- vegur og landbúnaður eru ómissandi undirstöðuatvinnuvegir meö þjóöinni (nema e.t.v. kennslu- konunni sem skrifaöi í Ásgaröi, riti BSRB: „Hvaö varöar okkur um 100 til 200 þús. tonna aflaminnkun þorsks- ins, forysta okkar á aö gera kaup- kröfur og standa og falla með þeim.”). En þeir eru líka til sem gera sér grein fyrir því aö til lítils væri aö veiða þorsk ef hann væri ekki seldur og unninn og vélum og búnaði haldið við. Þegar svo verslun, þjón- usta og iðnaöur vora búin aö læra rallu undirstöðuatvinnuveganna,’ „slæmur rekstrargrandvöllur” og alit hitt, tóku þessir aöilar til viö sama söng og þingmennimir og stjórarnir raku upp til handa og fóta sem von- legt var. Þetta eru svo hræðilega ógnvekjandi orö. Ef þeir heföu sagt að atvinnuvegir okkar væru á hausn- um heföi ekkert mark veriö tekiö á þeim. Með því að segja hins vegar, aö iausaf járstaöan sé slæm, er verið aö gefa í skyn aö allt annað sé í lagi hjá viðkomandi atvinnuvegum. Reyndar er ekki óliklegt aö þaö sé líka rétt, ef lausafjárstaðan er í lagi þáerað öllujöfnuflestannaðílagi. Vitanlega er öllum sanngjömum mönnum ljóst að fyrirtækjum, verslun og iönaöi verður aö halda gangandi. Þetta má gera með ýmsu móti, t.d. meö auknum lánum, jafn- vel með ríkisábyrgö, en þaö mun einkum vera notað þegar viökom- andi fyrirtæki er svo vonlaust aö enginn vill skrifa upp á ábyrgö fyrir þaö. Þar fyrir utan má beita ráöum eins og því aö taka upp frjálsa álagn- ingu í viðkomandi grein. Það sniðuga viö frjálsa álagningu er sem sé aö atvinnuvegur eins og verslunin okkar, sem hefur sagt okkur um ára- bil aö verslunarálagning sé of lág, segir nú aö ef hún verði gefin frjáls þá lækki vöruverð. Þetta er reyndar meira en ég skil en getur samt veriö rétt. Sem sagt ég og margir aðrir sanngjamir menn skilja og viður- kenna aö þaö veröur aö halda heila klabbinu gangandi. Nú síöast er t.d. veriö aö breyta lausaskuldum bænda í föst ián í fjórða sinn á fáum árum. Þetta er sjálfsagt og gott, en gæti verið að fleiri stéttir en bændur heföu þörf fyrir að breyta lausaskuldum í föst lán? , KRISTINN SNÆLAND RAFVIRKI Láglaunafólk Hagur þess er án efa óvenjubág- borinn um þessar mundir. Kemur þar til hin almenna kjaraskerðing sem væntanlega er nauðsynleg og aðeins afleiðing þess samdráttar sem oröiö hefir í sjávarútvegi, söfnun birgöa og óhagstæð gjald- eyrisþróun. Reyndar bjóst ég viö því aö ríkisstjómin myndi skeröa kjörin ofan frá ef svo má segja, þ.e.a.s. skerða mest hæstu launin og síðan stiglækkandi uns svo heföi verið komiö aö lág og lægstu laun slyppu og jafnvel hækkuöu. Svo gæfusöm reyndist ríkisstjórnin ekki og því er nú svo komið að neyðarástand er víða meöal láglaunafólks. Sýnilegt dæmi um þaö er aö uppboðsauglýs- ingum fógeta fjölgar stórlega og nýjustu fregnir eru að beiðnir eða kröfur um gjaldþrotaskipti einstakl- inga hafi margfaldast (án þess aö ljóst sé hvaða vanda gjaldþrota- skipti leysir). Við f járhagsvanda lág- launafólks bætist svo aö enn þrengist um lánamöguleika. Saga úr bankakerfinu Kunningi minn, dæmigerður lág- launamaöur, sagöi mér sögu sem skýrir við hvaö láglaunamaöurinn berst: „Eg hef sl. 30 ár veriö láglauna- maður og sem slíkur ekki lagt fé inn í banka reglulega, en þó einstöku sinnum umtalsverða fjárhæð sem oftast hefur þá staðið stutt viö í bankanum. Eg hef starfað hingað og þangað og aldrei lent á þannig at- vinnurekanda aö kaupið mitt væri lagt inn á banka, hvorki bók né hefti. Þessi þrjátíu ár hef ég hins vegar oft fengið víxil og víxil og þá í tveimur bönkum. Meö þessu hef ég í reynd staöið undir því aö bankarnir gætu staðið viö sitt gagnvart spari- fjáreigendum. Eg álít m.ö.o. að mitt hlutverk í bankakerfinu hafi verið hið mikilvægasta, eins og hinna sem átt hafa peninga á bók. Nú bregður hins vegar svo viö að þegar ég leita til bankanna minna, segja banka- stjórarnir: Hefur þú verið meö við- skipti? .. og meina hvort ég hafi lagt þar reglulega inn eöa átt þar ávísanahefti. Þegar ég verö að svara þvi neitandi en bendi samt kok- hraustur á aö ég hafi haft þar við- skipti í nær 30 ár, fengiö víxla ööru hvora og greitt þá alla upp, þá veröa bankastjóramir ákaflega armæddir á svipinn og segja aö því miður sé ástandið þannig aö þeir geti aðeins lánaö þeim sem hafi veriö í viðskipt- um og þótt ég veröi enn armæddari á svipinn en bankastjórinn kemur allt fyrirekkiog ég fer jafnblankurút.” Þessi kunningi minn bætti því viö aö auðvitað heföi hann getað gengiö inn í bankann sinn eftir útborgun á föstudegi og lagt inn kaupið sitt og tekiö þaö aftur út samdægurs, þá hefði hann væntanlega veriö talinn „í viöskiptum”. Hann sagðist hins vegar ekki kunna viö skrípaleik. , JCaupið mitt fer alltaf á einum eöa tveimur dögum og því tilgangslaust að vera aö leggja það inn á bók. Erfiöleikar mínir núna stafa af því að ég hef ekki viljaö taka þátt í skrípaleik.” Og kunningi minn stundi. Lausafjárstaða láglaunamannsins Væntanlega hafa margir hinir snauðustu meðal okkar oröiö fyrir sömu reynslu og kunningi minn og víst er aö við bankastjórana segir láglaunamaöurinn eins og er, ég er blankur eöa ég er á hausnum, mig vantar peninga. Reyndar er ekki víst aö þaö myndi breyta neinu þótt lág- launamaöurinn segði: Birgöastaöa heimihsins er neikvæð og rekstrar- fjárstaöan erfiö en lausafjárstaöan afleit. Ég óska eftir langtímaláni og ríkisábyrgð er hugsanleg ef þurfa þykir. Hitt væri líklegra til árangurs ef Aðalheiöur Bjamfreðsdóttir, Bjami Jakobsson og Guömundur J. Guðmundsson kæmu með yfirlýs- ingar um birgöastöðu, rekstrarfjár- stöðu og lausaf járstööu síns fólks og krefðust ríkisábyrgöar á lánum til þess aö breyta lausafjárskuldum láglaunafólksins í langtímalán. Láglaunamennimir ganga nú bón- leiöir til bankanna en víst er aö mörg eru þau alþýðuheimilin sem þurfa á því aö halda að lausaskuldum þeirra verði breytt í langtímalán. Eins og samtök bænda láta fara fram könnun á lausafjárstööu bænda og byggja síðan kröfu um aðgerðir, á niður- stööu slíkrar könnunar, gæti t.d. Sókn kannað lausafjárstööu félaga sinna og trúa mín er, að niöurstaöan sýndi engu minni þörf fyrir aðgerðir fyrir þaö fólk en bændur. Kjara- barátta verkalýösfélaga getur líka beinst að því aö trygg ja líf félaganna og verja heimili þeirra áföllum. I því efni þarf ekki aö einblína á launa- hækkanir. Þaö gæti nægt að breyta lausaskuldum láglaunafólksins í föst lán. 9 „Væri ekki ástæða til þess að ríkisstjórn og Alþingi létu breyta skammtíma- skuldum Sóknarkvenna í föst lán?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.