Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1984, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.1984, Blaðsíða 17
DV ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRUAR1984 17 Lesendur Lesendur Þjóðfélagið gætí gert meira tíl að koma tíl móts við þá sem hafa skerta starfsorku. Réttindaleysi öryrkja Maöur sem er yflr 75 prósent öryrki hringdi: Eg er rúmlega fimmtugur og hef veriö öryrki allt mitt h'f. Þaö sem mig langar að gera aö umtalsefni er rétt- indaleysi öryrkja í þessu þjóöfélagi. örorkuhfeyrir meö tekjutryggingu er miöaöur viö lægstu laun í þjóöfélaginu eöa hluta lægstu launanna. Okkur öryrkjum er ekki gert þaö auövelt aö vera sjálfbjarga. Sjálfur vinn ég tvo daga í viku almenna verka- mannavinnu og afleiöingin er aö ég þarf aö taka verkjalyf þaö sem eftir er vikunnar. Enmaöurveröuraölifa. Þeir félagsráögjafar og aðrir er hafa það fyrir stafni aö auövelda ör- yrkjum aö leita sér aö léttri atvinnu gætu áreiöanlega vottfest aö sú yfir- lýsta stefna aö öryrkjar eigi aö ganga fyrir meö létta vinnu hjá bæjarfélög- um og ríki er f jarri raunveruleikanum. Þá vil ég benda á aö öryrkjar hafa ekki hfeyrissjóö eins og aörir lands- menn. Oryrki getur ekki komið sér upp eigin húsnæði með þrotlausri vinnu eins og fólk sem hefur óskerta starfsorku og getur unniö myrkranna á milli. Oryrkinn er allt sitt hf á leigu- markaönum. Hlutur okkar fer síst batnandi, samanber nýlega samninga. Slæmt er að launakjör okkar séu svo lág aö við séum nær ósjálfbjarga. Hitt er öllu verra aö þjóöfélagið kemur ekki til móts við okkur til aö gera okkur kleift aö vera eins sjálfbjarga og viö vildum vera. Kona á besta aldri" kvartar undan ruddaskap karla á skemmtistöðum. Ruddaskapur karla á skemmtistöðum Kona á besta aldri skrifar: I f jölmiðlum undanfarið hefur mikið borið á skrifum um ofbeldi á heimilum gagnvart konum. Nú, þar sem ég er ógift þá hef ég lítið um þaö aö segja, en í staðinn hef ég orðið vör við ruddaskap karlmanna á skemmtistöðum. Eg vil meina aö karlmenn geti veriö kurteis- ari við konur en þeir eru nú. Auðvitað eru ekki allir karlmenn ruddalegir en maöur tekur meira eftb þeim sem eru ruddalegir en hinum. Á vínveitinga- stööunum duga oft 1—2 glös til aö sum- ir, ekki allir, veröi mjög ruddalegir. Oft koma t.d. til okkar menn sem eru drukknir og vilja dansa viö okkur en viö neitum því þeir eru svo ískyggileg- ir, þá bara þrífa þeir í okkur og ætla að ýta okkur út á gólfiö. Þetta finnst okk- ur ruddaskapur. Og oft er þaö eitthvað enn meira sem þeir gera en ég segi ekki frá því hér. Það er nokkuð leiðin- legt aö koma inn á skemmtistað og ætla aö skemmta sér en lenda svo í svona löguöu. Lesendur Asgarður verði einstefnu- akstursgata N skrifar: Mér hefur oft blöskraö þegar ég hef fylgst meö umferöinni um Ás- garö nú í vetur. Sjálfsagt ætti gatan að vera ein- stefnugata. I snjónum og ísnum hefur ekki verið rúm til aö mæta bílum í þess- arigötu. Mikil hætta hefur skapast viö það, til dæmis ef sá sem að ofan kemur stöövar ekki og bíöur eftir þeim sem ekur upp í móti. Ytur hafa farið um en of sjaldan og eng- an veginn rutt nógu vel. Þar þarf borgarstjórn að bæta úr skák. Viö götuna eru til dæmis verslanir og full ástæða til aö halda henni opinni fyrir íbúa og verslunareigendur. Veturinn hefur sýnt mér aö gat- an ætti að vera einstefnugata. Hún hggur í skeifu og væri því auövelt aö aka upp vestan megin og niöur austanmegin. OPIÐ KL. 8-21.45 ALLA DAGA. Smurbrauðstofan BJORNINN FISKRÉTTIRFRÁKR.90, TILKR.110, 49-----$íltli 15105 KJÖTRÉTTIR FRÁ KR. 120, TIL KR. 150, SMURT BRAUÐ OG SNITTUR Hefur þú tekíð skemmtílega mynd í vetur? Væri þá ekki ráö að senda hana í ljósmyndakeppni Vikunnar sem fer fram um þessar mundir. Myndin þarf að vera vetrarmynd, það er eina skilyrðið sem sett er. Fólk, landslag, böm, nánast hvað sem er kemur til greina. Verðlaunin eru mjög spennandi: Polaroid autoprocessor 35og slides filmur frá Polaroid sem má framkalla á 60 sekúndum. Þetta er heimsnýjung sem er að koma á markaðinn um þessar mundir. Filmurnar eru til hvort heldur svart/hvítar eða í lit. Auk þess verða veitt 50 aukaverðlaun, sem eru ókeypis framköllmi og kópering á litfilmum frá Taktu þátt! Það er aldrei að vita hversu langt einmitt þín mynd nær. Skilafrestur er til 1. mars. Ljósmyndasamkeppni Vikunnar Pósthólf 533 121 Reykjavik TILBOÐS ROKK í Laugardalshöll 1. MARS Á boðstólum verða: Egó Þursaflokkur Baraflokkur Tilboð dagsins: / Valgeir Guðjónsson / Forsala aðgöngumiða í öllum helstu //// hljómplotuverslunum / / Við munum! Landsbyggðamenn á sértilboð // Arnarflugs og Flugleiða / // / '$/

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.