Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.1984, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.1984, Blaðsíða 3
DV. MANUDAGUR 2. APRIL1984. 3 „FÆÐINGAR- HRÍDIR” Á FJARDARHEIÐI — sagan um barning tveggja Ijósmæðra á heiðum uppi er Seyðf irðingum f jölgaði um tvo sama daginn Tvær seyöfirskar konur eignuðust börn með aðeins tíu klukkustunda millibili siðastliðinn þriðjudag. Tvö börn sama daginn þykir bara dágóð f jölgun í ekki stærri bæ en Seyðisf jörð- ur er en þar eru nú um þúsund íbúar. Fæðingamar gengu vel. „Fæðingar- hríðimar hjá veðrinu sýndu mönnum þó að enn væri vetur á Fjarðarheiði. Sagan byrjar á mánudagskvöldið er önnur kvennanna á Seyðisfirði tók léttasóttina. Konan er ung og ætlaði til Egilsstaöa til að verða léttari. Engin ljósmóðir er með fast aösetur á Seyðis- firði. Haldið var af stað á tveimur bílum, sjúkrabíl og leigubil, upp úr miðnætti. I för með hinni barnshafandi konu var læknirinn á Seyðisfirði og hjúkrunar- kona. Víkur nú sögunni upp á Fjarðarheiði. Ferðin hafði gengiö vel en við skýlið uppi á heiðinni tók færð að þyngjast. Fyrr en varði var oröið kolófært. Brugðið var á það ráö að hafa sam- band viö Egilsstaði og fá þaðan snjóbíl til að koma og flytja konuna á sjúkra- húsiö á Egilsstöðum. Skjótt var brugðið við á þeim bæ. Snjóbíllinn lagði af stað upp á heiöina til að ná i fóllcið og i bílnum var ljós- móðir. Ekkert óvænt virtist ætla að gerast en skyndilega varð óhapp. Snjóbillinn fór út af beltunum á leið uppheiöinamiklu. Góð ráð voru nú dýr. Bílstjóri snjó- bílsins lét það samt ekki á sig fá. Hann hljóp til baka niöur að næsta bæ, Stein- holti. Þaðan hringdi hann til Egils- staöa og bað um að annar snjóbill yrði sendur. Sá lagði fljótt af stað. Tók ökumann hins snjóbílsins upp i og kom honum aö snjóbílnum. Þar fór hann að gera við bilinn á meðan ljósmóöirin færði sig yf- ir í hinn nýja farkost. Og áfram var haldið í átt tU seyðfirsku konunnar sem vænti sín á háheiðinni. Ferðaiagið haföi tekið öllu lengri tíma en ætlað hafði verið. En brátt var komið þangað sem konan og fylgdarlið beið. Gekk ferðin vel til Egilsstaða og ól konan myndarlegt sveinbam um klukkan sex um morguninn. Upp úr hádegi lagði svo önnur ljós- móðir af stað frá Egilsstöðum til Seyðisfjarðar. Þrátt fyrir erfiða færð um nóttina var hún ekkert bangin við að takast á við heiðina. Hún brá sér á vélsleða rétt fyrir ofan bæinn Stein- holt. Ein á sleðanum í hríð og snjókomu þeysti hún upp á heiðina. Vegurinn sást illa og ekki bætti úr skák aö komin var nokkur þoka. Og þegar ljósmóöirin var farin að nálgast Seyðisfjörð, en þó enn uppi á heiðinni, sökk sleöinn í lausamjöll. Ljósmóðirin gekk þá til baka upp að heiðarskýlinu og lét vita af sér til Seyðisfjarðar. Þar voru snör handtök höfð. Farið var á snjóbil og náð í ljós- móðurina. Um þrjúleytið var hún kom- intilSeyðisfjarðar. Um klukkan hálfsex tók hún síöan á móti hressilegu meybarni. Þar með hafði Seyðfirðingum fjölgað um tvo þennan þriöjudag, 27. mars. En óneit- anlega verður það hríðarveður sem var á Fjarðarheiði aðfaranótt þessa þriöjudags og siöar um daginn í minn- um haft. „Fæðingarhríðir” geta greinilega verið á marga vegu. -JGH Fernt á slysadeild — eftir eldsvoða á Bárugötunni Fernt var flutt á slysadeiid Borgar- spitalans er eldur kviknaði í kjallara- íbúð aö Bárugötu 37 um klukkan hálf- tólf á laugardagsmorgun. Grunur lék á að fólkiö hefði fengiö reykeitrun. Eldurinn kom upp inni á baðherberg- inu, í plasthengi, sem dregið var fyrir baðker. Plasthengið brann en að öðru leyti breiddist eldurinn ekki út. Mikill reykur varð í íbúðinni og er tjón fyrst og fremst vegna reyks og sóts. Tvö börn voru meðal þeirra sem flutt voru á sly sadeildina. -JGH Læknanemamálið: AÐGERDIR HEFJAST í ÞESSARIVIKU „Aðgerðir í málinu hefjast fljót- lega í vikunni ,” sagði Jón Oddsson hrl. sem fer með mál læknanema í Háskóla Islands vegna prófs í líf- færafræði sem þeir gengust undir í janúar sl. Hafa nemar farið fram á að sjá úr- lausnir í prófunum, ásamt útskýr- ingum. Læknadeild hafnaöi, en lög- skýringarnefnd staðfesti rétt nem- enda til að sjá prófin, engu að síður. Sagði Jón að Háskólaráð hefði aldrei tekið formlega afstöðu til málsins né séð um að framfylgja úr- skurði lögskýringarnefndar. Kvaðst hann hafa sent háskólarektor, Guðmundi Magnússyni, bréf þar að lútandi, en allt hefði komið fyrir ekki. Mjög brýnt væri fyrir nem- endur að fá að sjá úrlausnir sínar ásamt skýringum þar sem slíkt væri þáttur af kennslunni og byggi þá betur undir vorpróf. Þá hefði borið við að um mistök hefði verið að ræða í einkunnagjöf. Þá kvað Jón háskólarektor hafa borið því við að viökomandi kennari, Hannes Blöndal prófessor, hefði ekki haft tíma til að fara yfir prófin með nemendum. Slíkt væri ef til vill skiljanlegt þar sem Hannes gegndi einni og hálfri prófessorsstöðu og væri að auki á launum hjá Land- spítalanum. Sagöi Jón að lögð yrði fram beiöni um opinbera rannsókn vegna brots í opinberu starfi og emb- ættisvanrækslu. Einnig yrði gripið til fógetaaðgerða ef á þyrfti að halda til að læknanemar næðu sínum rétti. -JSS 2015 -i-50C Fylllng. 850 gi. hollolil. Innra byiði: Bómull. Yba byrði: Polyester og bómull. Verð aðeins 2.450.- 2020 4-15°C Fylling: ÍOÓO gr. gœsadúnn. Innra byröi Bómull. Ytra byrði: Polyester og bómull. Verð aðeins 5.950.- 2000 0°C Með kodda. Fylling: ÍOOO gr. hollofiL Innra byrði Bómull. Ytra byröi, Polyester og bómuIL Verð aðeins 1.995,- Fást í verslunum um land allt. Heildsöludreifing Iðnaðardeíld Sambandsins Akureyri. 2025 -10°C Fyiling Götuð állilma og polyester. Innra byrði, Bómull. Ytra byrði, Poiyester og bómuil. Verð Fyrir námsfólk jafnt og aöra sem við vinnu sína sitja er mikilvæg undirstaða árangurs að sitja rétt og þægilega. Stóll frá Stáliðjunni er því góð gjöf handa fermingarbarninu, * góður stuðningur áður en lengra er haldið. STAUÐJAN"f SMIÐJUVEGI 5, KÓPAVOGI, SÍMI 43211

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.