Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.1984, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.1984, Blaðsíða 24
24 DV. MÁNUDAGUR 2. APRIL1984 íþróttir (þróttir (þróttir Slakt er Valur sigraði Víking „Þaö er slæmt að veröa fyrir þessum áföU- um. Það getur ekkert lið verið ún sinna sterkustu leikmanna í úrsUtakeppninni,” sagði Karl Benediktsson, Víkingsþjálfari, eftir að Valur hafði unnið öruggan sigur á Víking, 26—22, í leik liðanna í keppninni um islandsmeistaratitiiinn í Kópavogi. Leikur- inn var slakur en Valur verðskuldaði sigur og ekki bætti úr hreint ótrúlega léleg dóm- gæsia þeirra Guðmundar Kolbeinssonar og Þorgcirs Páissonar. Það verður að gera vissar kröfur tii dómara sem dæma leiki í úrslitakeppni um ÍslandsmeistaratitU. Víkingur skoraöi tvö fyrstu mörkin. Valur jafnaði og siðan var jafnt á öUum tölum upp í 6—6. Þá var brotiö iUa á Steinari Birgissyni og hann gat lítið leikið eftir það. Víkingur mátti illa við því þar sem Viggó Sigurðsson var ekki meö vegna meiðsla, sem hann hlaut í Ieiknum við FH í 1. umferðinni. Valur náði forustu og staðan í hálfieik var 11—10 fyrir Val. Rétt undir lok hálfieiksins var Þorbirni Jenssyni, fyrirliða Vals, vikið alveg af veUi fyrir litlar sakir og misskUning. Lítill munur var á iiðunum framan af s.h. en svo fór aö draga í sundur. Ungu strákarnir í ValsUðinu sáu um það, þeir Júlíus og Jakob. Valur komst í 19—14 og öruggur sigur var í höfn. Bestu menn Vals í leiknum voru JúUus Jónasson, sem var kjörinn besti maður leiksins, Jakob og Stefán HaUdórsson. Hjá Víking bar Sigurður Gunnarsson af, átti stórleik í fyrri hálfleiknum. Olafur Jónsson og EUert markvörður Vigfússon voru einnig góðir. Valur fékk 3 víti í leiknum, Víkingur eitt. Fjórum Vaismönnum vikið af veUi, þremur Víkingum. hsim Valur - Víkingur Vahir VDdugur 26-22 (11-10). Nokkrar tólur úr leikjium. 0—2,2—2,6—6,8—6 og 11— 10 í leikliléi. 11—11,15-13,18—14,20-17 og 26-22 i lokin. M5rk Vals skoruðu: Július Jónassou 7, Stefán HaDdórs- son 7/3, Jakob Sigurösson 4, J«i Pétur Jónsson 2, Valdi- mar Grímsson 2, Þorbjörn Jcnsson 2, Gcir Sveinsson 1 og ÖlalurH. Jónssonl. Mörk Vidngs: Sigurftur Gunnarsson 7/1, Öiaiur Jónsson 4, Hilmar Sigurgislason 3, Stcinar Birgisson 3, Hörftur Harftarson 2, Karl Þráinsson 2 og Einar Þórarins- sonl. Dómarar Guftmundur Koibdnsson og Þorgeir Pálsson. FH — Stjarnan FH—Stjarnan 33—26 (13—15). Nokkrar tölur úr ieiknum. 3—1,4—4,8—10, 10-13 og 13-15 í leikhléi. 15-15,18-19, 23- 20,26-23,30-24 og í lokin 33-26. Mörk FH: Kristján Arason 9/2, Pálmi Jóns- son 7, Atli Hilmarsson 5, Þorgils Öttar 5, Hans Guðmundsson 3, Sveinn Bragason 2, Jón Ragnarsson 1 og Guðjón Arnason 1. Mörk Stjörnunnar: Gunnar Einarsson 9/4, Hcrmundur Sigmundsson 4, Eyjóliur Braga- son 3, Guðmundur Þórðarson 3, Magnús Tcitsson 3, Gunnlaugur Jónsson 2 og Sigurjón Guftmundsson 2. Dómarar: Rögnvaldur Erlingsson og Stefán Amaldsson. Ahorfendur á báftum leikj- um á föstudagskvöld 290. Gunnar fór á kostum — þegar Stjarnan vann Val 22:20 Stjarnan kom nokkuð á óvart með því að sigra Val í leik liöanna í úrslita- keppni 1. deildar í handknattleik í Digranesi í Kópavogi á laugardag. Munurinn í lokin var tvö mörk, 22—20, en staðan í ieikhiéi 13—11 Stjörnunni í hag. Það var fyrst og fremst stórleikur. Gunnars Einarssonar og Birkis Einarssonar sem gerði gæfumuninn í leik þessum. Gunnar fór lengstum á kostum og skoraöi hann 10 mörk í leiknum, fimm úr vítum. Auk þess voru sendingar hans eins og þær geta bestar orðið. Birkir heldur enn áfram að ver ja vítaköst og í þessum leik varöi hann tvö slík. Og til að kóróna stórgóða frammistöðu sína í leiknum skoraði hann síöasta mark leiksins af linu. Valsmenn voru daufir í þessum leik og eftir sigur liðsins á Víkingi kvöldiö áður átti maður helst von á Valssigri. En það er að koma í ljós aö það lið sem minnst verður fyrir meiðslum og best hefur úthaldiö mun standa uppi sem sigurvegari í mótslok. -SK. Stjarnan - Valur Stjarnan — Valur 22—20 (13—11) Nokkrar tölur úr lciknum: 0—1, 5—3, 6—6, 11-6,12-9 og 13-11 í leikhléi. 14—11,16-12, 18—14,19—17,21—19 og 22—00. Mörk Stjörnunnar: Gunnar Einarsson 10 (5 v.), Magnús Teitsson 4, Guftmundur Þórftar- son 3, Bjami Bessason 2, Eyjólfur Bragason 1, Hermundur Sigmundsson 1 og Birkir markvörftur skorafti eitt mark. Mörk Vals: Stefán Halldórsson 4 (2 V.), Jakob Sig. 3, Geir Sveinsson 3, Steindór Gunnarsson 2, Jón Pétur 2 Þorbjöm Guft- mundsson 2 (1 v.), Þorbjöm Jensson 2, Júlíus Jónsson 1 og Bjöm Bjömsson 1. Leikinn dæmdu þeir Karl Jóhannsson og Gunnar Kjartansson. Markvarslan bjargaði FH — liðið hefur ekki íannan tfma fvetur leikið eins illa og gegn Stjörnunni Haraldur Ragnarsson, markvörður FH, braut Stjörnuleikmennina úr Garðabænum niður með stórkostlegri markvörslu í síðari hálfleik í leik lið- anna í Kópavogi á föstudagskvöld. „Þegar Haraldur er í stuði ver hann allt,” sagði einhver og það má með sanni segja aö hann var bjargvættur FH-liðsins að þessu sinni. Varði 15 skot í hálfleiknum þar sem FH fékk knött- inn. Leikmenn Stjörnunnar gáfust hreinlega upp og FH vann öruggan sigur 33—26. I fyrri hálfleiknum var ekki heil brú í leik FH — liðið hefur ekki í annan tíma í vetur leikiö jafnilla. Ef ekki heföi til komiö hagstæð dómgæsla þeirra Stefáns Arnaldssonar og Rögnvalds Erlingssonar fyrir FH hefði munurinn í hálfleik veriö miklu meiri en þau tvö mörk sem Stjarnan hafði yfir, 15—13. Geir Hallsteinsson, þjálfari FH, var í hreinum vandræöum með lið sitt. Kippti þeim Atla og Hans oft út af. Stjarnan lék oft vel þar sem Gunnar Einarsson fór á kostum þó hann væri tekinn úr umferö og heföi verðskuldað meiri mun í hálfleik en raun var á. En þaö átti eftir að breytast í s.h., bæði dómgæslan og leikur FH. Harald- ur lagði grunn aö því hjá FH og það getur varla verið að dómnefndarmenn- irnir, sem kusu Þorgils Ottar Mathie- sen, FH, mann leiksins eftir hann, hafi horft á leikinn. Allt í lagi svo sem með Þorgils en þaö var Haraldur sem verð- skuldaði þá nafnbót. FH jafnaði í 15— 15 og Stjarnan skoraði ekki nema úr vítum framan af s.h. Það var nær úti- lokað aö koma knettinum ööruvísi í FH-markiö. Um miðjan hálfleikinn fór að draga í sundur, FH komst í 23—20. Stjarnan veitti aöeins viðnám um tíma en leikmenn liðsins gáfust svo alveg upp. Auk Haralds léku þeir Kristján og Pálmi, sem skoraöi mjög þýðingar- mikil mörk, vel í liði FH en oft hefur maöur séö Þorgils Ottar miklu betri. Gunnar bar af í liði Stjörnunnar og Hermundur Sigmundsson gerði góða hluti. FH fékk 3 vítaköst, öll í fyrri hálfleik, og þá var tveimur leikmönn- um Stjörnunnar vikið af velli. I s.h. fékk Stjarnan 4 víti og þremur leik- mönnum úr hvoru liði var vikið af velli. hsím Kaflaskipt — þegar FH marði sigur gegn Víkingi 3 f orskot FH og komust tv< Pálmi Jónsson kastar sér inn úr horninu og skorar hjá Víkingsmarkverðinum Ellert Það fór eins og margan hafði grunað að leikur FH og Víkings á laugardag í Santander náðu jöf nu íMadrid Magnús Bergs og félagar hans hjá Santander á Spáni færðust nær 1. deildarkeppninni þegar þeir gerðu jafntefli 0—0 við Castilla í Madrid en Castilla er systurfélag Real Madrid. Santander er í þriðja sæti í 2. deild með 37 stig. Félögin sem þau eru systurfé- lög Real Madrid og BUbao í 1. deUd. -SOS úrslitakeppni 1. deUdar i handknattleik varð hinn skemmtUegasti og leikir lið- anna upp á síðkastið hafa svo sannar- iega boðið upp á mikla spennu. FH slapp fyrir horn í þessum leik, sigraði 30—29 i gífurlega sveiflukenndum leUi. Þaö hlýtur að vera FH-liðinu mikið áhyggjuefni að liöið hefur upp á síð- kastið tapað niður miklu forskoti og virðast yfirburðir liösins fara minnk- andi með hverjum leik. I bjrjun síðari hálfleiks var staðan t.d. 21—13 FH í vil en þegar f jórar mínútur voru til leiks- loka höfðu Víkingar náð tveggja marka forskoti. Otrúlegur baráttuvilji þeirra röndóttu samfara góðum leik og Víkingar skoruðu á tíma í síðari hálf- leiknum 15 mörk á meðan FH-ingar skoruðu 5. En meö þessum sigri sem

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.