Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1984, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.1984, Blaðsíða 35
DV. MIÐVKUDAGUR 4. APRlL 1984. öllu fómað. I landsliðinu hefur væntanlega öllu verið fórnað. Hvenær varstu þar síðast og hvað spilaðirðu oft með liðinu? „Það var árið 1978 og ég spilaði 15 leiki með landsliðinu.” Hvaða leikur er eftirminnileg- astur? „Við fórum í eina ferð 1975. Það var til Frakklands, Belgíu og Rússlands. I þeirri ferð var bara allt geysilega gaman, stemmningin virkilega góð.” Úrslitin voru kannski ekki alveg í samræmi við það, eða hvað? „Jæja, við töpuðum reyndar öllum leikjunum, fyrir Frökkum 3—0, Belgum 1—0 og Rússum 1—0. Á sínum tíma þótti þetta geysilega góður árangur. Þessi hópur var virkilega samrýndur og „Knapparinn” náði alltaf að skapa mikla stemmningu. Ég spilaði síðasta árið hjá Yuri og fannst það allt annað. Hann kom aldrei beint að hlutunum eins og „Knapparinn” sem gat átt það til að segja manni að fara í andskot- ann, ef honum datt það í hug. Yuri fór frekar aftan að manni.” Manstu eftir einhverju tilfelli þar sem þér þótti verra en annað að missa tuðruna inn fyrir þig? „Það var í landsleik á móti Rússum hérna heima árið 1975. Það voru 10 mínútur eftir af leiknum, staðan 0—0 og gekk mjög vel. Þá skoraði Búbbi sjálfsmark. Þetta var annar leikur minn með landsliðinu, sá fyrsti hérna heima, og ég var mjög svekktur. Strax á eftir fylgdi annað mark, þeir voru búnir að brjóta ísinn. Eins var það í úrslitaleik með Fram á móti Val í bikarkeppninni. Þeir skora mark strax á annarri mínútu og þá fannst manni eins og allt væri búið.” Hefurðu ekki unnið neina titla? „Einu sinni hef ég orðið Reykja- víkurmeistari og svo þetta í fyrra.” En finnst þér ekki sárt að horfa á eftir þessum landsliðsárum? „Jú, þetta er skemmtilegasti tími sem maður hefur verið í þessu, tvímælalaust. Maður á margar geysilega góðar minning- ar frá þessum árum. Ég hugsa að andinn sem var þá hafi verið eins góður og hann gat verið bestur í félagsliði. Knapp fór þannig að manni að hann sagði „ef þú spilar vel fyrir mig”, beitti þannig á mann sálfræðinni. Hann sagði „ég veit hvað þú getur og þá spilarðu fyrir mig.” Þetta gerði það að verkum að hann náði alltaf því bestaútúrmanni.” Nú er það ekki landsliðið heldur Tindastóll. Hvað ætlið þið ykkur í sumar? „Við stefnum að því að halda okkur í 2. deild, það verður nóg verkefni. Það eru margir góðir strákar hérna og fram til þessa hefur það verið höfuðverkur, að þeir hafa orðið að leita út fyrir bæinn í sambandi við nám. Með tilkomu fjölbrautaskólans leysist það að hluta. Hann lengir verulega veru þeirra í bænum. Það sem kannski hefur verið ótryggast er að maður hefur ekki getað fengið á hreint hver jir verða með fyrr en komið er fram undir mót. Til dæmis er það ennþá þannig, að ég veit ekki hvort þrír eða f jórir menn koma.” -JBH/Akureyri Hátt í 300 manns sóttu kynningarfundinn á Hótel Borg. DV-mynd S. Samtök fiskvinnslufólks íReykjavík stofna málfundafélag: Hátt1300manns voru á fundinum Samtök fiskvinnslufólks í Reykjavík hafa stofnað með sér mál- fundafélag og var kynningarfundur að stofnfundi félagsins haldinn á Hótel Borg í fyrrakvöld. Sóttu hann háttí300manns. „Þetta er ekki nýtt verkalýðsfélag heldur er markmiöiö með stofnun félagsins að sýna samstöðu og vera ráðgefandi í samningum en við teljum okkur hafa orðið á eftir í þeim efnum,” sagði Aðalheiður Fransdótt- ir hjá BUR í samtali við DV en hún var ein af hvatamönnum félagsins. Hun sagði einnig að fiskvinnslufólk teldi betri líkur á að koma skoðunum sinum á framfæri í gegnum félag eins og þetta í stað þess að hver og einn væri að puða í sínu homi. Stofnfundur félagsins verður haldinn þann 16 apríl nk. .pRl Bolungarvík: Lionsklúbburinn gaf dagheimili Frá Kristjáni Friðþjófssyni, frétta- ritara DV í Bolungarvík. Nýtt dagheimili var tekið í notkun í Bolungarvík um áramótin. Lions- klúbburinn á staðnum sá um byggingu hússins og hófst hún fyrir tveimur árum. Klúbburinn afhenti síðan bæjar- félaginu húsið fokhelt með gleri í gluggum og sá bærinn um að ganga frá þviaðinnan. Húsiö er 4—500 fermetrar að stærð og er það búið vönduöum leiktækjum og aðbúnaður fyrir bömin er góður. Dagheimilið er nú fullsetið og hafa þegar myndast biðlistar. Ibúar Bolungarvíkur hafa hvatt bæjarstjórn til að koma upp leik- tækjum á lóð dagheimilisins, en fé skortir til þeirra framkvæmda. Þá hafa foreldrar boðist til að vinna sjálf- boðavinnu viö að koma útivistar- svæðinu í sæmilegt horf gegn því að bærinn útvegi efni. -GB Krakkarair í Bolungarvik una glaðir við sitt í nýja dagheimilinu, sem Lionsmenn byggðu fyrir bæinn. DV-mynd Kristján Friðþjóf sson. Ferðaskrifstofan Atlantik: Ferðaáætlun 1984 komin út Ferðaskrifstofan Atlantik hefur nú sent frá sér feröaáætlun fyrir árið 1984. Meðal feröamöguleika sem í boði em má nefna ferðir til Mallorca. Er þar hægt að velja um gististaöi við ««*»* á ** « * »»»»»” Hið glæsilega lúxusskip Maxim Gorki. þrjár mismunandi strendur. Þar er um að ræða Royal Torrenova hóteliö á Magaluf, Royal Playa De Palma á Playa De Palma ströndinni sem aðeins er 8 km austan við hina fomu höfuðborg eyjarinnar, Palma. Þriðji staðurinn er Santa Ponsa ströndin þar sem viðskiptavinir Atlantik geta gist á Royal Jardin Del Mar hótelinu. I þessum ferðum er boðið upp á fjöl- breyttar skoðunarferðir með ís- lenskri fararstjóm. Af öðra sem er á feröaáætluninni er til að mynda flug og bíll og flug og hótel þar sem ótal möguleikar eru í boði og mörg lönd Evrópu inni í myndinni. Meðal þess sem boðið er upp á er ferð með hinu fljótandi lúxushóteli, skemmtiferðaskipinu Maxim Gorki. Um borð í því skipi er nánast allt sem einn maöur þarfnast, eins og verslanir, bankar, kvikmyndasalur, sundlaug, íþróttasalur, nætur- klúbbur og veitingasalir. Rínarsiglingar era enn einn valkosturinn á ferðaáætlun Atlantik og er hægt að velja um siglingaleiðir og sjá hinar ýmsu stórborgir í Sviss og Vestur-Þýskalandi. . 35 Sjómannafélag Reykjavíkur: Atkvæða- greiðsla um samningana Sjómannafélag Reykjavíkur heldur félagsfund í dag, miðviku- dag, og jafnframt hefst þá þriggja vikna atkvæðagreiðsla um kjara- samningana en félagiö samþykkti ASI samkomulagið meö fyrirvara sl. sunnudag. Þaö era þrír hópar sem Sjómannafélag Reykjavíkur semur fyrir, farmenn, og sjómenn á sanddæluskipum og hafrann- sóknarskipum en varöandi kjara- samningana era fiskimenn hins vegar í samfloti með Sjómanna- sambandi Islands. Samningaumleitanir fyrir sjómenn á sanddælu- og hafrann- sóknarskipum standa enn yfir, að því er Guðmundur Hallvarðsson, formaður Sjómannafélags Reykja- víkur, tjáðiDV. Kennarar mótmæla Á kennaraf undi sem haldinn var í Seljaskóla fyrir helgi var sam- þykkt ályktun til að mótmæla fyrir- hugaðri vegarlagningu Amarnes- vegar um Vatnsendahvarf þar sem vegurinn mundi liggja um mest notaða útivistarsvæði borgarinnar, Lýsti fundurinn furðu sinni á því að mönnum skyldi detta slík fá- sinna í hug þegar útivistarsvæðum borgarinnar fækkaði óðum. Lagði fundurinn til að vegurinn yurði færður þannig að hann skerti sem minnst útivistarsvæðið. Búðardalur: Götum bjargað frá eyðingu Frá Önnu Flosadóttur, frétta- ritara DV í Búðardal. Nú er nær lokið framkvæmdum sveitarfélagsins á landbrotsvörn- um við þær götur í Búöardal sem standa næst sjónum. Undanfarin ár hefur molast tölu- vert úr bakkanum, sem er ca 8—10 m hár og liggur alveg upp að göt- unni. A síöastliðnu ári var ráöist í gatnagerðarframkvæmdir og fór þá bakkinn af staö, svo hressilega að nýja gatan komst ekki lengur fyrir á þeim stað sem henni hafði verið ætlaöur. Gripið var því til þess ráðs aö fylla upp í kantinn og setja síðan grjótgarð þar fyrir utan til hlífðar. Garður þessi er um 430 m langur og áætlaöur kostnaöur við framkvæmd þessa verks er um 600þúsundkrónur. -GB. Nýstárleg ferðamanna- versluníSuðursveit: Minjagripir unnir af fólki í sveitinni Frá fréttaritara DV á Höfn í Horaafirði: I sumar verður opnuö verslun fyrir feröamenn að Kálfafellsstaö í Suðursveit en þar verða seldir ýmsir minjagripir, sem unnir eru af fólki í sýslunni, úr tré, beinum, skeljum, steinum og fleiru, auk þess sem lopapeysur, sjöl og annað úr ull verður á boöstólum. Það er Beta Einarsdóttir sem hefur veg og vanda af þessari verslun en hún sagði í samtali við DV að hugmyndina hefði hún fengið er hún var á ferðalagi í Sví- þjóð og rakst þar inn á heimilis- og sölusýningu í gamalli hlöðu, og hefði hún þá ákveðið að gera tilraun með svipaöa starfsemi hér. Verslunin verður opnuð í júní nk.FRI.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.