Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.1984, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.1984, Blaðsíða 12
12 DV. MÁNUDAGUR16. APRlL 1984. Útgáfufélag: FRJÁLS pjÖLMIDLUN HF. Stiórnarformaöurogútgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLF.SSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aðstoöarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON. Fréttastjdrar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 86611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022.: Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI 11. SÍMI 27022. Simi ritstjórnar: 86611. v Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF„ SÍÐUMÚLA 12. Prentun: Árvakur hf„ Skeifunni 19. Áskriftarverð á mánuði 250 kr. Verð í lausasölu 22 kr. Helgarblað25kr. Singapore norðursins Nokkurt fjaörafok hefur oröiö í tilefni af upplýsingum sem Kjararannsóknanefnd hefur látið frá sér fara og greina frá óhagstæðum samanburöi á launum hér á landi miðaö viö önnur Evrópulönd. Fullyrt er að ísland sé þriðja launalægsta landiö í Evrópu og þeim á Þjóðviljan- um hefur jafnvel tekist að reikna okkur ennþá neöar. Þessir útreikningar koma heim og saman við það sem haft er eftir iðnaðarráðherra í útlöndum, aö ísland sé láglaunasvæði á borð við Singapore. Munu þessi ummæli, ef rétt eru, hafa verið viðhöfö í þeim vafasama tilgangi að auglýsa hið ódýra vinnuafl sem erlent kapital geti nýtt sér meö stóriðjurekstri hér á landi. Ekki er það glæsileg auglýsing eða af miklum metnaði gert að lýsa íslandi sem Singapore norðursins og það er heldur ekki gæfulegt ef við sjálfir trúum því að laun miðuð við þjóðartekjur séu með því lægsta sem þekkist meðal þróaðra þjóða. Einhliða samanburður í launum talinn er einskis virði. Það er falskur samanburður meðan ekki er jafnframt lit- ið til stööu þjóðarbúsins í erlendum skuldum, gjaldeyris- eignar og efnahags að öðru leyti. Það er hægt að greiða há laun með því að safna skuldum og eyða meir en aflað er á kostnað framtíðarinnar. Það eru illa fengin laun og skammvinn. Það er hægt að greiða há laun í formi verð- bóta sem kynda undir óðaverðbólgu. En það er skamm- góður vermir þegar launaumslög fuðra upp í 130% verð- bólgu. Útborguð laun segja heldur ekki alla söguna, ef ekki er jafnframt litið til kaupmáttar þeirra. Hvernig er verðlagi háttað í öðrum löndum, sköttum, almannatryggingum, félagslegri aðstoð, atvinnuleyisbótum og öðru því sem hefur áhrif á ráðstöfun tekna? Hver eru útgjöld erlends launafólks varðandi skóla- göngu, sjúkrahúsvist, læknisþjónustu, lífeyri, samgöngur og húsnæði? Þá fyrst, þegar gerður er raunhæfur samanburður á öllum þáttum tekna og útgjalda, fæst marktæk niður- staða sem dregur upp rétta mynd af kjörum hins vinn- andi manns frá einu landinu til annars. Og hvað um atvinnumöguleika og atvinnuleysi? Vilja menn gera samanburð á Islandi, þar sem nánast hver vinnandi hönd hefur að bíta og brenna, meðan milljónir launþega ganga um atvinnulausarum alla Evrópu? Eru íslendingar tilbúnir til að skipta á þeim kjörum? Og annað má einnig taka með í reikninginn. I flestum löndum Vestur-Evrópu er launamunur gífurlegur frá þeim lægst launaða til hins hæst launaða. Meðaltalstölur kunna að líta vel út á pappírunum, með samlagningu og deilingu, en þær segja auðvitað nákvæmlega ekki neitt um kjör alls þess þorra launafólks sem Kjararannsókna- nefnd og verkalýðsfélög þykjast ala önn fyrir. Vissulega má viðurkenna að launakjör eru aldrei nógu góð. Og þeim hefur farið hrakandi undanfarin misseri hér á landi, meðan þjóðin hefur verið að bjarga efnahagslegu sjálfstæði sínu. En það er fjarstæða og bábilja að halda því fram að Island sé Singapore norðursins. Almennt talað eru lífs- kjör hér á landi vel viðunandi. Þau geta verið enn betri, en fáránlegur samanburður í hráum tölum þjónar engum tilgangi, nema þá að skemmta skrattanum. ebs. Frá fundi Sjómannafélags Reykjavíkur með fiskimönnum 29. des. sl. Þar var m.a. rætt um öryggismál sjómanna, „kvótann” og kjaramálin. Á annað hundrað manns sóttu fundinn. Fullt lýöræði í Sjómannafélagi Reykjavíkur — svar til Páls Þorgeirssonar matsveins Föstudaginn 30. mars sl. sendir þú mér opið bréf vegna kjaramála sjó- manna, einnig beinir þú nokkrum spurningum til mín. Áður en ég kem að spumingum þinum ætla ég að koma að nokkmm atriðum í tilskrif- umþínum. Það hvarflar ekki að mér að halda því fram að kjör fiskimanna séu með þeim ágætum að ekki þurfi lagfær- ingar við. Og sé litið til stærri togar- anna eru laun háseta þar mun lakari en hjá starfsfólki í frystihúsum þeg- ar vinnustundaf jöldi sá, er að baki tekna sjómanna liggur, er hafður til grundvallar, og þó er ég ekki að halda því fram að fiskvinnslufólk í landi sé vel launað, síður en svo. Á þessa staðreynd hef ég margsinnis bent, m.a. í fjölmiðlum og greinar- skrifum í Sjómanninum, riti Sjó- mannafélagsins, en það rit færð þú ekki sent heim þar sem þú ert ekki félagsmaður í Sjómannafélagi Reykjavíkur, en að öllum líkindum félagi í matsveinafélagi SSI. Hins vegar er sjálfsagt að senda þér blað Sjómannafélagsins heim ef þú óskar þess. I maí á síöasta ári sendi Sjó- mannafélag Reykjavíkur sérstakt fréttabréf um borð í öll fiskiskip sem gerð eru út frá Reykjavík þar sem sýnd eru mörg dæmi um hina nei- kvæðu þróun á kjörum sjómanna eft- ir setningu bráðabirgðalaganna sl. vor. Sjómaðurinn, rit Sjómannafé- lags Reykjavíkur, er sendur til fé- lagsmanna og um borð í skip sem gerð eru út frá Reykjavík. Síöustu blöðin komu út í júní, nóvember og desember ’83. Sjómannasambandið hefur gefið út 3 blöð á sl. ári og jafn- margar snældur með fjölbreytilegu efni, þar sem málefni liðandi stund- ar, er mest brennur á í málefnum sjómanna, er komiö á framfæri. Á milli jóla- og nýárs hélt Sjómannafé- lag Reykjavíkur fundi með fiski- mönnum og farmönnum, en sá fund- artími hafði verið viðhafður í mörg undanfarin ár vegna góðrar reynslu þar um. Síðasti fundur með fiski- mönnum var mjög f jölsóttur þar sem á annað hundrað manns mættu. Þar fjölluðu fulltrúar Slysavamafélags Islands um öryggismál. Halldór Ás- grímsson sjávarútvegsráðherra og Oskar Vigfússon, formaður Sjó- mannasambands Islands, voru á þeim fundi og töluðu um vanda sjáv- arútvegs og sjómanna hvor frá sínu sjónarhorni. Eftir að sjávarútvegs- ráðherra hafði yfirgefið mjög góðan fund, sem hann átti þarna með sjó- mönnum, urðu almennar umræður um kaup og kjör, en menn voru al- mennt á því að bíöa og sjá framvindu kvótakerfisins og k jaramála á vinnu- markaðinum. Ekki sambandsleysi Að f ramansögðu get ég ekki fallist á fullyrðingu þína um algjört sambandsleysi forystumanna sjó- manna við umbjóöendur sína. Jafn- Kjallarinn GUÐMUÍMDUR HALLVARÐSSON FORMAÐUR SJÓMANNA- FÉLAGS REYKJAVÍKUR framt ætla ég gagnkvæmni í þeim þætti, er lýtur að sarnskiptum manna í milli, ef upplýsingar vantar eða félagsmenn þurfa að koma sín- um skoðunum á framfæri. Þegar þú taiar um forystumenn. sjómanna leggur þú marga menn undir í ádrepu þinni og því miður kemur ljóst fram í grein þinni þekk- ingarleysi þitt og ókunnugleiki á upp- byggingu stéttarfélags sjómanna og samtaka þeirra. Ég held aö þaö væri ráð næst, þegar þú kemur í land, að við hittumst og ég skal þá leiða þig í allan sannleikann um þau mál sem hér hefur veriö fjallað um svo þú get- ir skrifað um þessi mál af meiri þekkingu þegar þú ferð fram á rit- völlinn næst. Efasemdir þínar, Páll, um iýöræði í Sjómannafélagi Reykjavíkur og setu mína í formannssæti eru ekki svaraverðar. En allar atkvæða- greiðslur hvort heldur eru um kjör stjórnar, trúnaðarmannaráðs eða kjarasamninga taka alltaf mið af starfi sjómannsins, þær standa ekki yfir í daga, heldur vikur og jafnvel mánuði. Víkjumþá aöspurningumþinum. Svör 1. Þú spyrð hve margir meðlimir séu í Sjómannafélagi Reykjavíkur. Svar: Þaðeru 1522félagar. 2. Þú spyrð með hve mörgum at- kvæðum ég hafi verið kosinn formað- ur árið 1980—83. Svar: Stjórnarkjör hefur ekki fariö fram á þessu tíma- bili, þar sem aðeins einn listi hefur borist og þess vegna sjálfkjörið. 3. Þú spyrð hvemig auglýsingum fyrir aðalfundi sé háttað. Svar: Sam- kvæmt lögum félagsins. 4. Þú spyrð hversu marga sjómenn ég telji hafa sótt þessa fundi. Svar: Þeir hafa verið frá 40—100. 5. Þú spyrð fyrir hvem ég sitji í út- gerðarráði BIJR og hvort ég telji heppilegt að sitja beggja vegna borðs þar. Svar: Fyrir borgarstjórn- arflokk Sjálfstæðismanna sem vara- maður. Eg tel það ekki óheppilegt þar sem kjaramál eru ekki uppi á borðum þar, hins vegar fæ ég upplýs- ingar sem koma mér til góða í starfi mínu. 6. Þú spyrð hvaða laun Sjómannafé- lag Reykjavíkur greiöi mér og eftir hvaða taxta. Svar: Laun mín og starfsmanna taka mið af þeim kjara- samningum sem ég tek þátt í að gera þ.e.a.s. bátsmannalaun á farskipi eins og þau eru nú og samkvæmt 7 ára starfsaldursþrepi. Þá er einnig í ráðningarsamningi milli starfs- manna ög stjórnar Sjómannafélags Reykjavikur frá 1979 skilyrði þess efnis að starfsmenn fari út á sjó einn mánuð á ári til að vinna með þeim mönnum sem við gerum samninga fyrir. 7. Þú spyrð mig hvort ég sé tilbúinn að boða til fundar í Sjómannafélag- inu þar sem frammistaða mín og fleiri forystumanna sjómanna yrði aðalmál á dagskrá. Svar: Já, nefndu stað og stund og þaö skal ekki standa á mér. Eg skal gera h vað ég get til að fá aðra forystumenn sjómanna á þann fund. En ég ætla að kokkurinn Páll sjái um að forystumenn mat- sveinafélags SSI verði til staöar og sitji einnig fyrir svörum. Það hefur aldrei staöiö á stjóm Sjómannafé- lags Reykjavíkur að mæta á fundum félagsins og standa fyrir máli sínu. 8. Að lokum spyrö þú hvort ég hyggi á endurkosningu. Svar: Stjórn- og trúnaðarmannaráð Sjómannafélags Reykjavíkur tekur ákvarðanir í þeimmálum. Eg hefði líklega átt að láta skrif- um mínum lokið við svar síðustu spurningar Páls kokks en þetta opna bréf til mín er með þeim eindæmum að ég get ekki viö svo búiö látið stað- ar numið hér. Eg og mínir líkar hafa nú að undanfömu fengið talsverða gagnrýni úr ólíklegustu áttum af margskonar toga spunna og er það af hinu góða svo lengi sem slík gagn- rýni er málefnaleg. En hvað kemur Páli Þorgeirssyni matsveini til að fara fram á opinberan vettvang með opið bréf og aðdróttanir varðandi málefni Sjómannafélags Reykjavík- ur? Páll er félagsmaður í matsveina- félagi SSI og umvöndun hans á mál- efnum er varða það félag og upplýs- ingastreymi til sinna félagsmanna er starfsmönnum og stjórn Sjómanna- félagsins allshendis óviðkomandi. Ef félagsmenn innan verkalýðshreyf- ingarinnar eru komnir á þær villigöt- ur að það sé af hinu góða að gera for- ystumenn verkalýðsfélaganna sem tortryggilegasta gagnvart umbjóð- endum sínum missa menn áttir gagnvart meginmáli liðandi stundar, þ.e. kjaramálunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.