Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.1984, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.1984, Blaðsíða 28
Sparnaðurinn á launakostnaði sjúkrahúsanna Uppsagnir og deildum lokað „Við höfum sagt upp tiu ræstinga- konum og í sumar munum við loka tveimur deildum spítalans. Þá er alveg ljóst, að þessar spamaðarráð- stafanir kalla á lokun fleiri deilda er lengra líöur á árið,” sagði Haukur Benediktsson, framkvæmdastjóri Borgarspítalans, í samtali viö DV. Eins og kunnugt er hefur ríkis- stjórnin boðaö um tveggja og hálfs prósents sparnað á launakosfnaöi sjúkrahúsanna. Vegna þess hefur Borgarspítalinn gripiö til þessara sparnaðarráðstafana, svo og mun spitalinn ráða „eins lítið og hægt er á Borgarspítalanum að komast af með af sumarafleys- ingafólki,” eins og Haukur komst að oröi. „Vegna þessara fyrirmæla rikis- stjómarinnar höfum við fundaö mjög um allar hugsanlegar sparnaðarráðstafanir. Viö byrjuðum á ræstingahliöinni og sáum að þar gátum við lagt niöur tíu stööur. Tóku uppsagnirnar gildi nú í byrjun apríl.” — Þýöir þetta minni ræstingu á spítalanum? ,,Kannski að hluta en hér er þó einkum um aö ræða öðruvísi vinnu- skipulag og betri tækjabúnaö. Um þessar mundir ræðum við svo um spamaö á almenna rekstrinum, en niðurstöðu úr því er ekki að vænta fyrrenseint áþessuári. Þá höfum við ákveöið að loka tveimur deildum spitalans í júní, júlí og ágúst, sex vikur í senn, en þær veröa ekki lokaðar á sama tíma. Þetta em skurðlæknisdeild og ein lyflæknisdeild. Þá liggur alveg ljóst fyrir að við munum þurfa að loka fleiri deildum er líður á árið þó við munum ekki gera það fyrr en í fulla hnefana,” sagði Haukur Benediktsson. -KÞ Landbúnaðarsýning í haust Hægtgengurað selja Fríhöfnina „Mér er ekki kunnugt um aö neitt sé að gerast í þessu máli,” sagöi Guðmundur Karl Jónsson, forstjóri Fríhafnarinnar á Keflavíkurflug- velli, er DV spurði hann hvað liði hugsanlegri yfirtöku einkaaðila á rekstri þessa ríkisfyrirtækis. „Þetta er búið að vera til umræðu í upp undir ár. En það hefur ekkert gerst sem hægt er að segja frá,” sagöi Guðmundur. Hannes Guömundsson í varnar- máladeild utanrikisráðuneytis kvaðst lítið geta sagt um þetta mál annaö en að það væri í athugun. „Það er vitað aö ríkið Vill selja,” sagöiHannes. -KMU. I haust, eða 20,—30. september næst- komandi, veröur efnt til stærstu land- búnaöarsýningar sem haldin hefur verið hér á landi. Að þessari sýningu munu standa mjólkurdagsnefnd og markaösnefnd landbúnaðarsamtaka. Sýningin veröur haldin á 1500 fermetra gólffleti í nýju mjólkurstöð- inni á Bitruhálsi. Þarna verða sýndar fullunnar landbúnaðarafurðú-, mjólk- ur- og k jötvörur svo og skinnavörur. Um sama leytið verður haldin hér á landi FAO ráðstefna og er gert ráö fyrir aö 40 landbúnaöarráðherrar víös vegar aö verði hér staddir þá. -ÞG Gott gott er go FINNICE súkkulaðiki Fáiö ykkur Fl Hllil! kantolan FINNSKT DV. MÁNUDAGUR16. APRIL1984. Karl Guðjónsson skoðar eitt af verkunum á sýningu nemenda. DV-mynd fíagnar Imsland Höfn íHornafirði: Nemendasýning í Heppuskóla Frá Júlíu Imsland, fréttaritara DV á HöfníHornafirði: Nýlega lauk í Heppuskóla sýningu á verkum nemenda sem haldin var í lok opnu vikunnar hjá þeim. Yfirskrift —sýningarinnar að þessu sinni var Sjávarútvegur og fiskveiðar og var sýningin byggð á sjávarútvegi og vinnslu á Höfn í Homafirði og nágrenni fyrr og nú. Var sýningin vel unnin og þótti gefa gott yfirlit yfir viðfangsefn- iö. I sambandi við opnu vikuna var haldin leiksýning í íþróttahúsinu með dansi og kaffiveitingum á eftir. Var húsfyllir á þeirri skemmtun. Söngvamót kirkjukóra í Austur- og Vestui-Skaftafellssýslu var haldið um síöustu helgi með þátttöku 9 kóra. Sungu þeir í Hafnarkirkju kl. 11 á sunnudagsmorguninn við messu en síöar um daginn héldu þeir sérstaka söngskemmtun þar sem þeir sungu bæði saman og hver í sínu lagi. Gestur söngmótsins var Haukur Guðlaugsson. -FRI Ný tískuverslun var opnuö að Hafnargötu 17 í Keflavík í byrjun desember ásl. ári. I versluninni, sem ber nafniö Kóda, má fá fatnað á fólk, frá 10 ára aldri og alveg upp úr, hvort sem er karl- eða kvenkyns. Á meðfylgjandi mynd eru eigendurnir tveir, Halldóra Lúðvíksdóttir og Kristín Kristjánsdóttir, ásamt afgreiðslustúlkunni, Guörúnu Reynisdóttur, sem er lengst til vinstri. Fermingarbörn ganga í hús og bjóða... merki til styrktar fötluðum — Verkefni á vegum Hjálparstofnunar kirkjunnar Á næstu dögum munu fermingar- böm knýja dyra hjá landsmönnum og bjóða merki til sölu til stuðnings verk- efnum í þágu fatlaðra bama. Er þetta gert á vegum Hjálparstofnunar kirkjunnar og í samvinnu viö sóknar- presta. Afrakstur merkjasölunnar mun renna til þriggja verkefna í þágu fatl- aðra barna hér heima og erlendis. Verður honum að hluta varið til stuðn- ings heimilis fyrir munaðarlaus fötluð börn í Kalkutta á Indlandi. Heimiliö er í umsjá systra Maríu Teresu og dvelja þar nú 50 böm. Þarna er lítill skóli fyrir börnin, verkstæði til kennslu handiðnaðar og heilsugæsla, en þörf er á meira rými fyrir starfsemina sem rekin er fyrir frjáls framlög. Þá verður hluta afrakstursins varið til stuðnings fötluðum börnum hér á landi í samvinnu við Landssamtökin Þroskahjálp. Loks verður heimili fatlaöra í Sólheimum í Grímsnesi veitt- Merkin verða seld til stuðnings fötiuðum bömum hór á landi og erlendis. ur stuðningur en biskupi Islands hefur borist beiðni um aðstoð viö heimilið. -JSS Sjónvarpi stolið Brotist var inn í verslun Vilbergs og Þorsteins á horni Barónsstígs og Laugavegar aöfaranótt sunnudagsins og stolið þar sjónvarpstæki. Þjófurinn eða þjófarnir brutu einfaldlega rúðu í glugga verslunarinnar og gripu sjón- varpstæki sem stóð í glugganum. Hurfu þeir síöan á brott, aö öllum líkindum í bifreið. -SþS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.