Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1984, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1984, Blaðsíða 4
4 DV. FÖSTUDAGUR11. MAl 1984. Þorgeir Ástvaldsson í sjöunda himni: Mikið hlustað á rás 2 „Við erum ákaflega hressir með niðurstöður skoðanakönnunar Hag- vangs á hlustun á rás 2 því sam- kvæmt þeim hlustar yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem á annað borð búa við hlustunarskilyrði á rásina,” sagði Þorgeir Astvaldsson í samtali viðDV. Aldrei fyrr hefur þátttaka í skoðanakönnunum Hagvangs veriö betri, en af 1000 manna úrtaki svöruðu 860. Annars eru niðurstöð- umar þær að 70,9% aðspurðra scgjast nlusta á rás 2 aö jafnaöi. Helmingurinn gerir þaö í heima- húsum, 30% í vinnunni og aðrir annarsstaðar. Hjá aldurshópnum 20 ára og yngri er hlustunin 100% og hjá fólki á aldrinum frá tvítugu til fertugs iiggur nlustunin á bilinu frá 86,7% tii 90%. 57,3% fólks á fimmtugsaldri hlusta á rásina og 51,9% þeirra sem eru á sextugsaldri. Aftur á móti hlustar fólk sem komið er yfir sextugt ekki ýkja vel né mikið því í m---------------------► Þorgeir Ástvaldsson: — Viðerum hressir með niðurstöðuna. þeim hóp er hlustunin aðeins 28,6%. fertugt sem dregur meöaitalið niður á óvart,” sagði Þorgeir Astvaldsson, „Það er fólk sem komiö er yfir og kemur það okkur reyndar ekkert stöövarstjóri rásarinnar. 1THE WORLD Hörður Vilhjálmsson: — Nú ætti að lifna yfir auglýsingunum. Hörður Vilhjálmsson, f jármálastjóri RÚV: „Gleðifréttir” „Þetta eru gleöifréttir og niðurstöö- umar hafa svo sannarlega farið fram úr björtustu vonum okkar. Þó taka verði öilum skoöanakönnunum með vissum fyrirvara þá gefur þetta sterka visbendingu um hvert stefnir.” Hörður taldi víst að nú myndi iifna mikið yfir auglýsingaviðskiptum á rás 2 og gat þess einnig að fyrirhuguð væri viðameiri könnun á hlustun rásarinnar í haust. „Einnig þykir mér athyglisvert hversu mikiö er hlustaö á rásina í heimahúsum. Við héldum alltaf að hér væri á ferð vinnustaðaútvarp en svo virðist ekki vera,” sagði Hörður Vilhjálmsson. -EIR. Guðmundur Jónsson, framkvæmdastjóri RÚV: „Ósennileg- ar tölur” „Eg hef aöeins einu sinni hlustað á rás 2 og það var gert af skyldurækni daginn sem útsendingar hófust,” sagöi Guðmundur Jór.sson, framkvæmda- stjóri Ríkisútvarpsins, þegar niöur- stöður skoðanakönnunar Hagvangs voru bomar undir hann. „Eg tel þessar tölur ákaflega ósennilegar, trúi því vart að fólk hafi tíma til að hlusta svona mikið á þessumtíma dags”. -EIR. Guðmundur Jónsson: — Hlusta aldrei á rás 2. Vaxtahækkun eða vaxtahækkun? — tvennt olíkt? Svo virðist forsætisráðherra telja Stjómmálamenn hafa löngum verið iðnir við að gefa yfirlýsingar sem alls ekki em í samræmi viö sannleikann. Steingrímur Hermannsson forsætis- ráðherra var ber aö slíku í sambandi við vaxtahækkunina. „Vaxtahækkun líkleg” var fyrirsögn á frétt í DV 3. maí síðastliðinn. Þar var sagt frá því að þingmenn, sem blaöið haföi talað við, töldu vaxtahækkun ein- hvem tíma á næstunni líklega í kjölfar bindiskyldunnar. Næsta dag sagði Steingrímur Hermannsson á Alþingi: , Jfækkun vaxta telur rikisstjórnin ekki koma til greina enda raunvextir töluverðir og meiri en áður hafa verið hjá okkur Islendingum. ” Svo mörg voru þau orð. En hvað gerist? I fýrradag ákvað bankastjóm Seölabankans að hækka vexti nokkurra verðtryggðra og gengisbundinna liöa við innlánsstofn- anir frá og með 11. maí. Nemur hækkunin um 1 til 2 prósentum. Fylgdi það fréttinni að vaxtahækkun þessi væri gerð til að samræma kjör verð- tryggðra og óverðtryggðra skuldbind- inga, en með minnkandi verðbólgu hefðu raunvextir óverðtryggðra liða hækkað mikið og væru nú hærri en verið hefðu um áratuga skeið. -KÞ. Sviku tékkhefti út úr Sparisjóðnum í Keflavík: GÁFU ÚT 24FALSKAR ÁVÍSANIR Rannsóknarlögreglan i Keflavik hefur upplýst ávisanafals þar sem um var að ræða 24 faiskar ávísanir sem gefnar höfðu verið út, að upphæð samtals tæpar 18.000 kr. Að sögn rannsóknarlögreglunnar í Keflavík voru tveir ungir piltar hér að verki, 16 ára og 20 ára. Sá yngri fór í Sparis jóðinn í Keflavík og sagðist vera að sækja tékkhefti fyrir föður sinn og gaf hann upp nafn og nafnnúmer annars manns. Hann fékk tékkheftiö afhent en sá eldri beið fyrir utanSpari- sjóöinn á meðan. Síöan héldu þeir til Reykjavíkur þar sem þeir skiptu ávisununum en upphæðimar á þeim voru annaðhvort 500 eða 1000 kr. -FRI. Helgar- skákmót á Seyðisfirði Tímaritið Skák stendur fyrir helgar- skákmóti á Seyðisfiröi um helgina. Mótið hefst síðdegis í dag og lýkur því á sunnudegi. Nokkurt hlé hefur verið á helgarmótum aö undanfömu þar sem alþjóðleg skákmót hafa verið með allra mesta móti á síðustu mánuðum og efndi tímaritið Skák reyndar til tveggja slíkra, í Grindavík og á Nes- kaupstað. Helgarskákmótið á Seyðisfirði er 23. helgarskákmótið. Á þessum mótum hafa teflt ýmsir fremstu skákmeistar- ar Islendinga og hafa heimamenn fengið tækifæri til að etja kappi við þá og fylgjast með þeim aö tafli. Búist er við mikilli þátttöku á mótinu á Seyðis- firði og horfur em á aö meöal þátttak- enda verði Guðmundur Sigurjónsson stórmeistari, alþjóðameistararnir Helgi Olafsson, Jón L. Arnason og Jóhann Hjartarson og að meðal kepp- enda verði einnig Guðlaug Þorsteins- dóttir, sterkust skákkvenna á Islandi. -óbg. Óskilamunir á uppboði Á laugardaginn verður haldið hið ár- lega uppboð á óskilamunum sem borgarfógetaembættið i Reykjavík stendur fyrir. Uppboðið hefst kl. 13.30 og er haldið að Borgartúni 7. A upp- boðinu verða fjölmargir hlutir og nefna má að ætíö er mikið magn af reiöhjólum boðið upp. -APH. Menning Menning Menning Menning Utvarpið sækir aftur á Ríkisútvarp — hljóðvarp: Fimmtudagskvöld eftir Andrós Indriðason. Leikstjóri: Karl Ágúst Úlfsson. Leikendur: Þórhallur Sigurðsson, Páll Óskar Hjálmtýsson, Edda Heiðrún Backman. Það hefur ekki verið lýðnum ljóst, en víöa um hinn siömenntaöa heim er farið að líta á útvarpsleiki sem sérstakt og hörkuspennandi listform. Reyndar held ég að flest eldra fólk hériendis viti af þessu, allt niöur í menn á þrítugsaldri, þá sem komust aö útvarpstækjum til að hlusta á leik- rit fyrir innrás sjónvarpsins. Enn fer hrollur um þá sem heyrðu Hulin augu hér um áriö. Ef þú lesandi góður komst of seint í heiminn til að upplifa það stórmerka framhalds- leikrit, skaltu spyrja eldra fólk um það. En svo laut útvarp í lægra haldi fyrir öðrum miöli, sjónvarpinu, huldu auga í homi stofunnar sem dá- leiddi heimilismenn eftir klukkan átta. Og útvarp komst ekki að. En nú sækir útvarp aftur á: tvær rásir, ein hressandi og matmikil súpa, önnur lapþunnt gutl. Og í grein í Mogganum í gær hóf einn starfs- manna Gufuradiósins máls á sinnu- leysi ritstjóma blaðanna um þann veigamikla þátt í menningu þjóðar- innar sem útvarp er. Vitaskuld eiga blöðin að gera sér meiri mat úr dag- skrám ríkisfjölmiðlanna. Það er efni sem allir vita af, allir hafa vit á, allir eiga greiðan aðgang að. Tökum sem dæmi nýja íslenska leikritið í gærkvöldi, Fimmtudags- kvöld eftir Andrés Indriðason. Það var ekkert stórfenglegt drama, en höfundurinn stefndi heldur ekki svo hátt. Hann vildi segja litla og mæðu- lega sögu af ólikum viðbrögðum feðga í skilnaðarmáli, og það tókst prýðilega á fjörutíu og fimm mínútum. Hver gat haft annað en skemmtun af þessum dagskrárlið? Vist mátti klippa handrit Andrésar meira saman, stytta leikinn um fimm, tíu mínútur, og eins þótti mér Leiklist Páll Baldvin Baldvinsson misfarast tækifæri til að koma áheyranda á óvart með uppljóstrun Ola í lokin að Kalli feiti, nýr „vinur” mömmunnar, væri bara tilbúningur til að særa og kynda undir afbrýði pabba. Leikurinn í gærkvöldi var með poppaöra móti — er það visvitandi stefna hjá leiklistardeildinni til að tæla unglinga að viðtækjunum? Ekki fór heldur hjá því að hlutverka- skipun styrkti þennan grun; í aöalhlutverki var Þórhallur Sigurðs- son sem er þekktari undir gælunafni. Fór hann með hlutverk pabbans, sonirn lék Páll Oskar með ágætum, og Edda Heiðrún var mátulega glennuleg sem ástkonan Dísa. Leikurinn f jallaöi um blekkinguna, ekki aöeins sjálfslygi föðurins, heldur líka tálvon sonar að van- þroska og eigingjarn ungur maður hverfi aftur í unglingshjónaband til konu sem hann hefur deilt kjörum með í tólf ár. En Páll situr einn í íbúðinni, hlustar á nýjasta poppið í bland viö gömlu Stóns, fer á sín helgarfyllerí og er með Dísu, sem reyndar er aöeins litlu eldri en sonur hans. Og undir lok fimmtudagsheim- sóknarinnar lærist Ola litla tólf ára hvílíkur þurs faðir hans er. Talsvert vantaöi á að Laddi kæmi þessari rullu þokkalega til skila. Hann skortir listræna þjálfun til að koma persónu fullskapaöri frá sér, sem er talsvert annað mál en karikatúrinn sem hann fæst viö alla jafna. Margt ágætt tilsvar sem var upplýsandi um þennan veiklynda föður datt hálfvelgjulega útúr Ladda og þegar hann beit á agn sonarins og fór að trúa á hinn skelfilega kjöt- kaupmann, eljara sinna, þá breytti hann hvergi um tón. Ekki vil ég trúa öðru en Laddi geti orðið liðtækur í „alvarleg” hlutverk meö námi og þjálfun. Ef til vill eru leikstjórar ekki nógu harðir við hann ? Hvað um það — nokkra skemmtun mátti af þessu hafa.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.