Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1984, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1984, Blaðsíða 14
14 DV. FÖSTUDAGUR11. MAl 1984. Spurningin Borðarðu kartöflur? Sigurbjörn Kjartansson: Nei, mér finnst þær vondar. Þaö er helst að ég borði franskar kartöflur. Stefán Jóhannsson trésmiður: Auövit- aö geri ég það, mér finnst kartöflur yfirleitt góðar þó aðra sögu sé að seg ja af þessum finnsku. Það eru lélegar kartöflur. Ragnar Ragnarsson, vinnur hjá Pósti og síma: Já, ég borða talsvert af kart- öflum. Eg er aö norðan og þar höfum viðekkiorðið eins varirviðófremdar- ástandið í kartöflumálum og hér. Gunnar Jakobsson, vinnur hjá Pósti og síma: Það er frekar lítið, mér finnst þær ekki svo góðar. Sigurður Magnússon bifreiðarstjóri: Já, ég borða mikið af þeim. Þetta er slæmt ástand þessa dagana en ég læt mig samt hafa það aö éta þessar finnsku þótt þær séu vondar. Þær mættu vera mikið verri ef ég ætti að fara að borða hrísgrjón í staðinn. Helgi Pálmason sjómaður: Ja, ég boröa ekki þessar finnsku, þær eru af- skaplega lélegar. Frá kynningarfundi Búseta sem haldinn var i Háskóiabiói fyrir skömmu. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur ÖLL TVÍMÆLIVERÐI TEKIN AF UM BÚSETA hann er eina von leigjandans Félagi í Búseta skrifar: Þegar ég gekk í Búseta fylltist ég von um að nú færi loksins að rofa til í húsnæðismálum leigjenda. Eg er oröin svo langþreytt á þessum aðseturs- skiptum. Rífa barnið mitt upp, setja það á nýtt barnaheimili, þaö þarf að aölaga sig nýju umhverfi, kynnast nýj- um vinum og kveðja þá síðan þegar húseiganda þóknast að reka mann út .úr íbúðinni. Búseti uppfyllir allt sem mig hefur dreymt um. Mig langar ekki að eiga íbúð en hitt býður aðeins upp á sífellda flutninga bæjarhluta á milli eins og áður sagði. Heldur vil ég kaup3 mér búseturétt og borga síðan sann- gjarna leigu til æviloka. Svo getur barniö mitt tekið viö íbúðinni á eftir mér. Nú vona ég að tekin verði af öll tvímæli um Búseta, vona að ráðamenn og — konur þjóöarinnar hafi vilja til að gera eitthvaö fyrir okkur, en það mega þeir vita að almenningur fylgist vel með því sem gerist á Alþingi þessa dagana. Eg styð Búseta. Búseti er framtíðin. ‘ rrnnnu oggeta enea 5 detta fyéílega niöur r 08 mýsnar hlauDa Vr“m ?iekki-En e t,i 1 nokkrum hvar ætiunin er aö 'hðkostarfrá3500_ or aö fá búnaö sem rbustað eöa stórar mum og öðrum hús- ' neint Þessum ra oyru nema þas- i d' H' Goðjðnsson 1 Pessum hátíðni- I Hvar fást hátíönihögnarnir? Jónskrifar: Eg rakst á grein í DV um daginn þar sem fjallað er um hátíðnihögna svo- kallaða sem notaðir eru til aö fæla rott- ur og önnur miöur æskilegt kvikindi á brott. Þar kom fram að fyrirtækið J.H. Guöjónsson sér um sölu á gripnum en ekkert símanúmer fylgdi. Væri hægt að veita upplýsingar um það? DV getur frætt Jón og aöra lands- menn um það að símanúmerið hjá J.H. Guðjónssyni er 12114. Ný/ung: Nútímg högni , .... fáanlegur ZCrzz s***-. ^tið núttaT hg ar,ró,e8heitumog ff®! uíhúnaöur "etodi S6m re^da" er eít« Þv: verkin íyr jVT’ *kit- reyndar Ít j g' Hatf0ni-högni '*700 kronur. Ilæut Vr VJzZVen íynr i kostum búinn aöTX' er t,eim 1 ðátíðnibylgj™ sendfr frá sér veröur ekk »»•» »» w. 2*™•• sr,sr,rrtetí ‘ ^^gm^fcoedýrin n.Vf! aöstorrottanál Ekki eru allir sammála um ágæti bjórsins, þessum finnst hann ágætur. VIÐ VIUUM EKKIBJÓRINN 3590—5006 skrifar: Nú mundi sjálfsagt einhver segja að það væri búið að skrifa nóg um bjórinn en ég er því ósammála og ætla því aö láta skoöun mína á því máliiljós. Eg hef því hugsað mér að byrja á því að minnast á svolítiö sem ég heyrði í sjónvarpinu um daginn. Þar talaði annar viömælandinn um að kenna Islendingum að drekka með því að fá bjórinn, þetta finnst mér vera það allra vitlausasta sem ég hef heyrt, því það er erfitt að kenna ■ gömlum hundi aö sitja. Ef bjórinn yrði leyfður yrði þaö bara til þess að auka vínneysluna, sem þegar er of mikil, en ekki til þess að minnka hana. Þessu til stuðnings ætla ég að taka upp úr Fréttablaðinu Degi á Akureyri nokkrar tölur um áfengissölu þrjá fyrstu mánuðina á árinu, en þá nam áfengissalan í ATVR á Akureyri tæpum 22,5 milljónum króna, en á sama tíma í fyrra var selt fyrir 17 milljónir; aukning er því 5,5 milljónir. Alls seldu áfengisverslanirnar í landinu áfengifyrir263.226.174 krónur fyrstu þrjá mánuði þessa árs en á sama tíma í fyrra var tala þessi 180.936.662 krónur. Þetta sýnir að aukningin nemur um 82.289.512 krónum og er það hryllingur. Ef mönnum finnst þetta ekki nóg selt og drukkið af áfengi þá eru þeir eitthvað skrítnir. Því vil ég segja að ef þaö verður þjóðaratkvæöagreiðsla um bjórinn þá hvet ég menn til þess að segja NEI við bjómum, því vandamálin eru næg fyrir. Ef menn segja JÁ við bjórnum, þá þýöir ekk- ert að væla um það að unglingarnir séu að ná sér í vímuefni og það er það versta. Einnig ef bjórinn yrði leyfður þá þarf nauðsynlega að setja á stofn sérstaka deild innan lögreglunnar, sem mundi aðallega vera við það að stoppa bíla og láta menn blása í blöðru, því að það er augljóst mál að ef bjórinn verður leyfður þá eykst ölvun við akstur og viö því megum við ekki, því umferðarslysin eru nógu mörg svo aö ekki þarf að bæta við þau. Að lokum langar mig aö segja að mér finnst það vitlausasta sem íþróttamaður lætur hafa eftir sér þegar hann er spurður: Hvert yrði þitt fyrsta verk ef þú yröir helsti ráðamaður þjóðarinnar? Þá svarar hann, leifa bjór. Þetta finnst mér ekki íþróttamannslegt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.