Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1984, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.1984, Blaðsíða 17
16 DV. ÞRIÐJUDAGUR15. MAl 1984. DV. ÞRIÐJUDAGUR15. MAl 1984. 17 íþróftir íþróftir íþróffir íþrótfir íbróftir íþrótfir íþróftir íþrótfir íþrótfir Stórsigur Valsstúlkna Valsstúlkurnar unnu aftur stórsigur í meistara- flokki í keppninni á Reykjavíkurmótinu. Unnu KR 4—0 og skoruðu þær Kristin Arnþórsdóttir, tvö, Bryndís 'Valsdóttir og Erna Lúðvíksdóttir mörk Vals. Aður hafði Valur sigrað Fylki 5—0 og KR sigraði Fylki einnig 5—0. hsím. Indónesía leikur í úrslitunum — íThomas Cup í badminton Indónesía tryggði sér rétt í úrslitaleikinn í Thomas Cup i badminton, heimsmeistarakeppni karia-iandsliða, í gær, þegar Indónesía sigraði Suður-Kóreu 4—1 í fyrri leiknum í undanúrslita- leiknum. I dag leika Kína og England í hinum leiknum í undanúrslitum. Suður-Kórea kom mjög á óvart á föstudag, í riðlakeppntnni. Sigraði þá Danmörku 3—2 og þar með komust Danir ekki í undanúrslitin. Þeir unnu aðeins sigra í einliðaleiknum. Morten Frost vann Park Joo Bong 15—11, 14—15 og 15—7 og Jens Peter Nierhoff vann Sung Hun Kook 15—5 og 15— 11. Danir töpuðu leikjunum í tvíliöaleik og þriðja leíknum í einliðaleik. Hyung Hak vann Steen Flad- berg 16-18,15-10 og 15-11. Af öðrum úrslitum í riölakeppninni má nefna aö Kína vann Svíþjóð 5—0, England vann Malasíu 3— 2 og tryggði sér meö því sæti í undanúrslitum. Steve Baddeby vann Misbun Sidek 15—12 og 15— 11 og Steve Butler vann Razif Sídek 9-15,15-11 og 15—12. Nick Yates tapaði hins vegar í einliöa- leiknum en Mike Tredgett og Andy Goode tryggöu Englandi sigur í leiknum þegar þeir sigruöu Misbun og Soh Goon Chup 18—13 og 15—12. -hsim. Hollensk félög fá Standard-leikmenn „Við höfum ákveöið að gera samning við Guy Vandersmissen tii eins árs og hollenski landsUðs- maöurinn Simon Tahamata mun fljótlega gera þriggja ára samning við Feyenoord,” sagði Gerard Kerkum, forseti Feyenoord, í Rotterdam í g*r. Þeir Vandersmissen og Tahamata eru báðir bjá Standard Liege í Belgíu og ientu í mútumáUnu fræga. Fengu þar báðir dóm — eins árs leikbann. Forráðamenn Feyenoord láta það þó ekki á sig fá og eru ákveðnir í að ná í þessa snjöUu leikmenn. Fyrr i þessum mánuði gerði Roda JC Kerkrade, hoUenska félaglð í úrvalsdeUdinni, samning við Jos Daerden, framvörð bjá Standard, sem einnig fékk árs ieikbann í Belgiu vegna mútumálsins. -hsim. Pressasett á Rúmena Sovéski ambassadorinn í Rúmeniu, E. M. TiazbeinUcov, fór á fund Nlcolae Ceausescu, for- seta Rúmenhi, í gær til þess að fá svar forsetans við því hvers vegna ckki hefði verið skýrt frá því i Rúmeníu, að Sovétrikin mundu ekki sækja óiympíuleikana í Los Angeles. Engar fréttir af því máli hafa birst í rúmenskum fjölmiðlum. Ekki var skýrt frá því hvernig forsetinn tók ambassa- dornum en fundi þeirra var komið á að ósk Sovét- rikjanna. Háttsettir rúmenskir ráðamenn hafa sagt að Rúmenia muni sækja leikana i Los Angeles. Þá var skýrt frá því í gær að Sovétríkin væru nú að undirbúa mUila íþróttahátíð þeirrá þjóða sem ekki keppa á ieikunum í Los Angeles. Sú hátíð verður þó ekki á sama tíma og leikarnir, eins og í fyrstu vartaUð. -hsim. Kínversku stúlk- umaríúrslit — íUber Cup í badminton Kínversku badminton-stúlkurnar unnu stórsig- ur á Suður-Kóreu í gær, 5—0, i Kuala Lumbur í Umber Cup, heimsmeistarakeppni landsUða. Leikurinn var i undanúrslitum og i hinum Ieiknum leika England og Danmörk. Sá leikur verður i dag. I riðlakeppninni í Uber Cup i síðustu viku má nefna að England vann Suður-Kóreu 3—2, Dan- mörk sigraði Indónesíu 3—2 og kinversku stúlk- urnar unnu sina leiki 5—0. Virðast langsterkastar. hsim. Iris Grönfeldt—enn nýtt Islandsmet. Frjálsíþróttafóikið í Alabama gerir það gott: Met í spjótkasti kvenna—4 sigrar —á háskólamóti í Lousiana—íris Grönfeldt kastaði 55,90 m og er við ólympíulágmarkið „Eg er mjög ánægð með þennan árangur. Hann er alveg við lágmarks- afrekið fyrir ólympiuleikana i Los Angeles i spjótkasti kvenna. Eg náði metkastinu i síðustu tilraun. Var þá i öðru sæti, átta sentimetrum á eftir Það verður ekkert úr Norðuríandamótinu —Danir og Svíar voru ekki tilbúnir að vera með 1985 Það verður ekkert úr Norðurlanda- mótinu í knattspyrnu, sem fyrirhugað var næsta sumar. Þegar ljóst var að Danir ætluðu ekki að taka þátt i mótinu tilkynntu Sviar að þeir yrðu heldur ekki með. — Það var þvi ljóst þegar Danir og Sviar voru búnir að draga sig til baka að þá væri Norðuriandamótið úr sögunni — að sinni, sagði Ellert B. Schram, formaður KSt, sem sat Norðurlandaþing knattspyrnusam- banda i Danmörku um sl. helgi. Ellert sagði að Danir hefðu bent á að það væri erfitt fyrir þá að stilla upp sinu sterkasta liöi þar sem atvinnu- menn þeirra væru í sumarfríi á þeim tíma sem fyrirhugaö væri að mótið færi fram og Svíar voru einnig á því máli. — Þó að Norðurlandamótið verði ekki næsta sumar.er áhugi fyrir hendi að halda þaö síðar, sagði Ellert. -SOS. „Höfum jafna mögu- leika gegn Juventus” —segir þjátfari Porto—Úrslitaleikurinn í Evrópukeppni bikarhafaámorgun „Við berum virðingu fyrir Juventus sem hefur stjörnuleikmenn eins og Michel Platini og Paolo Rossi í liði sinu en ég tel að við höfum jafna mögu- leika í úrslitaleiknum í Basel. Eg veit að leikmenn mínir eru í toppþjálfun. Þeir sönnuðu það í leikjunum við Aberdeen og í síðustu viku sigruðum við í bikarkeppninni í Portúgal,” sagði Antonio Marias, þjálfari Porto, sem á miðvikudag leikur til úrslita við Junvetus í Basel í Evrópukeppni bikar- hafa. Leiknum verður sjónvarpað beint hér og hefst kl. 18. Porto er enginn nýgræðingur í evrópskri knattspymu. Hefur 23 sinnum tekið þátt í Evrópumótunum en liðið er nú í fyrsta skipti í úrslitum. Liðiö er með mjög sterka vöm, fékk aöeins á sig níu mörk í 29 leikjum í Portúgal í 1. deildinni. Varð þar í öðru sæti á eftir Benfica en tryggði sér sigur i bikarkeppninni. Maðurinn bak viö góðan árangur Porto undanfarin ár, aðalþjálfarinn Jose María Pedroto, getur ekki stjórnað liði sínu í úrslitaleiknum. Hann hefur átt við erfið veikindi að stríða frá áramótum en hefur þó lagt upp leikaðferðina í hverjum leik frá heimili sínu í Porto( sem er aöeins 300 metrum frá leikvelli félagsins, Antas- leikvanginum. Antonio Morias fylgir svo eftir áformum hans.” Við erum ekkert án þess aö hafa samráð við hann,” segir Morias. Þekktasti leikmaður Porto er mið- herjinn Femando Gomes. Hann hlaut „gullskó Adidas” á síðasta leiktímabili sem markhæsti leikmaðurinn í Evrópu. Á því leiktímabili sem er að ljúka hefur Gomes skorað 21 mörk af 65 mörkum Porto. Besti leikmaður liðsins er hins vegar Jaime Pacheco — „heili” liðsins á miðjunni og maðurinn bak viö flestar sóknarloturnar. Skorar einnig þýöingarmikil mörk. Antonio Sousa er sérfræðingur Porto í aukaspymum og Carlos Silva er vinsælasti leikmaður- inn. Stansar aldrei í leik, knattmeðferð hans frábær og mikill einleikari. Það var hann sem skoraði mark Porto í Aberdeen — vippaði knettinum yfir Jim Leighton markvörð eftir að hafa einleikið með knöttinn frá eigin vallar- helmingi. Porto er með marga aðra skemmti- lega leikmenn í liði sínu og það verður gaman að kynnast þeim í leiknum við Juventus á miðvikudag. En auðvitað verða ítölsku meistaramir með sex heimsmeistara í liði sínu og auk þess Platini og Boniek taldir mun sigur- stranglegri þó svo Dino Zoff sé nú alveghætturímarkinu. hsím. þeirri fyrstu. Þá kom metkastið, 55,90 m,” sagði Iris Grönfeldt, íþróttakonan kunna úr Borgaraesi, eftir að hún setti nýtt íslandsmet í spjótkasti á háskóla- móti í Lousiana um helgina. Eldra met hennar var 54,96 m, sett fyrr í ár. tslensku keppendurnir i háskólaliði Alabama voru mjög sigursælir á mótinu. Sigruðu í fjórum greinum í bikarkeppni nokkurra háskóla. Alabama var í fyrsta sæti eftir keppn- ina. Þá kom upp mikið hitamál. Sveit Alabama i 4X100 m boðhlaupi var dæmd úr leik og Alabama féll niður í þriðja sæti. Islandsmet Irisar er alveg lágmark alþjóöaólympíunefndarinnar. Það er 56,00 m og vantar þvi tíu sentimetra á það. Hins vegar er lágmarksafrek ísl. ólympíunefndarinnar miklu hærra, eða 61 meter. Iris sigraði i spjótkastinu og þrir aðrir Islendingar sigruðu á mótinu. Sigurður Einarsson í spjótkasti karla, kastaði 82,64 m og sigraöi með miklum yfirburðum. Sigurður á best 82,76 m. Vésteinn Hafsteinsson kastaði kringlu 62,94 m og sigraði, svo og Þórdís Gísla- dóttir í hástökki. Stökk 1,83 m. Þórdis er að verða góð af meiðslunum, sem hún hlaut í bílslysi á dögunum. Þráinn Hafsteinsson hlaut 6905 stig í tugþraut í keppninni. Var talsvert frá sinu besta enda á hann viö meiðsli að stríða. Keppti hins vegar til að hala inn stig fyrir Alabama-háskólann. Vésteinn var við sinn besta árangur í kúluvarpi. Varpaði 17,35 m. Á best 17,41 og Eggert Bogason, FH, náði sínum besta árangri í kúluvarpi. Varpaði 17,19 m en átti 16,66 best áður. Þá keppti Guðmundur Skúlason í 800 m hlaupi. Hljóp á 1:51,49 min. en komst ekki í úrslit. Hann á best 1:50,92 mín. Atti við meiðsli að stríða i vetur en er núaönásérástrik. -hsím. Essen leikur íBeiiín I gær var dregið í undanúrslit þýsku bikarkeppninnar í handknattleik. Essen, sem Alfreð Gíslason leikur með, dróst á móti Fusche, Berlín, og verður leikurinn í Berlín. Grosswald- stadt og Hameln leika í hinum undan- úrslitaleiknum í Grosswaldstadt. -hsim. „011 blaklið í einni deild?” —Athugasemd við grein í DV er í sátu 6 menn og var tillögunni vísað til atkvæðagreiðslu þingsins án þess aö nefndin tæki afstþðu vegna klofnings innan nefndarinnar. Þegar tillagan var borin undir atkvæði var hún sam- þykkt með 15 atkvæðum gegn 3 en nokkrir sátu hjá. hvergi í fréttinni. Ekki var sagt frá því hverjir fluttu tillöguna. I fréttinni stóö að það hefðu einkum verið fulltrúar 2. deildarliöa sem beittu sér fyrir samþykki tillögunnar. Fremstir í flokki hefðu verið fulltrúar Víkings. Iþróttasíðu DV barst í gær eftirfarandi athugasemd frá blakdeild Víkings. „Þann 07.05 birtist grein í DV undir heitinu „öll blaklið í einni deild? ” Þessi klausa kom flestum á óvart og þó sérstaklega Víkingum. Þar ýkir KMU einum um of með því að segja að fulltrúar Víkings, á síðasta BLI þingi, hafi staðið fremstir í flokki, sem fallkandídatar, um að koma á einnar deildar skipulagi. Að tillögu þess efnis stóðu fulltrúar frá IS, Þrótti Nes- kaupstað, KA Akureyri og Reyni Ar- skógsströnd og komu Víkingar þar hvergi nærri eins og KMU heldur fram. Reyndin er að tillaga sú sem fram kom á síðasta BLI. þingi er þess efnis að stjórn BLI. er heimiiað, ef ríkar ástæður liggja fyrir, að setja á einnar deildar fyrirkomulag. T.d. ef þátttaka í 2. deild verður ekki næg, enda veröi þá jafnframt keppi í 1. flokki karla. Framangreind tillaga hlaut meðhöndlun ílaga- og leikreglnanefnd Fyrir hönd Blakdeildar V íkings. Björn Guðbjörnsson, Arngrímur Þorgrímsson. SvarKMU Gera verður þá kröfu til þeirra sem athugasemd vilja gera við frétt að þeir lesi þá frétt og skilji hana. I athugasemd sinni segja Víkingamir Björn Guðbjörnsson og Arngrímur Þorgrímsson að í umræddri frétt DV hafi KMU haldið því fram að Víkingar hafi komið nærri flutningi tillögu um breytt deildaskipulag. Þetta stóð Það fór ekki framhjá neinum á þingi Blaksambandsins að sá sem oftast og lengst var uppi í pontu til að mæla með tillögunni var leikmaöur og þjálfari karlaliðs Víkings í vetur. Aðrir Víkingar fóru heldur ekki leynt með áhuga sinn í þinghléi. Þaö kom skýrt fram í frétt DV að um heimild til stjórnar Blaksambandsins væri að ræða ef ríkar ástæður væru fyrir hendi, svo sem ef of fá lið til- kynntu þátttöku í 2. deild. Það er ennfremur rangt sem þeir Björn og Arngrimur segja í athuga- semd sinni að laga- og leikreglna-| nefnd þingsins hafi visað tillögunni til atkvæðagreiðslu þingsins án þess að taka afstööu. Ljóst var að meirihluti nefndarinnar var andvígur samþykki tillögunnar. Nefndin vísaði tillögunni því frá sér. Flutningsmenn lögðu engu að síður tillögu sína fyrir þingiö. Þeir Björn og Arngrímur fara ekki einu sinni rétt með úrslit atkvæða- greiðslunnar. Tillagan fékk ekki 15 at- kvæðiheldurl3. Tillagan hlaut samþykki eftir að þjálfari Víkings hafði skýrt frá því hvað fyrir flutningsmönnum vekti með flutningi hennar. Víkingsþjálfarinn sagði að tillaga væri nauðvöm ef sú staða kæmi upp að ekki yrði hægt að keppa í 2. deild. Víkingarnir Bjöm Guðbjömsson og Arngrímur Þor- grimsson ættu kannski aö spyrja sjálfa sig hvers yegna þjálfari þeirra og sam- herji skyldi hafa tekið að sér að skýra tillöguna fyrir hönd flutningsmanna. I frétt DV var skýrt satt og rétt frá máli þessu og hvergi ýkt um þátt Víkinga. -KMU. Jupp Derwall — gefur hann eftir og velur ekki leikmenn Stuttgart i landsliðlð? Sigur Dýrlinganna „Eg get ekki neitað mér um leikmenn Stuttgart” — segir Jupp Derwall, landsliðseinvaldur V-Þýskalands—Mikil óánægja í herbúðum Stuttgart Dýrlingarair hafa nú möguleika á að hljóta annað sætið í 1. deildinni ensku eftir 0—2 sigur á WBA í West Bromwich í gærkvöld. Southampton hefur nú 74 stig eins og Man. Utd. en bæði liðin eiga einn leik eftir. Southampton við Notts County heima en United við Nottingham Forest í Nottingham. Þá sigraði Everton West Ham 0—1 í Lundúnum í gærkvöld. Þeir Trevor Brooking og Billy Bonds léku þar sinn síðasta leik með West Ham. Hafa báðir ákveðið að leggja skóna á hilluna. t 3. deild vann Port Val Millwall 1—0 á heimavelli og í skosku úrvalsdeildinni sigraði Rangers Dundee Utd. 1—2 í Dundee. -hsim. Frá Hilmari Oddsyni — fráttamanni DV í V-Þýskalandi: — Jupp Derwall, landsliðseinvaldur V-Þýskalands, var á meðal áhorfenda í Stuttgart þegar Stuttgart lék gegn Frankfurt á laugardaginn. Hann var þar til að sjá landsliðsmenn sína hjá Stuttgart leika en eins og hefur komið fram, þá leika V-Þjóðverjar sinn síð- asta leik fyrír Evrópukeppnina i Frakklandi — gegn ttölum i Sviss. Sá leikur er afmælisleikur FIFA sem er 80 ára. — Eg get ekki neitað mér um þá fjóra leikmenn sem leika með Stuttgart — þá Karl-Heinz Förster, Berad Föster, Helmut Roleder, mark- vörð og Guido Buchwald. Eg mun velja þá alla í landsliðshópinn sem leikur gegn Itölum, sagði Derwall. Buchwald fær tækifæri til að leika sinn fyrsta landsleik í Zurich og Derwall sagði að hann hafi verið mjög ánægður með framistöðu Buchwald gegn Frankfurt. — Það er ávinningur fyrir landsliöið að fá hann. Buchwald hefur tekið miklum f ramförum í seinni tíð, sagði Derwall. Óánægja í Stuttgart Forráðamenn Stuttgart eru ekki ánægðir með að Derwall ætli sér aö fá fjóra leikmenn félagsins til Sviss. — Það er mjög slæmt fyrir okkur að Karl-Heinz Förster — gefur hann ekkl kost á sér i v-þýska landsliðið? missa fjóra leikmenn til Sviss, aðeins f jórum dögum áður en við leikum hinn þýðingarmikla leik gegn Hamburger, sagði Helmut Benthaus, þjálfari Stuttgart, og hann benti á að Stuttgart missti fjóra menn til Sviss — á sama tíma og Hamburger missti aðeins einn leikmann. — Við erum ekki ánægðir með að Derwall taki ekkert tillit til að við erum aö berjast um V-Þýskalands- meistaratitilinn, sagði Benthaus og þá má búast viö að mikil læti verði út af landsleiknum gegn Itölum þegar nær dregur leiknum. Spumingin er — hunsa leikmenn Stuttgart leikinn? Ef þeir gera það, eiga þeir á hættu aö missa landsliðssætin sín og vera ekki valdir til að leika í Evrópukeppninni í Frakklandi. Leikmenn Stuttgart eru núámillisteinsogsleggju. -HO/-SOS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.