Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1984, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1984, Blaðsíða 13
13 segir Kolbrún. — En þaö er ekki skemmtilegt. — Eg held aö það sé erfitt þegar maöur þarf að vakna snemma endrum og sinnum. En þegar maöur vaknar snemma nokkuð reglulega veröur þaö ekki eins erfitt, segir Stefán. Og þrátt fyrir aö þau segist öll hafa haldið aö þau væru kvöldmanneskjur og næturhrafnar hafa þau aöeins sofiö einu sinni yfir sig hvert í allan vetur. Útvarp og leikhús 'Og hvaö ætla þau svo aö taka sér fyrir hendur í sumar? — Eg verö líklega í einhverjum af- leysmgum hér hjá útvarpinu í sumar, segir Kristín. — Og svo fer ég í háskól- ann í haust, í stjórnmálafræði. — Eg býst við aö fara út á land aö safna efni í nýjan þátt sem er í buröar- liðnum hér í útvarpinu, segir Stefán. Hann vill ekkert segja hvers konar þáttur þetta eigi aö verða, en ætlunin er að fara á útvarpsbíl út á land og full- vinna efniö á staönum. — Eg verö aö vinna viö og er reyndar þegar komin á kaf í leikhúsið mitt, Svart og sykurlaust, segir Kolbrún en hún er leikari aö mennt og einn af frumkvöðlunum aö Svörtu og sykur- lausu. — Viö veröum meö frumsýningu á opnunardegi Listahátíðar (i gær) og munum sjást eitthvaö á götunum á meöan á hátíðinni stendur, segir hún. Hvaö um aö taka aö sér aö vekja þjóöina næsta vetur? — No komment, segir Stefán, dipló- matískur aö vanda. Kristín gefur sömuleiðis lítiö út á spuminguna en Kolbrún segist alveg geta hugsaö sér aö vinna áfram við fjölmiöilinn útvarp. — Þetta hefur verið mjög skemmti- legt starf og miðillinn gefur góöa möguleika, segir hún. Flókinn miðíll Og í lokin þessi klassíska um lærdóm- inn og reynsluna. — Þessi þáttur er þess eölis aö maö- ur fær óvíöa meiri reynslu í gerð út- varpsefnis, segir Stefán. Viö erum viö hljóðnemann, skrifum handrit, sjáum um útsendingarstjóm, veljum alla tón- list og skipuleggjum innihald. Utvarp er svo óendanlega flókinn miðill og erfitt aö ná tökum á honum ef vel á aö vera. Það verður að efla fagmennsku og veita menntun á þessu sviði og viö- urkenna dagskrárgerö sem fag. — Þetta hefur allt veriö skemmtileg reynsla, segir Kolbrún. — Til dæmis hefur maöur kynnst málefnum við aö tala viö fólk á símatímum og í viðtöl- um. Þá hef ég tekið eftir því að ég er miklu gagnrýnni á útvarpsdagskrána en áður, tek betur eftir því hvaö er vel unniöoghvaðilla. Undir þessi orö Kolbrúnar taka þau Stefán og Kristín. — Eg vil sérstaklega nefna þá reynslu aö við gerð svona þáttar verð- ur maður aö reyna aö setja sig í spor annarra varöandi efni og tónlist, verð- ur að ganga út frá sjónarmiðum og smekk fleiri en sjálfs sín, segir Kristín. Við þökkum þeim samveruna i vetur og óskum þeim velfamaðar. SÞS Þau Kristin og Stefán fóru i bæinn, ásamt Hreini Valdimarssyni tækni- manni, og iögðu spurningar fyrir vegfarendur. Þetta verður erfitt Kolbrún sýnirþeim llluga og Hönnu hvernig menn bera sig að i stúdióinu. — segir lllugi Jökulsson, annar af umsjónarmönnum nýja morgunþáttarins lllugi Jökulsson og Hanna Sigurðardóttir, umsjónarmenn nýja morgun- þáttarins. — Ætli hann veröi ekki í svipuðum dúr og þó ekki í svipuðum dúr. Hann verður aö minnsta kosti byggður upp á svipaðan hátt og „Avirkumdegi.”. Illugi Jökulsson er aö lýsa því hvem- ig hinn nýi morgunþáttur, sem hann sér um ásamt Hönnu Sigurðardóttur, verði. Hann vill ekki fara út í nein smá- atriði en nefnir aö símatímarnir veröi eitthvaö áfram og viötöl viö fólk í stúdíói og síma. Hins vegar veröi minna gert að því aö fara með hljóð- nemann á flakk út í bæ. — Þaö er eitthvert fjárhagsspursmál hér í stofnuninni, segir Illugi. Verður erfitt Fyrir þá sem ekki vita hver Illugi er má nefna aö hann hefur veriö blaöamaöur um alllangt skeiö og starfað á hinum ýmsu blöðum. Nú síðustu misseri hefur hann verið þaö sem kallaö er free-lance, þaö er ekki fastráðinn neins staöar. Samstarfsmaður hans, Hanna Sig- uröardóttir, er tónlistarmaður og hefur veriö að 1 júka námi viö Tónlist- arskólann í Reykjavík. Hvorugt þeirra hefur fengist viö útvarps- mennsku að ráöi áður og ástæðan fyrir því aö þau tóku aö sér þennan þátt er ekki sú að þau hafi veriö aö trana sér fram heldur var þess fariö áleitviðþau. — Eg er sannfæröur um aö þetta veröur erfitt, segir Illugi. Til aö létta undir meö þeim Illuga og Hönnu hafa þau til aö byrja með vana manneskju viö hlið sér til halds og trausts, Ragnheiöi G. Einarsdótt- ur, en þátturinn mun veröa á dag- skránni aö minnsta kosti til 1. sept- ember og jafnvel lengur. —SÞS H LEYSUM HVERS MANNS VANDA VIÐ HÚSGAGNAVALIÐ, HVORT HELDUR ER FYRIR NÝJA HEIMILIÐ EÐA ENDURNÝJUN Á ÞVÍ GAMLA. 1300 FERMETRA SÝNINGARSVÆÐI AÐ SIÐUMULA 30 Opið laugardag ki.10-12og 14-17 HÚSGAGNASÝNING SUNNUDAG 2-5 TM-HÚSGÖGN jil Síðumúla^O'r Sími 86822 H||

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.