Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1984, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1984, Blaðsíða 1
DAGBLAÐIÐ — VISIR 169. TBL. —74. og 10. ARG. — ÞRIÐJUDAGUR 24. JULI 1984. Viðbrögð ráðherra við ákvörðun BSRB: KRÖFUGERÐIN ER ÓRAUNHÆF sagði Matthfas Bjarnason heilbrigðisráðherra „Mér finnst kröfugerö BSRB óraunhæf,” sagöi Matthías Bjarna- son, ráðherra Sjálfstæðisflokksins, i samtali við DV, aðji-urður um kröfii- gerð Bandalags stnrfsmanna ríkis og bæja sem nú er í mótun. Er þar rætt um 15—25% kauphækkun. „Eg verð að segja að mér finnast þessir launþegar vera að stíga mikið óheillaspor. Menn geta reynt að hækka kaupið ef þeir vilja en það þýðir um leið að verðbólgan siglir hraðbyri á ný. Ég er þeirrar skoðun- ar að ýmsir miliiliöir hafi hækkað laun meira en góöu hófi gegnir og velti nú sinni hækkun yfir á útflutn- ingsatvinnuvegina. Það eru auövitað þjónustuaðilar sem þar eru á ferð- inni og sjávarútvegurinn sem verður fyrir barðinu á þessu,” sagöi Matthías Bjamason heilbrigðis-, trygginga- og samgönguráðherra. -ás „Nokkuð reglulegt" „Er þetta ekki orðið nokkuö reglu- legt,” varð Albert Guðmundssyni fjármálaráðherra aö orði er hann var beðinn um álit á þeirri ákvörðun BSRB að segja upp samningum. „Eg held að menn séu alveg hættir að kippa sér upp við þetta. ” Annars vildi Albert ekki tjá sig um þessa ákvörðun BSRB, sagði að hann hefði frétt um þessa ákvörðun í gær- kveldi og að enn væri ekkert þessa efnis komiö inn á borð hjá honum í fjármálaráöuneytinu. þjh — sjá einnig bls. 3 Gamalt hesthús í Víðidal verður hér eldinum að bráð. Húsið var autt þegar eldurinn kom upp og er talið að um íkveikju hafi verið að rœða. DV-mgnd: S Austf jarðatogarar hætta veiðum annað kvöld: Pólitík í þessu — segir Aðalsteinn Jónsson, Eskifirði tJtgeröarmenn tíu togara á Aust- fjörðum hafa ákveðið að kalla skip sín inn frá veiðum á miðvikudagskvöld. Stjómendur útvegsfyrirtækja á Vopnafirði, Fáskrúðsfirði, Breiðdals- vík og Djúpavogi ætla hins vegar að bíða með ákvörðun um stöðvun þar til að loknum fundi með þingmönnum Austurlandskjördæmis á Egilsstöðum í fyrramáliö. „Það er komin einhver pólitík í þetta,” sagöi Aöalsteinn Jónsson, for- stjóri Hraöfrystihúss Eskifjarðar, í morgun þegar DV spurði hann hvers vegna sumir útvegsmenn hefðu ákveðið aö stööva en aðrir ekki. „Það hefur runnið af þeim móðurinn.” Aðalsteinn sagði að meginástæðan fyrir stöövuninni væri hið gífuriega háa olíuverð, sem útgerðin þyrfti að greiða. Annars ættu þeir við svipuð vandamál að stríða og önnur útgerðar- félög á landinu. „Stöðvun blasir við öllum þessum fyrirtækjum,” sagði Aðalsteinn. „Við ákváðum hins vegar aö stöðva allir í einu, frekar en einn í einu.” Fyrirtækin sem ákveðið hafa rekstrarstöðvun eru: Fiskvinnslan hf. og Gullberg hf. Seyðisfirði, Síldar- vinnslan hf. Neskaupstað, Hraðfrysti- hús Eskifjarðar, Skipaklettur hf. Reyðarfirði og Hraðfrystihús Stöðvar- fjarðar. EA Húseigandanum brá: Mætti innbrots- þjófi sem varað „hreinsa” íbúðina Manni einum, sem býr í miðbænum, brá heldur illilega er hann kom heim úr vinnu sinni í gærdag því hann kom í flasiö á bíræfnum innbrotsþjófi þar sem hann var að hreinsa til i íbúð mannsins, þ.e. ræna búslóðinni. Hafði hann tekið peninga, ferðatöskur og sjónvarpið til handargagns er eigand- ann bar að. Skömmu áður en innbrotið uppgötv- aðist hafði innbrotsþjófurinn reynt aö selja leigubílstjóra sjónvarpið á þús- und krónur með þeim formálsorðum að hann hefði nýlega lent í skilnaði, konan hefði hirt hundinn en hann sjón- varpið. -FRI Samdráttarskeið næstu þrjú árin —enþá fara frelsistímar í hönd samkvæmt „stjömukorti íslenska lýðveldisins” „Stjörnukort íslenska lýðveldisins er að mörgu leyti mjög áhugavert,” sagði Gunnlaugur Guðmundsson stjörnuspekingur í samtali við DV. „Á því sést að frá því fyrir einu ári hefur sterkur Satúrnus verið ríkj- andi og mun svo veröa næstu þr jú ár. Þetta hefur í för með sér að sam- dráttur er á öllum sviðum. Það sem hægt er að ráðleggja er að draga saman seglin á öllum sviðum, endur- skipuleggja fjármálin og sýna að- haldog varkárni.” „Eftir þrjú ár á að giska mun hins vegar sterkur tJranus fara að segja — sjá nánar á bls. 14-15 tíl sín. Frá og með þeim tíma fara í hönd geysimiklar breytingar svo að jaðrar við byltingu. Það mun kveða við nýjan tón þar sem frelsi verður lykilatriði,” sagði Gunnlaugur Guð- mundsson. I þættinum Dægradvöl á bls. 34 og 35 er farið rækilega í saumana á stjörnuspeki og m.a. spjallaö við Gunnlaug Guðmundsson stjörnu- speking og fjallað um Stjörnuspeki- miðstöðina. ás

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.